Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 1
32 SlÐUR 119. tbl. 62. árg. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1975 PrentsmiSja Morgunblaðsins. Dr. Gunnar TTioroddsen félaf/smálaráðherra: mikið var í húfi fyrir þjóðfélagið taldi rikisstjórnin það skyldu sína að höggva á hnútinn með bráða- birgðalögum. Nú er rétt að taka sérstaklega fram, að í þessum viðræðum hefur verið gert ráð fyrir því að fyrir utan þessar kauphækkanir vegna starfsmatsins fengju starfs- menn verksmiðjanna einnig þær almennu kauphækkanir, sem kynni að verða samið um síðar á árinu, og i 4. gr. bráðabirgðalag- anna er það tekið fram að verði almennar kauphækkanir á gildis- tíma laganna skuli starfsmennirn- ir verða þeirra aðnjótandi. Þessar kauphækkanir vegna starfsmats- ins, sem deilt hefur verið um, eru sérstakar hækkanir fyrir þetta starfsfólk. Þegar þessar stórvirku verk- smiðjur, Áburðarverksmiðjan og Sementsverksmiðjan, höfðu verið stöðvaðar frá þvi 12. mai hafði skapazt mjög alvarlegt ástand. Bændur viðs vegar um land höfðu ekki getað fengið áburð og horfði til stórra vandræða fyrir land- búnaðinn, ef ekki fengist hér lausn á nú á næstu dögum. Byggingariðnaðurinn var að mestu stöðvaður og þar með íbúðabyggingar. Viðbúið var, að stórvirkjunin við Sigöldu myndi tefjast alvarlega. Málmiðnaður- inn var í hættu vegna skorts á súrefni, sem þarf til þeirrar starf- semi. En það er Áburðarverk- smiðjan ein, sem framleiðir það súrefni. Sumarvinna skólafólks var i alvarlegri hættu. Kísiliðjan við Mývatn gat ekki aflað hrá- efnis og veruleg hætta var á trufl- un á rekstri hennar næsta vetur og atvinnuleysi, sem af því kynni að leiða. Það er alltaf neyðarúrræði fyrir ríkisvaldið að þurfa að grípa inn í kjarasamninga. En flestir ef ekki allir landsmenn munu þó viður- kenna að svo alvarlegt ástand getur skapazt að slikt sé nauðsyn- legt. Þetta hefur komið fram í þeirri staðreynd, að 15 sinnum áður hefur löggjafarvaldið neyðst til að gripa inn i kjaradeilur, banna verkföll og leysa deilur með lögum i einni eða annarri mynd. Við því mátti búast, að mið- stjórn Alþýðusambandsins myndi mótmæla lögunum af grund- vallarástæðum eins og raunar mun hafa verið gert jafnan áður, þegar til lögbindingar hefur verið gripið. Þrátt fyrir þær samþykkt- ir, sem gerðar hafa verið á fyrsta Framhald á bls. 18 Forsœtisráðherra skýröi NATO-leiðtogum frá útfœrslu í 200 mílur: Brússel 29. mai 1975. Frá Matthiasi Johannessen. FUNDUR leiðtoga Atlants- hafsbandalagsins hér í Briissel er ekki sizt notaður til einkaviðræðna milli leiðtoganna eins og fram hefur komið í frétt- um. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra Islands, átti í dag viðræður við Vá fyrir dyrum í landbúnaði vegna áburðarskorts Byggingarframkvœmdir eru að stöðvast Tafir við stórframkvæmdir % Dr. Gunnar Thoroddsen félagsmáiaráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að hann vonaðist til, að menn áttuðu sig á því, að það væri þjóðarnauðsyn, sem lægi til grundvallar að bráðabirgðalögum um kjaradóm í kjaradeilu starfs- manna i ríkisverksmiöjum voru sett og þeim verði hlýtt eins og verkalýðsfélögin hafi jafnan gert áður, þegar líkt hefur staðið á. Félagsmálaráðherra sagði enn- fremur, að þrátt fyrir þær sam- þykktir, sem gerðar hefðu verið á fyrsta degi, myndi hann ekki trúa því fyrr en hann tæki á, að for- ystumenn verkalýðssamtakanna ætluðu að virða slfk lög að veltugi og brjóta landslög. • Með bráðabirgðalögunum, sem ríkisstjórnin setti í gær, var ákveðið að skjóta kjaradeilu starfsmanna ríkisverksmiðjanna til kjaradóms, er Hæstiréttur til- nefnir. Ef almennar kauphækk- anri verða á gildistíma laganna skulu starfsmenn verksmiðjanna verða þcirra aðnjótandi. I for- sendum fyrir þeirri brýnu nauð- syn, er liggur að baki þessari lagasetningu, segir í lögunum, að iéttatilraunir hafi ekki borið neinn árangur, vá sé fyrir dyrum í landbúnaðinum vegna áburðar- skorts, byggingaframkvæmdir hafi þegar stöðvazt og þegar hafi orðið alvarlegar tafir á fram- kvæmdum við Sigölduvirkjun. Þá hafi verkfallið stöðvað hráefnis- öflun til Kísiliðjunnar og alvar- lega hafi horft með sumarvinnu skólafólks vegna stöðvunar í byggingarframkvæmdum. % Viðbrögð forustumanna verkalýðssamtakanna við þessari löggjöf voru þau að virða hana að vettugi og mættu starfsmenn í ríkisverksmiðjunum ekki til vinnu f gær af þeim sökum. Af þessu tilcfni sneri Morgunblaðið sér til dr. Gunnars Thoroddsens félagsmálaráðherra í gærkvöldi og innti hann eftir afstöðu rfkis- stjórnarinnar. Viðtalið við félags- málaráðhcrra fer hér á eftir svo og bráðabirgðalögin í heild: I samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði dr. Gunnar Thor- oddsen félagsmálaráðherra: „Þessi deila er mjög sérstæðs eðlis. Hún er ekki venjuleg kaup- deila, heldur Snýst hún um starfs- mat í þessum þremur verksmiðj- um og kauphækkanir, sem eiga að leiða af því. 1 febrúar 1974 var samið um það við starfsmanna- félögin að slíkt starfsmat færi fram. Að því var unnið af full- trúum félaganna og ríkisins og var því að mestu lokið i ársbyrjun 1975. Kröfur verkalýðsfélaganna um kauphækkanir vegna starfs- matsins voru tilbúnar í febrúar- lok fyrir flestar starfsgreinar. Samningaviðræður hafa staðið yfir í þrjá mánuði,-síðustu þrjár vikurnar undir stjórn sátta- semjara. Af hálfu ríkisstjórnarinnar var lögð á það sérstök áherzla að reyna að ná samkomulagi. Síðustu þrjá sólarhringa hafa samninga- fundir staðið nærri dag og nótt. Fulltrúar rikisins buðu að lokum 8!4% meóaltalshækkun launa, en verkalýðsfélögin kröfðust rúm- lega 20% hækkunar að meðaltali og töldu útilokað að hreyfa sig frá þeirri kröfu. Þannig stóðu mál aðfararnótt fimmtudags, þegar sáttasemjari lýsti yfir því, að hann teldi tilgangslaust að halda áfram samningaviðræðum. Þar sem svo mikið bar á milli eftir þriggja mánaða viðræður og svo ueir Hallgrfmsson, forsætisráðherra, við setningu leiðtogafundarins f Brtíssel f gær. Við hlið hans er Tómas Tómasson, sendiherra hjá NATO. James Callaghan, utan- ríkisráðherra Bretlands, sem er hér í fylgd með Wilson forsætisráðherra sínum og skýrði forsætis- ráðherra brezka utanríkis- ráðherranum frá þvi, að Is- lendingar mundu á þessu ári færa landhelgina út í 200 mílur. Callaghan óskaði eftir því, að málið Callaghan. yrði rætt betur síðar milli ríkisstjórna landanna. Þá ræddi Geir Hallgríms- son einnig við Helmut Schmidt, kanzlara V- Þýzkalands, og skýrði honum frá væntanlegri út- færslu íslendinga. Genscher, utanríkisráð- herra V-Þýzkalands, var Framhald á bls. 18 Callaghan óskaði eft- ir frekari viðræðum Þjóðarnauðsyn krafð- ist lagasetningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.