Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975 11 við framleiðslu hraðfrystihús- anna á þeim stöðum, sem skipin eru gerð út frá. A.S.t. hefur nýverið beint því til aðildarfélaga sinna að efna til vinnustöðvunar frá og með 11. júní n.k. hafi samningar ekki tek- ist, en krafist er 39% kauphækk- ana auk endurtengingar kaup- gjaldsvísitölu. Utflutningsverðlag í erlendri mynt var 4—6% lægra á 1. árs- fjórðungi 1975, en það var að með- altali í fyrra og 10—12 % lægra en á sama tíma í fyrra. Ýmsar blikur eru nú víða á lofti í markaðsmál- um sjávarafurða. Tollahækkanir og útflutningsstyrkir á fiskafurð- ir í löndum Efnahagsbandalags- ins, svo og Noregi, óvissa á salt- fiskmörkuðunum, lágt verð á mjöli og lýsi, löndunarbann i Vestur-Þýzkalandi o.s.frv. Þá er þess að geta að viðskiptakjörin voru á 1. ársfj. 1975 um 29% lakari en á sama tima i fyrra. í stuttu máli eru allar horfur i atvinnu- og efnahagsmálum þjóð- rinnar mjög ískyggilegar. Aug- ljóst er að framleiðslan verður að halda áfram hvað sem það kostar. Þess vegna hljóta allir að verða að gera sér ljóst, að ef of langt er géngið í kröfugerð og atvinnuveg- irnir þvingaðir til að taka á sig kostnaðarhækkanir, er þeir geta engan veginn staðið undir, þá verður að gera viðeigandi ráðstaf- anir til leiðréttingar enn á ný. Þessi þróun mála leysir ekki vandamál íslensku þjóðarinnar nema síður sé. Er mikilsumvert, að tslendingar geri sér grein fyrir því að takist ekki að stöðva verð- bólguna og koma á jafnvægi á ný, getur það leitt til alvarlegs at- vinnuleysis og hruns mikils fjölda fyrirtækja. Það er þó sorgleg staðreynd að svo virðist sem þorri Iaunþega- samtaka á landinu hafi tekið þá afstöðu að láta alvarlegar aðvar- anir óvilhallra aðila, svo sem Seðlabanka íslands og Þjóðhags- stofnunar, sem vind um eyrun þjóta og bera nú fram launakröf- ur sem eru ekki í neinu sambandi við þann veruleika sem við oss blasir á tslandi í dag, og hyggjast knýja slíkt fram með verkföllum. Við hljótum i lengstu lög að vona að íhugulir menn innan 15% tollur feDdur niður á sérlyf jum 15% TOLLUR á innfluttum sér- lyfjum hefur verið felldur niður, þ.e. verksmiðjuunnum lyfjum. Þetta afnám tollsins þýðir fyrst og fremst lækkun lyfja fyrir sjúkrahús, .apótek og sjúkrasam- lög, því fast gjald er á lyfjum til notenda. Álagningin i krónutölu er óbreytt þannig að þetta þýðir 7—8% lækkun á lyfjum út úr apóteki og 10% lækkun til spítala. Vegna hins fasta gjalds á lyfjum til notenda, 260 kr. á hvern lyfseð- il, er hér fyrst og fremst um að ræða tilfærslu innan rikiskerfis- ins og hagræðingu. í hljómleika- för til Eyja SKÓLAHLJÓMSVEIT Mosfells- sveitar fer í tónleikaferð til Vest- mannaeyja laugardaginn 31. mai og leikur I samkomuhúsinu þar kl. 17. Hljómsveitin hefur árlega ferðast um landið og á sl. sumri hélt hún tónleika víða á Austur- landi. í hljómsveitinni eru 35 börn og unglingar. Efnisskrá hljómsveitarinnar er fjölbreytt að vanda. Stjórnendur hennar eru þeir Lárus og Birgir Sveinssynir. Auk skólahljómsveitarinnar koma fram á tónleikunum blásar- ar út Sinfóníuhljómsveitinni, þau Lárus Sveinsson, Christina Tryk og Ole Kristian Hanssen og leika þau sónötu fyrir horn, trompet og básúnu eftir Francis Poulenc. Kópavogur SKRIFSTOFA sjálfstæöisfólaganna í Kópa- vogi hvetur þá, sem fengiö hafa heimsenda miða í Happdrætti Sjálfsta*rtisflokksins art gera skil sem fyrst. Skrifstofa Sjálfstærtis- félaganna art Borgarholtsbraut 6 er opin í dag, laugardag, frá kl. 13 til 17, slmi 40708. allra launþegasamtaka muni gera sér ljóst að öfgafullum kröfum sem ekki fást staðist er ekki fyrst og fremst beint gegn atvinnurek- endum, heldur gegn hinu íslenska þjóðarbúi sem allir eru hluthafar í. Að siðustu. Á yfirstandandi ári munu Islendingar færa efnahags- lögsögu sina út i 200 sjómílur. Þetta er bráðnauðsynleg ráðstöf- un, er gerir kleift að tryggja bet- ur viðhald og eflingu fiskstofn- anna við strendur landsins, auk þess sem teknir verði upp betri og skynsamlegri hættir við nýtingu fiskstofnanna. Frystihúsamenn standa ein- huga á bak við 200 mílna útfærsl- una og vænta þess jafnframt að þannig verði haldið á málum að skilningur verði skapaður hjá helztu viðskiptaþjóðum tslend- inga fyrir þessari framkvæmd. Ég þakka stjórn, framkvæmda- stjórum og starfsfólki fyrir gott samstarf á liðnu starfsári. Kynning Kristilega sjómannastarfsins ÞEIR sem ganga hjá húsinu Vesturgötu 19, hafa ef til vill komið auga á skilti sem á er letrað „Kristilega sjómanna- starfið". Fyrir þessu starfi stendur fámennur hópur fólks, sem séð hefur brýna þörf fyrir sjómannaheimili í Reykjavik. Þarna í þessu litla húsnæði er fekið mikilvægt sjálfboðaliða- starf til að koma þessari hug- sjón í framkvæmd. Um miðjan janúarmánuð 1973 var þetta húsnæði opnað, til aðstoðar og hjálpar þeim sjó- mönnum er þangað vildu koma. Daglega er þaðan farið með innlend og útlend blöð og rit, í öll þau skip sem koma hér í höfn, og mun margur einmana sjómaður vera þakklátur fyrir það. Auk þess hefur starfið gefið út blaðið „Vinur sjó- mannsins" undanfarin ár, og gefið það til allra sjómanna sem náðst hefir til, einnig hefur það verið sent til norrænna sjó- mannaheimila víða um heim. Ötaldar eru þær Biblíur sem gefnar hafa verió af einstakl- ingum bæði innan starfsins og utan, og hafa þær verið látnar í skipin mörgum til blessunar. Daglega eru hafðar sambæna- stundir og eru þá sjómennirnir sérstaklega hafðir í huga. Einnig eru Bibltulestrar hvert miðvikudagskvöld. Þar sem húsnæði er mjög takmarkað hefur ekki verið hægt að hafa kaffiveitingar fyrir sjómenn, en vonandi stendur það til bóta. Eins og áður hefur verið sagt er félagið bæði fámennt og.fá- tækt, enda nýtur það engra opinberra styrkja. Annað kvöld, föstudaginn 30. maí kl. 8.30, verður haldin kynningarsamkoma á vegum starfsins í safnaðarheimili Grensássóknar. Þar mun sr. Halldór S. Gröndal tala, einnig verður fjölbreyttur söngur. Allir eru velkomnir. Félög með þjálfaö starfslió í þjónustu við þig Sjötiu sinnum iviku Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í áætlunarferð, samkvæmt sumaráætlun til 12 staða í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi mikli ferðafjöldi þýðir það, að þú getur ákveðið ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust. En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það þarf traust starfsfólk og góðan flugvélakost. Við höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og 3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga með langa og gifturíka reynslu að baki, í þjónustu okkar, Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á íslandi. 500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum okkar í 30 stórborgum erlendis. Hlutverk þess er að greiða götu þína erlendis. Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki þar með sagt að við sleppum alveg af þér hendinni, þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem stunda reglubundið flug, og fjölda hótela. Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir og þjálfaðir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér finnst að þú sért að ferðast á áhyggjulausan, þægi- legan og öruggan hátt, þá veistu að það er árangur af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess að svo mætti verða. FLUGFÉLAG LOFTLEIÐIR ISLAMDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.