Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975
29
VELVKXKAIMDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 10.30— 11.30, frá mánudegi
til föstudags.
0 Veðmál um
þingmannakaup
Hér er bréf frá Eskifirði:
Ég var stödd í Reykjavík í hálf-
an mánuð síðastliðið haust, þegar
hin nýja ríkisstjórn hafði nýtekið
við völdum. Var ég mjög ánægð
yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn
og Framsóknarflokkurinn skyldu
taka við ríkisstjórn, því að illa leit
út í allt sumar að hér á landi yrði
stjórnarkreppa. Nú, nú, ég hitti
eina vinkonu mína, sem óskaði
mér til hamingju með að ihaldið
væri tekið við völdum. Einnig
óskaði hún mér þess og öllu sjálf-
stæðisfölki hér á landi að það
fengi nú í eitt skipti fyrir öll að
kenna á klóm íhaldsins. Ég bað
æskuvinkonu mína að vera ekki
svona æsta, því að ekki væri gott
að hafa ísland stjórnlaust, ég
byggist við góðu einu af þessari
sterku stjórn með mikinn þing-
styrk að baki sér. Þá segir æsku-
vinkona min: Veiztu hvert var
fyrsta verk þessarar ríkisstjórn-
ar? Eg segi þá að hún hafi verið
að setja ráðherrana í stólana og
svoleiðis og ætli að koma efna-
hagsstjórn þjóðarinnar aftur á
réttan kjöl. Þá segir vinkona min:
„Fyrsta verk þeirra var að hækka
sitt kaup um 20%, en engir aðrir
þegnar i þjóðfélaginu áttu að fá
hækkun á kaupið". Eg svaraði því
til að þetta væri nú svo mikil lygi
— og við fórum I veðmál og lét ég
undir alíar mínar eigur, sumarbú-
stað á Ströndum og 113 fermetra
Ibúð á Eskifirði. Hún sagði að ég
ætti ekki þessar eignir ein —
maðurinn minn ætti þær á móti
mér og hún vildi mér ekki svo illt
— að við skyldum bara hafa það 5
þúsund krónur og það samþykkti
ég. Þessu trúði ég nú aldrei að
núverandi alþingismenn hefðu
hækkað kaup við sig sjálfa fyrr en
vinur minn, Sverrir Hermanns-
son, alþingismaður og forinaður
þingfararkaupsnefndar kom i
sjónvarpið nýlega og lýsti því yfir
að þeir hefðu hækkað kaup sitt
um þessi 20%. Þökk sé Sverri
Hermannssyni að segja þjóðinni
sannleikann. Sverrir kemur alltaf
til dyranna eins og hann er
klæddur — alveg eins og Guðrún
Á Símonar.
£ Að eiga kaup-
ið sitt skilið
Ég er uppalin í sveit og eitt
harðindavor um sauðburðinn var
snjór yfir allt og hey frekar litil
til þess að gefa lambánum. Settar
voru fram gamlar heyfyrningar
saman við góða heyið og ég horfði
á það með mínum eigin augum, að
sumar rollurnar tindu grænu hey-
stráin úr og gáfu lömbunum.
Mér varð hugsað til læstra úti-
dyranna hjá Sundin og þagnaði.
En Christer tók pipuna út úr sér
og héit áfram stillilegri röddu:
— Játningar Holtshjénanna
vöktu áhuga minn á allt annan
hátt cn hjá hinum tveimur. Þær
voru báðar ftarlegar og báðar fólu
þær f sér upplýsingar sem virtust
á cinhvern hátt koma heim við þá
heildarmynd, sem varð að mynd-
ast i huga mfnum.
— Þar er fyrst að geta tfmasetn-
ingar og vettvangs morðsins.
Þegar ég reyndi að gera inér
grcin fyrir því, hvað Tommy
hafði verið að gera allt þetta
kvöld leit tfmataflan svona út:
klukkan sex fer hann frá Lou og
heim tíl Petrenfrökenanna og þar
er hann kiukkan nfu, þegar Sund-
ín sér hann sitja til borðs með
Petrenfrökenunum. Um hálftfu-
leytið hittir hann ofurstann og
um klukkan ellefu heyrir Yngvc
Mattson hann Ijúka samtali sfnu
við Elisabetu. Rétt eftir klukkan
cllefu hafði hann lofgð að hitta
Agnetu inni á Arbökkum. Hann
gekk yfir garðinn hjá Petrenhús-
inu, og kannski hefur hann komið
við inni f húsinu að sækja citt-
hvað — og FRÖKENARNAR
tvær deila um það, hvort þær eigi
sínum. Ef núlifandi ríkisstjórn
hefði byrjað á þvi að lækka við sig
kaupið, þannig að hún hefði bara
kaup þessa 5 til 6 mánuði á ári,
sem þing starfar, þá hefði öll
þjóðin litið upp til hennar með
djúpri virðingu. Það er átakan-
legt óréttlæti að vita alþingis-
menn með kaup allt árið, og auk
þess í mörgum vellaunuðum störf-
um. En ef verkamaður sem hefur
30 þúsund króna mánaðarkaup
kemur 10 minútum of seint þá er
það dregið frá kaupi hans. Eftir
að háskólamönnum á Alþingi Is-
lendinga fjölgaði svona mikið, þá
fór að halla á ógæfuhlið okkar
Islendinga, þvi að þeir hafa það
oftast í huga að eyða meira heldur
en þjóðin aflar. Þessir háskóla-
menn, sem eru búnir að vera i
langskólanámi frá 5 til 30 ára
haga sér eins og páfagaukar. Hafa
þeir sjaldan eða aldrei unnið við
framleiðslustörf þjóðarinnar og
margir hverjir farið beint úr há-
skólanum og á Alþingi, svo að það
er ekki von á góðu, þegar þeir
eiga að fara að skipta þjóðarkök-
unni — ekki sizt þegar hún er
lítil. Ég vil ráðleggja núverandi
alþingismönnum og rikisstjórn,
að hafa bara þetta kaup, sem þeir
sömdu um sjálfir siðastliðið haust
— bara yfir þingtimann og að
fara að vinna við framleiðslu-
greinar þjóðarinnar á sjónum, i
frystihúsum og leysa af smá-
bændur, sem aldrei komast í fri I
2 til 3 vikur. Gætu þeir skipt sér
um landið. Ef alþingismenn gerðu
þetta þá- myndi sjóndeildar-
hringur þeirra stækka mikið —
og þá væru þeir fyrst færir um að
skammta réttlátlega af þjóðarkök-
unni og þá væri ekki lengur hægt
í gamni að kalla Alþingi Is-
lendinga þriðja leikhús Reykja-
vikur. Við þurfum öll að hafa I
okkur og á á meðan við lifum
þessu jarðneska lífi, en launamis-
munurinn er svo geysilegur í
þjóðfélagi okkar, að grátlegt er til
þess að hugsa.
Fall er fararheill, segir gamalt
máltæki, og það er mín ósk, að
þessi sterka ríkisstjórn beri gæfu
til að stjórna landinu og segja
þjóðinni sannleikann um það
hvernig á stendur, efnahagslega.
Að lokum aðeins ein spurning
til okkar tignarlega fjármálaráð-
herra: Hvað þýðir orðið verð-
stöðvun?
Regfna.“
0 Götu- og
lóðahreinsun
Kjartan O. Kjartansson
skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mál mitt fjallar um hreinsunar-
vinnu borgarinnar og þá einna
helzt götu- og lóðahreinsun.
Þannig er mál með vexti, að ég
bý i einum af þessum gömlu
hverfum borgarinnar og ég verð
að segja, að þar er mörgu ábóta-
vant við hreinsun gatna. Til
dæmis getum við tekið, að ekki
hafa verið hreinsaðar götur hér i
nokkurn tima, og það er undar-
legt ef ekki er um þessar venju-
legu ástæður að ræða, eins og
skort á mannafla og peningum, en
þessum ástæðum vilja viðkom-
andi embættismenn bregða fyrir
sig.
Við þessa götu, þar sem bilum
er mikið lagt við, hafa bíleig-
endur losað úrgang og alls konar
óþrifnað svo sem vindlings-
stubba, tvistbúta o.fl. Þetta rusl
veldur að sjálfsögðu óþrifnaði,
sem ekki er ibúum við götuna til
sóma.
Þessu er sjálfsagt eins farið
með aðrar fjölfarnar götur. Flest-
ir hreinsa sjálfsagt lóðir sínar
sjálfir, eins og Ibúar hér I hverf-
inu. Nú undanfarin ár hafa þeir
þar að auki orðið að hreinsa lóðir,
sem notaðar eru fyrir bílastæði,
þvi að þessar lóðir eru alls ekki
hreinsaðar, nema „hreinsendurn-
ir“ biðji um, að það rusl, sem þeir
hafa safnað saman í hrúgur, sé
fjarlægt.
Fáir vita hverjir eigendur þess-
ara umræddu lóða eru, en það
mætti ætla, að borgaryfirvöld
ættu að sjá uin að þær væru
hreinsaðar, og bezt gæti ég trúað,
að borgin ætti einhverjar þeirra.
Það er kominn tíini til að
hreinsað sé til i göinlu hVerfunuin
— lika á þeim götuin, sein enginn
á.
Virðingarfyllzt,
Kjartan O. Kjartansson.“
HOGNI HREKKVISI
Kjaftæði. — Það hefur aldrei skeð að köttur komi með
pípuna og inniskóna ...
SAMBYGGÐAR
TRÉSMÍÐAVÉLAR
Einkum
hentugar fyrir lítil verkstæði
z
-i
N
OC
LAUGAVEGI 29
SÍMI24321.
(m) 1 LAWN - BOY
Létt, sterk, ryðfrí
* Stillanleg sláttuhæð
Slær upp að húsveggjum og út fyrir kanta
Sjálfsmurð, gangsetning auðveld
* Fæst með grassafnara
Garðsláttuvél K hqd iic
hinna vandlátu ™ ArmtdaJI^Skó^avorðusU^S^
OG UVI LW OGVö ERT ST6T VÁ
s£g\rpo m wam: s\gló mm'a
OG VR)0- m VAV tW, &ÖGGIV