Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975 Dr. med Halldór Han- sen — Kveðja frá Í.S.Í Minning: Gísli Vilhjálmsson umboðsmaður, Akranesi Þann 19. maí lést dr. med. Hall- dór Hansen og var jarðsunginn í kyrrþey frá Garðakirkju sl. mánu- dag að eigin ósk. Lýsir það vel öllu viðhorfi hans á langri lífsleið. Dr. med. Halldór Hansen var fæddur 25. janúar 1889 í Miðengi á Álftanesi og þar ólst hann upp. Hann var einn af aldamötamönn- unum, sem tók virkan þátt í félags- og menningarstarfi æsku- lýðsfélaganna, mótun þeirra og uppbyggingu. begar dr. med Halldór Hansen hóf nám i Menntaskóianum í Reykjavík, var þar starfandi öflugt íþróttafélag, sem hét Kári. Gekk hann þegar i félagið og var í forystuliði þess, sem vann að því að efla og hefja til vegs iþrötta- iðkanir og almenna Iíkamsrækt meðal nemenda. Þegar íþröttasamband íslands var stofnað, var hann kosinn full- trúi félagsins á stofnfundum sani- bandsins, er haldnir voru 18. og 28. janúar 1912. Þar kom strax fram áhugi hans á íþróttum og þekking á félags- máluni, er varð til þess, að hann var kosinn í fyrstu stjórn l.S.l. Starfaði hann aðeins fyrsla árið í stjórninni, en hvarf þá af landi burt um sinn til frekara náms erlendis. Þegar hann kont heím aftur var hann enn á ný kosinn í sljórn I.S.I., og átti sæti i henni til ársins 1928, þar af nokkur ár sem varaforseti sambandsins. Það var mikið happ fyrir l.S.I. að fá svo hæfan mann í stjórn i upphafi. Byrjunarstörfin eru erfið, því er það mikils virði að brautryðjandinn sé viðsýnn og skapandi, en þessa eiginleika hafði dr. nied. Halldör Hansen í ríkum mæli. Í.S.I. hefur lengi búið að því grundvallarstarfi, sem unnið var meðan hann sat í stjórn. Eitt af fyrstu verkum I.S.l. var að gefa út Heilsufræði íþrólta- manna. Var það mikið verk að vinna, þar sem hér var um nýmæli að ræða. En þrír læknar sátu fyrstu árin í stjórn I.S.L, þeir Guðmundur Björnsson, Matthías Einarsson og dr. Halldór Hansen. Allir vildu þeir hvetja almenning til að iðka íþróttir, sem lið í al- mennri heilsurækt, en ekki af ofurkappi. Segja má að dr. Hall- dór Hansen hafi ávallt verið þeim ráðleggingum trúr, sem birtar voru í kverinu um heilsurækt, en fram í háa elli stundaði hann íþróttir eftir þeim ráðleggingum, sem hann sjálfur setti þar fram. Það voru ráðleggingar braut- ryðjandans og læknisins, sem enn eigaerindi til þjóðarinnar. Dr. Halldór Hansen var alhliða íþröttamaður, en á yngri árum lagði hann fyrst og fremst stund á glimu og fimleika. Iðkaði hann glímu i Glímufélaginu Armanni og var m.a. valinn lil þess að fara á Olympfuleikana 1912, sem þá voru haldnir í Stokkhólmi. Var það i fyrsta sinn sem Islendingar tóku þátt í Olympíuleikum sem sjálfstæðir aðilar. Dr. Halldór Hansen iðkaði íþróttir alla ævi. Þegar hann var kominnaf léttasta skeiði hófhann að iðka golf. Golfklúbbur Reykja- víkur var stofnaður 1934 og á öðru ári gerist hann félagi þar og farinn að taka virkan þátt í starf- semi klúbbsins. Hann lét ekki nægja að iðka þessa ágætu íþrött aðeins að sumarlagi, eins og gert er að mestu, heldur allt árið. Það þötti til tíðinda, er hann setti rauðan dúsk á kúlu sína, ef jörö var alhvít að vetrarlagi, svo hann gæti haldiö áfram að iöka uppá- halds íþrött sína jafnl vetur sem sumar. Náði hann mikilli leikni i golfíþröttinni og varð fyrsti ein- herjinn hér á landi, það er að slá kúluna í holu í einu höggi. Dr. Halldór Hansen var mikil- hæfur læknir, enda yfirlæknir urn áraraðir. Margur kandidatinn fékk þvi göðan skóla undir hans handieiðslu þegar hann hóf starf á St. Jösefsspítala. En þegar hann tók á móti þeim spurði hann þá ávallt, hvort þeir kynnu nokkuö til íþrótta. Hann taldi sjálfsagt að allir ungir menn iðkuðu íþröttir, en einkum var honum kært ef viðkomandi hafði iðkað fimleika, en eins og áður segir var hann afburða snjall fimleikamaður á yngri árum. Lét hann þá oft hinn nýja kandidat sýna sér einhverja æfingu áður en gengið var til starfs. Ef hann var ekki ánægður með útfærslu á æfingunni, endur- tók hann hana sjálfur og sýndi hvernig ætti að gera hana. Eftir það var gengið til starfa og hann hafði unniö trúnaðartraust hins nýja starfsmanns. Fyrir hið mikla brautryðjanda- starf, sem dr. Halldór Hansen innti af hendi var hann kjörinn heiðursfélagi íþróttasambands is- lands. Nú þegar leiðir skilja þökkum við af alhug mikilhæfum íþrótta- frömuði, sem vann störf sín af samviskusemi í kyrrþey við upp- byggingu íslenskra íþróttamála og almennrar líkamsræktar. Gísli Halldórsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar vcrða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 simi 25810 Hinn 10. maí sl. andaðist á Sjúkrahúsi Akraness Gísli Vil- hjálmsson umboðsmaður eftir nokkurra daga legu. Hafði hann átt við vanheilsu að búa um skeið. Útför Gísla fór fram frá Görð- um við Akranes 17. maí sl. að viðstöddu fjölmenni. Gísli var fæddur hinn 26. janúar 1899 að Ölvaldsstöðum i Borgarhreppi á Mýrum, en flutt- ist með foreldrum sínum til Akra- ness árið 1911. Þar reistu foreldr- ar hans hús, er þau nefndu Þing- hól. Var Gfsli löngum kenndur við þann stað. Gísli sótti sjóinn frá Akranesi, öðru nafni Skipaskaga, eins og sjálfsagt þótti, að ungir menn gerðu þá og þykir enn, þótt nú sé Sementsverksmiðjan, skipasmíða- stöð og fleiri iðngreinar komnar til sögunnar. Var Gísli ágætlega liðtækur sjó- maður, enda var hann á yngri árum hinn mesti þrekskrokkur. Hann stundaði íþróttir af kappi. Um tvitugsaldur var Gísli meðal fremstu þolhlaupara landsins. Snemma kom í ljós fróðleiks- fýsn hans og stálminni, sem honum entist til æviloka. Á uppvaxtar- og unglingsárum sínum var Gísli mesti bókaormur, sílesandi fræðibækur um þau efni, er hann hafði áhuga á en það voru einkum sagnfræði i víðtæk- ustu merkingu og náttúrufræði. Virtist hann muna allt, sem hann las og varð því snemma svo fróð- ur, að undrum sætti. Þegar ein- hvern, sem þekkti Gísla, langaði til þess að vita eitthvað sérstakt spurði hann Gísla. Stóð þá ekki á svarinu og þótti það líkast því að fletta upp í alfræðiorðabók aó spyrja Gísla. Hann virtist vita allt og aldrei verða svarafátt. XXX Tvítugur hleypti Gísli heim- draganum og fór til Noregs. Réðst hann þar til Bjellands- niðursuðuverksmiðjanna og gerð- ist Iærlingur í fiskniðursuðu og niðurlagningu á síld, brisling, hrognum og öðru sjófangi. Þessi þekking kom honum að góðu haldi allt til æviloka. Alls var Gísli við sjálfsnám i Noregi, Svíþjóð og Danmörku hátt á þriðja ár. Á ferðum sfnum hafði Gisli ætíð í huga að kynna sér sem best það er hann taldi, að mætti verða að gagni fyrir sjávarútveg is- lendinga. Hann kynntist nokkrum forustumönnum í sjávarútvegi á Norðurlöndum þar á meðal Christian Ameln, meðeiganda í fyrirtækinu Brödrerne Ameln A/B, Stokkhólmi og Fridtjof Wallström í Gautaborg. Siðar varð hann umboðsmaður hins fyrrnefnda fyrirtækis á Islandi í nokkur ár en náinn samstarfs- maður og umboðsmaður hins síðarnefnda um áratuga skeið. Af forustumönnum 1 sjávarút- vegi i þessum löndum voru þeir að sjálfsögðu miklu fleiri á þessum árum, sem Gisli þekkti aðeins af afspurn, en kunni samt furðu góð skil á starfsemi margra þeirra og starfsferli. Sú verklega þekking, sem Gfsli hafði aflað sér á þessum ferðum og persónuleg kynni hans við nokkra forystumenn vísuðu honum veginn til heillaríkra starfa við sjávarútveg lands- manna um hálfrar aldar skeið. XXX Fyrst eftir heimkomuna 1923 starfaði Gísli hjá Hrogn & Lýsi h/f, fyrirtæki Óskars Halldórs- sonar. Vann Gísli þá við söltun á hrognum í Vestmannaeyjum í fé- lagi við fyrirtæki Óskars og einnig við Bernhard Petersen. Áður hafði hrognunum verið fleygt eða þau verið notuð ásamt slori sem áburður í garða og á túnbletti. Létu margir sér fátt um finnast þessa nýjung. Var fyrirtæki Ósk- ars Halldórssonar uppnefnt og kallað h/f Slor & Grútur. Á þess- um tíma höfðu allt frá aldamótum verið margar litlar og illa búnar grútarbræðslur í Eyjum i eigu kaupmanna, en gefið lítið i aðra hönd. Lifrarsamlagið í Eyjum var ekki stofnað fyrr en 9. desember 1932. Strax kom í ljós, að hin nýja nýting hrognanna varð mjög arð- bær og fylgdu þá aðrir i kjölfarið viða umhverfis landið. Gísli leiðbeindi um verkunina og gerðist umboðsmaður og yfir- tökumaður fyrir kaupendur eigi einungis fyrir hrognin, sem verk- uð voru á mismunandi hátt fyrir hina ýmsu kaupendur, heldur einnig fyrir salt-, krydd- og sykur- saltaða síld og á lýsi. Höfðu þessi störf Gisla mikla þýðingu fyrir hina mörgu útgerðarstaði við strendur landsins. Kom sér þá vel fyrir alla aðila hversu kunnugur Gisli var útgerðarmönnum og starfsmönnum þeirra við verk- unina í landi og vissi upp á hár hverjum mátti treysta og hverjum ekki. Hefi ég engum manni kynnst, er mannfróðari væri en Gísli Vilhjálmsson. Það trúnaðartraust, sem vera þarf milli kaupanda og seljanda, tókst honum manna best að skapa og varðveita. Einnig hélt hann munnlega samninga eins og skriflegir væru. XXX Eg átti fyrir eigin hönd og um- bjóðenda minna mikil viðskipti við Gísla og treysti honum sem nýju neti. Því var það fyrir mörgum árum, er ég var að sumarlagi norður á Siglufirði, að hringt var til mín úr Landsbankanum í Reykjavík og mér tilkynnt, að afsagður hefði verið á mig sem útgefanda víxill að upphæð kr. 7.000.00 og væri Gísli Vilhjálmsson samþykkjandi víxilsins. Hélt ég að ég myndi hafa tapað minni, því að ég mirint- ist þess alls ekki að hafa gengið í þessa ábyrgð og efaðist ekki um heiðarleika Gísla. Við eftir- grennslan kom í ljós, að menn þeir er selt höfðu víxilinn í bank- anum voru alnafnar okkar Gisla og áttu heima austur á Mjóafirði, hinir heiðvirðustu menn. 1 nokkur ár var Gísli aðalum- boðsmaður hér á landi við kaup og verkun á síld fyrir Brödrerne Ameln A/B, er þá voru umsvifa- mestir síldarkaupmenn á Norður- löndum. Rak Gísli þessi umboðs- störf jafnframt öðrum umboðs- störfum fyrir aðra Svia og fl. Voru annir Gísla svo miklar, að hvar sem hann fór, var hann leit- aður uppi. Sími á Norðurlandi tepptist oft heilu dagana af þessum sökum, en þá þekktist ekki fjölsími. Sfldveiðin brást 1935 og aftur 1945 og oft eftir það. Veiðin t Bróðir okkar, PÉTUR ÁSTRÁÐUR KRISTÓFERSSON frá Klúku í ArnarfirSi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 31. maí kl 1 0 30 árdegis. Systkini hins látna. t SIGURÐUR JÓNSSON skipstjóri frá Neskaupstað, andaðist að morgni 28 maí á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför JÓNU GUÐRUNAR SIGURÐARDÓTTUR, Njálsgötu 81. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Einarsdóttir. t Útför móður okkar og tengdamóður, SALÓME JÓHANNESDÓTTUR, fyrrverandi húsmóður Söndum Miðfirði, fer fram frá Dómkirkjunni I Reykjavik á morgun laugardag 31. mai kl. 10.30 Jónína St. Jónsdóttir Guðmundur Albertsson Baldur Jónsson Herdis Steinsdóttir Einar J. Skulason Kristjana Þorkelsdóttir Haraldur Z. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.