Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen kunnu, og var þetta eitt af því, sem þeir fóru með: Ö, fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga, er laufin grænu litka börð og leikur hjörð í haga, en dalur lyftir blárri brún mót bliðum sólar loga og glitrar flötur, glóir tún og gyllir sunna voga. Og vegleg jörð vor áa er með ísi þakta tinda, um heiðrík kvöld að höfði ser nær hnýtir gullna linda og logagneistum stjörnur strá um strindi, hulið svellum, en hoppa álfar hjarni á, svo heyrist dun í fellum. Þú, fósturjörðin fríð og kær! sem feðra hlúar beinum og lifið ungu frjóvi fær hjá fornum bautasteinum; ó, blessuð vertu, fagra fold, og fjöldinn þinna barna, á meðan gróa grös í mold og glóir nokkur stjarna. Þessar vísur sungu þeir piltar tvisvar eöa þrisvar sinnum, og var það auðséð, að þeir einkum völdu þær fremur en aðrar —COSPER------------------------------- Ég sagði það, Söfus, aö eitthvað hefði klikkað þegar þú tökst mig á hrygginn, á dögunum. vísur, er skólapiltar voru vanir að syngja, af því að þeim þóttu þær helzt lýsa til- finningu sinni það skipti, en ekki fyrir því, að þær séu eins vel gjörðar og margt annað, er kveðið hefur verið um fóstur- jörð vora. Á meðan þeir sungu, gengu þau Möller öll hægt fram með tjörninni og hlustuöu þegjandi á, en piltar stefndu, sem áður segir, suður eftir miðri tjörn, og smám saman miðaði þeim svo áfram og fjarlægðust, að loksins heyrðu þau ekki annað en eiminn í loftinu af söngn- um, og um síðir dó hann og með öllu. Snúa þau þá öll saman aftur á leið til bæjarins og gengu þannig, að kaupmaður Á. og kona hans fóru kippkorn á undan, þar á eftir gengu þau Kristján og Guð- rún, og Möller og Sigríður lengst á eftir og góðan spöl eftir þeim Kristjáni og Grunnhyggnu kerlingarnar sagði slátrarinn, bauð kerlingunni inn og gaf henni mat og skenkti henni svo mikið vín, að hún varð drukkin og snarringluð í höfðinu. Meðan kerlingin var að sofa úr sér vímuna, tók slátrarinn hana, dýfði henni í tjörutunnu og helti yfir hana úr fiður- poka, sem hann átti. Þegar kerlingin svo vaknaði aftur, var hún öll í fiðri og fór að hugsa um, hverju þetta sætti: Er þetta ég eða ekki ég? Nei það er ómögulegt að þetta sé ég, þetta hlýtur að vera einhver stór og undar- legur fugl. En hvernig á ég að fara að því að vita hvort þetta er ég eða ekki ég. — Jú nú veit ég það, ef kálfarnir sleikja mig og hundurinn geltir ekki að mér, þegar ég kem heim, þá er þetta ég sjálf. Hundurinn hafði varla fyrr komið auga á slíkt ferlíki, en hann tók að gelta eins og vitlaus væri, eða eins og þjófar og ræningjar væru að koma heim að bæn- um. „Nei, þetta getur víst ekki verið ég,“ sagði kerling þá. Þegar hún kom inn í fjósið, vildi kálfurinn ekki sleikja hana, þegar hann fann tjörulyktina. „Nei, þetta getur ómögulega verið ég, þetta hlýtur að vera undarlegur fugl,“ sagði hún. Svo klifraði hún upp á skemmuþak- ið og fór að baða út höndunum eins og það væru vængir og hún ætlaði að fljúga upp. Þegar maðurinn sá þessa ófreskju, fór hann inn og sótti byssuna og tók til að miða. Kjötmatið??? lBER- Nei, vinur, ég kemst ekki núna, ég er að þvo sokkaplöggin mín skil- urðu. WVERNÍO ÁTT ÞÚ AB GETA FARÍÐ j PfíPXÝ) ~\ AN ÞESS AB pét? UM - f ' ---------—' HLEMMANA - '' EFTÍR PRÍÐJA SjÚSS ERTU FARÍNN AÐ 5TANDA A )-|AU5 OGr pÁ \ Bí-ASÍR OSOMÍNN VIE> 'ÖLLUM / ^tQNlUND -i-------------------..........., „ — - -- -- - •- Líkið ö grasfletinum -_________ 67 brosti við. — \ð minnsta kosti tvær persónur voru á réttri sióð. Wilhelm Holt... og Jóhannes nokkur Ekstedt... — Hm, Hm. 1 mínu tilfelii var aðeins um að ræða mjög ótraustar grunsemdir. En það er rétt að ég fylltist tortryggni eftir atburðinn með Thotmes. l'mtalaður köttur sem lá á eld- húsbekknum við hlíðina á föður mínum opnaði annað augað og horfði á föður minn með velþókn- un og hélt svo áfram að mala. Christer hafði lokið við að troða sér I pipu. — Ég verð að viðurkenna. sagði hann, — að ég hefði ekki getað komið fram fyrir dómstól með þessar sannanir, sem ég taldi mig hafa gegn Margit Holt. Þær voru alltof lausar í reipunum og óbeitnar. Ef hún hefði tekið þá stefnu að neita öllu, hefði senni- lega ekkert getað fellt hana — nema sennilega Wilhelm eftir að hann varð var við jakka Tommys f kústaskápnum. En nú kom hún reyndar af fúsum og frjálsum vilja og bar fram játningu sína... — En þið megið ekki gleyma að ekki er nema sólarhringur síðan ég gekk í þennan leik. Það er ekki ýkja margt, sem ég hef jjersónu- lega verið vitni að. Hvarf Elisa- betar, morðtilraunin á Thotmes... og svo þessar f jóru furðulegu játningar... Af öliu þessu voru játningarnar óneitanlega það sem var mest áþreifanlegt. Það var ljóst að all- ar sögurnar fjórar gátu verið til- búningur, en það merkilega var að allar virtust þær rúma ákveðin brot af sannleikanum... Yngve Mattson var víst sá sem fjarlægastur var sannleikanum. Ég trúi því reyndar að hann hafi hlerað samtalið fy;ir utan glugga Elisabetar og ég hallast einnig að þvi að liann hafi læðst hér í kringum húsið... og heyrt Puck og Einar tala saman uppi I svefnherberginu... og eftir ýmsum sólarmerkj- um að dæma virðist hann hafa komið að líkinu. Hann fullyrti að hann hefði tekið hnlf- inn á borðinu úti í forstofunni, og enda þótt það væri ekki sennilegt var ekki hægt að vfsa þeirri full- yrðingu einhiiða á bug. En þegar hann kom að því sem máli skipti í þessu öliu — morðinu sjálfu — gat hann ekki lýst neinum smá- atriðum og auk þess var tfma- ákvörðun hans greinilega röng og það vissi ég. En hvers vegna kom hann og gaf þessa játningu? Svarið við þeirri spurningu er I raun og veru ofureinfalt. Hann hefur — ef ég hef skilið málin rétt — frá byrjun reynt að gefa Lou fjarvistarsönn- un og það sýndi að í fyrsta iagi grunaði hann hana um að hafa framið verkuaðinn og í öðru lagi var liann þrátt fyrir allt fús að leggja allt f sölurnar fyrir hana. Þegar hún var svo handtekinn jókst bæði kvfði hans sjálfs og ákefðin til að hjálpa henni. 1 gær- kvöldi þegar hann hefur ekki get- að sofið, tók hann ákvörðun. Hann fór á fætur og gekk niður á lögreglustöð til að gefa sig fram sem morðingja. En hvorki Berggren né lögreglustjórinn voru á staðnum, svo að hann hlaut að biða til morguns. A heimleið- inni hitti hann svo Einar, sem sagði honum að ég væri kominn og þegar við hittumst gat hann ekki stillt sig um að „reyna“ sög- una sína á mér. Það var svo aug- ljóst að hann vissi ekkert hvorki um Elisabet, Thotmes né jakkann og það varð til þess að rýra mjög gildi þessarar fyrstu játningar. Við skulum sfðan víkja að Börje Sundin. Það eina sem virt- ist dagsatt í frásögn hans var að hann hafði verið á staðnum og hann hefði séð mann, sennilega Yngve svo og Lou Mattson og síð- an Thotmes, þarna um hálf eitt leytið. En samkvæmt frásögn Lou vitum við að þá var Tommy dá- inn, svo að það sannar ekkert varðandi morðið. Þar sem Sundin vissi vel um jákva-ða afstöðu Tommys til þeirra beggja tveggja elskendanna gat ég heldur ekki komið auga á neina sennilega skýringu á því að hann fa'ri að slást við hann og enn síður hann ræki f hann hnffi, sem hann sagðist hafa fundið. Það var dálftið afgerandi hvernig hann viðurkenndi hann hefði kyrkt Elisabetu og ann- aðhvort býr maðrinn yfir frjórra fmyndunarafli en ég ætla honum eða hann er iðninn við að lesa leynilögreglusögur ekki síður en Olivia Petren. En að hann hafi verið æstur í að fara f fangelsi ef það gæti orðið Agnetu til hjálpar held ég sé hafið yfir allan vafa. — Mér líkar vel við þau bæði, sagði ég hlýlega. — Ég vona þau fái nú að eigast, svo að eitthvað jákvætt komi að minnsta kosti út úr þessum harm- leik. En Einar hristi höfuðið og var ákaflega hugsi á svip þegar hann sagði: — Hugsa sér að hún Agneta litla skuli vera svona stór og kjörkuð eins og komið hefur í Ijós... já, músin sem læðist...—- Já, hvað með það, spurði ég áköf — Hvar var hún siðustu nótt? — O Christer horfði strfðnislega á mig. — Og það spyrð þú um, sem ert annars svo nösk á ástamál og slfkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.