Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1975 23 glæddist með nýrri tækni 1960 þar til algerlega tók fyrir veiðina norðanlands og austan 1968 og síðan. Gekk þá á ýmsu fyrir þeim, sem störfuðu við síldarútveg. Fékk Gísli að reyna það að „úti er um vinskapinn, þegar ölið er af könnunni". En það verður aldrei frá Gísla tekið hið góða hlutskipti að vera mikilvirkur þátttakandi í því að færa sjávarútveg landsins í betra horf og arðbærara með fullnýt- ingu aflans, eftir því sem við varð komið. Tvö grísk fyrirtæki, Mamais & Sons og Adamis & Sons, bæði í Pireus við Aþenu, sem höfðu um áratuga skeið keypt saltfisk af SlF, fóru fram á það við Kristján heitinn Einarsson árið 1957/58, að hann benti þeim á umboðs- mann hér á landi til þess að annast verkun og kaup á hrogn- um til Grikklands. Mælti Kristján framkv.stj. með Gísla Vilhjálms- syni til þessa starfa. Er það skemmst af að segja að úr þessum umboðsstörfum Gfsla varð mikii og hagstæð sala á verkuðum hrognum til Grikklands,. Áður höfðu þessi fyrirtæki keypt rnikið magn af fslenzkum hrognum, sem tilreidd höfðu verið í Svíþjóð og seld þaðan með uppsprengdu verði til Grikklands. Þessu um- boði hélt Gísli til dauðadags. XXX Gfsli Vilhjálmsson var kominn af merkisfólki. I föðurætt sína var hann fimmti maður frá Guðrúnu Magnúsdóttur alsystur Skúla Magnússonar Iandfógeta. Hún var gift séra Katli Jónssyni í Húsavík. 1. Sonur hennar var Jón Ketils- son umboðsmaður Skógastrandar- jarða, bóndi að Rifgirðingum og víðar, bróðir Magnúsar Ketilsson- ar sýslumanns og fræðimanns, er gaf út fyrsta tímarit, er út kom hér á landi „Mánedstidende" árin 1773—1776. 2. Hans dóttir var Oddný Jónsdóttir gift séra Jóhanni Tómassyni, að Hesti í Lundarreykjadal. 3. Ragnheiður (eldri) Jóhannsdóttir d. 1889, 69 ára. Gift Jóni Runólfssyni hrepp- stjóra að Vatnshömrum i Andakíl d. 1914 84 ára. 4. Vilhjálmur Jóns- son, Þinghól, Akranesi, kvæntur Eyrúnu Guðmundsdóttur, f. 1876, d. 1962. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ingimundarson og Guðbjörg Guðmundsdóttir, er lengi bjuggu að Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi á Mýrum. 5. Gfsli Vilhjálmsson, Akranesi, umboðs- maður, f. 26. janúar 1899, d. 10. maí 1975. Gísli heitinn var í nánum ættar- tengslum og venzla við margt þjóðkunnugt fólk. Séra Jóhann Tómasson, langafi Gísla, var tví- kvæntur og varð mjög kynsæll. Meðal afkomenda hans voru Val- gerður, kona Guðmundar bæjar- fulltrúa og útgerðarmanns að Hóli í Reykjavík, en margir afkomendur þeirra eru þjóð- kunnugt fólk, Jónas söðlasmiður að Melaleiti og séra Jóhannes L. Lynge Jóhannsson að Kvenna- brekku í Dölum. Meðal barna Jóhannesar L. L. Jóhannssonar voru: Jakob Smári, skáld, Yngvi, bókari, skáldmæltui; kvæntur Helgu Jónsdóttur Berg- manns skálds, Guðný, kona Gils Guðmundssonar alþingismanns, og Ragnheiður, kona Odds Ólafs- sonar alþingismanns og yfirlækn- is að Reykjalundi. Þorsteinn Jónsson að Grund á Akranesi var föðurbróðir Gísla. Meðal barna hans var Emelía heitin, kona Þórðar heitins út- gerðarmanns á Akranesi, Ás- mundssonar. Meðal barna þeirra hjóna eru Ragnheiður, kona Jóns alþingismanns Árnasonar og Júlíus Þórðarson, útgerðarmaður. Á Akranesi bjó Gísli með Hildi Jóhannesdóttur frá Norðfirði. Var Gísli, vélamaður á m/b Svani frá Hofsósi, elztur barna þeirra. Báturinn fórst með allri áhöfn í vonskuveðri hinn 9. nóv. 1959. Var Gísli yngri efnismaður mikill, fæddur á Norðfirði hinn 30. okt. 1928 og því tuttugu og eins árs er hann fórst. Barn þeirra Hildar og Gísla á lífi er Eyrún Gísladóttir, f. 16. jan. 1931, gift Árna presti á Blönduósi, Sigurðssyni, sýslu- manns heitins Sigurðssonar á Sauðárkróki. Gísli kvæntist árið 1943 norskri konu, H. Karen Haug. Höfðu þau áður átt barn, Erlu Elfsabetu Gísladóttur, f. 12. júní 1933, er giftist Stefáni lögfræðingi Sig- urðssyni 6. júlí 1952, bróður Árna prests á Blönduósi. Annað barn þeirra Gfsla og Karenar er Anna Jóna, f. 12. des. 1945, gift Jóni Þorgrfmssyni, bifvélavirkja á Akranesi. Lifir frú Karen mann sinn. Hún hefir hin siðari ár rekið verzlun á Akranesi. Næst elzt barna Gfsla er Úlf- Ijótur endurskoðandi f. 26. júní 1930. Þann dag hófst Al- þingishátíðin. Var móðir hans Hólmfriður Jóhannes- dóttir, myndar- og dugnað- arkona, d. 21. júní 1968. Ulfljót- ur útskrifaðist úr Verzlunarskóla Islands vorið 1953. Starfaði hann síðan nokkur ár með föður sínum. Hefur hann tekið við störfum hans. Rekur hann jafnframt bók- haldsskrifstofu í Reykjavík. Kona Úlfljóts er Kristín Jörgensen, dóttir Ottós Jörgensens, fyrrum póst- og símstjóra á Siglufirði. Gísli var um skeið búsettur á Sauðárkrók. Rak hann þar í nokk- ur ár sildarsöltunarstöð í félagi við aðra og víðar. XXX Svo sem fyrr var sagt var Gísli mikill íþróttamaður um tvítugs- aldur, þrekinn og vel á sig kominn. Hann var meðalmaður á hæð. Á hann sótti offita með aldrinum, en ekki lét hann aftra sér frá erfiðum ferðalögum inn- anlands sem utan. Laxveiðimaður var hann með afbrigðum góður og stundaði þá íþrótt á sl. sumri af sama kappi eins og jafnan áður. Hann var kátur í góðra vina hópi. Ekki verður saga sjávarútvegs- ins á Islandi rakin svo rétt sé, frá árinu 1923 til æviloka Gísla, að ekki sé getið hins mikilvæga þáttar, sem Gísli Vilhjálmsson frá Þinghóli hefur átt i þróun hans. Blessuð sé minning hins mæta manns. Sveinn Benediktsson. Kodak I Kodak £ Kodak I Kodak I Kodak KODflK Litmqndir á(3^dögum HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 SÍMI 20 313 GLÆSIBÆ SÍMI 82590 BMH| ■■■■ ■■■■■■■ Kodak 1 Kodak I Kodak S Kodak 8 Kodak NORÐURLAND NÚ VERÐUR OFSA STUÐ FYRIR NORÐAN HLJÓMSVEITIN LAUFIÐ SPILAR Á FULLU í ALLANUM, AKUREYRI FÖSTUDAGINN 30 MAÍ FRÁ 9—1 OG ENNÞÁ HÆRRA í HÚNAVERI LAUGARDAGINN 31. MAÍ KL. 9—2. MÆTUM FULL AF FJÖRI LAUFIÐ EIKI RÓT AKUREYRINGAR EYFIRÐINGAR-döc Takiö í ykkur rögg, komiö og hlustið á DÖGG FREYVANGI Laugardagskvöld LONI Föstudagskvöld Tvímælalaust eltt þaö bezta er poppheimurinn státar af í dag. Sætaferðir frá Ferðaskrifstofu Akureyrar frá kl. 21.30 — 23.00. Munið nafnskírteinin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.