Morgunblaðið - 24.06.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.06.1975, Blaðsíða 33
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JUNl 1975 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JUNI 1975 19 1. DEILD LEIKIR HEIMA (JTI STIG VALUR 5 110 3:2 1 2 0 3:0 7 IA 5 220 8:1 0 0 1 2:3 6 FRAM 5 2 0 0 3:0 10 2 1:2 6 ÍBV 5 120 4:3 011 3:3 5 IBK 5 121 3:3 0 0 1 0:1 4 VIKINGUR 5 100 1:0 0 2 2 1:3 4 KR 5 110 1:0 0 12 0:3 4 FH 5 101 1:3 0 2 1 4:10 4 2. DEILD LEIKIR HEIMA UTI stig BREIÐABLIK 5 2 0 0 17:2 3 0 0 8:0 10 SELFOSS 5 2 0 1 10:4 110 2:1 7 ÞROTTUR 5 210 8:2 10 1 2:3 7 armann 5 111 2:2 2 0 0 6:2 7 HAUKAR 5 201 6:2 10 1 4:4 6 VÖLSUNGUR 4 002 0:5 011 0:4 1 REYNIR 5 002 1:3 0 0 3 2:15 0 VÍKINGUR 4 001 2:5 0 0 3 1:17 0 Gaman að skora „þúfan inn” „EG ER að sjálfsögðu mjög glaður yfir þvl að við skildum ná öðru stiginu, það leit svo sannarlega ekki út fyrir það á tímabili." sagði Bill Hodgins þjálfari FH-inga eftir leikinn við IBK og brosti út undir eyru. „Ég held að þetta eigi eftir að gera liðinu mikið gott,“ hélt þjálfarinn áfram. „Eftir tvö stór töp var sjálfstraustið orðið anzi lítið en síðasta kortérið í leiknum í dag sannaði okkur öllum að FH getur leikið knatt- spyrnu. Leikmennirnir öðluð- ust sjálfstraust að nýju og ég vona að það haldist." „Jú, þakka þér fyrir, ég er auðvitað hinn hressasti enda alltaf jafn gaman að skora og þá ekki sízt þegar maður skorar þúfan inn,“ sagði Þórir Jónsson sem gerði jöfnunar- mark FH. „Þetta jafntefli gefur góð fyrirheit og við ætlum okk- ur að vinna KR á sunnudag- inn.“ Ekki voru menn jafn hressir í bragði I búningsklefa Keflvík- inga og inni hjá FH-ingum. „Ég er mjög óhress yfir þvi að við skyldum missa þetta svona nið- ur, þetta riðlaðist allt í vitinu," sagði Gísli Torfason. „Við höf- um ekki byrjað svona illa i mörg ár,“ sagði Grétar Magnússon. Báðir kenndu þeir ósléttum vellinum framan við markið að FH-ingar skyldu jafna metin. Er þeir félagar voru spurðir um brotthvarf Hooleys sagði Grétar að það væri að vissu leyti léttir að losna við hann því hann hefði verið orðinn áhugalaus fyrir verkefninu. „Við væntum mik- ils af þeim Guðna og Jóni og stefnum upp á við. FHlék 15 mín. ÍBK — FH 2:2 Það var dálitið sérstakt and- rúmsloft rfkjandi á Keflavfkur- vellinum á laugardaginn. Sá kenj- ótti fugl Joe Hooley floginn burt rétt einu sinni og tveir heima- menn teknir við liðinu, þeir Guðni Kjartansson og Jón Jóhannsson. Þeirra fyrsti leikur með liðið var gegn FH þennan sama dag og ekki er hægt að segja annað en þeir hafi byrjað vel. Knötturinn lá í marki FH eftir aðeins 4 mínútur og þegar 16 mfn- útur voru til leiksloka var staðan 2:0 fyrir IBK og liðið-með öll tök á leiknum. En þá gerðist atvik sem gerbreytti öllu. FH-ingar fengu vítaspyrnu sem þeir skor- uðu úr, ailt fór f gang og þeir fóru að leika knattspyrnu í fyrsta skipti f leiknum. Stanzlausar sóknarlotur dundu á marki IBK og áður en yfir lauk hafði þeim tekizt að jafna metin 2:2 með útsölumarki, og með heppni hefði sigurinn getað orðið þeirra. En það hefði Ifka verið hróplegt ranglæti. Strekkingsvindur var á völlinn þveran þegar leikurinn fór fram og gerði það leikmönnum erfitt fyrir. Keflvíkingar byrjuðu leik- inn með miklum krafti og hófu strax stórsókn að marki FH sem bar árangur þegar á 4. mínútu. Ólafur Júlíusson tók hornspyrnu frá vinstri og Gisli Torfason sem kominn var fram til að taka þátt í sókninni skallaði knöttinn kröft- uglega í netið. Sögðu gárungarnir eftir leikinn, að Gísli skoraði nú orðið í hverjum leik (hann gerði sjálfsmark á móti Vlkingi). Ekki gátu Keflvíkingar fylgt eftir þess- ari góðu byrjun og leikurinn þróað ist í hálfgerða leikleysu af hálfu beggja liða. Var knötturinn aðal- lega á ferð i háloftunum og það taldist til undantekninga ef hon- um var spyrnt milli samherja. Gerðist það eitt markvert sem eft- Haraldur og Matthfas beztir. I fyrri hálfleiknum léku Skaga- mennirnir heldur á undan vindin- um sterka og sóttu nær látlaust. Framan af voru sóknarlotur þeirra illa skipulagðar, en er leið á hálf- leikinn fundu þeir leiðina að marki Fram. Hvað eftir annað fékk Har- aldur Sturlaugsson auðan sjó á hægri vængnum nálægt miðlínu og sendi hverja sendinguna annarri Ekki varð Frömurum að ósk sinni og ástæðan er miklu frekar lélegur leikur þeirra en að Skagamenn hafi leikið svo vel. Var í seinni hálfleikn- um óskiljanlegt hvernig Framararn- ir léku og varla kom nokkur sending af viti inn í teig Skagaliðsins. Var mikið um ónákvæmar háspyrnur að ræða frá þeirra hálfu og bar vindur- inn þær flestar allt annað en ætlun- in var að þær færu. Enginn einn leikmaður Framliðs- Sótt að marki FH-inga f leiknum f Keflavfk á laugardaginn. Markaskorarinn Jón Ölafur Jónsson er kominn framhjá Ömari Karlssyni markverði, Þórir Jónsson, Kári Gunnlaugsson, Grétar Magnússon og Janus Guðlaugsson fylgjast með, en Logi Olafsson reynir að skallafrá. Þetta var seinna mark IBK. Elnkunnaglöfln LIÐ IA: Davíð Kristjánss. 2 Björn Lárusson 2 Jón Gunnlaugsson 2 Jóhanncs Guðjónss. 2 Guðjón Þórðarson 2 Haraldur Sturlaugss. 2 Árni Sveinsson 3 Jón Alfreðsson 2 Hörður Jöhanness. 2 Matthías Hallgrfmss. 3 Teitur Þórðarson 2 Þröstur Stefánsson (varam.) 2 LIÐ FRAM: Arni Stefánsson 1 Sfmon Kristjánss. 2 Ömar Arason 1 Marteinn Geirss. 2 Jón Pétursson 2 Agúst Guðmundss. 1 Eggert Steingrfmss. 2 Gunnar Guðmundss. 2 Kristinn Jörundss. 1 Steinn Jónsson 1 Rúnar Gfslason 1 Arnar Guðlaugsson (varam.) 1 DÖMARI: Baldur Þórðarson 2 tBK: Þorsteinn Ölafss. 2 Gunnar Jónsson 1 Astráður Gunnarss. 2 Einar Gunnarsson 3 Gfsli Torfason 3 Hjörtur Zakaríass. 1 Olafur Júlfusson 2 Karl Hermannsson 2 Steinar Jóhannss. 1 Grétar Magnússon 2 JónÓ. Jónss. 2 Hilmar Hjálmarsson (varam.) 1 FH: Ómar Karfsson 2 Jón Hinriksson 1 Magnús Brynjólfss. 1 Viðar Halldórss. 2 Janus Guðlaugsson 3 Pálmi Sveinbjörnss. 2 Ólafur Danivalss. 2 Þórir Jónsson 3 Asgeir Arnbjörnss. 1 Logi Ólafsson 1 Helgi Ragnarsson 2 Leifur Helgason (varam.) 1 Jóhann Rfkharðsson (v) 1 Dómari: Rafn Hjaltalfn 3 ins á hrós skilið fyrir þennan leik. Meðalmennskan var allsráðandi og er Marteinn meiddist í síðari hálf- leiknum og varð að fara útaf fór mikill kraftur úr liðinu. Kom Arnar Guðlaugsson inn á í hans stað og var Jón Pétursson settur framar á völl- inn ef það mætti verða til þess að meiri ógnun skapaðist við IA- markið. Tókst það ekki sem skyldi og við það að fækka í vörninni komst l'os á Vörnina og eins og áður má * - ’ sx 1 -- ------------------- 1 .. ................ i . n ........ ........................................... rrmumm i i ......................'•...euuái.;.u. <-i-i........, rokleiknum á milli Fram og IA var oft barizt af mikilli hörku og þá í návfgi. A þessari mynd sjást sjö leikmenn berjast um knöttinn, þeir eru Jón Pétursson, Marteinn Geirsson, Teitur Þórðarson, Hörður Jóhannesson, Matthfas Hallgrfmsson og Ómar Arason. Hefur ekki misst úr leik síðan 1969 en þrisvar meiðzt gegn Skagamönnum Marteinn Geirsson, hinn sterki leikmaður Fram, meiddist í leiknum gegn Akranesi á laugardaginn og varð að yfirgefa völlinn. Fékk Marteinn slæmt spark aftan f kálfann og bólgnaði hann allur upp og blánaði. Eftir leikinn gat hann ekki tyllt f fótinn, en á sunnudaginn hafði hann heldur lagazt, enda hafði hann legið f hitalampa stóran hluta dagsins. — Þetta vildi þannig til að gefið var inn í vítateig okkar en engin hætta var á ferðum og Arni var búinn að handsama knöttinn er Teitur Þórðarson negldi f mig og verð ég að segja eins og mér finnst að þetta var fólskulega gert hjá Teiti. Ég er búinn að leika hvern einasta meistaraflokksleik með Fram sfðan ég kom inn f liðið 1969 og aðeins þrisvar sinnum þurft að fara út af og f öll skiptin hefur það verið gegn Akurnesingum, sagði Marteinn. Ekki vildi hann hafa mörg orð um leikinn sjálfan, sagði að hann hefði verið hundleiðinlegur. \ / 1 1 1 1 1 M1M ^,1 a ‘2 LIOVIK unnar ‘2 Arsæll Sveinsson, IBV Gísli Torfason, IBK Einar Gunnarsson, ÍBK Ragnar Gfslason, Víkingi Janus Guðlaugsson, FH Haraldur Sturlaugsson, IA Jóhannes Bárðarson, Vfkingi Alberi Guðmundsson, Val Matthfas Hallgrfmsson, IA Hermann Gunnarsson, Val Atli Þór Héðinsson, KR ------------------------------\ Texti og myndir: Sigtryggur Sigtryggsson. _ ---------------------------------- Texti: Agúst I. Jónsson Myndir: Friðþjófur Helgason. V__________________________________, burtu sagði sköpuðu Skagamenn sér eina tækifæri þálfleiksins. I stuttu máli Islandsmótið 1. deild, Akranes- völlur 21. júní IA — Fram 1:0 Mark IA: Matthias Hallgrímsson á 38. minútu Aminning: Engin Ahorfendur: 1030. Allri knattspyrnu blásið IA — Fram 1:0 AKURNESINGAR og Framarar voru ekki öfundsverðir af aðstæðum þeim sem liðin máttu notast við er þau mættust á Skaganum á laugar- daginn. Beljandi vindurinn stóð Dómararnir verða að batna til að knattspyman verði góð George Kriby hefur haft þann sið að ræða ekki við blaðamenn og eitt sinn lét hann svo ummælt að hans starf væri að undirbúa lið sitt fyrir leiki og stjórna þvl, blaðamanna að gagn- rýna það sem hann hefði gert. Að loknum leik Fram og fA gat hann þó ekki orða bundizt og er blaða- maður Morgunblaðsins kom inn í búningsklefa IA- liðsins benti hann á fót Jóns Alfreðsson og sýndi blaðamanni marinn og bólginn kálfann eftir spörk sem Jón hafði feng- ið I leiknum. — Þetta er ekki hægt lengur, sagði Kirby, þið fáið aldrei góða knatt- spyrnu á fslandi fyrr en þið fáið betri dómara. Sjáðu hvernig sparkað hefur verið I Jón og ekk- ert var dæmt og þetta er sko ekki f fyrsta skipti, sem svona lagað kemur fyrir. Að vlsu eru nokkrir dómaranna frambærilegir og sá sem dæmdi I dag hann var ekki verstur, en það er þó sleppt allt of mögum Ijótum brotum. Svo eru það bendingarn- ar, sem flestar eru kolvit- lausar. Eftir þessa ræðu Kirbys spurði blaðamaður hvað hann vildi segja um leik- inn. Varð þá átt um svör og sagðist Kirby vera bú- inn að brjóta nóg af regl- um slnum hó hann héldi ekki áfram. f búningsher- bergi Skagamanna rlkti alls engin sigurgleði. Leik- menn voru þreyttir eftir erfiðan leik og leiðinleg- an, en að sjálfsögðu ánægðir með að fá bæði stigin út úr viðureigninni. Karl Þórðarson lék ekki með ÍA gegn Fram á laug- ardaginn vegna meiðsla I ökla. Sagðist Karl þó óð- um vera að ná sér og sagðist ætla að vera með I leiknum gegn Val beint af hafi og I hviðunum hefur rokið sennilega verið 7—8 vindstig. Að leika knattspyrnu f slfku veðri er hægara sagt er gert og hvorugu liðinu tókst að sýna umtalsverð til- þrif f þessum leik. Þó voru Skaga- mennirnir mun betri og sigur þeirra fyllilega sanngjarn. Það var Matthías Hallgrfmsson, sem skoraði eina mark leiksins f fyrri hálfleikn- um. Tækifærin f þessum leik voru telj- andi á fingrum annarrar handar og öll voru þau eign Akurnesinga. Það fyrsta kom á 12. mínútu er Guðjón Þórðarson skaut i átt að marki Framara og lenti knötturinn ofan á slánni. Á 35. minútunni tók Harald- ur Sturlaugsson aukaspyrnu við miðlínu, en þó færið væri langt þá átti Arni ekki auðvelt með að reikna út stefnu knattarins vegna roksins og náði naumlega að slá knöttinn yfir. A 38. mínútu kom svo eina mark leiksins og getur Jón Pétursson kennt sér um tilurð þess. Hafði Jón verið að leika sér með knöttinn við vítateigslínuna sjávarmegin og náði Teitur Þórðarson af honum knettin- um. Sendi Teitur góða sendingu fyr- ir markið og við markteigshornið hinum megin var Matthías vel stað- settur, lagði knöttinn vel fyrir sig og sendi síðan með þrumuskoti fram- hjá Árna Stefánssyni i Frammark- inu. I siðari hálfleiknum var aðeins eitt umtalsvert tækifæri og það voru Skagamennirnir, sem það áttu þó svo að þeir lékju á móti vindinum, sem stóð í horn á vellinum. Á 32. minútu hálfleiksins náðu Skaga- menn skemmtilegri sókn og Björn Lárusson skaut miklu þrumuskoti að marki Framara. Árni hafði hend- ur á knettinum, en missti frá sér fyrir fætur Teits Þórðarsonar. Að þessu sinni brást markakónginum bogalistin þó færið væri gott og skot hans fór yfir slá. betri að marki Framara. Varð af þessu nokkrum sinnum talsverð hætta og verður ekki annað sagt en að Haraldur, sem nú kom að nýju inn f Skagaliðið, hafi átt góðan leik. I síðari hálfleiknum gerði þjálfari Akurnesinga þá breytingu á liði sínu að Hörður Jóhannesson var tekinn útaf, en þriðji miðvörðurinn, Þröstur Stefánsson, settur inn. Atti Kirby greinilega von á stórsókn Framara, sem og fleiri. Það varð þó ekki raunin þvi Frömurum tókst fátt í hálfleiknum og í öllum æs- ingnum við að koma knettinum í mark IA gleymdu þeir eigin vörn og náðu nokkrum sinnum að komast í færi þrátt fyrir að á móti vindi væri að sækja. Það var einkum Matthias Hallgrimsson, sem var hættulegur og átti hann þarna mjög góðan leik. Hefur Matthías sennilega aldrei verið betri, en einmitt nú og er hann mun likamlegar sterkari og óragari en áður. „Nú mölum við Skagamenn" Þeir ætluðu sér stóra hluti í þess- um leik Framararnir og alveg örugglega ekki að tapa báðum stig- unum. Þá kröfðust fjölmargir stuðn ingsmenn Framara, sem fylgt höfðu þeim upp á Akranes, þess að Skagamennirnir yrðu malaðir. Kyrj- uðu glaðir Framarar meginhluta fyrri hálfleiksins heimatilbúið „ljóð“ sem þeir sungu við hið vin- sæla „Búðardalslag". Var byrjun textans á þessa leið: „Er ég kem upp á Akranes Þá syngur Jóhannes nú mölum við Skagamenn...“ knattspyrnu í og náði að jafna ir lifði hálfleiksins að Keflvíking- ar björguðu á línu á 19. mínútu en engin sérstök hætta virtist þó vera á ferðum. „Þetta er nú það aumasta af mörgu aumu í sumar," varð einum íþróttafréttaritaran- um að orði þegar flautað var til leikhlés. Keflvíkingar hófu seinni hálf- leikinn af sama kraftinum og þann fyrri og eftir 6 minútur höfðu þeir bætt við marki. Karl Hermannsson lék hratt upp hægri kantinn og gaf svo boltann fyrir markið. Logi Ólafsson framherji FH var kominn í vörnina og hefði hæglega getað bægt hættunni frá en honum tókst ekki betur til en svo, að hann lagði boltann fyrir fætur Steinari Jóhannssyni inni i vítateignum. Steinar skaut að marki, Ómar varði, boltinn barst út aftur og í þetta skipti urðu Jóni Ólafi ekki á nein mistök er hann sendi boltann í mannlaust mark- ið. Keflvíkingarnir héldu áfram sama sóknarþunganum og hefðu hæglega getað bætt fleiri mörk- um við. Þá áttu FH-ingar á þessu tímabili tvö þokkaleg tækifæri, fyrst Janus og síðan Leifur Helga- son, en báðum mistókst. Og svo var það á 74. mínútu að hið örlagarika atvik gerðist sem gerbreytti leiknum. Ólafur Dani- valsson fékk boltann vinstra meg- in á vallarhelmingi ÍBK, Iék hratt í áttina að markinu án þess þó að sérstök hætta væri á ferðum, enda umkringdur af varnarmönn- um IBK. Þá gerist það þegar Ólaf- ur var rétt kominn inn í vftateig- inn að honum er brugðið af Gunn- ari Jónssyni bakverði. Vftaspyrna var það eina sem hinn ágæti dóm- ari leiksins, Rafn Hjaltalín, gat dæmt í þessu tilfelli og úr henni skoraði Helgi Ragnarsson af ör- yggi. Markið verkaði eins og víta- mínsprauta á FH-inga sem allt i einu fóru að leika knattspyrnu og hana oft virkilega góða. Hver sóknarlotan af annarri var upp- byggð og ein þeirra bar árangur á 84. mínútu og hvilíkt mark. Þórir Jónsson fékk boltann langt fyrir utan vítateig, svona 20—25 metra fra marki. Hann lét skot ríða af sem stefndi á mitt markið niðri við jörðina. Þorsteinn Ólafsson henti sér niður og ætlaði að grípa bolt- ann en rétt áður skall boltinn á ójöfnu fyrir framan markið og breytti við það um stefnu og stefndi nú upp á við. Þorsteinn var alveg hjálparlaus er boltinn sigldi yfir hann og í netið. Jafnt 2:2 og þannig endaði leikurinn þótt bæði liðin ættu tækifæri und- ir lokin, þar á meðal IBK eitt dauðafæri. Keflavíkurliðið hafði lengst af yfirtökin í þessum leik, ekki endi- lega vegna þess að liðið léki svo frábæra knattspyrnu heldur fyrst og fremst vegna þess að andstæð- ingarnir voru lengst af svo léleg- ir. Keflavíkurliðið er ekki sama stórveldið í knattspyrnunni og það var áður og nýju þjálfararnir og leikmenn verða að taka á hon- um stóra sínum ef þeir ætla að veða með í toppbaráttunni i ár. Kjölfestan í liðinu er sem áður miðverðir þess, Einar og Gísli, en aðrir virðast töluvert frá sínu bezta nema þá helzt Ólafur Július- son en eigingirnin skemmir mjög fyrir honum. Þorsteinn mark- vörður virðist vera i einhverjum öldudal þessa stundina. FH-liðið kom mjög á óvart í þessum leik og það fyrir tvennt, hve lélega knattspyrnu liðið getur sýnt og einnig fyrir það hve góða knattspyrnu það getur sýnt. Fyrstu 74 mínúturnar eða fram að vítinu lék liðið ekki knattspyrnu en eftir það lék það á köflum einhverja beztu knattspyrnu sem maður hefur séð til íslenzks liðs i sumar Kannski verður þessi ör- lagarika vítaspyrna og það sem á eftir fylgdi til þess að vekja traust leikmannanna á sjálfum sér en það var farið að dvína verulega eftir tvö stórtöp. Beztu menn FH i leiknum voru án efa þeir Þórir Jónsson og Janus Guðlaugsson, sem stendur eins og klettur upp úr annars óöruggri vörn liðsins. ISTUTTUM.VLI: Kpriavlkurvöllur 21. júnl. fslandsmótiö 1. dpild, IBK—FH 2:2 (1:0). MÖRK lBK: Glsli Torfason á 4. min. oa Jón Olafur Jónsson á 51. mtn. MÖRK Fll: Hplgi Ragnarsson á 74. mln (vlti) og Þórir Jónsson á84. mln. Ahorfpndur: 579 Aminning: Kngin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.