Morgunblaðið - 24.06.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.06.1975, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JUNI 1975 Fischer bíður átekta Anthony Wedgwodd Benn, f einu sinna fyrstu embættisverka sem orkumálaráðherra, skrúfar frá krananum og hleypir fyrstu olfunni, sem Bretar hafa dælt upp undan botni Norðursjávar, f land 18. júnf sl. Olfan var flutt frá borpöllum að olfuhreinsunarstöð nálægt Rochester f Englandi með skipi skráðu f Lfberfu, en skipstjórinn og forstjóri Argyll olfufélagsins eru með Benn á myndinni. Bretar álfta olfuna sem er að finna úti fyrir ströndum Skotlands geta haft svipuð áhrif á efnahag sinn og iðnbyltingin hafði á sfnum tfma, en skozkir þjóðernis- sinnar og Englendingar hafa bitizt að undanförnu um eignarrétt á henni. Alfta Skotar það einkennandi fyrir stefnu brezku stjórnarinnar f þessu máli að fyrstu olfunni var landað í Englandi. Ljubljana22. júní Heuter. ANATOLY Karpov heims- meistari f skák sigraði á Widmarminningarmótinu f Júgóslavíu, er hann gerði jafn- tefli við Karnar frá Júgóslavfu f 15. og sfðustu umferð mótsins. Fékk Karpov 11 vinninga, sigraði f 7 skákum og gerði 8 jafntefli. Fékk hann 2000 dollara f verðlaun og mótorhjól. I öðru sæti varð Gligoric með 10 vinninga og fékk hann 1500 dollara f verðlaun. 1 3.—5. sæti urðu Hort frá Tékkóslóvakíu, Ribli frá Ung- verjalandi og þjálfari Karpovs, Semyon Furman. Karpov sagði að mótslokum að hann væri ánægður með tafl- mennsku sfna og auðvitað árangurinn. Hann sagði um mót- herja sína, að Gligoric hefði telft hvað sterkast svo og Furman, en hann hefði nokkrum sinnum misst af vinningi í skákum sínum. Karpov sagði að það hefði komið sér mest á óvart hve neðarlega Ljubojevic hefði orðið á mótinu, en taldi að hann hefði einhvern veginn ekki haft áhuga á mótinu. Ljubojevic varð í 8. sæti, en fyrir mótið hafði hann verið talinn skæðasti keppinautur Karpovs. Karpov mun nú ferðast um Júgóslavfu næstu daga áður en hann heldur heim á leið, 3. júlí. 1 ágúst tekur hann svo þátt í ein- hverju sterkasta stórmeistara- móti, sem sögur fara af, I Mílanó á Italfu og verða 1. verðlaun þar 10 þúsund dollarar. 12 stórmeistarar taka þátt f því móti, þar á meðal heimsmeistararnir fyrrverandi, Tal og Petrosjan, Portisch, Hort, Kavelek og Mariotti. Campamanos forseti skáksam- bands Filipseyja og einn af vara- forsetum FIDE sagði i Minila f dag, að Bobby Fischer hefði tjáð sér f símtali fyrr í vikunni, að hann væri reiðubúinn til að tefla við Karpov óopinbert einvfgi og Karpov þyrfti ekki að gera annað en hafa samband við sig. Karpov sagði fyrir nokkrum dögum að hann væri tilbúinn til að ræða við Fischer persónulega um málið, en ekki gegnum milligöngumann. Sagði Campamanos að þetta væri tómt orðagjálfur, hann hefði sent sovézka skáksambandinu orð- sendingu þar sem var telexnúmer til að koma skilaboðum til Fischers, en Karpov hefði ekkert látið i sér heyra. Antoly Karpov — ánægður Bobby Fischer — reiðubúinn Úrskurður Gandhis máli w 1 dag? Fyrsti fundur matvælaráðs S.þ. mikilvægur prófsteinn Róm23. júní Reuter. MATVÆLARAÐ Sameinuðu þjóðanna, sem settyvar á laggirn- ar í nóvember $1., kom saman til sfns fyrsta Jundar I dag og er takmarkið með stofnun ráðsins að binda endi á hungursneyð f heiminum innan 10 ára. Ráðherr- ar frá 36 Iöndum sitja ráðstefn- una, sem talin er mikilvægur prófsteinn á vilja þjóða heims til að hjálpa þeim þjóðum, sem hungursneyð herjar á. Framkvæmdastjóri ráðsins, Bandaríkjamaðurinn John A. Hannah, sagði i setningarræðu sinni, að ef koma ætti á friði f heiminum yrði að tryggja fæðu til þess að aflétta hungursneyð, hvar sem hana væri að finna. Hann sagði að nokkur árangur hefði orðið af störfum ráðsins, en enn' væru eftir að leysa grundvallar- vandamál. Skv. áætlunum ráðsins eiga um 400 milljónir manna um sárt að binda vegna matvæla- skorts og að það sem efst væri á lista ráðsins væri að útvega 1,6 milljarð dollara til að aðstoðaþær 33 þjóðir, einkum í Asiu, sem við mesta hungursneyð búa, og slíkt þyrfti að gerast innan 6 mánaða. Mikilvægur áfangi hefði náðst þegar samþykkt var að stofna landbúnaðarsjóð með 1 millj'arði dollara stofnfé til að aðstoða þróunarlöndin til að auka fram- leiðslu landbúnaðarafurða. Sagði Hannah, að vonazt væri til að sjóðurinn gæti hafið fjárveitingar á næsta ári. Þá kom fram f ræð- unni að útlit er fyrir mjög góða kornuppskeru f Sovétrfkjunum og Bandaríkjunum í ár, en að útlitið sé dökkt f flestum öðrum löndum. Nýju Delhl 23. júnl AP-Reuter. 10 MANNA lögfræðingasveit Indiru Gandhis forsætisráðherra Indlands kom fyrir V.R. Krishna Iyer hæstaréttardómara, einn af þrettán dómurum hæstaréttar, en réttarhlé stendur nú yfir til 15. júlf, og fór fram á það að Gandhi fengi að gegna áfram embætti forsætisráðherra þar til hæsttrétt- ur hefði kveðið upp úrskurð sinn vegna áfrýjunar forsætisráðherr- ans á úrskurði Allahabaddóm- stólsins um að hún sé sek um kosningasvik og megi þvf ekki gegna opinberu embætti næstu sex árin. Er gert ráð fyrir að Iyer muni skýra frá ákvörðun sinni f málinu á morgun. Foringi lögfræðinganna, Nani Palkhivala, einn þekktasti stjórn- arskrárlögfræðingur Indlands, sagði f málflutningi sínum, að dómurinn í Allahabad hefði verið kveðinn upp á ákaflega veikum grundvelli og því væru miklar lfk- ur á því að hæstiréttur ógilti dóm- inn. Þess vegna væri það rangt að neyða Gandhi til að láta af emb- ætti áður en endanlegur úrskurð- ur f málinu lægi fyrir. Indira Gandhi réð Palkhivala sem sinn persónulega lögfræðing, þrátt fyrir að hann hafi verið harðsnú- inn andstæðingur hennar í ýms- um stefnumálum og tvisvar sigrað stjórnina f málum fyrir hæstarétti varðandi þjóðnýtingu banka og afnám Maharajastéttarinnar. Lögfræðingar Raj Narains, sósíalistans, sem höfðað málið á hendur Gandhi, héldu þvf fram við Iyer í dag, að hæstiréttur hefði ætíð á sl. 20 árum bannað sákborningi að gegna embætti meðan hæstiréttur fjallaði um áfrýjun i málum sem þessu og þvi væri siðferðilega rangt að leyfa forsætisráðherranum að sitja áfram, auk þess sem erfitt væri fyrir Gandhi að gegna embættinu með mál sem þetta yfir höfði sér. Jayaprakash Narayan helzti baráttumaður gegn spillingu f Indlandi og skeleggur baráttu- Framhald á bls. 35 Vildi McNamara Kastro feigan? llrskurði uni lögmæti dauða- íar frestað í USA refsingi Washington 23. júní AP. HÆSTIRÉTTUR Bandarfkjanna frestaði f dag til næsta starfstíma- bils, sem hefst 6. október nk., að fella úrskurð f prófmáli um hvort dauðarefsing sé brot á stjórnar- skrá landsins. Engin skýring var gefin á frestuninni. Mál þetta var höfðað af Jesse Thurman Fowler, sem dæmdur var til dauða 1973 fyrir morð á félaga sfnum eftir deilur sem komu upp eftir fjár- hættuspil. Fowler er einn af 283 karlmönnum og þremur konum, sem bfða Iffláts f bandarískum fangelsum. Hæstiréttur kvað árið 1972 upp þann úrskurð að dauðarefsing bryti f bága við stjórnarskrána vegna þess að lög- in gæfu kviðdómum og dómurum of mikið vald til að ákveða dauða- refsingu. Frá þeim tíma hafa 26 fylki endurvakið dauðarefsingu og þá með þeim hætti að hjá henni verði ekki komizt fyrir ýmiskonar alvarfeg afbrot. Síðasta aftaka í Bandaríkjunum fór fram 1967, er maður, sekur fundinn um að hafa myrt vanfæra konú sína og þrjú' börn af 10, var tekinn af lifi f Colorado. Washington 23. júní Reuter VIKURITIÐ Time skýrir frá þvf f nýjasta tölublaði sfnu að árið 1962 hafi Robert McNamara, á meðan hann var varnarmálaráð- herra f stjórn Kennedys, bent á möguleikana á þvf að taka Fiedel Kastro forsætisráðherra Kúbu af Iffi, en að John McCone, sem þá var yfirmaður CIAj leyniþjónustu Bandarfkjann^hafi neitað. McCone sagði eftir að hafa bor- ið vitni fyrir nefnd öldunga- deildarinnar, sem fjallar um starfsemi CIA, að nokkuð hefði verið rætt um morðsamsæri i lok 6. og byrjun 7. áratugarins, áður en hann varð yfirmaður CIA. Hann taldi sig þó ekki vita á hversu háum stöðum þetta hefði verið rætt. Barry Goldwater öldunga- deildarþingmaður sem á sæti í CIA-nefndinni, sagði á mánudag að sambúð Bandaríkjanna við leyniþjónustur vinveittra rfkja hefði stórversnað eftir að farið var að fletta ofan af ýmsu vafa- sömu i starfsemi CIA. Hann nefndi ekki nein lönd f þessu sambandi, en fréttir eru um að CIA hafi unnið náið með leyni- þjónustu Bretlands, Astralfu, Kanada og Israet aðallega að upp- lýsingaskiptum. Nýjar aðgerðir Norður-írlandi Allt í bezta gengi um borð 1 Salyut 4 Moskvu 23. júnf AP SOVÉZKU geimfararnir tveir um borð f geimstöðinni Salyut4 slógu í dag fyrra dvalarmet Sovét- manna úti i geimnum, er þeir höfðu verið alls 30 daga á lofti. I tilkynningu Tass-frétta- stofunnar sagði að geimfararn- ir, Klimuk og Sevastyanov væru við beztu heilsu og að öll tæki geimstöðvarinnar . störfuðu með eðlilegum hætti. í tilkynningunni var ekk- ert á það minnzt hvenær geim- fararnir mundu snúa til jarðar, en talið er að það verði ekki á næstunni. Sovézku geimfararnir mundu þurfa að vera 54 daga úti f geimnum til viðbótar til að slá met bandarísku geimfaranna þriggja, sem voru f Skylab 3. 20. júlí verður svo sovézku geimfari með tveimur mönnum og banda- rísku geimfari með þremur mönnum skotið á loft, og verða geimför tengd saman úti f geimn- um í fyrsta sameiginlega geim- leiðangri landanna Robert McNamara — benti á möguleika. t a Belfast 23 júnl — Reuter NÝJAR aðgerðir til að binda endi á morðin á Norður-lrlandi voru til umræðu i dag á fundi, sem Merlyn Rees N-Irlands- málaráðherra hélt með hern- um og yfirmöqnuni lögregl- unnar. Fimm manns, þrfr kaþólikkar og tveir mótmælend- ur voru myrtir um helgina, aug- Ijóslega f hefndarskyni fyrir önnur morð, og fjöldi manna var særður. Samtals hafa 19 verið myrtir f þessum mánuði sem hleypir heildarfjölda myrtra það sem af er árinu upp f 104, þrátt fyrir vopnahlé lýðveldishersins IRA. Lögreglustjórinn, Jamie Flana- gan, sagði eftir fundinn að gripið yrði til nýrra aðgerðatil að koma f veg fyrir morð, en hann vildi ekki segja neitt nánar hvað fælist í þessum aðgerðum. Búizt er við að herinn og Iögreglan setji upp fleiri vegatálmanir til að stöðva morðingja sem skjóta úr bílum á mikilli ferð. Karpov sigraði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.