Morgunblaðið - 24.06.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.06.1975, Blaðsíða 30
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JUNI 1975 SÆNSKA FIMLEIKAHÓPNUM FANNST DVÖIJN HÉR OF STUTT — VIÐ erum búin að vera hér í hálfan mánuð með hópinn okkar og það vill enginn fara heim aft- ur, sagði Solveig Gustavson þjálf- ari sænska fimleikahópsins frá Karlstadt, sem hér dvaldist á veg- um Armenninga fram á sunnu- dag. Auk hennar þjálfar eigin- maður hennar, Gunnar Gustav- son, hópinn og sem fararstjóri með hópnum var Guðmundur Wcnnerström. Sá sfðastnefndi er íslenzkur f aðra ættina, móðir hans var Lóa Wennerström frá Nesi við Seltjörn. I hópnum sem þau komu með hingað til lands voru 13 stúlkur og 8 piltar, og alls 21 þátttakandi á aldrinum frá 11—21 árs. Er það næsta fátitt að svo mikil aldurs- skipting sé innan fimleikahóps og þá er ekki heldur samkvæmt venjunni að piltar og stúlkur æfi saman f einum hópi. — Það hefur engin vandamál í för með sér þótt einstaklingarnir innan hópsins séu á svo ólíkum aldri. Þeir eldri hjálpa þeimyngriogfraun litur hver á annan eins og systkini. Þá er þess einnig krafizt víða að strákar og stclpur æfi leikfimi saman, en ég held að við séum þau fyrstu sem reynum þetta í Svíþjóð, sögðu þau Solveig og Gunnar í viðtali við Morgunblað- ið. Hcr á landi héll hópurinn nokkrar sýningar, þar á meðal á Laugardalsvellinum á 17. júní, í Laugardalshöllinni og í Vfk í Mýr- dal. Æfingar þær sem hópurinn sýndi hér voru af mörgum gerð- um. Æfingar voru með áhöldum og án þeirra og sá þáttur sýninga hópsins, sem hvað mesta athygli vakli, var „ærslaleikfimi“ pilt- anna, þar sem þeir létu allar æf- ingarnar mistakast á hinn skemmtilegasta hátt. Frá fimleikasýningunni f Laugardalshöllinni. ' Vi ? -' tjr . Gunnar og Solveig Gustavson ásamt Guðmundi Wennerström til hægri. MH meistari í skóla- móti í körfuknattleik LIÐ Menntaskólans við Hamra- hlfð bar sigur úr býtum f fyrsta skólamótinu f körfuknattleik, sem KKl gengst fyrir. Lið MH vann lið frá MR f snarpri úrslitaviðureign og skoraði landsliðsmaðurinn Sfmon Ölafsson bróðurpartinn af stig- um MH f leiknum. A meðfylgj- andi mynd er lið MH ásamt rektor skólans. Fremri röð frá vinstri: Jón Baldursson, Clarence Glad, Guðmundur Arnlaugsson rektor, Arngfmur Thorlacius og Tómas Þorsteinsson. Aftari röð: Þórólfur Armannsson formaður Iþrótta- fél. MH, Omar Þráinsson, Sfmon Olafsson, Pétur Guðmundsson, Björn Magnús- son, Helgi Gústafsson og Hilm- ar Björnsson fþróttakennari. V-Þjóðverjar, Englendingar og ítalir með flest liðin England, Italía og V- Þýzkaland eiga sterkustu fé- lagsliðum Evrópu á að skipa, samkvæmt áliti Evrópuknatt- spyrnusambandsins. Þessar þjóðir eiga rétt á að senda fjögur lið hvert í UEFA- keppnina f knattspyrnu. Spán- vjerjar og Svfar hafa heimild til að senda þrjú lið til keppn- innar, en Hollendingar hafa hins vegar aðeins rétt á tveim- ur liðum. Ungmennafélögin undirbúa sig fyrir landsmótið SUNDIÐ STERKAST HJA SKIPASKAGA Ungmennafélagið Skipaskagi, Akrancsi, undirbýr nú þátttöku sína í 15. landsmóti UMFl f sumar. Þátttaka félagsins í landsmót- inu verður að þessu sinni meiri en nokkru sinni fyrr. Sundfólkið hefur æft vel undanfarið, en sundið er sterkasta grein félags- ins. Þá eru æfingar í frjálsum iþróttum að fara í gang. Ungmennafélagið Skipaskagi hefur ekki á fyrri landsmótum tekið þátt i neinum hópíþróttum, en er nú með í þremur greinum hópíþrótta, — í handknattleik kvenna, körfuknattleik karla og blaki karla. Þá hefur félagið tilkynnt þátt- töku í skák, en undankeppni þar er ólokið. I undirbúningi er þátt- taka í starfsíþróttum og fl. Eins og flestir vita er Ung- mennafélagið Skipaskagi fram- kvæmdaaðili mótsins ásamt Ung- mennasambandi Borgarfjarðar. Formaður Ungmennafélagsins Skipaskaga er Garðar Öskarsson. HREIÐAR UNDIRBVR HSÞ FÓLK 62. Arsþing H.S.Þ. var haldið 3. og 4. mai s.l. Þingið var fjölsótt og mjög málefnalegt. Starfsemin framundan ber svip þess, að í ár fer fram Landsmót UMFÍ. Mikill áhugi er hjá aðildarfélögunum á aukinni félagsstarfsemi einkum íþrótta- starfsemi og munu fleiri félög hafa þjálfara við störf en fyrr. Hjá H.S.Þ. mun Hreiðar Jónsson sjá um undirbúning frjálsíþrótta- fólks hjá sambandinu. Dagana 21. og 22. júní n.k. verður haldin ráðstefna að Laug- um í Reykjadal á vegum héraðs- sambandanna vegna ráðstefn- unnar. Binda héraðssamböndin miklar vonir við ráðstefnu þessa, að hún muni leiða í ljós mikið aðstöðu- leysi til félagsstarfa svo og íþróttaiðkunar og móti raunhæfar tillögur til úrbóta. USVS RÆÐUR FRAMKVÆMDARSTJÓRA Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í starfsemi U.S.V.S. að ráðinn hefur verið framkvæmdast-jóri hjá sambandinu yfir sumar- mánuðina. Þessu starfi gegnir i sumar Finnur Ingólfsson. I tilefni af 5 ára afmæli U.S.V.S. hefur verið ákveðið að vanda mjög til ársþings sambandsins þann 22. júní. Við þessi timamót verður gefið út vandað og ýtarlegt ársrit. Ákveðið hefur verið að U.S.V.S. taki þátt i 15. Landsmóti UMFl á Akranesi í júlí. Þangað mun sfefnt öllum beztu iþrótta- mönnum af sambandssvæðinu, þrátt fyrir mikla erfiðleika með ráðningu þjálfara, en það er von okkar að hægt verði að færa þau mál til betri vegar nú á næstunni — enda ekki seinna vænna Ungmennasamband Norður- Þingeyinga (UNÞ) hefur nú ráðið Gunnar Arnason fram- kvæmdastjóra og þjálfara og mun hann m.a. sjá um undirbúning fyrir 15. Landsmót UMFI á Akranesi 11.—13. júlí. Sambandið vantar nú annan þjálfara þar sem svæðið er of stórt fyrir einn. Formaður UNÞ er Aðalbjörn Gunnlaugsson, Lundi, Axarfirði. Héraðssamband Strandamanna, H.S.S., hefur oft starfað af dugnaði og i sumar hefur verið ráðinn starfsmaður til að sinna hinum ýmsu verkefnum sambandsins. Það er Pétur Pétursson, en hann er fæddur og uppalinn á Hólmavík. Frá golfkeppni norrænna íþróttafréttaritara á Nesvellinum á fimmtudaginn í sfðustu viku. „ísland hefur fólk sem vill og getur Á þingi norrænna íþróttafréttarit- ara, sem haldið var i Reykjavík í síðustu viku, var Arne Rouen frá Noregi meðal þátttakenda. Hann hefur um árabil verið iþróttaritstjóri Moss Avis og er i stjórn samtaka norskra iþróttafréttaritara. I viðtali við Morgunblaðið um hvernig iþrótt- ir á íslandi hefðu komið honum fyrir sjónir sagði hann meðal annars að hið mikla iþróttastarf hér á landi hefði farið langt fram úr þvi sem hann hefði ímyndað sér. — Ég hef hitt marga af forystu- mönnum íslenzkra iþróttamála, ég hef séð glæsileg iþróttamannvirki og ég hef séð islenzkt íþróttafólk í bar- áttu, sagði Arne Rouen — Mér virðist sem skipulag iþróttamálanna sé mjög gott og gefi almenningi mörg tækifæri Um það hversu islenzkir iþróttamenn eru sterkir hef ég tæpast möguleika til að segja nokkuð. Ég hef aðeins séð einn knattspyrnuleik, leik Vals og ÍBV, og til hans fannst mér ekki mikið koma — Hins vegar hefur hinn góði árangur knattspyrnulandsliðsins ekki farið framhjá neinum og ég er viss um að Norðmenn fá nóg að gera þegar þeir leika við Island i næsta mánuði — Það mikilvægasta að minu áliti er þó að gefa almenningi aukna möguleika á iþróttaiðkunum og eftir því að dæma sem ég hef séð þá vita bæði riki og bæjarfélög um ábyrgð sina. Fjöldi þokkalegra grasvalla svo norðarlega i heiminum hefur komið mér á óvart Mannvirkin i Laugar- dalnum eru glæsileg og hinar miklu fyrirætlanir við íþróttamannvirki i Vestmannaeyjum eru næstum ótrú- legar. (sland hefur greinilega fólk á öllum sviðum, sem bæði vill og getur. — Gangi ykkur vel með íþrótta- starfið og uppbygginguna og kærar þakkir fyrir móttökurnar, sagði Arne Rouen að lokum. Orka íslenzkrar náttúru kemur fram í íþróttum — Við Svfar höfum úr fjarlægð fylgzt með islenzku iþróttalífi en eftir að hafa dvalizt hér f fjóra daga, skiljum við betur góðan ár- angur íslenzkra fþróttamanna á ýmsum sviðum. Á íslandi finnst nefnilega einn-g innan iþrótt- anna sú mikla orka sem náttúra landsins býr yfir. Þetta voru orð Rune Karlssons, eins sænsku fþróttafráttaritaranna á Norður- landaþingi iþróttafráttamanna og hann bætti við að án náttúruork- unnar f fslenzkum fþróttum gæti svo fámenn þjóð ekki sýnt svo mikið og náð svo góðum árangri á fþróttavöllunum. I viðræðum við norrænu frétta- ritarana var það ein spurning sem hvað eftir annað var lögð fram. — Hvernig fóruð þið að því að vinna sigur á A-Þjóðverjum f knatt- spyrnu um daginn? Reyndu fs- lenzkir kollegar þeirra að svara þessari spurningu og öðrum Ifk- um. Þá var einnig oft minnst á Gunnar Huseby, Clausen-bræður og að sjálfsögðu Vilhjálm Einars- son og greinilegt að afrek þessara kappa eru ekki enn gleymd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.