Morgunblaðið - 24.06.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JUNI 1975
5
Jakob Jónsson:
Kýrusarsteinninn
Fyrir nokkrum dögum færði
Svíakonungur Islendingum fal-
lega og mikilsverða gjöf. Blað úr
merkilegri bók. Hafi Svíar þökk
fyrir. En frjettin um gjöf kon-
ungsins minnti mig á smáatvik,
sem bar við í hitt-ið-fyrra í bóka-
safni háskólans i Uppsölum. Jeg
var þar staddur ásamt allmörgum
guðfræðingum frá ýmsum lönd-
um. Okkur hafði verið boðið í
safnið til að skoða blöð úr frægu
Biblíuhandriti. Eins og vænta
mátti, horfðum við með andagt á
þetta ómetanlega djásn, „silfur-
handritið.“ En allt i einu var ýtt
við mjer, og einn gestanna benti
mjer að lita á næsta sýningar-
skáp. „Þetta ættuð þjer að sjá.“
Og þar var Eddan, eins og vað-
málsklæddur sveitamaður við
hliðina á skrautbúnum hefðar-
manni. Og það var næstum þvi
farið fyrir mjer eins og norska
skólastjóranum, sem þreif
þykkan doðrAit á konunglega
bókasafninu i Kaupmannahöfn,
og lagði af stað með hann undir
hendinni, þangað til verðirnir
stöðvuðu hann.
Það er sjálfsagt viða um heim-
inn, sem þannig er litið á hvers
kyns muni, sem hafa menningar-
legt gildi fyrir þjóðir og riki.
Haustið 1971 var jeg staddur á
sýningu, sem haldin var i
Teheran i sambandi við Kyrusar-
hátíðina miklu. Hefi jeg varla
sjeð meiri fegurð á einum stað, og
þó að okkur Norðurlandabúum
þyki stundum nóg um hinn
austurlenzka iburð, þá er stíllinn
jafnan slíkur og listfengið og
smekkurinn svo næmur, að
ofrausnin annaðhvort gleymist
eða þykir eðlileg. Þar gat einnig
að líta stórkostlega hluti, þar á
meðal forn handrit. A miðju gólfi
var glerskápur og inni í honum
fremur lítill egglaga sívalningur
úr leir með fornu fleygletri. Jeg
er ekki læs á það letur, en ein-
hverra hluta vegna átti jeg erfitt
með að slíta augun af þessum hlut
þangað til það rann upp yfir mjer
ljós, að þarna var kominn
Kýrusarsívalningurinn sjálfur,
eitthvert merkilegasta skjal, sem
menningarsaga fornaldarinnar
styðst við. — Hugur minn fylltist
hrifningu yfir því að fá að horfa á
þennan leirhnullung dálitla
stund. — En svo kom mjer allt I
einu til hugar að spyrja nánar út í
það, hvernig á því stæði, að hann
væri þarna á þessum stað. Venju-
lega ér hann staðsettur f British
Museum í London, og er eign þess
merka safns. Og forystumenn
safnsins eða brezka rfkisstjórnin
hafði sýnt þá vinsemd og rausn að
senda sjerstaka flugvjel með
steininn austur til Teheran, og
gott ef forstöðumaður deildarinn-
ar kom ekki sjálfur með hann. En
jeg gat ekki að því gert, að eitt-
hvað fannst mjer á vanta. Kýrus-
arsteinninn er ekki neinn venju-
legur forngripur, heldur eins-
konar tákn þess, að Persaveldi
varð til, og til þess á núverandi
Iran ætt sina og uppruna að
rekja. Áletrunin sýnir, að sá
maður, sem íran nútímans virðir
sem sinn brautryðjanda, hafði að
ýmSu leyti mannúðlegri og frjáls-
legri hugsunarhátt heldur en for-
tíð hans og samtið. Mjer leið illa
af þeirri tilhugsun, að eftir
hátíðahöldin ætti Kýrusarsteinn-
inn aftur að fara til London. Og
þó að Englendingar væru búnir
að gera vel, fannst mjer, að nú
ættu þeir að gera enn þá betur.
Jeg spurði embættismann, sem
stóð þar skammt frá, hvort það
væri nauðsynlegt, að steinninn
Framhald á bls. 25.
Þe i f Þjá . 'llev i >s. bf ú;'-. g á iýi I í r.;-; í ýjVett ur>n‘i. F rá rri j
lé i.ðsLaf; þé i rráfV. erV'Vii ðti rk e. o n d;' gaeðaya ra sé rti
ékki.' b’ráöisf :; L^yíVé;'-;galla búxu’r.: eru :f ráýníé iddar
úr þy.kku- Ðértirri'efriifö;;. f.-v/. ■ - .ý
;Ei n;ká umböð.'v;óg.:■ jaf ri’f ramt>é.i n.i. útsölbsta,ðu f é
I án.d inii ;‘é r í :Eá gp véfsi u n u n.u hfi..: Nytt s híðy J,
LAUGAVEG 37-89
Nautahakk 1. kg
Leyfilegt verð kr. 841
Tilboðsverð kr. ||||
ORAgrænar baunir 1/1 dós
Leyfilegt verð kr. 145
Tilboðsverð kr. |J9
Krakus,
niðursoðnar agúrkur 1/1
Leyfilegt verð kr. 197 j pbh|
Tilboðsverð kr. f ||f
Sanitas
appelsínu
safi,2 Itr.
Leyfilegt
verð kr. 613
Tilboðs-
verð kr.
Drengjasett, denim
116-122-128 kr. 2180
134-140-146 kr. 2380
152-158-164 kr. 2580
Peysa ___
m/rennilás |D||
Vióskiptakortaveró fyrir alla!
IfoHÉW
ISK
SKEIFUNN115