Morgunblaðið - 24.06.1975, Blaðsíða 36
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JUNl 1975
Elías náði sínu bezta þrátt
fyrir mjög erfiðar aðstæður
ELÍAS Sveinsson, |R, varð íslands-
meistari f tugþraut f ár, og þrátt fyrir
rigningu og kalsa á Laugardalsvellin-
um á laugardag og sunnudag, er
þrautin fór fram, náði Elías sfnum
bezta árangri, 7212, sem er
tvfmælalaust glæsilegt afrek, ef tillit
er tekið til aðstæðna og bendir til
þess að Elías sé nú í betra formi en
nokkru sinni fyrr, og eigi eftir að
gera mun betur í þrautinni í sumar.
7500 stig eru ekki fjarlæg honum
við sæmilegar aðstæður, og ekki er
fráleitt að ætla að hann nái jafnvel
enn meiru. Má Ijóst vera, að mikil
barátta getur orðið f tugþrautinni í
sumar milli Elfasar og Stefáns
Hallgrfmssonar, sem hafði forystu í
þrautinni er kom að næst sfðustu
greininni, spjótkastinu, en þar mis-
heppnaðist honum, fékk ekkert gilt
kast og hætti Stefán þar með
keppni.
Sem fyrr greinir var bæði hvasst og
rigning meðan tugþrautarkeppnin fór
fram Höfðu keppendur nokkurn með-
vind í 100 metra hlaupi og langstökki,
en vafalaust hefðu þeir fegnir viljað
skipta á honum og örlítið kyrrara og
hlýrra veðri en var keppnisdaga Þegar
í upphafi skáru þeir Elías og Stefán sig
úr og varð baráttan milli þeirra mjög
jöfn fyrri daginn. Að honum loknum
hafði Elías 3 stigum betur, 3783 stig á
móti 3780 stigum hjá Stefáni. Stefán
náði hins vegar forystu í þrautinni
þegar í fyrstu keppnisgreininni seinni
daginn, 110 metra grindahlaupi, sem
hann hljóp á ágætum tíma, 1 5,1 sek. á
móti 16,0 sek hjá Elíasi Elías
minnkaði muninn aftur í kringlukasts-
keppninni og í stangarstökkinu skildu
þeir jafnir, stukku báðir 4,00 metra
Gat^ því allt gerzt í síðustu tveimur
greinunum, en að þessu sinni hafði
Stefán ekki heppnina með sér. Mjög
slæmt var að kasta spjóti á Laugardals-
vellinum á sunnudaginn, og mistókust
, tvö fyrstu köst Stefáns algjörlega, en
það þriðja, sem var um 53 metrar,
lenti utan geira
Hafsteinn Jóhannesson, UMSK,
varð örugglega í þriðja sæti í keppn-
inni, en átti þó í nokkurri keppni um
það við ÍR-inginn Jón Sævar Þórðar-
son, mjög efnilegan íþróttamann.
Meðal áhorfenda að þrautinni var
Karl West Fredriksen, en sem kunnugt
er varð hann fyrir meiðslum á EÓP-
mótinu á dögunum. Sagðist Karl vera
á góðum batavegi, og vera farinn að
hreyfa sig svolítið. Kvaðst hann vonast
til að geta keppt á Reykjavíkurleikun-
um í júlíbyrjun, þannig að meiðsli hans
hafa sem betur fer ekki reynzt eins
alvarleg og í fyrstu var talið.
Úrslit í tugþrautarkeppninni fara hér
á eftir:
Klías Sveinsson, ÍK 7212stig
(10,9 — 6,50 — 13,83 — 1,98 — 52,9 — 16,0
— 43,94 — 4,00 — 55,38 — 4:59,6)
Hafsteinn Jóhanness. UMSK 6216 stig
(11.7 — 6,49 — 12,62 — 1,92 — 54,9 — 15,9
— 35,40 — 3,60—44,24 —5:37,0)
Jón Sævar Þórðarson, 6096 stig
(11,5 — 6,36 — 11,69 — 1,89 — 53,6 — 15,3
— 28,58 — 2,80 — 42,64 — 4:48,4)
Helgi Hauksson, UMSK 5061 stig
(12,1 — 6,46 — 10,76 — 1,75 — 62,1 — 18,4
— 33,28 — 2,20 — 47,88 — 5:20,5)
Guðmundur R. Guðmundss. FII 4081 stig
(12,9 — 5,61 — 9,06 — 1,70 — 64,7 — 18,4
— 24,28 — 2,20—30,92 —5:10,0)
Gunnar Þ. Sigurðss. FII 4046 stig
(11,9 — 5.46 — 7,64 — 1,65 — 54,5 — 20,7
— 17,94 — 0 — 30.14 — 4:25,4)
Þeirsem luku ekki þrautinni:
Stefán Jóhannsson, A (11,9 — 5,61 — 11,16
— 1,70 — 60,3 — 16,7 — 31,82 — 2,20 —
46,60)
Þráinn Hafsteinsson, IISK (12,2 — 5,98 —
13,03 — 1,83 — 56,3)
Stefán Hallgrímsson, KR (11,3 — 6,99 —
13,88 — 1,89 — 51,3 — 15,1 — 42,58 — 4,00)
Valbjörn Þorláksson, KR (11,2 — 6,32 —
11,47 — 1,75 — 60,8 — 15,2 — 38,42 —)
Einar Oskarsson. UMSK (11,7 — 5,70 —
10,18 — 1,75 — 54,2 — 19,0 — 32,74 —3,00 —
42,10)
Oskar Thorarensen. IR (11,6 — 5,57 — 9,49
— 1,40 — 56,8)
Heimsmeistarinn í liði Ungverjanna, sem mætti harðari mótstöðu frá Svfunum en búizt hafði verið við,
(Ljósm. Friðþjófur).
Valbjörn Þorláksson hefur forystu f grindahlaupi tugþrautarkeppn-
innar, en Elías Sveinsson varð tugþrautarmeistari.
Dæmalaust áhugaleysi
Ekkert vafamál er að úrslitaleikirnir I Evrópubikarkeppni félagsliða I
borðtennis, er fram fóru I íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands á laugar-
dagskvöldið, eru meðal meiri háttar viðburða á íþróttasviðinu hérlendis I
ár, þar sem þarna voru meðal keppenda heimsmeistari I viðkomandi
Iþróttagrein og einn Evrópumeistari unglinga. Viðureignir þessara kappa
voru líka með afbrigðum skemmtilegar og buðu upp á beztu hliðar
þessarar Iþróttagreinar, auk mikillar spennu.
Það kom verulega á óvart að islenzka sjónvarpið sendi enga myndatöku
menn til upptöku á leikjum þessum, og verður sllkt að teljast talandi tákn
um það áhugaleysi sem rlkjandi er á rfkisfjölmiðli þessum á Iþróttum.
Sllkt tækifæri sem þetta til þess að sýna keppni afburðamanna I
borðtennis fær sjónvarpið tæpast aftur, nema þá að kaupa það erlendis
frá, en ætla má að Islenzka sjónvarpið hefði getað selt fréttamynd frá
leikjum þessum, hefði verið eftir þvi leitað.
Greinilega voru fararstjórar og forráðamenn keppninnar furðu lostnir yfir
áhugaleysi islenzka sjónvarpsins, og spurðu þeir títt hvar íslenzka
sjónvarpið væri, og áttu erfitt með að átta sig á þvi að það ætlaði ekki að
taka myndir af keppninni. Auk þess voru forráðamenn islenzka borðtenn
issambandsins að vonum sárir yfir frammistöðu sjónvarpsins. þar sem
einn aðaltilgangur þeirra með þvi að fá keppni þessa hingað var að freista
þess að fá auglýsingu út á íþrótt sina til almennings og glæða áhuga á
henni. Var I mikið ráðizt hjá þeim, og því eðlilegt að þeim sárnaði ákaflega
framkoma sjónvapsmanna.
Ómar Ragnarsson, fréttastjóri iþróttafrétta f sjónvarpinu, var staddur á
keppninni, og sagði hann aðalástæðu þess að ekki voru teknar myndir þá,
að ekki þýddi að reyna að fá tæknimenn til þess að vinna á laugardags-
kvöldi. Auk þess hefði svo komið til misskilningur frá sinni hendi, hann
hefði talið að keppni þessi ætti að fara fram skömmu eftir hádegi, og þá
gert ráðstafanir til þess að fá upptöku f rá mótinu.
En allt um það. Það er tvimælalaust mikill skaði að iþróttaáhugafólki
hérlendis skuli ekki gefast tækifæri til þess að fá að sjá þennan mikla
iþróttaviðburð á skjánum. Sjónvarpið hefur til þessa oft sýnt minni
viðburðum meiri áhuga og má nefna sem dæmi. að það sýndi i tvö kvöld
frá fimleikasýningu i Laugardalshöll. þar sem einungis var þó um sýningu
að ræða, en yfirbragð sliks er ætið annað en keppni.
Ungverjarnir fóru með báða bikarana, en heimsr
meistari þeirra tapaði tvívegis fyrir ungum Svíum
ÞAÐ verður að teljast Hklegt að ár og dagur Hði unz aðrir eins
snillingar ■ borðtennisfþróttinni sýni listir sínar hérlendis og þeir
sem þeir áhorfendur, sem voru viðstaddir úrslitaleikina I Evrópu-
bikarkeppni félagsliða I borðtennis, sáu I Iþróttahúsi Kennarahá-
skólans á laugardagskvöldið. Þarna voru m.a. mættir til keppni
einn núverandi heimsmeistari og einn núverandi Evrópumeistari I
unglingaflokki. Sú fþrótt, sem þessir kappar sýndu, átti ekkert
skylt við þá borðtennisíþrótt sem við þekkjum hérlendis nema
nafnið. — Það er stórkostlegt að fylgjast með þessu, og enginn vafi
á því að það sem við sjáum hér mun koma okkur til góða I
framtfðinni, við lærum mikið af þvf að sjá þessa menn reyna með
sér, sagði Ólafur Ólafsson, núverandi tslandsmeistari f einliðaleik
karla, sem auðvitað var meðal áhorfenda á mótinu á laugardaginn.
Og á áhorfendapöllunum mátti þekkja flest allt bezta borðtennis-
fólk landsins, sem þarna fylgdist með af miklum áhuga og tók
Hjálmar Aðalsteinsson, fyrrverandi Islandsmeistari, mikið af kvik-
myndum, af keppninni, sem ætlunin er sfðan að fslenzka borðtenn-
isfólkið skoði og læri af.
Það þótti skarð fyrir skildi, þeg-
ar fréttist að lið Boo KFUM frá
Svíþjóð vantaði einn bezta mann
liðsins, Anders Johansson, en
hann meiddist á æfingu skömmu
áður en lagt var af stað til Is-
lands. Vonuðu Svíarnir í lengstu
lög að hann myndi geta komið og
keppt, en á laugardaginn fékk
hann hins vegar þann úrskurð frá
læknum að hann mætti ekki
stunda keppni eða æfingar tvær
næstu vikur. Auðheyrt var því á
Svíunum áður en keppnin hófst
að þeir gerðu sér engar vonir um
sigur og sagði Mellström, þjálfari
liðsins, að Boo KFUM mætti telj-
ast sleppa vel frá keppninni ef
það fengi vinning á móti Ungverj-
um, en sjálfur varð Mellström að
klæðast keppnisbúning og taka
þátt í áð halda merki félags«íns á
loft.
Og það byrjaði heldur ekki vel
fyrir Svíana. Ungverjarnir unnu
tvo fyrstu leikina í karlaflokkn-
um næsta örugglega, en þá var
röðin komin að hinum unga Ulf
Thorsell, sem sýndi stórkostlega
hæfni í viðureign sinni við Rozsas
og vann fyrirhafnarlítinn sigur.
Þessi sigur Thorsell virtist gefa
Boo-mönnum byr undir báða
vængi og léku ungu mennirnir
stórkostlega næstu leiki. Þannig
var t.d. viðureign heimsmeistar-
ans Gergely og Tomasar Bergs
skemmtilegasta viðureign keppni
þessarar. Hart sótt á báða bóga og
gifurlegur hraði og tækni ein-
kenni viðureignarinnar frá upp-
hafi til enda. Svo fór að Svíinn
ungi bar sigurorð af mótherja sín-
um, þótt hann hefði hinn háa titil,
og siðar átti svo heimsmeistarinn
einnig eftir að lúta í lægra haldi
fyrir Thorsell, sem lék frábær-
lega vel.
Þegar sjö leikjum var lokið í
karlaflokki var staðan 4—3 fyrir
Svíana, en fimm vinninga þurfti
til þess að sigra og hljóta Evrópu-
meistaratitilinn. Attundi leikur
keppninnar var milli Rozsas og
Bergs og til þess að von væri um
titilinn þurfti Berg að vinna þann
leik, þar sem nær engin von var
um að Mellström fararstjóri sigr-
aði i sínum leik. En flestum við-
stöddum á óvart sýndi Rozsas
mikið öryggi í leik þessum, jafn-
framt því sem Svíinn ungi virtist
ekki þola spennuna og sigraði
Ungverjinn örugglega 2—0. Síð-
asti leikur keppninnar var jafn-
framt svo sá leiðinlegasti, — þar
var öryggið sett i algjört fyrir-
rúm, og gekk kúlan milli þeirra
Borzsei og Mellström tímunum
saman, án þess að tilraun væri
gerð til að „smassa“, en svo fór að
lokum að Borzsei sigraði og
tryggði félagi sínu þar með
Evrópumeistaratitilinn.
I kvennakeppninni tóku ung-
versku stúlkurnar forystuna
þegar i fyrsta leik, og sigruðu
siðan 4—1, og höfðu þær i flestum
leikjum sinum umtalsverða yfir-
burði yfir hina tékknesku keppi-
nauta sína. Var áberandl að ung-
versku stúlkurnar höfðu yfir mun
meiri hraða og tækni að ráða og
þær því vel að sigrinum og
Evrópumeistaratitlinum komnar.
Sem fyrr segir opnaði þessi
keppni augu manna vel fyrir því
hversu geysilega falleg og
skemmtileg iþrótt borðtennis er,
og hversu mikið þarf til þess að
komast þar í fremstu röð. En á
áhorfendapöllunum sátu margir
af hinum efnilegu íslenzku ungi-
ingum sem nú eru að koma upp f
iþróttagrein þessari, og vel má
vera að áður en mjög langt um
líður nái þeir að komast í hóp
þeirra beztu. Alla vega ætti
keppni þessi að vera þeim hvatn-
ing til dáða og mikinn lærdóm
geta þeir ugglaust af henni dreg-
ið.
KARLAFLOKKUR:
Borzsei, Vasutas SC — Tomas Berg, Boo
KFUM 21—16, 8—21,21—15
Gergely, Vasutas SC — Björn Mellström, Boo
KFUM21—14.21—10
Rozsas, Vasutas SC — Ulf Thorsell, Boo
KFUM 15—21, 18—21.
Gergely, Vasutas SC — Tomas Berg, Boo
KFUM 19—21,21—15, 18—21
Borzsei, Vasutas SC — Ulf Thorsell, Boo
KFUM 13—21, 19—21
Rozsas, Vasutas SC — Mellström, Boo KFUM
21—10,21—8
Gergely, Vasutas SC — Ulf Thorsell, Boo
KFUM21—23, 13—21.
Rozsas, Vasutas SC — Tomas Berg, Boo
KFUM21—12, 21—15.
Framhald á bls. 20