Morgunblaðið - 28.06.1975, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.06.1975, Qupperneq 1
24 SIÐUR OG LESBOK 143. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 28. JÚNl 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kenyskur lögregluvörður stendur á verði við rússneska bílalest sem er á leið til Uganda. Fregnir hafa borizt um vopnaflutninga Sovétmanna til Amins forseta Uganda. Beirut 27. júní Reuter SKOTHRtÐ og sprengingar kváðu við vfða um Beirut í allan dag og er vitað að tfu manns til viðbótar hafa látið lifið sfðasta sólarhringinn f þessum bardóg- um. Svo virtist sem ögn friðvæn- legra væri f kvöld í borginni. Suleiman Franjieh kvaddi sendiherra Saudi-Arabíu, Egypta- lands og Kuwait á sinn fund í dag til að ræða hið alvarlega ástand sem ríkir i landinu, og síðan átti hann fund með Karami, sem hefur reynt að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu síðustu fimm vikur. Karami hefur reynt að sætta hin strfðandi öfl, það er falangista og sósíalista, en lítið orðið ágengt. Bardagarnir í dag voru sagðir mjög harðir í ýmsum úthverfum borgarinnar og eldsprengjum var varpað hvað eftir annað í grennd við bækistöðvar Falangistaflokks- ins. Mjög mikil ókyrrð er í borg- inni, að sögn Reuters, og eru borgarar uggandi um sinn hag. Er lítil mannaferð á götum og bila- umferð í lágmarki. Fjöldahandtökum er haldið áfram í Indlandi Engin skipulögð andstaða virðist vera gegn aðgerðum Indiru Gandhi Nýju Delhi 27. júnl Reuter. Ntb. AÐ MINNSTA kosti tvö hundruð manns til viðbótar hafa verið sett- ir f fangelsi f Indlandi f dag og hefur Indira Gandhi forsætisráð- herra þá látið handtaka alls um 900 manns á einum sólarhring, eða sfðan hún lýsti herlög f gildi f landinu. Talsmaður rfkisstjórnar- Amin hœttir við Hitlersstyttu London 27. júní Reuter IDI Amin Úgandaforseti hefur hætt við að reisa styttu af Adolf Hitler f vesturhluta landsins, að því er útvarpið þar skýrði frá í dag. Gerði hann það eftir að sovézki sendiherrann í Kampala hafði sagt honum að Hitler hefði drepið meira en 50 millj. manna í stríðinu. Gaf sendi- herrann Amin bók um hryðju- verk Hitlers. Amin fagnaði að hafa fengið sannar fréttir um óeðli Hitlers, segir í fréttum. innar skýrði frá handtökunum og sagði að þriðjungur þessara nfu hundruð væru starfsmenn póli- tfskra flokka. Hinir hafa verið handteknir til að varðveita fríð- inn, sagði talsmaðurinn. Indira Gandhi sagði í dag að hún hefði skipað sérstaka nefnd til að fjalla um neyðarástandslögin i landinu og er sagt hún hafi ákveð- ið þá nefndarskipan til að kveða niður þann orðróm að ekki væri eining ríkjandi innan stjórnarinn- ar með þær ráðstafanir sem for- sætisráðherrann hefur gripið til. Hún sagði ennfremur að full- kominn ritskoðun mundi ríkja í landinu um óákveðin tíma og að hún hefði öruggar heimildir fyrir því að öfl, andstæð stjórn hennar, hefðu fengið ýmis konar hvatn- ingu erlendis frá. Forsætisráð- herrann sagði mesta hættu stafa frá öfgasinnuðum öflum til hægri og vinstri og líkti slikum samtök- um við nasista, að því er ind- verska útvarpið sagði í kvöld. Svo virtist sem forsætisráð- herrann hefði tögl og hagldir og hafa allir helztu stuðningsmenn hennar innan Kongressflokksins lýst fylgi við aðgerðir hennar, svo og kommúnistaflokkur landsins, sem fylgir Moskvulínunni. I bi- gerð var að efna til skyndiverk- falla i Bombay til að mótmæla aðgerðunum en mjög lítil þátt- taka var i þeim að sögn frétta- stofa. Blöð í Indlandi sögðu að lífið gengi að öllu leyti sinn vana gang og ekki væri útlit fyrir að um neina andstöðu yrði að ræða. Kínverska fréttastofan for- dæmdi i dag aðgerðir Indiru Gandhi og sagði að stjórnin í Indlandi hefði sýnt lýðræði og frjálsri hugsun hina örgustu fyrir- litningu, og þessar aðgerðir sýndu það eitt hversu staða Indiru Gandhi hafi verið orðin veik, fyrst hún taldi sig verða að gripa til slikra ráða. Opinberir aðilar I Islambad í Pakistan neituðu í dag að tjá sig um neyðarlögin i Indlandi og sögðu að það væri „innanrikis- mál“ Indverja, sem þeir mundu engin afskipti hafa af. íhaldsflokk- urinn vann sæti 1 auka- kosningum London 27. júní NTB. Reuter. tHALDSFLOKKURINN bar sig- ur úr býtum f aukakosningum f kjördæminu Vestur-Woolwich f London f dag og úrslit kosninga þessara hafa þær afleiðingar að Verkamannaflokkurinn hefur nú ekki meirihluta f Neðri málstof- unni enda þótt veldi flokksins sé ekki talið í hættu, m.a. vegna stuðningsatkvæða frá ýmsum smáflokkum. Litið er á niðurstöður í þessum aukakosningum sem mikinn per- sónulcgan sigur fyrir Margaret Thatcher, leiðtoga lhaldsflokks- ins, en þetta eru fyrstu aukakosn- ingar sem fram fara til Neðri málstofunnar eftir að hún tók við forystu Ihaldsflokksins. Thatcher beitti sér verulega í kosningabar- áttunni. lhaldsflokkurinn jók fylgi sitt f kjördæminu um 7,6%. Þetta var þriðja tilraun fram- hjóðandans Peter Bottomley til að komast á þing. Litið er á úrslitin sem verulega gagnrýni á efnahagsstefnu stjórnarinnar, en bent er á að það gerist iðulega f slfkum aukakosn- ingum að stjórnarflokkur tapi þingsætum Uaanda: Sovétnjósnarar handteknir í USA Washington 27. júní NTB. TVEIR menn, sem báðir eru lfbanskir að uppruna, hafa verið handteknir af bandarfsku alríkis- iögreglunni, grunaðir um að hafa stundað njósnir f þágu Sovétrfkj- anna, að þvf er skýrt var frá í dag. Annar mannanna var handtek- inn i New York og er hann sagður hafa ljósmyndað leyniskýrslu um þá hlekki, sem hvað veikastir væru innan Atlantshafsbanda- lagsins, og sent hana til Sovét- manna. Er sagt að hann hafi af- hent hana fulltrúum Sovétmanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Getur hann átt yfir höfði sér dauðarefs- ingu eða ævilangt fapgelsi. Hinn maðurinn er grunaður um að hafa verið í vitorði með félaga sínum og ekki skýrt frá því sem hann vissi um njósnirnar. Fyrir slíkt má dæma í allt að ellefu ára fangelsi í Bandaríkjunum. Fregnir um handtökur á fjölda- Bretum Nairobi 27. júní Reuter NTB. tJTVARPIÐ f Úganda skýrði frá þvf f dag að margir brezkir borgarar hefðu verið handteknir í landinu og yrðu þeir leiddir fyrir herdómstóla eins og Dennis Hills, en hann á að taka af Iffi 4. júlf n.k., ef ekki verður hugarfars- breyting hjá Amin forseta. Talsmaður utanrfkisráðuneytis- ins í London upplýsti f dag að Jems Hennessy, fulltrúi brezku stjórnarinnar f Kampala, hefði ekki getað staðfest þessar fréttir, en hann væri að rannsaka málið. Nixon vfirhevrður um Watergate Washington 27. júnl NTB. Reuter. RICHARD Nixon fyrr- verandi Bandaríkjafor- seti ræddi nú í vikunni við tvo rannsóknamenn Watergatemálsins og sagði í orðsendingu frá héraðsdómstóli Washing- ton, að Nixon hafi ekki verið kvaddur fyrir rétt, heldur hafi hann skýrt mál sitt af fúsum vilja og fjallað um ýmis atriði, sem séu í tengslum við Watergatemálið. Ekki var nánar upplýst um hvað viðræða þessi hefði snúizt, en vitað er að lagt er kapp á að komast að þvf, hvernig að hefur borið, að segulband með 18 mínútna viðtali hefur verið fjarlægt frá öðrum upptökum og ekki sést síðan. Þetta er í fyrsta skipti að Nixon hefur talað við rann- sóknamenn i Watergatemálinu. Hann var kvaddur sem vitni i málum þeirra Haldemans, Michells og Ehrlichmanns, en læknar hans töldu hann of sjúkan til að mæta til yfir- heyrslu. Yfirheyrslan nú fór fram á heimili hans í Kali- forniu, 23. og 24. júni og frá henni skýrt nú að ósk Nixons. I fréttum útvarpsins sagði að sumir þeirra Breta sem hafa verið handteknir í dag hefðu gerzt sek- ir um miklu verri glæpi en Dennis Hills, en ekki var skil- greint nánar í hverju þeir glæpir væru fólgnir. Amin hefur ekki sinnt siðasta kalli frá Harold Wilson forsætis- ráðherra, en hann hefur ftrekað að Callaghan utanríkisráðherra muni fara til Úganda, jafnskjótt og Amin hafi náðað Dennis Hills. Talið er að um það bil sjö hundruð Bretar séu í Úganda. 1 Reuterfréttum segir að Amin for- seti hafi tvívegis talað við Kenyatta forseta Kenya í síma í dag og hafi sá síðarnefndi stungið upp á þvi að Amin sendi sér- stakan sendimann til Kenyatil að ræða „sameiginleg hagsmuna- mál“. Talið er öruggt að Kenyatta hafi i samtölum þessum reynt að fá Amin til að hætta við ógnar- aðgerðir á hendur Bretum í Úganda. Mikil ólga er í Beirut

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.