Morgunblaðið - 28.06.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.06.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JUNÍ 1975 3 ffEg byrjaði áöur en ég draga til að teikna lærði að stafs ” NESTOR fslenzkra listmálara, Eyjólfur Eyfells, opnar í dag málverkasýningu að Kjarvals- stöðum. Er hér um að ræða yfirlitssýningu á verkum hans og er hún haldin í tilefni þess að listamaðurinn varð 89 ára 6. þessa mánaðar. Eru það af- komendur Eyjólfs sem að sýningunni standa. Á henni eru 125 verk, hið elzta málað 1908. Myndirnar eru allar í einka- eign og er sýningin ekki sölu- sýning. Við brugðum okkur að Kjar- valsstöðum í gær og hittum hina gömlu kempu að máli, þar sem hún sat og sötraði sinn uppáhaldslíkjör, Drambui. ,,Ég byrjaði sem natúralisti og enda líklega sem slíkur", sagði Eyjólfur er hann gekk með okkur um salinn. „Ég byrjaði að teikna áður en ég lærði að draga til stafs og líklega var ég farinn að teikna fyrir alvöru þegar ég var 10 ára, jarð- skjálftaárið mikla, 1896, en helgaði mig málaralistinni algerlega árið 1914 og er því búinn að vera við í 61 ár og yfir 80 ár eru frá þvi að ég fékk fyrstu kveikjuna". Þegar ég var 22 ára gekk ég í teikniskóla hjá Stefáni Eiríkssyni hinum odd- haga í Reykjavík og var þar í þrjá vetur og svo stundaði ég listmálaranám hjá próf. E.O. Simonson í Dresden í Þýzka- landi á árunum 1923—24.“ Við spurðum Eyjólf hvort hann væri farinn að hægja ferðina því að ekki var á honum að sjá eða heyra að aldurinn háði honum nokkuð. ,,Ég mála ékki lengur á hverjum degi, hef ekki gert það siðustu árin, en ég vinn alltaf eitthvað í hverri viku og stundum koma tarnir og ég mála upp í þrjár myndir á dag. Ég get ekki annað helmingnum af þvi sem fólk biður mig um og ég er alltaf að rekast á fólk á förnum vegi sem er að biðja mig um myndir. — Nú ert þú mikill spíritisti, hefur það komið fyrir að þú hafir fundið fyrir einhverju slíku í listsköpun þinni? — Já, ég hef upplifað ýmis- Lístamaðurinn við eitt verkasinna, Tröllakirkju. legt. Eitt sinn sat ég við að mála á Listasafnsloftinu, við Matthías þjóðminjavörður vorum góðir vinir og hann lét mér í té aðstöðu þar, og kunningi sat hjá mér. Allt í einu þýtur pensillinn úr hendi mér langt í burtu og kunningi minn spyr, hversvegna ég sé að grýta penslinum frá mér. Ég sagði honum að ég hefði ekki hent honum, en að þetta kæmi oft fyrir mig. Sfðan gerðist það, að eitt sinn er ég var á miðils- fundi hjá Hafsteini, að Haf- steinn, sem ekkert kann í þýzku fer að tala til min reiprennandi. Eg spyr hvort þarna sé á ferðinni prófessor Castelli og því er játað. Ég spurði hann þá hvort það væri hann sem slægi af mér pensilinn, og sagði hann svo vera. Hann sagðist fylgjast með mér og liklega hefur hann ekki verið ánægður með það sem ég var að gera“, sagði Eyjólfur að lokum. Sýningin á Kjarvalsstöðum verður opin til 6. júlí frá kl. 16—22 virka daga og 14—22 um helgar. Grafið í rústum frá víkingatíma I SUMAR á að ljúka við uppgröft- inn í Miðbænum í leit að fornum minjum. Aður var lokið upp- greftri í Aðalstræti 14 og 18 en í sumar er haldið áfram vinnu í Suðurgötugrunninum. Sænski fornleifafræðingurinn Elsa Nordahl stjórnar verkinu, eins og hún hefur alltaf gert, en með henni vinna íslenzkir nemar í fornleifafræði og jarðfræðingur, Margrét Karlsdóttir, Byrjaði hópurinn vinnu í byrjun júní, en fyrstu vikurnar fóru í að hreinsa grunninn af því sem mokað var ofan á í fyrrahaust. Fréttamaður Mbl. hitti Elsu Nordahl við vinnu sína í grunnin- um við Suðurgötu í gær. Hún sagði að þessi uppgröftur væri að því leyti athyglisverður að þarna væri komið niður á minjar frá tíma, sem ekki væri þekktur áður og þarna er m.a. elzti vísir að Ianghúsi. Ekki vildi hún tímasetja nákvæmlega, en sagði að þarna væru minjar frá því um 800—900. Minjarnar við Suðurgötu eru mun flóknari en á hinum stöðunum tveimur við Aðalstræti, þar sem aðeins var um einn bæ að ræða á hvorum stað og e.t.v. annan í Aðalstræti 14. En við Suðurgötu hefur hvert húsið verið byggt of- an í annað og liggja hvert ofan i öðru. Nú er komið niður á vík- ingatíma. En á þessum stað hefur sýnilega alltaf verið búið. Hvort þarna er bær Ingólfs Arnarsonar sjálfs er ekki hægt að svara, en bær hefur þar verið frá svipuðum tíma. Þarna í grunninum hefur m.a. fundizt öxi og glerperlur frá víkingatíma. Meðfram Suðurgötunni, þar sem verið er að vinna, má sjá langhúsið frá elzta tíma, en ofan á því voru mörg vistlög. Meðfram langhúsinu í miðjum grunninum eru leifar af þykkum torfvegg, sem Elsa Nordahl sagði að ekki væri vitað hvað hefði verið. En "Vv'-Xí' v Else Nordahl fornleifafræðing- ur stjórnar uppgreftrinum og er þarna við vinnu sína. austar eru leifar af smiðju og fleira. Þar í horni fannst í fyrra bygg. En frú Nordahl sagði að verst væri að ekki væri nú hægt að halda áfram uppgreftri þarna vegna bygginga beggja megin við. Margrét Karlsdóttir jarðfræðingur og nemar í fornleifafræði x ið uppgröftinn við Suðurgötu. Þau eru þarna að hreinsa frá eldstæði frá \ íkingatíma. f A U - ..." W æ í jppH Bœjarstjórn Kópavogs: Sigurður Helgason lætur af störfum Á FUNDI bæjarstjórnar Kópa- vogs í gær baðst Sigurður Helga- son, fráfarandi forseti bæjar- stjórnar, lausnar frá störfum sem bæjarfulltrúi í Kópavogskaup- stað, með tilvísun til 23. gr. bæjar- málasamþykktar kaupstaðarins. Fyrsti varafulltrúi Sjálfstæðisfl. i bæjarstjórn Kópavogs er Bragi Mikkelsen. Sigurjón Hilarfusson (SFV) sagði efnislega: Er Sigurður Helgason, fráfarandi forseti okkar, lætur af störfum bæjar- fulltrúa sjáum við á bak einum af hæfustu bæjarfulltrúum, er hér hefur setið í bæjarstjórn. Ég vil sérstaklega þakka honum heil- brigt samstarf við okkur, sem skipum minnihluta bæjarstjórn- ar, og sérstakan drengskap og háttvísi f forsetastörfum. Sam- starf við slíkan mann sem Sigurð Helgason gerir hvern og einn að betri manni. Magnús Bjarnfreðsson (F) þakkaði Sigurði frábær forseta- störf og ánægjulegt samstarf í samvinnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan bæjar- stjórnar Kópavogs. Allt starf hans í bæjarstjórn hefur einkennst af sáttfýsi og samstarfsviðleitni um hagsmunamál bæjarfélagsins. A þá viðleitni hefur aldrei fallið neinn blettur. Ég þakka honum farsælt og frábært starf í bæjar- stjórn, sagði Magnús Bjarnfreðs- son. Axel Jónsson (S) sagði 13 ára samstarf við Sigurð Helgason, í 20 ára sögu kaupstaðarins, hafa verið á einn og sama veginn, i senn farsælt og ánægjulegt. Mikill missir væri að slíkum drengskaparmanni úr bæjar- stjórn Kópavogs. Þetta samstarf vildi hann þakka nú, en bæjar- Afhending próf- skírteina við HÍ AFHENDING prófskírteina til kandídata fer fram við athöfn í hátiðarsal Háskólans í dag, laugardag, og hefst kl. 14 Þar mun Guðlaugur Þorvalnsson háskólarektor ávarpa kandfdata og deildarforsetar afhenda pröf- skirteini. Frú Ruth Magnússon syngur nokkur lög við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar, segir i frétt frá Háskóla tslands. fulltrúastarf Sigurðar Helga- sonar, sem fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, yrði þakkað á öðrum vettvangi. Ólafur Haraldsson (A) sagðist taka undir töluð orð í garð fráfar- andi forseta. Hann sagðist sér- staklega minnast þess hve, hlý- lega Sigurður hefði tekið sér sem nýliöa I bæjarstjórn fyrir rúmu ái'i síðan. Afstaða Sigurðar. sem Sigurður Helgasoíi. iráfarandi forseti hæjarst jórnar Kópavogs. forseta og bæjarfulltrúa í meiri- hluta bæjarstjórnar, til tillagna og málflutnings þeirra minni- hlutamanna hefði verið til fyrir- myndar, sem þakka bæri sérstak- lega. Björn Olafsson (K), sagðist vart viðbúinn því, að þakka Sig- urði Helgasyni sem vert væri. Hann vildi þó taka undir öll orð, sem til hans hefðu verið mælt við þetta tækifæri. Sigurður hefði reynst drenglyndur pólitískur andstæðingur, sem unnið hefði af heilindum i bæjarstjórn og stuðlað að góðu samstarfi í bæjar- stjórninni. Forseti bæjarstjórnar Kópavogs var síðan kjörinn Jóhann H. Jónsson (F), 1. varaforseti Ólafur Jónsson (K) og 2. varaforseti Axel Jónsson (S). I bæjarráð Kópavogs voru kjörnir: Stefnir Ilelgason (S), Rfkharður Björgvinsson (S>, Magnús Bjarnfreðsson (F), Björn Ólafsson (K) i>g Ólafur Harahíss.in (A).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.