Morgunblaðið - 28.06.1975, Síða 4

Morgunblaðið - 28.06.1975, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JUNl 1975 II F *Sk 22 022 RAUÐARÁRSTÍG 31 Ferðabílar Bílaleiga, simi 81260 Fólksbílar — stationbílar — sendibílar — hópferðabílar. BÍLALEIGAN MIÐBORG hf. sími 19492 Nýir Datsun-bilar. Hjartanlega þakka ég ykkur öll- um sem glöddu mig með heim- sóknum, blómum, gjöfum, skeit- um og simtölum á 80 ára afmæli minu þann 24. þ.m. Bið Guð að blessa ykkur og launa. Sa/ómon Mosdal Sumar/iðason. Varar við eyðingu dýra NATTURUVERNDARÞING var- ar við hvers konar ráðstiifunum er miða að þvf að fækka óhóflega eða eyða dýrategundum (t.d. fugli eða sel), öðrum en villi- mink. Sé um óeðlilega fjölgun að ræða í stofni einhverrar dýrategundar, svo að tjón kunni að hljótast af að dómi Náttúruverndarráðs, skal hugsanlegt tjón ítarlega kannað. Ef fækkunaraðgerðir þykja æski- legar að lokinni slfkri könn- un, skal leitazt við að finna orsak- ir fjölgunarinnar og miða fækkunaraðgerðir við þær orsak- ir ef kostur er. Jafnframt skal þess gætt, að fyrir liggi álit sér- fróðra manna, er ráðið viður- kennir eða tilnefndir á því, hver verði áhrif einstakra eyðingar- aðferða á samhengi lífs á viðkomandi svæði. Náttúruverndarþing 1975 skor- ar á Alþingi að veita fé á næstu fjárlögum til visindalegra rann- sökna á tjóni af völdum svart- baks, hrafns, villiminks og refs og til athugunar á hvaða ráðstafanir skuli gera að þeirri rannsókn lok- inni. Seldi 40 UM tvö þúsund manns komu á sýningu Guðmundar Karls á Kjarvalsstöðum, sem lauk um síð- ustu helgi. Fjörutíu málverk seld- ust. Svartsengishá- tíð um helgina SVARTSENGISIlATlÐIN við Grindavik verður haldin um helg- ina. Hátíðin hefst kl. 14 á laugar- dag með þvi að svæðið verður opnað mótsgestum. Á laugardags- kvöldið leika svo Júdas og Haukar fyrir dansi frá kl. 20—02. A sunnudaginn hefst hátíðin með því, að létt músík verður leikin frá kl. 11—14, en þá hefjast ýmis skemmtiatriði. Fyrst verður júdó- sýning, þá karatesýning, Róbert bangsi skemmtir börnunum, Spilverk þjóðanna verður með þjóðlagasöng, smellin atriði úr ís- lendingaspjöllum verða flutt, Halli og Laddi skemmta og Bald- ur Brjánsson sýnir töfrabrögð. Síðan verður leikin létt músik frá kl. 18—19 en frá þeim tíma verð- ur dansleikur, sem stendur til kl. 01. Útvarp Reykjavlk HORGUNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunhæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Höddu“ eftir Rachel Field (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristfn Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. SIDDEGII) 14.00 Á þriðja tfmanum Páll Heiðar Jónsson sér um þáttinn. 15.00 Miðdegistónleikar: Sumartónleikar frá Astralfu Sinfóníuhl jómsveitin f Sidney leikur. Einsöngvarar: Pearl Berridge og Ronal Jaekson. Stjórnendur: Charles MacKerras, Henry Krips og Patrick Thomas. 15.45 I umferðinni Árni Þór Eymundsson stjórnar þættinum. (16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir). 16.30 1 léttum dúr Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 17.20 Nýtt undir nálinni Örn Petersen annast dægur- lagaþátt. Laugardagur 28. júnf 1975 18.00 Iþróttir Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Nýandlit Áhugafólk um leik og söng frá ýmsum stöðum á landinu flytur ýmiss konar efni. Meðal flvtjenda eru söng- flokkurinn „Ekki neitt“ frá Keflavfk, Bræðrakvartettinn frá Akranesi, ölafur Ingi- mundarson úr Reykjavfk og Revnir Örn Leósson frá Akurevri. Kynnir Erna Einarsdóttir. Umsjónarmaður Tage Ammendrup. 21.10 Fjölleikahúsið (The Greatest Show on Earth) Bandarfsk bfómynd frá árinu 1953. Leikstjóri Cecil B. De Mille. Aðalhlutverk Charlton Heston. Betty Hutton og JamesStewart. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Myndir lýsír lífinu í stóru fjölleikahúsi, þar sem ásta- mál og afhrýðisemi bfandast keppninni um frægð og vin- sældir. 23.30 Dagskrárlok L4UG4RD4GUR 18.10 Sfðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVOI.DH) 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hálftíminn Ingólfur Margeirsson og Lárus Öskarsson sjá um þátt- inn, sem fjallar um þjóðar- stoltið 17. júnf. 20.05 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregð- ur plötum á fóninn. 20.50 „Heimkoma,“ smásaga eftir Martin A. Hansen Sigurður Guðmundsson rit- stjóri fslenzkaði. Þorsteinn Gunnarsson leikari les. 21.20 Pfanóleikur Rawicz og Landauer leik. sfgilda dansa. 21.45 Dönsk Ijóð Hannes Sigfússon skáld les úr þýðingum sfnum. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. ER H0 5ÍH T3 Laugardagskvikmyndin FJÖLLEIKAHÚSIÐ I-4/2XQ ER HB HEVRRT3 Laugardagskvikmynd- in i sjónvarpinu í kvöld heitir Fjölleikahúsió, og það er einmitt það sem hún sýnir. Ef manni þyk- ir gaman að fjölleikasýn ingum, þá kann maður að meta þessa miklu fjöl- leikasýningu blandaða ástarævintýri, sem Cecil B. Mille felldi eðlilega inn í myndina, segir í einni kvikmyndabókinni okkar. Þeim, sem þykir gaman að sirkussýning- um, kann samt að leiðast svolítið, þegar þessar glæsilegu sýningar víkja strax í upphafi myndar að nokkru fyrir fremur hversdagslegum ástar- vandræðum, þar sem Betty Hutton, Cornel Wilde, James Steward, Dorothy Lamour og Charlton Heston koma við sögu. Þetta eru allt leikarar sem lengi voru hæst á stjörnuhimninum í Hollywood, og margir hafa sjálfsagt gaman af að sjá enn einu sinni. Myndin er gerð árið 1952, og Cecil B. Mille, kvikmyndajöfurinn mikli, hafði allt frá því hann byrjaði í upphafi aldarinnar ávallt sér- staka tilfinningu fyrir þeim viðhorfum sem ríkj- andi voru í þjóðfélaginu hverju sinni, og lag á að sveigja viðfangsefni sín í kvikmyndagerð til sam- ræmis við það. Allt til æviloka 1959 hélt hann þessum hæfileika og lík- lega hefur íburðarmikil glansmynd eins og „The Greatest Show on Earth“, eins og Fjölleika- húsið heitir á frummál- inu, fallið vel að and- rúmsloftinu um 1950. Enda varð hún býsna vin- sæl. Æringinn Betty Hutton er ein aðal- stjarnan í laugar- dagskvikmyndinni, sem gerist í fjöl- leikahúsi, og þarna er hún í einni sirk- ussýningunni. Þorsteinn Hannesson ætlar í hljómplötu- rabbi sínu í kvöld að byrja aö leika Ástar- dúettinn fræga úr Faust eftir Gounod, og nú ætlar hann að leyfa útvarps- hlustendum að heyra hann sunginn af sex mis- munandi söngvurum, í gömlum og nýjum upp- tökum, einni frá 1955 og annarri frá 1905 og þeirri þriðju frá 1910 og verður gaman að bera saman túlkunina. Allt eru þetta frægir söngvarar erlend- ir, sem syngja. Enginn íslenzkur söngvari hefur sungið þennan dúett á plötu. Við reyndum að fá Þorstein til að segja okk- ur hverjir söngvararnir væru, en hann færðist undan því að taka púðrið úr sínum eigin skýring- um í þættinum, en sagði ósennilegt aö hann kæmi með þennan dúett án þess að uppáhalds söngv- ararnir hans, Caruso og John McCormack, kæmu við sögu. Úr því hann var byrjaður með ástardúett, þá mun hann í þættinum í kvöld halda áfram að leika ástardúetta. Þorsteinn er búinn að vera með hljómplöturabb í útvarpinu meira og minna í 10—15 ár, við miklar vinsældir, en neyðist til að taka sér fri frá því öðru hverju, eins og hann orðaði það við okkur. Guðmundur Jóns- son hefur stöku sinnum leyst hann af. Og nú ætl- ar Þorsteinn að halda áfram hljómplöturabb- inu í sumardagskránni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.