Morgunblaðið - 28.06.1975, Síða 7

Morgunblaðið - 28.06.1975, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JUNl 1975 7 „Alþýðublað- ið” í Portúgal og á íslandi Blaðadauði, sem herj- að hefur á frjálsa skoð- anatjáningu í okkar heimshluta, hefur verið og er lýðræðissinnum áhyggjuefni. Stöðvun á útgáfu málgagns jafnað- armanna f Portugal, sem herforingjaklíka og þar- lendur kommúnista- flokkur standa að með ofbeldisaðgerðum, er annars eðlis, þótt hættu- boði sé öngvu að síður. Sama máli gegnir um bann við frjálsri blaðaút- gáfu og flokkastarfsemi [ öllum rfkjum, sem lúta kommúnískri stjórn. Þjóðviljinn, sem græt- ur krókódilstárum yfir erfiðleikum hérlends dagblaðs, Alþýðublaðs- ins, sem rambar á barmi rekstrarstöðvunar vegna fjárhagserfiðleika, fagn- ar hinsvegar þeim þjóð- félagsháttum, þar sem einn flokkur stýrir og stjórnar öllum fjölmiðl- um; sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum og al- menningur á ekki völ annars fréttaefnis en þess, sem áróðursverk- smiðja viðkomandi kommúnistaflokka mat- reiðir. Af þessum sökum er þróunin i Portúgal Þjóðviljanum ógeðfelld. „Óskalandið, Sovét is- land, hvenær kemur þú?" Alþýðublaðið og Þjóðviljinn I Viðavangi Timans i gær er fjallað um að- stöðumun Alþýðublaðs- ins og Þjóðviljans á vett- vangi islenzkrar blaðaút- gáfu. Á sama tima sem framhald útgáfu Alþýðu- blaðsins er vafabundin, vegna fjárhagserfið- leika, byggir Þjóðviljinn útgáfuhöll. Þetta gerist að sögn Timans þó vitað sé, að rekstur Þjóðvilj- ans gangi á brauðfótum, svo naumast byggir blaðið höll sína með af- gangstekjum, sem öngv- ar eru. Auk hallarinnar i Reykjavik er Alþýðu- bandalagið á Akureyri að flytja inn i veglegt húsnæði, sem innréttað hefur verið með ærnum kostnaði. og á að vera félagsmiðstöð flokks- starfs og blaðaútgáfu þar nyrða. Á Sauðár- króki keyptu kommún- istar og hótelbyggingu undir starfsemi sina og fyrirhugaða prent- smiðju. Og fleiri munu dæmi fjármagns og riki- dæmis „flokks öreig- anna". OgTiminn spyr: Hvað- an koma Alþýðubanda- laginu fjármunir til að standa straum af allri þessari fjárfestingu? „Hingað til hefur Þjóð- viljinn staðfastlega mót- mælt þvi, að þeir fái peningasendingar frá vinum sinum austan járntjalds." „Það skyldi aldrei vera, að Alþýðu- bandalagið sé komið i hóp þeirra, sem Þjóðvilj- inn hefur með vandlæt- ingu kallað braskara- flokka og flokka fjár- málaspekúlanta?" Jafnvel Þjóðviljinn gerir sitt gagn Siðan segir Timinn: „Það er ekki að sjá, að það riki neitt kreppu- ástand hér á landi, þeg- ar fjárvana stjórnmála- flokkur eins og Alþýðu- bandalagið hefur tugi milljóna til ráðstöfunar til byggingarfram- kvæmda." „En sitji Þjóðviljinn við sinn keip og haldi áfram kreppu- skrifum sinum, er Alþýðubandalagið boðið velkomið i hóp braskara- flokkanna, þvi það er útilokað að tala um kreppu og byggja sam- timis fyrir tugmilljónir, nema þá að fjármagnið komi að austan," segir Timinn að lokum. Hér skal engum get- um leitt að fjármagns- austri Alþýðubandalags- ins. Hins vegar er ekki óeðlilegt að þessi mál vekji ýmsar spurningar, sem almenningur leitar svara við i huga sinum. Skortur rauðagulls virð- ist aldrei hafa verið starfsemi Alþýðubanda- lagsins fjötur um fót. Efnahagskreppan, sem þrengt hefur að fólki og fyrirtækjum, virðist fara fyrir utan garð i fjárfest- ingu Þjóðviljamanna. Alþýðublaðið er gam- alt og gróið blað. Morg- unblaðið hefur oftar en hitt verið málefnalega á öðrum meiði en Alþýðu- blaðið, þó stundum hafi leiðir legið saman. Engu að siður ber að harma rekstrarerfiðleika blaðs- ins og.láta i Ijós vonir um að úr þeim rætist. Ein af höfuðstoðum lýð- ræðisins er, að ólik þjóð- málaviðhorf eigi greiðan aðgang að almenningi til ihugunar, enda slikt forsenda eðlilegrar og frjálsrar skoðana mynd- unar og tjáningar. Jafn- vel Þjóðviljinn gegnir sínu hlutverki í islenzk- um blaðaheimi. Heiðar- leg og drengileg blaða- mennska fær aukið gildi í augum almennings ef nauðsynlegur saman- burður við hið gagn- stæða er fyrir hendi. Smám saman hefur fengist nokkuó góð yfirsýn um stærð, stöðu og rás hins nýja auðmagns oliuframleiðslurikjanna — svo- kallaðra petrodollara. Þó eru enn ýmis atriði óljós. Heildartekjur meðlimaríkja OPEC, bandalags olíuframleiðslu- ríkja, af olíusölu s.l. ár námu sem næst 110 milljörðum dollara. Til samanburðar má geta þess að áætlaðar brúttóþjóðartekjur í Bandaríkjum Norður-Ameríku á Tafla I Oliutekjur meölimaríkja bandalags olíuframleiðenda, OPEC, og innflutningur sömu áriö 1974. 3 s's 3-B s O eö U 3 tuo c — a £ O Inn- flutn c tP.2 C ®":© Saudi Arabía 25 6 25 Kuwait 10 2 20 Líbía 10 5 50 Alsír 6 5 90 Persía 22 11 50 Venezuela 10 6 60 Nígería 7 5 70 Indónesía 5 4 80 Önnur OPEC lönd 15 6 40 Samtals 110 50 45 Hvað varð um olíuauðmagnið? liðnu ári námu 1300—1400 milljörðum dollara. Árið 1973 voru sambærilegar tekjur þessara olíuframleiðslu- ríkja 30 milljarðar dollara. Á töflu I eru tekjurnar sundur- liðaðar eftir löndum og sýnt, hve miklum hluta sömu tekna viðkom- andi lönd hafa varið til innflutn- ings á vörum og þjónustu á sama tímabili. Allar eru tölur þessar eftir Braga Kristjónsson eftir því sem næst verður komist, en nokkur frávik má þó telja hugsanleg. Árið 1974 voru nettótekjur oliu- framleiðsluríkjanna þannig sem næst 60 milljarðar dollara. Meira en helmingur þessa auðmagns rann til þriggja ríkja: Saudi Ara- bíu (19 mia), Persíu (11 mia) og Kuwait (8 mia). Það hefur þótt mjög forvitni- legt meðal fréttaskýrenda og í alþjóða fjármálaheiminum að fylgjast með hvernig þessi ríki hafa ráðstafað hagnaðinum af oliuvinnslunni. Sérstaklega hefur það þótt eftirtektarvert að fylgj- ast með fjárfestingu þeirra á Vesturlöndum, t.d. allmiklum kaupum þessara aðilja á hluta- bréfum í þýsku fyrirtækjasam- steypunum Krupp og Daimler Benz. Eins ■'g sjá má á meðfylgjandi teikningu er þó aðeins um að ræða mjög óverulegan hluta heildarhagnaðarins, sem enn hef- ur verið varið til hliðstæðra að- gerða. Því sem næst 40% af heildinni var sett í umferð á Euro- gjaldeyrismarkaðnum, aðallega í formi skammtímalána og nær ein- göngu ídollurum. Helmingurþess fjármagns, sem leitað hefur til Bandaríkjanna, fór til kaupa á ríkisskuldabréfum, en hinn helm- ingurinn hefur verið lagður þar á banka. Auk þess hafa fjármagns- eigendurnir keypt í Bandaríkjun- um hlutabréf i fyrirtækjum fyrir um 100 milljónir dollara og lika Framhald á bls. 8. Alþjóða- gj*ld Kuro- eyrls- AAstod Banda- gjald- Evröpa sJAdur/ til eyrls- Brel- og AlþJ. þróunar- rlkin markadur land Japan banki rfkja Annaó 24% 3«% 12% 8% 4% 4% 10% S 23 mia $ 7 mia $ 5 mia ______ $2 mia I $2 mia 1 16 mia + Auglýsing frá sóknarnefnd Gaulverjabæjarsóknar: Vegna fyrirhugaðrar kortlagningar og lagfæringar á kirkjugarði Gaul- verjabæjarkirkju, eru hér með allir þeir er eiga ómerkt leiði vanda- manna sinna í kirkjugarðinum, og ekki hafa haft samband við umsjónarmann kirkjugarðsins, Sigurð Pálsson á Baugstöðum, minntir á að gera það hið allra fyrsta eða eigi síðar en hinn 1 5. ágúst 1 975. 1. júní 1975. f.h. sóknarnefndar Gaulverjabæjarsóknar. Gunnar Sigurðsson. Seljatungu. Rowentdk 15 bolla kaffivél (KG 24) Hellir uppá á 5 —10 mínútum. Heildsölubirgðir: Halldór Eiríksson & Co. Simi 83422 FLESTAR STÆRÐIR HJÓLBARÐA Vörubila- Fólksbila- Vinnuvéla- Jeppa- Traktorsdekk Vörubiladekk á Tollvörugeymsluverði gegn staðgreiðslu ALHLIÐA HJOLBAROAÞJONUSTA OPIÐ 8 til 7 HJÓLBARÐAR HÖFOATÚNI 8 Simi 16740 Véladeild Sambandsins Simi 38900 MARKHANI Sturtuvagnar Burðarmiklir hjólbarðar 10.00 x 16 8 strigalaga Stálpallur og 43 cm há stál skjólborð. Sérstaklega hentugir vagnar fyrir verktaka og bæjarfélög. Eru nú fyrirliggjandi á mjög hagstæðu verði aðeins kr. 247 þús. Hafið samband við sölui enn okkar sem fyrst. I Globus? Lágmúla 5. Sími-81555

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.