Morgunblaðið - 02.07.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.07.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLI 1975 5 Eugene Rostow forseti ATA: „Fyrst Islendingar gátu það, hljótum við að geta það” — segja lýðrœðissinnar í Portúgal og á Möltu EUGENE Rostow, forseti ATA- samtakanna, hefur dvalizt hér á landi undanfarna daga. Rostow var aðstoðarutanrfkisráðherra Bandarlkjanna I tfð Lyndons B. Johnsons forseta. Hann er nú prðfessor I lögum við Yale- háskóla. Ileimsókn Rostows hingað til lands er liður I ferð hans um Evrópu, þar sem hann hefur hitt að máli ráðamenn og forsvars- menn aðildarfélaga ATA. Hér er hann I boði Samtaka um vestræna samvinnu. ATA-samtökin halda fundi reglulega, og hefur nú verið ákveðið, að næsta ársþing samtak- anna verði haldið hér á landi næsta sumar. Ársþingin eru fjöl- mennar samkomur og algengt að I þeim taki þátt milli 500 og 600 manns. Mbl. hitti Rostow að máli I gær og spurði fyrst hver hefðu verið tildrög stofnunar ATA- samtakanna. — Samtökin voru stofnuð i Haag árið 1954 af áhugamönnum um samstarf vestrænna lýðræðis- ríkja. Stofnendurnir voru mest- megnis áhugasamir einkaaðilar, sem síðar fengu til liðs við sig stjórnmálamenn og embættis- menn. ATA-félög eru starfandi í öllum aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins. Tilgangur starf- seminnar er að stuðla að vest- rænni samvinnu í samræmi við þau grundvallaratriði, sem At- lantshafssáttmálinn er byggður á. Aðildarfélög þeirra heildarsam- taka, sem ég er forseti fyrir, vinna sjálfstætt, eftir því sem að- stæður í hverju landi gefa tilefni til, en hlutverk ATA er m.a. að gefa mönnum kost á því að hittast og skiptast á hugmyndum um starfsaðferðir og annað, auk þess sem fundirnir hafa mikið að segja hvað snertir tengsl og samstöðu. — Hvaðan fá samtökin fjár- hagslegan stuðning? — Heildarsamtök ATA starfa á vegum aðildarfélaganna, sem eru fjárhagslega sjálfstæð. Sum aðild- arfélaganna njóta fjárhagslegs stuðnings opinberra aðila i við- komandi löndum. Eg tel samtökin hafa átt því láni að fagna að njóta starfskrafta mjög hæfra manna, en í mörgum tilvikum er um að ræða stjórnmálamenn, sem hætt hafa beinum afskiptum af stjórn- málum. Ungir menn eru starfandi innan samtakanna og hafa þeir sérstaka deild innan heildarsam- takanna. — Hver er skoðun yðar á þeim vandamálum, sem nú er einkum við að etja hér á Vesturlöndum, og teljið þér „slökunarstefnuna" (détente) hafa tekizt eins og til var stofnað? — Lýðræðisríki eiga í vök að verjast i vaxandi mæli og kemur þar ýmislegt til. Erfiðasta vanda- málið um þessar mundir er efna- hagslegs eðlis. „Détente" er þvi miður aðeins fjarlægt takmark, — takmark, sem við eigum enn langa leið ófarna að. I þessu sam- bandi verður að gæta að því, að Sovétmenn, eða Austurblokkin, eru ekki aðili, sem hægt er að gera áreiðanlega samninga við. Það er ekki hægt að tala um „détente" við samningaborðið og auka um leið framlag til hermála og vopnabúnaðar um 5—6 af hundraði á ári hverju, eins og Sovétmenn gera. Flotastyrkur Sovétmanna hefur aldrei verið meiri en einmitt nú og umfangs- mestu flotaæfingar þeirra eru ný- afstaðnar. — Hver haldið þér, að sé til- gangur Sovétmanna með þessari útþenslustefnu ásviði hernaðar? — Tilgangurinn er tvfmæla- laust sá að fylgja eftir þeirri heimsvaldastefnu, sem þeir hafa alltaf fylgt. Sovétmenn eru ekki svo óraunsæir að halda, að þeir geti náð beinum yfirráðum. Þeir eru raunsærri en svo. Þeir vita hins vegar, að þegar til lengdar lætur er drýgst að reyna að ná sem mestum áhrifum í sem flest- um löndum. Þeir sækjast eftir þvl að einangra Bandarikin og liður í því er að einangra Evrópu og ná þar sem víðtækustum áhrifum. Afskipti þeirra af málum í Mið- austurlöndum eru liður í þessari áætlun og sama er að segja um afskipti þeirra af málum í Suð- austur-Asíu. Nákvæmlega það sama er nú að gerast I Afríku. I Uganda situr Idi Amin. Þennan mann styðja Sovétríkin með þvi að senda honum vopn. Þeir gera það ekki af því að þeir séu hlynnt- ir stefnu hans, heldur af því að þeir vilja ná áhrifum i Uganda og gera landið háð Sovétríkjunum. — Hvað viljið þér segja um stjórnmálaástandið I Bandarlkj- unum eftir ósigurinn I Suðaustur- Aslu, fall Nixons, Watergatemál- ið og nú slðast rannsóknina á störfum CIA? — Við höfum átt við mjög mikla erfiðleika að etja r sambandi við öll þessi mál, og enn er ekki séð fyrir endann á þeim. Viðbrögð almennings í Bandarikjunum hafa verið mjög sterk, og í því tel ég, að styrkur Bandaríkjanna sé ekki sizt fólginn. Fyrirfram hefði e.t.v. mátt ætla, að Bandaríkin mundu einangra sig meðan við erfiðleika af þessu tagi væri að etja, en raunin hefur orðið önnur. Ég held, að þegar á allt er litið Svæðasamband launþega- félaga á Vesturlandi FYRIR skömmu var haldinn I Ólafsvlk fundur til undirbúnings stofnunar svæðasambands laun- þegafélaganna I Vesturlandskjör- dæmi. Á fundinum mættu 20 full- trúar frá 10 félögum, sem eru „Draugamir dansa” í Norræna húsinu Fimmtudaginn 3. júlí n.k. kl. 20.30 verður frumflutt dagskráin „Draugarnir dansa“ eftir Unni Guðjónsdóttur í Norræna húsinu. Hún sækir efnivið í íslenzka hjá- trú, trú á álfa, huldufólk og drauga og á hið yfirskilvitlega þessa heims og annars. Ásdís Magnúsdóttir og Kristin Björns- dóttir dansa, en auk þeirra kemur fram Ingibjörg Jóhannsdóttir leikkona, sem les upp. Sýningin stendur um það bil í hálfa klukku- stund. innan A.S.l. Þá var samþykkt á fundinum eftirfarandi tillaga frá fulltrúum stéttarfélaga I Borgar- nesi: „Undirbúningsfundur að stofn- un svæðasambands stéttarfélaga á Vesturlandi haldinn í Ólafsvík 21.6. 1975 samþykkir að jafnhliða stofnun svæðasambands verði unnið að skiptingu og sam- ræmingu félagssvæðanna í kjör- dæminu. I því sambandi leggur fundurinn áherzlu á að haft verði fullt samráð við íbúa viðkomandi svæða og stéttarfélögin á svæðun- um.“ Á fundinum var samþykkt að kjósa fimm marina nefnd og þrjá til vara til að gera tillögur um svæðasamband og voru kosnir: „Hinrik Konráðsson, Ólafsvik, formaður, Skúli Þórðarson, Akra- nesi, Jón A. Eggertsson, Borgar- nesi, Einar Karlsson, Stykkis- hólmi, og Sigurður Lárusson, Grundarfirði. — Landgræðsla Framhald af bls. 28 heiði í sumar. Stefnt er að því, að samhliða girðingu í heiðinni hefj- ist landgræðsla strax í sumar. Ræktunarstarf þar er mannfrekt, rofabörð þarf að stinga niður, sá grasfræi og lúpínu en mela, skal rækta upp með áburði einum. Er gert ráð fyrir að i girðingarvinnu starfi 8—10 manns, en við ræktun 45 unglingar auk 6 verkstjóra og að unnið verði i 8 vikur í sumar. Einnig verður tekið til við að girða Nesjavallaland, sem er mjög illa farið líka, skv. skýrslunni. Svo sem borgarstjóri gat um, er þessi uppgræðsla í samvinnu við landbúnaðarráðuneytid- En á fundi landbúnaðarráðherra og borgarstjóra 19. júní var ákveðin tilhögun fjármögnunar; að skóg- ræktin legði til plöntur, girðingar- efni o.fl. fyrir 5 milljónir, land- græðslan áburð, fræ og annað efni fyrir 5 milljónir, landgræðsl- an legði til vinnulaun að upphæð 10 milljónir og Reykjavíkurborg legði á móti 10 milljónir. Var Þórði Þorbjarnarsyni, Hauki Jör- undssyni, Jónasi Jónassyni, Há- koni Bjarnasyni og Sveini Run- ólfssyni falið að gera nánari til- lögu um framkvæmd þessarar áætlunar, sem borgarverkfræð- ingur hefur nú lagt fyrir um- hverfismálaráð og borgarráð, og það verið samþykkt. Girðingin á Hólmsheiði, sem koma þarf upp til að friða landið og loka þvi, nær frá austurhorni skógræktargirðingarinnar við Rauðavatn að mörkum Reyni- vatnslands, þaðan að Geithálsvegi og meðfram Suðurlandsvegi að Heiðmerkurvegi við Silungapoll og í Heiðmerkurgirðingu. Þá nytu friðunar um 400 ha. lands á Hólmsheiði auk svæðis í Leitar- hrauni milli Rauðhóla og Heið- merkurvegar við Silungapoll. Er í athugun hjá vegagerð gerð grind- arhliða á vegina. I greinargerð þeirri, sem Ingvi Þorsteinsson gerði sl. haust, að beiðni Elínar Pálmadóttur, for- manns umhverfismálaráðs Reykjavíkur, kemur í ljós að all- mikil breyting hefur orðið á af- réttarlandinu upp af Reykjavik síðan slík úttekt var siðast gerð 1966. Þar segir m.a.: Austan Rauðavatns og á Hólmsheiði eiga allmiklar gróðurskemmdir sér stað og þar eru jafnframt melar, sem unnt er að græða að nýju. I heild er þetta svæði um 440 ha.að stærð og þar af sennilega um helmingur, sem þyrfti græðslu með. Er reiknað með að innan girðingarinnar, sem sett verður í sumar, verði 400 hasvæði. Eugene verði þetta til þess að almenning- ur I Bandaríkjunum verði sér bet- ur meðvitandi um hlutverk sitt og ábyrgðartilfinning fa\i vaxandi. Ég hef lika trú á því, að fólk i Bandaríkjunum og víðar geri sér betur grein fyrir mikilvægi lýð- ræðisins eftir en áður og standi því betur vörð um það. — Teljið þér að hinn almenni borgari velti mikið fyrir sér hug- tökum eins og lýðræði? — Já, ég tel það. Ég hef traust á almenningi. Það, sem ég hef hins vegar áhyggjur af, er það, að við höfum alltof marga stjórnmála- menn, sem eru hræddir við fólkið. Þessir stjórnmálamenn, bæði í Bandaríkjunum og öðrum lönd- um, eru sifellt að hugsa um per- sónulegar vinsældir, svo að þeir segja fólkinu róandi sögur um það, að allt sé í lagi. Sumar sög- urnar eru t.d. á þá leið, að Rúss- arnir séu ekkert hættulegir og þeir ætli sér ekkert illt. Þarna kemur „détente“ aftur til greina. Þessir menn halda því fram, að slökuninni hafi verið komið á, þegar augljóst er, að engin slökun er fyrir hendi. A hinn bóginn er almenningur raunsær og fylgist með og dregur sínar ályktanir þegar Sovétrikin efna til svo við- tækra flotaæfinga eins og i apríl s.l. Mikilvægur liður í því að við- halda lýðræðinu er, að almenn- ingur hafi ábyrgðartilfinningu. Við getum ekki haldið ábyrgri stefnu í lýðræðisþjóðfélagi án ábyrgðar fólksins. — Teljið þér, að lýðræðisríkin séu þá að efla samstöðu slna um þessar mundir? — Já. Sumir eru að tala um, að ennþá sé við vandamál eftirstríðs- áranna að etja. Þetta er mesti mis- skilningur. Ástandið í heiminum um þessar mundir minnir miklu fremur á ástandið eins og það var fyrir siðari heimsstyrjöldina. Það er óróleiki á flestum sviðum, Rostow. efnahagsástandið er ótryggt og tekur stærri sveiflur en dæmi hafa verið um lengi. Sovétmenn hafa unnið markvisst að því að koma á þessu ástandi. Við skulum ekki gleyma þvi, að síðari heims- styrjöldin var ekki óumflýjanleg. Þótt nú sé ríkjandi samskonar ástand, þá held ég, að með þvi að vera á verði og slaka hvergi á megi koma i veg fyrir að illa fari. Til þess er fyrst og fremst nauð- synlegt að við séum raunsæ og gerum okkur ljósa stöðu okkar. Kommúnistar seilast alls staðar til áhrifa og lýðræðið á vissulega í vök að verjast. Það er eftirtektar- vert, að þið Islendingar hafið stappað stálinu i lýðræðisöfl i löndum þar sem veruleg hætta er á því, að kommúnistar nái undir- tökunum. Þessa varð ég áþreifan- lega var t.d. í Portúgal og á Möltu nýlega. Lýðræðissinnar þar segja sem svo: „Fyrst Islendingum tókst að koma í veg fyrir að kommúnistar fengju yfirhöndina, þá hljótum við einnig að geta það“. Ég er sannfærður um, að einörð afstaða ykkar til þessa máls hefur haft geysimikla þýð- ingu. — Að lokum, Rostow, hver telj- ið þér að verði forsetaefni demó- krata á næsta ári? — Ég held, að það hljóti að verða Henry Jackson. — Og hvor vinnur kosningarn- ar, Ford eða Jackson? — Ég veðja á Jackson. — Á.R. Öllum vinum og vandamönnum sendi ég hjartans kveðjur og þakkir fyrir hlýhug og vináttu mér auðsýnda á áttræðisafmæli minu hinn 18. júni s.l. Guð blessi ykkur öll. Lovisa Gísladóttir frá Búastöðum Vestmannaeyjum, Heiðvangi 30 Hafnarfirði. Húseignin Laugarnesvegur 50 til sölu Húsið er 86 fermetrar að flatarmáli. Á jarðhæð er mjög gott verslunarpláss, hentugt fyrir verslun, skrifstofur, heildverslun eða annan rekstur. Á fyrstu hæð eru tvær samliggjandi stofur, húsbóndaherbergi og eldhús. Á annari hæð, sem er portbyggt eru 3 svefnherbergi og bað, auk þess er óinnréttað ris. Tvöfaldur nýbyggður bílskúr 49 ferm. Allt gler í húsinu er tvöfallt belgískt. HÚSIÐ GEFUR ÁGÆTA MÖGULEIKA TIL ÝMISKONAR REKSTURS, OG GÓÐRAR ÍBÚÐAR. STÓR OG GÓÐ LÓÐ. UPPLÝSINGAR í SÍMA 32555 OG 36158.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.