Morgunblaðið - 02.07.1975, Síða 12

Morgunblaðið - 02.07.1975, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JULl 1975 Séra Ólafur Skúlason: Þjóðkirkja — kirkja þjóðar ENN einn pennaglaóur prestur- inn, kann einhver að hugsa, er ritsmíð þessi ber fyrir augu. Er það að vonum, svo hefur verið reynt á þolinmæði blaðalesenda á liðnum vikum af stéttarbræðrum. En ráði nokkur tilfinning skrifum þessum, þá er það ekki sú, sem einkennist af gleði. Þó skal það strax tekið fram, að ekki-er hér leitazt við að kasta steinvölu minni til þátttöku í þeirri stórskotahrið, sem kennd hefur verið við Dómkirkju og Skálholt. Kemur þar hvort tveggja til, að þar hefur nóg verið sagt (mundu jafnvel sumir freist- ast til að taka enn dýpra i árinni og segja, að of mikið hafi á stund- um sagt verið), og svo hitt, að ég hef engan metnað til að liggjayfir fræðiritum útlendum til að þess að afla þaðan heyja til að bera á garða lesenda. En ég hef svo titt verið spurður um það, hvað felist eiginlega í þessari samþykkt presta á helgum Skálholtsstað í siðustu viku, til- lögunni sem mest hefur verið gert veður út af um „dultrú", sem vara ber víð, að mér finnst ég geti var komizt undan þvi að skýra, hvað ég sé í þessri samþykkt og benda um leið á hættur þær, sem mér finnast felast við dyr hinnar islenzku þjóðkirkju, ef ekki verð- ur af varkárni fram haldið. Tók þó af allan vafa í huga mér, þegar vinur minn einn sagði við mig eftir messu í gær, að sam- þykkt þessi minnti sig einna helzt á tilkynningu sumarhótels, sem það sendi frá sér, þegar haust- aði;að það ætlaði að loka svo og svo mörgum álmum sínum yfir kalda mánuði vetrar, en hafa aðeins opið fyrir fáa gesti. METNAÐUR RAÐHERRA. Biskupi okkar ágætum lúta orð ljúfar en öðrum mönnum, og hann hefur setið fyrir svörum í sjónvarpi, og blaðafulltrúi hans ungur hefur einnig skýrt, hvað að baki samþykktar búi, og þó langar mig til að láta mín orð bætast við. Ekki er neinn vafi á því, að préxtastefna hefur til þess heimild að samþykkja tillögur um svo til hvað sem er. Þessi síðasta prestastefna samþykkti m.a. að lýsa yfir furðu sinni á skorti á metnaði hjá ráðherra i núverandi ríkisstjórn. Samþykktir fyrnast og lýsa oft ekki öðru en þeim viðhorfum, sem ríkt hafa ein- hvern tímann eða á einhverjum stað. En þessi samþykkt um „dul- trúna“ hefur komið verr við marga en aðrar. Eg var persónu- lega á móti því, að tillagan yrði borin fram, ekki slzt í sinni upp- runalegu mynd, þar sem því var lýst yfir, að spíritismi væri ekki grein á kristnum meiði. Það er svo með stefnur, að þær þekkjast bezt af fylgjendum sínum og for- svarsmönnum, og fyrir presta að lýsa því yfir (eða svo hefði það vafalaust verið túlkað), að sumir virtustu menn kirkjunnar hefðu ekki verið (og væru ekki) kristn- ir, finnst mér nokkuð langt geng- ið, þó ekki væri meira sagt. Hafði ég þvi tal af mönnum og freistaði þess að fá hana dregna til baka, þar sem ég þóttist sjá, að hún mundi ekki láta neitt gott af sér leiða, en kalla aðeins fram tilfinn- ingarík viðbrögð og stofna ein- ingu kirkjunnar í voða. Mér tókst þetta þó ekki, þó ýmsir legðu því Lið, en tillögumaðurinn féllst á, að tillaga hans yrði borin fram í all- breyttri mynd. 400 OOOOPINEYRU. Þegar þar kom, að allsherjar- nefnd skilaði margnefndri tillögu til prestastefnunnar, kom það fram, sem ég hafði óttazt. Eftir hófsamlega skýrslu formanns nefndarinnar, séra Péturs Þ. Ingjaldssonar, talaði flutnings- maðurinn, séra UlfarGuðmunds- son, og flutti langt mál. Sagði hann m.a., að hvati tillögu hans væri sá, að hann vissi, að það biðu fjögur hundruð þúsund opin eyru eftir því að heyra eitthvað frá Skálholti um þessi mál. Kom vel fram i máli hans mikil einlægni og hugsjónahiti, en leið ákefð hins unga manns, sem ekki þekk- ir hik eða löngun til að slæva frekar vopnin en brýna þau. Jökst enn hitinn, svo að jafnvel fundar- sköp riðluðust og bætti ekki úr skák, er fersk und sorgar og von- brigða tók að blæða að baki ræðu- manns eins. Hefði því vafalaust verið ráðlegast að hafa fundarhlé eða jafnvel að fresta frekari af- greiðslu tillögunar þar til presta- stefna hefði gefið sér góðan tima einhvern tíma seinna til um- ræðu um þessi mál eins og sam- þykkt var tillaga um. En tíma- skortur mótaði nokkuð viðbrögð auk tilfinningahitans, svo að ekki varð af frestun. En hvernig stóð á því, að enginn greiddi tillögu mótatkvæði? Síðari hluti hennar lýsti því skorinort og rétt yfir, að Kristur er hið eina, sem kirkjan byggir á. Hver hefði látið sér detta i hug, að draga slíkt i efa, hvað þá að greiða atkvæði á móti því? Og hvað „dultrúarstefnur" áhrærir, þá fer nærri, að þar geti hver og einn lesið inn í sem hann vill. Þar skal ég fyrstur mann samþykkja, að i þeim potti kennir margra grasa og sumra ekki lystilegra, og vildi ég sízt af öllu fá meir af slíku yfir okkur hér heima. Og þó að flutn- ingsmaðurinn hafi talað mest um spititisma og guðspeki i fram- söguræðu sinni, þá vorum við að greiða atkvæði um orðaða tillögu, sem lá fyrir fundi, en ekki að lýsa því yfir, að hvert orð í ræðu hans væri rétt eða okkur að skapi, eins og það að hver einasti Islendingur svo að segja biði i ofvæni eftir því að heyra frá okkur. Ég er ekki það, sem kallað er „spiritisti", og mér gremst ævinlega, þegar það er lagt að jöfnu að trúa á eilíft lif (eða framhaldslíf) og vera spítitisti, og hljóti hvort tveggja að fara saman. En sumir minna virtustu vina og samstarfsmanna hafa fengizt við sálarrannsóknir og tel ég alls ekki, að þeir séu fyrir það síðri fylgjendur Jesú Krists eða verri greinar þess vin- viðar, sem kirkjunni veitir afl. ALLIR EINS EÐA ALLIR EITT Og nú kemur þar máli minu, sem aðalástæða er skrifs þessa. Mér hefur ætíð þótt það styrkur hinnar islenzku kirkju að vera þjóðkirkja, þ.e. kirkja, þar sem mestur hluti þjóðarinnar fann hún gat átt heima. Hún er vitan- lega líka evangelisk-lúthersk og það setur henni ákveðnar kenn- ingar. Þar á meðal ekki sízt sú, að trú hvers og eins hljóti að byggj- ast á heilögum ritningum og eigin samvizku, en ekki einhverjum samþykktum kirkjuþinga eða móta. Það er þvi vá fyrir dyrum" ef kirkjan íslenzka ætlar svo mjög að þrengja dyr sínar, að þar megi aðrir inn ganga en þeir, sem öllum sam- þykktum presta hennar vilja lúta. Og vænlegra er það líka til árangurs, vilji einhver hafa á annan áhrif, að lýsa því ekki yfir i upphafi, að viðmælandi vaði al- gjöran reyk, svo vart sé hægt við hann að ræða; betra væri að nálg- ast hann af meira jafnræði og virða hann þess að hlusta á hann um leið. Trú án auðmýktar verður hrokafull, trú án umburðarlyndis veldur nærsýni, og þá er ekki lagt í það, sem Einar skáld Benedikts- son orðar svo: „Nærsýnið verður blint við sitt blað.“ Jesús sagði aldrei við ættum að verða eins, þó hann segði við ætt- um að vera eitt. Og sú eining byggist á trúnni á hann sjálfan og kærleika gagnvart öllum. Að lok- inni prestastefnu var altaris- ganga, eftir hana sagði einn prest- anna, góðvinur minn, við mig eitt- hvað á þá leið, að fátt hefði glatt hann meira en að sjá mig við hlið vígslubiskups Skálholtsstiftis við útdeilingu heilagrar kvöldmáltíð- ar. Og er ég innti hann eftir þvi, hvað valdið hefði þeirri gleði, kom það fram, að hann áleit skoðanir okkar séra Sigurðar Pálssonar svo ólikar, að það eitt að sjá okkur þannig sameinaða í verki, hefði verið honum ríkur gleðigjafi. Ann ég honum þesg sannarlega. En hvað sem okkar vígslubiskups áhrærir, þá er mér sjálfum það rík gleði að „embætta" með honum, svo vel kann hann til verka, og svo sönn er lotning hans fyrir því, sem við altarið er unnið. En þar sem við vígslubiskup sátum í skrúðhúsi og biðum þess að ganga fyrir altari heyrðum við gegnum opnar dyr ræðu biskups, er hann kvaddi presta sína. Ekki gátum við heyrt allt, því miður, en líkingu nam ég og vil hér endursegja. Helgisögn er til um það, að likami Jóhannesar skírara hafi verið brenndur, eftir að hann var hálshöggvinn. Er hreyft var við öskunni, kom í ljós, að allt var brunnið nema fingurinn, er hann hafði bent á Jesú með, þegar hann fyrr hafði engið framhjá. Allt hafði orðið eldinum að bráð nema fingurinn, því varð ei eytt, sem á Frelsarann benti. Líkingar erú til að njóta en líka að læra af. Of mikilli ösku er þyrlað upp. Hún getur jafnvel orðið svo dimm að varni sýn. öskuna ber okkur að forðast, en um það eitt að hugsa, að horft sé til Jesú. Þar eigum við að vera samtaka, lærðir sem leikir, og ekki láta neitt byrgja hann úti. I því einu eigum við að vera eitt, og það ekki síður, þó ekki séum við öll eins. Til þess þarf íslenzka þjóðkirkjan að hjálpa börnum sínum öllum. Reykjavík 30. júní 1975 Ólafur Skúlason Séra Björn 0. Björnsson: Athugasemd vegna „fréttatilkynn- ingar” „blaðafulltrúa biskups” Prestastefna íslenzku þjóð- kirkjunnar, sem haldin var í Skál- holti fyrra hluta þessarar viku, gerði samþykkt er þannig hljóðar: „Prestastefna íslands 1975 varar við dultrúarfyrirbrigðum af ýmsu tagi, sem á síðari tímum hafa breiðzt út meðal þjóðarinnar og hvetur söfnuði landsins til þess að vera vel á verði gagnvart hvers kyns áróðri. Kristin kirkja byggir boðun sína og líf á Jesú Kristi einum, eins og honum er borið vitni I Nýja testamentinu, og brýnir fyr- ir öllum að láta ekki bifast á þeim grundvelli." Til leiðbeiningar um, hversu skilja beri þessa samþykkt — væntanlega þá fyrst og fremst orðin „dultrúarfyrirbrigðum af ýmsu tagi“ — hefur svo „blaða- fulltrúi biskups á Prestastefnu 1975“ sent dagblöðunum til- kynningu, þar sem talið er „óhjá- kvæmilegt" að benda á og „undir- strika, að hér er sérstaklega varað við“ spíritismanum. Ég undirritaður er ekki spíritisti og hef aldrei verið það. í erindi, sem ég á næstsíðasta hausti flutti á fundi í „Sálarrann- sóknafélagi íslands", gerði ég það rækilega að umtalsefni, að vegna eðlis undirstöðu raunvfsinda fáist aldrei úr því skorið með vísinda- legum hætti, hvort ,,annað“ líf taki við af þessu, við andlát manns; hins vegar hafi Jesús Kristur leitt það f ljós, og að þess sé alls ekki að vænta, að um það verði bætt á nokkurn hátt. Þó að ég sé þannig ekki spfritisti, né hafi nokkurn tíma verið, þá get ég ekki orða bundizt um hve vanhugsuð og ókristileg mér finnst fyrri grein ofan- greindrar samþykktar með skýringu blaðafulltrúans). Eg hef kynnzt spfritistum, sem mér hafa fundizt áhugasamir um kristin- dóm langt umfram það sem geng ur og gerizt, og yfirleitt hafa mér fundizt spiritistar betur kristnir en gengur og gerist. Meðal þeirra er a.m.k. einn maður, sem mér hefur fundizt einhver bezt kristni maður sem ég hef kynnzt á ævinni. Og mér er kunnugt um að menn, sem enga trú höfðu á kristindómi, hafa orðið kristnir með spíritisma sem millistöð. 1 samþykktinni er lýst yfir hollustu við Jesú Krist „eins og honum er borið vitni í Nýja testa- mentinu" og „brýnt fyrir öllum að láta ekki bifast á þeim grund- velli“. Sjá menn, sem þessu eru samþykkir og hafa jafnframt talið nauðsynlegt að vara kristna menn við spiritismanum, enga bend- ingu í ummælum Jesú um „ill- gresi meðal hveitisins“? „Þjón- arnir sögðu við hann (eiganda akursins): „Viltu þá að við förum og tínum það?“ En hann segir: „Nei, svo að þér eigi, er þér tínið illgresið, reytið hveitið upp ásamt þvf.“ (Matt. 13). Eða þá þessi frásögn í Markúsarguðspjalli, 9. kapítula: „Jóhannes sagði við hann (Jesú): „Meistari! Vér sáum mann einn, sem i þínu nafni rak út illa anda, og vér bönnuðum honum það, af þvf að hann fylgdi oss ekki.“ En Jesús sa^ði: „Bannið honum það ekki, Þvi að enginn er sá er gerir kraftaverk í mínu nafni og rétt á eftir getur talað illa um mig. Því að sá sem ekki er á móti oss, hann er með oss.“ „Felst engin viðvörun við athöfnum sem ofangreindri sam- þykkt gegn „dultrúarfyrirbrigð- um“ í frásögn þessari? Ég er ekki að biðja presta lands- ins né aðra kristna menn þessum að gera gustuk á spfritistum. Ég er að vara þá við að vinna sjálfum sér til sektar. „Maður Ifttu þér nær!“ Líkist kannski þjóðkirkja Islands ekkert saltinu dofnaða? Hvar eru kærleiks-tilþrifin? Jú, aðeins örlar á þeim, og Guði sé lof fyrir það, þó að lftið sé! En er ekki íslenzkur almenningur líkastur hjörð sem engan hirði hefur? „Ekki mun hver sá, er við mig segir: „Herra, herra!“ ganga inn í himnaríki, heldur sá er gerir vilja Föður míns.“... Ég held yfirlæti gagnvart skoð- unum annarra fari ekki vel á íslenzku prestunum — enda verð ég að játa, að hingað til hafi yfir- leitt ekki borið mikið á sliku. Samt mættu sumir þeirra rifja upp fyrir sér orð Páls í 14. kapitula Rómverjabréfsins: „Takið að yður hina trúarveiku — Þó ekki til að leggja dóm á skoðanir þeirra." Hvað er það, sem gerir mann „hólpinn“? Það, að lýsa yfir fylgi við tilteknar skoðanir eða „trúar- atriði“? Ekkert er haft eftir Jesú í guðspjöllunum, að slíku lútandi. Hins vegar sagði Jesús við tiltekið tækifæri, og allt hans atferli vitn- ar um hið sama, að brýnasta nauð- syn væri að elska. Og í 1. Jóhannesar-bréfi segir stutt og Iaggott: „Cíuð er kærleikur.“ Og siðan eru orð þessi ftrekuð óbreytt. „Af því skulu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, að þér berið elsku hver til annars.“ Með öðrum orðum: Það að bera kær- leik í brjósti, er að vera „krist- inn“. Þegar tveir eða fleiri slíkir menn hittast er viðhorf þeirra gagnkvæmt — þeir elskast. Af þvf má marka, að þeir eru lærisveinar Jesú Krists. Þetta er Jesús Kristur „eins og honum er borið vitni f Nýja testa- mentinu". „Látið ekki bifast á þeim grundvelli!" Reykjavík 28. júni 1975. Björn O. Björnsson — List og samfélag Framhald af bls. 15 blekkingar- og eiginhagsmuna- skyni fámennra hópa. Þó að vísu skjóti stundum upp kollinum annarleg sjónarmið innan sam- taka rithöfunda, má telja öruggt að slíkt fái ekki hljómgrunn i sambandi við launasjóðinn þar sem svo mikið er í húfi. En til öryggis væri rétt að ætlast til þess að þeir rithöfundar sem taka þátt í samningu nefndrar reglugcrðar afsali sér fyrirfram greiðslum úr launasjóðnum, verði þeim það á að falla fyrir þeirri freistingu að leggja til að veita féð til aðeins örfárra aðila samkvæmt lista- stefnum eða pólitfskum lfnum. Það má ekki gleymast að þetta er fé allra rithöfunda. Þetta er aðeins varnagli sem vert er að hafa í huga, en engar hrakspár, þó að óneitanlega hafi gróf hlut- drægni stundum átt sér stað. En slíkt má ekki koma fyrir i þessu máli. Ef tækifæri gefst mun ég ef til vill fara nánar út í þessi mál síðar, en þetta verður að nægja að sinni. Jón Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.