Morgunblaðið - 02.07.1975, Síða 28
iHLAÐNAR
,4+ELLESEI\IS/ ODICLI
V RAFHT ÖnTTR Æ
r ll
FRYSTIKISTUR RflFTORG SÍMI: 26660 RflFIGJAN SÍMI: 19294
146. tbl. 62. árg.
MIÐVIKUDAGUR 2. JULÍ 1975
Framdi 7 þjófnaði
á hálfum mánuði
eftir að hann kom úr fangelsi
TVEIR piltar um tvftugt hafa við
yfirheyrslur hjá rannsóknarlög-
reglunni í Reykjavík játað að
hafa á undanförnum vikum brot-
izt inn í alls sjö íbúðarhús og
stolið úr þeim alls um 200 þús.
krónum. Annar piltanna var
nýkominn af I.itla-Hrauni eftir að
hafa setið þar sex mánuði í fang-
elsi til að afplána dóm fyrir fjiil-
marga þjófnaði úr íbúðarhúsum,
og nú eru til meðferðar hjá dóms-
málayfirvöldum milli 30 og 40
mál hans vegna sams konar
þjófnaða, scm hann framdi áður
en hann fór f dómsafplánun á
Litla-Hrauni fyrir hálfu ári.
Pilturinn var látinn laus af
Litla-Hrauni 12. júni sl. Var hann
sfðan handtekinn 27. júní og hafði
þá verið frjáls ferða sinna í hálf-
an mánuð. Við yfirheyrslur viður-
kenndi hann þjófnað á meira eða
minna af peningum úr sjö fbúðar-
húsum og félagi hans, sem líka
hefur komið oft við sögu
hjá rannsóknarlögregiunni,
játaði að hafa verið
samstarfsmaður hans í fimm
þessara innbrotsþjöfnaða. Auk
þess viðurkenndu þeir að
hafa gert margar tilraunir án
árangurs til að komast inn í hús
að stela og einnig að hafa komizt
inn i fbúðarhús en ekki fundið
þar neina peninga.
Pilturinn, scm fleiri þjófnaöi
hafði framið, hefur stundað þessa
iðju nær óslitið í 3—4 ár og hefur
rannsóknarlögreglan upplýst
marga tugi þjófnaða hans. Var
þannig t.d. frá því skýrt í Morgun-
blaðinu sumarið 1972 að pilturinn
hefði á einu og hálfu ári þar á
undan stolið peningum úr íbúðum
sem nam um einni milljón króna,
að því er skjalfcst var, en grunur
lék á að upphæðin hefði verið
talsvert hærri. Pilturinn hefur
síðan setið í varðhaldi og í fang-
elsi oftar en einu sinni, en jafnan
tekið upp fyrri iðju á ný, er hann
var látinn laus. Samkvæmt upp-
lýsingum rannsóknarlögreglu-
mannsins, sem hefur haft rann-
sókn síðustu þjófnaða hans með
höndum, hefur pilturinn aldrei
greitt^ neinar skaðabætur fyrir
það tjön sem hann hefur valdið
eða skilað neinum af þeim verð-
mætum, sem hann hefur stolið, en
það hafa nær eingöngu verið pen-
ingar.
Pilturinn hefur verið úr-
skurðaður í 15 daga gæzluvarð-
hald meðan á rannsókn mála hans
stendur.
Ljósm. Mbl.: Brynjólfur
SKUTURNAR — eru margar hverjar fallegustu fley, sem sjást á sjó. Sú, sem við
sjáum hér á myndinni, er í eigu Englendings, en hefur nokkra síðustu mánuði
verið í viðgerð í Bátalóni í Hafnarfirði. Þessi skúta hefúr gert víðreist, því að
henni hefur verið siglt a.m.k. tvisvar sinnum kringum hnöttinn.
Mesti bjart-
sýnismaður
landsins?
UM miðjan dag í gær var verið
að flytja afbrotamann í Hegn-
ingarhúsið við Skólavörðustíg
og annaðist það verk ungur
laganemi, sem starfar sem boð-
unarmaður hjá rannsóknarlög-
reglunni og Sakadómi Reykja-
vikur í sumar. Er komið var að
húsinu, notaði fanginn tæki-
færið, er hann var að stíga út
úr bi.freiðinni, og tók á rás upp
Skólavörðustíginn og beygði
fyrir næsta horn. En hann
komst ekki langt í það skiptið,
því að boðunarmaðurinn var
enginn annar en sprettharð-
asti maður Islands, Bjarni
Stefánsson, sem hefur verið ó-
sigrandi i spretthlaupum á
frjálsiþróttamótum hér á landi
undanfarin ár. — Var ekki
nema von að rannsóknarlög-
reglumenn hefðu á orði i sam-
bandi við þessa flóttatilraun,
að fanginn væri mesti bjart-
sýnismaður landsins!
Hægt að greiða 3,90 krónur
fyrir kílóið af loðnunni
Fituinnihaldið 18% á móti 4% í spærlingi
4% fitu
NOKKUÐ hefur verið rætt um
fyrirhugaða loðnuveiði fyrir
Norðurlandi á þessu sumri og f
framtfðinni, en margir af kunn-
ustu skipstjórum landsins og
færustu fiskifræðingar okkar
telja fullvíst að ná megi einhverj-
um árangri með þvf að veiða loðn-
una þar f nót eða flotvörpu. Menn
hafa hinsvegar verið hræddir við
að leggja út f þessar veiðar f sum-
ar vegna hins lága verðs, sem
ákveðið var á spærlingi á dögun-
um og hins lága mjöl- og lýsis-
verðs á heimsmörkuðunum um
þessar mundir. Morgunblaðið
hefur nú aflað sér upplýsinga um
það, að hægt verði að greiða
a.m.k. 3.80—3,90 fyrir hvert kg.
til skipta af Norðurlandsloðnu,
þar sem hún er mjög feit yfir
sumartfmann, um 18%, en verð-
ákvarðanir á bræðslufiski hafa
svo til eingöngu byggzt á lýsis-
verðinu að undanförnu, þar sem
mjölframleiðslan hefur ekkert
gefið af sér. Hið lága verð á spær-
lingi á t.d. rætur sfnar að rekja til
þess, að fiskurinn er nú mjög
magur eða með rétt um
innihald.
Morgunblaðið var upplýst um
það í gær, að almennt mætti draga
3—4% frá af fituinnihaldi fisks
þegar verðákvörðun væri tekin.
Um þessar mundir seldist lýsis-
tonnið á 300 dollara. Það þýddi að
hvert lýsisnýtingarprósent úr
kílói gæti gefið 30 aura i hráefnis-
verð og ef hægt væri að reikna
með 15% lýsisnýtingu úr norð-
lenzku loðnunni, þá gætu verk-
smiðjurnar borgað samtals 4,50
kr. fyrir kilóið, sem teljast yrði
sæmilegt. Af þessum 4,50 krónum
færi svo 15% í stofnfjársjóð,
þannig að skiptaverðið yrði um
kr. 3,90 pr. kg. Þvi miður væri
mjölverðið nú þannig, að það gæfi
ekkert af sér, og því ekki hægt að
taka neina verðviðmiðun af því.
Ekki mætti heldur gleyma því, að
verð á makríl, sem færi i bræðslu
á íslandi, væri nú ákveðið kr. 4,60
fyrir hvert kg en hann væri um
17% feitur og gæfi auk þess mun
meira mjöl af sér en loðnan.
Björn Dagbjartsson forstjóri
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar-
ins tjáði Morgunblaðinu, að fitu-
mæling, sem gerð hefði verið á
loðnu norðanlands árið 1972,
hefði sýnt að hún var þá með 18%
fituinnihald og mæling frá þvi 12.
september það ár sýndi hana 17%
feita. Hér hafi verið um ókyn-
þroska loðnu að ræða. Yfir vetrar-
tímann væri ekki hægt að segja
það sama um fituinnihald loðn-
unnar. Oftast nær væri hún
12—13% feit þegar hún kæmi
upp að landinu og síðan dytti fitu-
innihaldið niður í 4—5% eftir þvi
sem hún gengi vestar með land-
inu og í lok veiðitímans er fitu-
innihaldið sáralítið og þar af leið-
Framhald á bls. 26
Lögbannsatriðin
1 Sverris þætti
NOKKUR umræða hefur verió
manna á meöal um viðtalsþáttinn
„Maður er nefndur Sverrir Krist-
jánsson" og hvaða hluta hans hafi
verið reynt að fá niðurfellda með
dómi. 1 dómi Hæs'taréttar i mál-
inu, sem höfðað var til staðfest-
ingar á lögbanni við sýningu þátt-
arins, er svo greint frá dómkröf-
um dætra Arna heitins Pálssonar,
sem stóðu fyrir lögbanninu:
Stórfelld landgræðsla hefst
á Hólmsheiði í þessari viku
Veitir 60—70 manns atvinnu
„REYKJAVlKURBORG hefur
tekið upp samvinnu við landbún-
aðarráðherra, landgræðslu ríkis-
ins og skógræktina um að 400 ha
lands á Hólmsheiði verði girtir
nú á þessu sumri, rofabörð stung-
in niður og í þau sáð, og að öðru
leyti verði reynt að snúa hinni
uggvænlegu þróun við. 4 þvi
starfi, eins og reyndar i Heið-
mörk, verður unnt að sameina
tvennt, ungt fólk f borginni fær
atvinnu við holl ræktunarstörf og
landið grætt upp. Þetta starf byrj-
ar nú f þessari viku.“ Þessi um-
mæli hafði borgarstjóri Birgir
Isl. Gunnarsson á afmælishátfð
Heiðmerkur sl. sunnudag, þar
sem hann sagði að hin góða
reynsla f Hciðmörk ætti að verða
okkur hvatning til að huga á sama
hátt að flciri svæðum í nágrenni
Reykjavíkur.
Undanfarið hefur verið unnið
að því að koma þessu mikla verk-
efni í gang. Umhverfismálaráð
borgarinnar lét Ingva Þorsteins-
son, magister, gera gróðurúttekt á
landi Reykjavíkur og jörðum í
eigu borgarinnar. Kom þá í ljós að
viðtæk gróðureyðing á sér stað og
Hólmsheiði er svo illa farin að þar
stefnir að gróðurauðn, ef ekki
verður gripið í taumana. Borgar-
verkfræðingur hefur að undan-
förnu unnið að áætlun um að
girða um 400 ha. lands á Hólms-
Framhald á bls. 5.
„Dómkröfur aðaláfrýjenda eru
þessar:
Aðallega, að dæmt verði óheim-
ilt að sýna í sjónvarpi þann hluta
viðtalsþáttar Péturs Péturssonar
við Sverri Kristjánsson, er sýna
átti 2. nóvember 1973, þar sem
fjallað er um föður þeirra, Árna
Pálsson prófessor.
Til vara, að dæmt verði óheim-
ilt að sýna í sjónvarpi þann hluta
nefnds viðtals, sem hefst áorðun-
um „Jú, hann kom sumarið eða
vorið 1937...“ og lýkur með orð-
unum „. .. þegar við förum að
keppa um prófessoratið eftir
Arna Pálsson.“
Til þrautavara, að dæmt verði
óheimilt að sýna í sjónvarpi þann
hluta nefnds viðtals, sem hefst á
oröunum: „Og þeir höfðu víst
vandrað...“ og lýkur með orðun-
um „... þegar við förum að keppa
um prófessoratið eftir Árna Páls-
son.“
Enn til vara, að dæmt verði
óheimilt að sýna i þættinum
mynd af Arna heitnum Pálssyni
prófessor eftir Örlyg Sigurðsson
Iistmálara.“
Hæstiréttur staðfesti i málinu
niðurstöðu héraðsdóms um að
ekki yrði talið að rök lægju til
þess að banna sýningu á þættin-
um. ,