Morgunblaðið - 02.07.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.07.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLI 1975 21 félk í fréttum ' ■ : -V: o + Ég cr sjálfstæð manngerð, kæri niig ekki um að neinn eigi mig og trúi ekki á hjónabandið. Það hlýtur að vera erfitt fyrir, menn að elska mig. Að búa með mér. Ég er kröfuhörð við karl- mennina í lffi mfnu. „Þetta sagði franska leikkonan Catherine Deneuve f viðtali við „Sunday Express“. Hún hefur aldrei háft neina fordóma og það var litið á hana sem svarta sauðinn í fjölskyldunni. „Fólk les um mig og myndar sér skoð- un um mig. Oft er það rétt. En innst inni er ég feimin, hrein og bein og heiðarleg." Enski Ijósmyndarinn David Bailey giftist henni og hann segir um hana að hún hafi skap eins og Ferrari. Roger Vadim, sá sem kom henni í kynni við kvik- myndahciminn og var faðir barns hennar, Christians, scm nú er orðinn 11 ára segir í ævisögu sinni (sem er að vfsu ekki komin út) að mjög auðvelt hafi verið að reita Catherine til reiði. Leikarinn Marcello Mastroianni, sá sem hún bjó með f þrjú ár, segir að hún sé viljasterk og fái yfirleitt vilja sínum framgent. Samband þeirra hékk oft á bláþræði nema um það leyti sem dóttir þeirra Chiara. sem nú er tveggja ára, fæddist. „Ég spurði hana hvort hún vildi eignast barn. Já sagði hún. Og þar sem við vorum sama sinnis, eignuðumst við Chiöru," sagði Mastroianni. + Birgit Nilsson, sænska óperusöngkonan, er sú launahæsta á lista óperu- söngvaranna. Hún krefst þess að fá 37.000 sænskar kr. fyrir að koma fram, Joan Sutherland fylgir henni fast eftir með 33.500 kr. + Justin De Villeneuve, sá sem uppgötvaði Twiggy, gifti sig nýlega f London. Sú lukkulega er Ijósmynda- fyrirsæta Jan Ward. Hann hélt upp á daginn með að bjóða litlu símanúmerbók- ina sína — sem hefur að innihalda númer vinsælustu stúlkna borgarinnar — til sölu. + Birgitta Bardot, baðar sig topplaus við St. Tropez. Vinur hennar Jean Blaise, er þar nærstaddur til þess að þurrka hana og reka nær- göngula Ijósmyndara í burtu. + Muhammad Ali, meistari allra meistara, hefur nú sýnt það og sannað svo að ekki verður um villst með sigrinum yfir Bugner að hann er enn f toppformi. A blaðamanna-fundi sem hald- inn var nýlega á Malaysiu talaði hann Oxford-ensku til þess eins að strfða keppi- naut sínum, Bugner. + Charles prins virðist ætla að verða eitthvert stórstirni f sjónvarpinu. Núna undir- býr hann af kappi þátttöku sína í fimm sjónvarpsþátt- um, þar af er 26 mínútna þáttur um hann sjálfan. + Heyrzt hefur að til greina komi Jimmy Page, núver- andi gítarleikari hljóm- sveitarinnar Led Zeppelin, hafi á döfinni að gerast gftarleikari f Rolling Stones. + Þegar Pia Dagermark kemur aftur til Svfþjóðar f sumar til þess að leika f mynd sem sá stjórnar, er gerði hana fræga í myndinni Elvira Madigan, eða leikstjórinn Bo Widerberg, kemur eiginmaður hennar Pier Camminneci, með henni. Hann er einmitt annar framleiðandi myndarinnar. „Eg hlakka mikið til að starfa með Bo aftur, en ánægðust er ég samt með að Pier hefur sam- þykkt að ég leiki f „Victoriu" Knut Hamsuns, sagði Pia. Hún og ciginmaður hennar ákváðu fyrir ári sfðan að fara sitt f hvora áttina f smá tíma. Þá höfðu þau verið gift í tvö ár og eiga þau einn son, Caesar, sem nú er þriggja ára. „Ég hafði alltaf verið of ósjálfstæð, svo að þegar ég byrjaði á því að hafa mfnar eigin skoðanir á hlutun- um, skyldi Pier mig alls ekki. Hann hélt að ég mótmælti hon- um bara til þess að vera á annarri skoðun. Áður en Pier Caminneci giftist Piu, var hann þckktur „playboy". Hann hafði þénað stórfé á að flytja út bandarfskar myndir. En eftir að hann gekk í hjónband hcfur hann snúið sér að því að leigja út myndir f Italíu. Þegar hann las handritið að Victoriu, leizt honum svo vel á það og var strax viss um að það væri örugg fjárfesting, og jafnframt fékk hann því komið fram að hann var ráðinn til að „hjálpa við leikstjórnina". Afmæliskveðj a til Maríu Markan 26. júní 1975 Frá Hugrúnu Heill sé þér María Markan á merkisskeiði. Hann sem öHu er æðri þig áfram leiði. Hann hefur gáfu þér gefið sem gleði vekur. Fjársjóð er andann fær auðgað og ánauð hrekur. Ómældur gleðinnar gjafi gullhörpusláttur. Töfrandi tónanna flóðið tign og máttur. Meðan þú ung varst að árum ættjörð þína kynntir, og Ijós þinnar listar /éstu skína. Sveifstu á vorsins vængjum um vegu langa. Buðu þér bjartar verur um borð að ganga í farkost, er frægðin stýrir fögur drottning. Barst þú að barmi hennar í bljúgri lotning. Sönglist, gæfunnar gyðja gleður og kætir. Hrekur burt skugga og skúrir skaphöfn bætir. Þökk sé þér María Markan, merkið berðu hátt, fyrir þjóðina þína þörfina sérðu. Röddin þín hátt mun hljóma í heiðu veldi. Þótt minnki um afrek og orku á ævikveldi. Um Ijósvakans öldur hún líður sem Ijúfur draumur. Þótt geysi fram ókomnu árin sem ólgustraumur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.