Morgunblaðið - 02.07.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.07.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JULÍ 1975 17 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar | Akranes Til sölu lóð undir einbýlishús á Akranesi ásamt teikningu og ýmsu byggingarefni. Uppl. i síma 93-1 457. Til sölu Honda 50 SS litið keyrð. Árg. 1974. Uppl. i sima 99-561 3. Traktor 65 hestafla til sölu, er með ámoksturstækjum. Mjög litið keyrður. Simi 94-8143 eftir kl. 7 á kvöldin. Til sölu Ford 400 tvívirk ámoksturs- tæki, ný iðnaðardekk. BMC diesel vél tilvalin fyrir jeppa. 10 hjóla DMC m. spili og bómu. Snygill ca. 2 m + T drif. Jarðoliubrennari. Simi 19842. Verzlið ódýrt Fumarpeysur kr. 1-000.— Síðbuxur frá 1000.— Denim jakkar 1000.— Sumarkjólar frá 2900.— Sumarkápur 5100,— Verðlistinn, Laugarnesvegi 82. Frimerkjasafnarar Sel íslenzk frimerki og FCD- útgáfur á lágu verði. Einnig erlend frimerki og heil söfn.-. Jón H. Magnússon, pósthófl 337, Reykjavik, Gróðurmold Heimkeyrð gróðurmold til sölu. Upplýsingar alla virka daga. Bifreiðaverkstæðið Kambur, Hafnarbraut 10, sími 43922. Fjölritari Nýlegur Rex-Rotary fjölritari til sölu. Tegund 1050 Al sjálfvirkur. Til afhendingar strax Upplýsingar i sim 96- 21770. Mjög gott 100 fm iðnaðar- og/eða lag- erhúsnæði til leigu. Upplýsingar i sima 82274 og 82420. Keflavik — Njarðvík 4ra herb. ibúð til sölu. Hag- stætt verð og greiðsluskilmál- ar. Fasteignasalan Hafnargötu 27 Keflavík, simi 1420. Leiguhúsnæði Óska eftir að taka á leigu 3ja—4ra herb. ibúð, helst i Vesturbænum. Uppl. i síma 18851. Ytri-Njarðvík Til sölu nýleg 3ja herb. Ibúð í fjölbýlishúsi. Sérinngangur. Stórar svalir. Góð teppi. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavík, simar 1 263 og 2890. atvinna Kona óskar eftir starfa hluta úr degi. Upplýsingar i sima 34214. Óska eftir ráðskonu 25—34 ára á búgarð i Marnardal i Noregi. Þarf helzt að tala eitthvert norðurlanda- mál. Edvart Birkeland, 4334 Marnardal, pr. Mandal, Norge. biiaf Volvo 142 '71 sjálfskiptur til sölu Upplýsingar i sima 36245 eftir kl. 4. Til sölu Datsun diesel árg. 1971. Simi 35004. Forráðamenn fásteigna Önnumst hvers konar við- gerðir á húsum, þó aðallega þakviðgerðir og spurnguvið- gerðir. Höfum allan útbúnað til vinnu við háhýsi. Leitið tilboða. Simi 40258. Hjálp — Hjálp Tek að mér að annast gamalt fólk um stuttan tíma. Hef unnið á sjúkrahúsi og elliheimili. Vinsamlega hring- ið í síma 53697 eftir kl. 5 á daginn. Steypum heimskeyrslur og bilastæði. Leggjum gagn- stéttir, girðum lóðir o.fl. Upplýsingar í sima 74775. Keflavík Annast allar almennar bila- viðgerðir. Einnig réttingar og ryðvörn. Bilaverkstæðið, Dvergasteini, Bergi simi 1458. bátar Til sölu 2ja tonna trilla. Ný uppgerð. Upplýsingar i sima 50625, eftir kl. 7 á kvöldin. Frikirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Sumarferð safnaðarins verð- ur farin sunnudaginn 6. júli. Ekið verður nýjar leiðir i Borgarnes og um Borgar- fjörðinn. Farmiðar seldir i Verzl. Brynju til fimmtudags- vköld. Uppl. i simum 23944, 15520, 36675 og 30729. Ferðanefndin. Knattspyrnudeild Vals Æfingatafla sumarið 1975. 2. flokkur mánud. kl. 20.00—21.30 miðv.d. kl.19.30—21.00 fimmtud. kl. 20.00—21.30 3. flokkur mánud. kl. 19.30—20.30 fimmtud kl. 19.30—20.30 föstud. kl. 1 9.00—20.30 . 4. flokkur þriðjud. kl. 19.00—21.00 miðv.d. kl. 17.30—19.00 föstud. kl. 17.30—19.00 5. flokkur mánud. kl. 17.30—19.30 þriðjud. kl. 17.30—19.30 fimmtud. kl. 17.30—19.30 Fálkarnir þriðjud. kl. 20.00—21.00 fimmtud. kl. 18.30—20.00 Mætið stundvislega Stjórnin. UTIVISTARFERÐIR Miðvikudaginn 2.7. kl. 20. Langihryggur í Esju. Farar- stjóri Jón I. Bjarnason. Verð 500 kr. Útivist. II UTIVISTARFERÐIR Föstudaginn 4.7. kl. 20 Goðaland (Þórsmörk). Farar- stjóri Jón I. Bjarnason. Verð 3.800 kr. Utvist, Lækjargötu 6, Simi 14606. Hörgshlíð 12 Almenn samkoma — boðun fagnaðarerindisins i kvöld, miðvikudag kl. 8. Föstudagur kl. 20.00 Þórsmörk. Landmannalaugar, Kerlingarfjöll — Hvitárnes. Laugardagur. Kl. 8.00 Hvannalindir — Kverkfjöll, (9 dagar). Kl. 8.30 Fimmvörðuháls — Þórs- mörk, Farmiðar á skrifstofunni. Ferðafélag íslands, Öldugötu 3, simar: 19533 — 1 1 798. Miðvikudagskvöldið 2. júli verður gengið um Óbrynnis- hóla og Gvendarselshæð, suðvestur af Helgafelli. Verð 400 krónur. Farið frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 20.00. 3 —7. júli. Skaftafell — Öræfajökull. Farmiðar á skrifstofunni. Ferðafélag (slands, Öldugötu 3, simar 19533 — 1 1 798. Stykkishólmskonur Helgarferð til Stykkishólms 5.—6. júlí. Lagt af stað frá Umferarsmið- stöðinni kl. 9 f.h. á laugar- dag. Tilkynnið þátttöku i sim- um 16213 og 10524 fyrir fimmtudagskvöld. Ferðanefnd. Oddur A. Sigurjónsson: Bókstafurinn og andinn Þverstæður Mér er engin launung á, að ég varð óánægður fyrir hönd Gylfa Þ. Gfslasonar vegna orðsendingar- innar, sem hann sendi mér f síð- asta laugardagsblaði Alþýðu- blaðsins. Ég hef alltaf talið það einstak- lega misheppnað, þegar menn eru að berjast við sjálfa sig i kross- ferðaherklæðum. Séra Heimir Steinsson f Skál- holti hefur nú um hrið hamrað á þvi, að ef menn vildu eignast hinn „hreina tón“ þ.e. trúna hreina, þyrfti sá vegur að liggja yfir þrengingar hins kalda klaka í mannlífinu, sem annars væri autt og tómt og tilgangslaust. Baráttan við andatrú og annað kukl sýnist mér svo hafa verið, af hans hálfu, rekin á sama hátt og trúarof- stækismenn fyrri alda væru þar komnir fram á sviðið á ný og ekki neitt i endurbættri útgáfu. Astæðan til þess, að mér fannst vel hlýða að hnippa í Gylfa var ofur einföld. maður, sem i sannleika trúir á og aðhyllist tómhyggju klakaveg- ferðarinnar sem hinn eina sálu- Ál-námskeið á ísafirði Evrópuviðskipti hf., umboðs- menn sænska fyrirtækisins Granges Aluminium, hafa á und- anförnum tveim árum haldið námskeið og kynningarfundi víða um land, þar.sem byggingamönn- hjálplega veg, skuli hafa um ára- tugi verið að basla við að forða mannfólkinu frá svo nauðsynlegri (?) eyðimerkurgöngu, með þvi að auka á tímanlega veiferð fólksins. I mínum augum er þetta alger og ósættanleg þverstæða við „hið eina nauðsynlega"! Ég er fús til að játa, að ég er ekki hagfræðing- ur, nema siður sé. En þó ekki svo gjörsneyddur þeirri kunnáttu, að sjá það ekki nokkuð ljóslega, að okkar skammvinna jarðvist hlýt- ur að skipta ákaflega litlu máli borið saman við alla eilífðina. Þetta er nú málið í hnotskurn. Mér er það ráðgáta, hvernig hægt er að sleppa með ósviðnar fjaðrir frá þvi að trúa staðfastlega á eitt og túlka svo hið gagnstæða. Það hlýtur að vera örðug sálar- styrjöld, nema það komi nú upp á diskinn, að unnt sé að þjóna tveimur herrum af fullkominni hollustu! Fram að þessu hefur það ekki verið talið álitlegt. Ekki skal ég deila um það, hvorki við Gylfa Þ. Gíslason né nokkurn annan, hvort ég aðhyllist „grautartrú". Það skiptir að mínu mati ákaflega litlu máli hver um hefur gefist kostur á að fræð- ast um framleiðslu og eiginleika áls til notkunar I byggingariðnaði. Er þetta gert með fyrirlestrum, litskyggnum og kvikmyndum. Nú er fyrirhugað að halda eitt slikt námskeið á ísafirði nk. fimmtu- dagskvöld. Er þetta gert í sam- vinnu við Byggingavöruverzlun Jóns Fr. Einarssonar, Bolunga- vík, og geta menn á staðnum haft samband við hana. nafngift er trúnni valin. Að sjálf- sögðu hefi ég aldrei álitið mér fært að ráða rúnir alheimsgát- unnar, og raunar tel ég herða- breidd og húfunúmer Guðs al- máttugs vera algjört aukaatriði. Hitt er stærra atriði, ef trúmál eru notuð til þess að hrella, rugla, jafnvel ofsækja, þótt í orðum sé, þá sem eru leitandi, en ekki máske sannfærðir, um, hversu langt muni vera upp í pilsfald guðdómsins. Að sjálfsögðu má það vera dýr- mætt fyrir þá sem eru uppfrædd- ir og hafa öðlazt allan sann- leikann hjá einhverjum Friðriki. En af öllum, dauðlegum mönnum, sem ég hefi haft spurnir af, er páfinn í Róm sá eini, sem gerir svo harða kröfu til áhangenda sinna, að þeir trúi þvi, að af hans munni geti ekki flotið nema sann- leikur! Deilt er svo um það hjá öðrum, hvað haldbær sannleikur hans er. Trúlega er lifsreglan „leitið og þér munuð finna“ enn í fullu gildi. Af þeim orsökum er einnig líklegt, að þeim, sem hafa verið spöruð sporin við þá leit, með því að vera „innrætt" í föðurhúsum hver allur sannleikurinn væri, hljóti að finnast þeir standa i borg. Hvort þessi innræting hefur svo borið annan árangur en þann, að geta barið sér á brjóst og þakkað fyrir að vera ekki eins og aðrir bersyndugir menn, má liggja miili hluta. Það kann að vera nokkurs virði. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa, er eitt af fyrirheitunum. Það kann að vera harðsvíruð efa- hyggja hjá mér að láta mér detta I hug, að „innrætingarsannleikur" fenginn í blárri bernsku þurfi ekki endilega að uppfylla frelsis- hugtakið. Mér er í grun, að búsmali, sem er bundinn á sama klafann árum saman, og frá upp- hafi finni ekki svo mikið til hlekkjanna. Samt eru þeir staðreynd, sem ekki verður fram- hjá gengið. Orki svo þessi klafa- binding þannig að fylla menn hroka gagnvart meðbræðrunum, leikur vafi á hversu eftirsóknar- vert sé, að minu mati. Hvað sem öðru líður, kann að vera mikill sannleikur fólginn i hinu fornkveðna: Bókstafurinn deyðir, en andinn lifgar. 30/6 Oddur A Sigurjónsson — Minning Guðlaugur Framhald af bls. 18 Eignuðust þau einn son, Pétur Jóhannes. I Reykjavfk var aðalstarf Guðlaugs trésmíði fram eftir árum, en þá iðn hafði hann lært. Stundaði hann smiðar á tímabili sjálfstætt. Hin síðari ár var hann húsvörður hjá Aimennum Trygg- ingum í Pósthússtræti, en siðast starfaði hann hjá Loftleiðum. Guðlaugur átti sín áhugamál i tómstundum i ríkum mæli. Ber þar hæst kristilega starfið, sem segja má að hafi verið mál mál- anna hjá honum og sérstakur þáttur í lífi hans. Fyrir um það bil fjörutíu og sex árum öðlaðist hann „lykilinn að Drottins náð“, og eignaðist hina lifandi trú á Jesúm Krist. Eftir það vann hann kristiiegum trúfélögum mikið og ómælt starf og stóð að og aðstoð- aði oft við opinberar samkomur og boðaði fagnaðarerindið. Sér- staklega var hann virkur þátt- takandi í starfi Heimatrúboðsins i mörg ár. Hygg ég það hafi verið dýrmætar helgar stundir i lifi hans, stundir sem hann óskaði aö aðrir mættu einnig verða aðnjót- andi. Eg tel að Guðlaugur hafi í eftir- farandi bænarversi fundið það svar, sem var honum leiðarljós á vegi lífsins og entist honum hér i heimi: 0, fief mí*r krafl at> fii'a’Oa fát'in sár, ORKerrtu bjaii oj» hruiul isálu minni svo verdi hún krislals-la*r seni harnsins (ár ok (inclri i lienni Ijónii af liálinn þinni. Guðlaugur var léttur í lund og var þeim góða eiginleika gæddur að hafa skapbætandi áhrif á þá sem hann umgekkst. Hann var einstaklega tryggur vinur. frábærlega greiðvikinn og hjálp- legur. Ég kveð móðurbróður minn með virðingu og þakklátum huga og efa ég ekki að heimkoman til „ljóssins" varð björt og fögur. „þvi eins og þú sáir, eins munt þú og uppskera." Við hér á Öldugötu 9 sondutv. Elsu og Pétri innilegar samúðar kveðjur svo og öðrum námr.r. vandamönnum og biðjum þo'.-.v. blessunar. Far þú i friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu hjartans þökk fyr.r .. og allt. MaiTa (!ut>«adóttu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.