Morgunblaðið - 02.07.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.07.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLI 1975 t Bróðir okkar, JÓN PÉTUR JÓNSSON. andaðist á Landspitalanum 30 júni. Sólveig Jónsdóttir, Sigurður Jónsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar BALDUR KRISTIANSEN Pípulagningameistari Njálsgötu 29, Reykjavík andaðist að heimili sínu mánud. 30. júní. Steinunn G. Kristiansen og börn. Bróðir minn. t AXEL V. MÖLLER, yfirlæknir, Höjagervej 3, Hjörring, andaðist 20. júnl sl f.h. ættingja. Inger Helgason. Útför UNNAR INGIBERGSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3 júli kl 1.30. Óskar J. Magnússon Marteinn M. Skaftfells. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR Þ. GUÐJÓNSSON, Sólvallagötu 11, Keflavik, andaðist að Borgarspitalanum aðfaranótt 1. júlí. Guðmunda Guðmundsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Eirikur Hjartarson, Helga Þóra Eiríksdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, ÞORGILS GUÐMUNDSSON iþróttakennari verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. júli kl 1 5.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð íþróttamanna hjá skrifstofu fþróttasambands fslands, Reykjavik. Óttar Þorgilsson Erla Hannesdóttir Birgir Þorgilsson Ragnheiður Gröndal Þorgilsson Sigrún Þ. Mathíesen MatthiasÁ. Mathiesen t Innilegar þakkir færi ég þeim, er sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins mins, MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR, Laugavegi 76. Sigriður Pétursdóttir, t Þökkum innilega fyrir samúð og einlæga vináttu við andlát og jarðarför hjartkærs eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, ÁSGEIRS ÁSGEIRSSONAR kaupmanns, Hjallabrekku 2, Kópavogi. Gróa Sigurjónsdóttir, Áslaug Dis Ásgeirsdóttir Sigrún Ásgeirsdóttir, Ásgeir Már Ásgeirsson, Ólafía Ásgeirsdóttir, Valgerður Ásgeirsdóttir, Snorri Ásgeirsson, Ómar Ólafsson og dóttursynir. Minnina: Ólína Ólafsdóttir frá Staðarhrauni F.9. okt. 1885. D. 17. júní 1975. Kynni mín af Olínu Ölafsdóttur hófust er ók var drengur í sumar- dvöl á Svarfhól í StafholtstunKum árin 1917 og 1918. Þá var hún innanbúðar í Reykjavík en var á Svarfhóli á sumrin. Það var einn af mörgum kostum Olfnar hve börn og unglingar hændust að henni. Ef hún óskaði einhvers eða bað okkur krakkana að gera eitthvað, þá var það okkur einlæg ánægja aö gera svo sem hún bað um.T.d. ef átti að fara að strokka smjör, sem var eitt leiðin- legasta verk, er við unnum, þá var þaö hið ánægjulegasta, ef hún bað okkur um það, Enda launaði hún þaö alltaf með flatköku og ný- strokkuðu smjöri. Þau voru þá að draga sig saman, Hafiiði Sveinsson og hún, og þau giftu sig árið 1921. Það leizt mörg- um illa á það, að ung stúlka úr Reykjavík gæti tekiö að sér hús- móðurstörf í sveit, en það fór á annan veg. Þau byrjuóu búskap á Ölvaldsstööum f Borgarhreppi, en bjuggu síöan á Haugum f Staf- holtstungum, unz þau fluttust að Staöarhrauni í Hraunhreppi árið 1928, en þar bjuggu þau í 41 ár og jafnan kennd við þann stað. Eg hefi ekki fyrir hitt á sveita- heimilum meiri þrifnað og myndarskap en hjá þeim hjónum. Hafliði var alltaf að, og hún gat unniö mörg verk samtímis. Sam- búð þeirra var innileg og sam- stillt. Það var sama hvenær komið var að Staöarhrauni, allt var hvft- þvegið út úr dyrum, og veitingar og alúö umfram það, sem almennt gerist á gestrisnum heimilum. Þau hjónin eignuðust engin börn, en þö var jafnan mikið tim börn hjá þeim á sumri hverju, og einn dreng ólu þau upp að mestu t Eiginkona mín og móðir okkar, SVAVA KRISTINSDÓTTIR, Snorrabraut 35, lézt 30. júní 1 975. Bjarni Elíasson og börn. t Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát móður minnar, tengdamóður og ömmu ÞÓRUNNAR KARITASAR INGIMUNDARDÓTTUR, Vallarbraut 8 Oddrún Guðmundsdóttir, Grétar Þorvaldsson og barnabörn. leyti, en það er Haraldur Olafsson Iektor og hefur hann reynzt þeim mikil stoð, þó aldur færðist yfir þau. Öll þau mörgu börn, sem urðu þess aðnjótandi að öðlast sumardvöl að Staðarhrauni, hafa orðið hín mannvænlegustu og nýt- ir þjóðfélagsþegnar enda höfðu þau hjónin sérstakt lag á börnum og uppeldi þeirra þar reyndar hið bezta veganesti. Auk samverunnar á Svarfhóli minnist ég ásamt konu minni margra ánægjustunda á heimili þeirra hjóna. Þar var alltaf gott að koma, hvort heldur var stutta stund eða um lengri tíma. Arið 1969 brugðu þau hjónin búi, enda þá aðeins tvö á heimilinu, og fluttust til Reykja- víkur og bjuggu æ síöan á EIIi- og hjúkrunarheimilinu Grund undir góðri handleiðslu góðs vinar og kunningja, Karl Sig. Jónassonar læknis, en þá hafði Hafliði misst sjónina. Það munu margir, er þekktu þau hjón, minnast Ölínu með hlýj- um hug og erum við ein þeirra, og sár söknuður að fráfalli hennar, þótt mestur sé harmur kveðinn eftirlifandi manni hennar, Hafliða sem, þótt blindur væri um mörg ár, finnur það bezt nú við fráfall hennar, að hann hefur misst sjónina. Hafliði minn, góði, gamli vinur. Sorj'in er sár, en svo kemur ,rs(un(iín“, |)á j'leymast erfið ár við endurfundinn. Þú, sem átt vonina að vin, þarft engu að kviða. Hún Ölína mun vera f návist þinni og annast þig eftir beztu getu eins og fyrr, þótt þú verðir þess ef til vill ekki var. Það en kannske fyrirsjá for- sjónarinnar, að hún fór á undan þér til þess að taka á móti þér, þegar sú stund rennur upp, að þú færð aftur sýn. Þótt árin líði þá er stundin stutt til þess tíma á mæli- kvarða eilífðarinnar. Við, sem ykkur þekktum óskum Ölínu Guðs blessunar og friðar, og vottum þér, Hafliði, okkar inni- legustu samúð. Björn G. Björnsson. Guðlaugur Sigurðsson trésmiður — Minning Fæddur 28. marz 1901 Dáinn 22. júní 1975 Á sumarsólstöðudaginn 22. júní sl. Iézt á Landakotsspítala Guð- laugur Sigurðsson trésmiður, Ás- vallagötu 15 Reykjavík, 74 ára að aldri. I fáum fátæklegum orðum vil ég minnast hans og geta nokkurra atriða ævi hans. Er mér þá efst í huga þakklæti, — þakklæti fyrir áratuga frábæra vináttu og kær- leika til mín og mfns heimilis, vináttu sem aldrei bar skugga á, en var sífellt fersk og hrein. Guðlaugur var fæddur 28. marz árið 1901 að Lambhúshólskoti f Vestur-Eyjafjallahreppi I Rangár- vallasýslu. Foreldrar hans voru Guðbjörg, fædd 30. ágúst 1874 á Sperðli f Vestur-Landeyjum, Guðlaugsdóttir bónda á Sperðli, f. 15. júlí 1832, Jónssonar bónda þar, f. 23. marz 1795, Jónssonar yngra í Mýrarholti á Kjalarnesi, f. um 1759, Vilhjálmssonar bónda í Arnarholti á Kjalarnesi, f. um 1718, d. 1785. Faðir Guðlaugs var Sigurður, f. 24. júní 1863 (f Lamb- t Þökkum af alhug auðsynda samúð við andlát og útför eigin- manns mlns og föður okkar, EINARS JÓHANNSSONAR, Geithellum, Álftafirði. Layfey Karlsdóttir, börn og tengdabörn. t Maðurinn minn. BJÖRN PÉTURSSON, kaupmaður, Vesturgötu 46 a. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 3. júli kl. 13.30 Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en þeir sem vildu minnast hans er bent á hjartavernd Fjóla Ólafsdóttir. Maðurinn minn, t NÍELS GUÐNASON, Borgarnesi, verður jarðsunginn laugardaginn 5. júlí kl. 1 4.00. Soffia Hallgrímsdóttir. húshól ), Sigurðsson áLambafelli, f. 11. júní 1834, Björnssonar á Raufarfelli, f. 1796, Stefánssonar þar, f. 1772, d. 30. júli 1846. Sín æskuár átti Guðlaugur heima í Eyjaf jallasveit. Hann fluttist ungur til Vestmannaeyja og stundaði þar ýmsa handverks- vinnu. Hann var mikill áhuga- maður við alla vinnu og eftirsótt- ur í störf vegna sérstaks dugnaðar og hagleiks og voru störf hans einkar farsæl. Guðlaugur var tvígiftur. I Vest- mannaeyjum kynntist hann fyrrí konu sinni, Margréti Þorsteins- dóttur frá Argilsstöðum í Hvol- hreppi. Var hún ekkja og 8 barna móðir, öll i bernsku. Yngsti son- urinn Sigurður, sem látinn er fyr- ir nokkrum árum, var kjörsonur Guðlaugs. Þau bjuggu lengst af í Vestmannaeyjum, en fluttust síðan til Reykjavíkur árið 1938 og bjuggu þar, unz Margrét lézt fyrir allmörgum árum. Seinni kona Guðlaugs er Elsa Jóhannesdóttir, ættuð frá Thorshavn í Færeyjum. Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.