Morgunblaðið - 05.07.1975, Blaðsíða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLI 1975
Mao og
Þjóðviljinn
Bersýnilegt er, að
skriffinnar Þjóðviljans
hafa ekki kynnt sér
nægilega vel stefnu og
markmið Maos for-
manns og stjórnar hans í
Peking i alþjóðamálum.
í gær segir Þjóðviljinn: „
. . . stefna Mao i utan-
rikismálum og tilraun
hans til vinsamlegra
samskipta við Vestur-
lönd miða fyrst og
fremst að þvi að ná góð-
um tengslum við EBE-
rikin og ná Vestur-
Evrópurikjunum sem
bandamanni gegn yfir-
gangi beggja risaveld-
anna í austri og vestri.
Markmið Kínverja i ut-
anríkispólitík stefnir í þá
átt, að Sovétríkin og
Bandarikin einangrist.
en Kína, EBE. Japan og
fleiri uppvaxandi veldi
geti breytt núverandi
stöðu."
j þessari tilvitnun i
Þjóðviljanum felst
grundvallar misskilning-
ur. Megináhyggjur Pek-
ingstjórnarinnar vegna
stöðu Kina stafa af hinni
gifurlegu hernaðarupp-
byggingu Sovétrikjanna
i námunda við norður-
landamæri Kina. Þar
stendur nú ein milljón
sovézkra hermanna, grá-
ir fyrir járnum, og skýr-
ingin á því getur ekki
verið nema ein. Þess
vegna var það á árinu
1972, sem Kínverjar
buðu Nixon, þáverandi
Bandarikjaforseta, i
heimsókn til Peking.
Þeir buðu ekki forustu-
mönnum Efnahags-
bandalagsrikjanna eða
Japan af þeirri einföldu
ástæðu, að þeir eru
raunsæismenn og þeim
er Ijóst, að ekkert þess-
ara ríkja hefur hernaðar-
afl til þess að skapa
mótvægi gegn Sovét-
rikjunum. Eina rikið i
heiminum. sem hefur afl
til þess, er Bandarikin.
En jafnhliða vinsamlegri
samskiptum við Banda-
ríkin hafa Kinverjar ber-
sýnilega leitað eftir nán-
ari samskiptum við
NATO-rikin og Efna-
hagsbandalag Evrópu.
Sú viðleitni stefnir öll að
sama marki, að skapa
mótvægi gegn veldi
Sovétrikjanna, en slíkt
mótvægi væri ekki til
staðar, ef það væri rétt
hjá Þjóðviljanum, að
Kinverjar vildu einangra
Bandarikin. Þessu til
viðbótar hefur það að
Mao lekur á móti Marco forseta
Filippseyja í Peking. Marco
hefur verift dyggasti leppur
ltandarikjanna i Sa-Asiu.
sjálfsögðu vakið mikla
eftirtekt i kjölfar falls
Vietnam, Kambódiu og
Laos að Kínverjar hafa á
mjög augljósan hátt gef-
ið I skyn, að þeir teldu
illa farið, ef Bandarikja-
menn drægju sig of
skjótlega til baka frá
öðrum bækistöðvum i
Suðaustur-Asiu, þar sem
það mundi gera Sovét-
rikjunum kleift að ryðj-
ast inn i það tómarúm,
sem á þann veg mundi
skapast.
Heimsókn
Markosar
til Mao
Þessi afstaða Peking-
stjórnarinnar kom mjög
glögglega i Ijós fyrir
nokkru. þegar Markos
forseti Filippseyja fór i
heimsókn til Peking og
átti þar m.a. viðræður
við Mao formann, en i
filefni þeirrar heimsókn-
ar flutti einn af helztu
valdamönnum í Kina
ræðu. sem vakið hefur
heimsathygli, en I þeirri
ræðu lét hann mjög ber-
lega i Ijós þá skoðun, að
óhyggilegt væri að
Bandaríkjamenn drægju
sig með of skjótum
hætti í hlé i Suðaustur-
Asíu. þ. á m. frá bæki-
stöðvum þeirra i Filipps-
eyjum. Afstaða Þjóðvilj-
r.ans í þessum deilum
hinna miklu kommún-
istavelda Sovétríkjanna
og Kína er hins vegar
alveg Ijós. Þjóðviljinn
hefur að sjálfsögðu skip-
að sér mjög eindregið i
fylkingu með Moskvu-
mönnum og sést það
t.d. á meðfylgjandi
mynd og myndatexta,
sem birtist með tilvitnun
þeirri, sem hér var birt
úr Þjóðviljanum í gær,
en myndin sýnir Mao
taka á móti Markos. for-
seta Filippseyja, og i
myndatexta er þess sér-
staklega getið, að Mark-
os hafi verið „dyggasti
leppur Bandarikjanna i
Suðaustur-Asiu." Af
þessu má glögglega
ráða, að Þjóðviljanum
hugnast ekki hin auknu
tengsl milli Peking-
stjórnarinnar og NATO-
ríkjanna og gefur það til
kynna, að heimsvalda-
stefna Sovétrikjanna og
stuðningur við hana sé
þeim Þjóðviljamönnum
hjartafólgnari en viðun-
andi samstarf NATO-
rikjanna og eins mesta
sósíalistaveldis I veröld-
inni.
Hugo Hegeland, prófessor:
Fíntað framleiða
— Ijóttaðselja
Að selja — það er hlutur,
sem hálfgert óbrað hefur
verið að á öllum tímum, en
aftur á móti hefur verið litið
allt öðrum augum á þá, sem
hafa framleitt. Sænski
prófessorinn Hugo Hegeland
ræðir hér um ástæðurnar til
þess, að þannig hafi viðtekin
venja orðið. Hann heldur því
fram meðal annars, að
mönnum hafi sézt yfir, að
vörudreyfingin krefjist einnig
mikilverðs framtaks.
(Innan sviga eru skýringar
. þýðanda).
Griski heimspekingurinn
Aristoteles, sem var uppi
384—322 fyrir Krist, kom fram
með lævislega röksemdarfærslu
til óvirðingar verzlunarstarfsemi.
Hann greindi á milli sölu á vörum,
sem menn höfðu sjálfir framleitt,
og söiu á vörum, sem menn höfðu
keypt til að selja aftur. Hið fyrra
var álitið nauðsynlegt og virð-
ingarvert, en hitt bæði óeðlilegt
og ósæmilegt. Það var aðeins ein
aðferðin til að auðgast á annarra
kostnað.
Sjónarmið guðspjallanna
Alkunn er sagan um Jesús og
vixlarana. (Og Jesús gekk inn I
helgidóm Guðs og rak út alla, er
seldu og keyptu i helgidóminum,
og hratt um borðum víxlaranna og
stólum dúfnasalanna og segir við
þá: Ritað er: HÚs mitt á að nefnast
bænahús, en þér gjörið það að
ræningjabæli ). Þannig var kaup«
mönnunum lýst sem auðvirðT
legustu mönnum, en það var hægt
vegna hins litla álits. sem
verzlunarsféttin naut á þessum
tima.
En aftur á móti er erfitt að
skilja, að i ummælum Jesús hafi
falizt allsherjar fordæming á
verzlunarstéttinni sem slikri. En i
túlkunum sínum komust þó kirkju-
feðurnir að þeirri niðurstöðu án
þess að láta neinar röksemda-
færslur freista sin. Jóhannes
Chrysostomus (345—407 e.Kr.,
dýrlingur, yfirbiskup i Konstantin-
opel, einn frægasti mælskusnill-
ingur grisku kirkjunnar, en þvi
hlaut hann nafnið Chrysostomur,
sem þýðir gullinmunnur) hélt þvi
fram, að engum væri vísað úr
helgidóminum fyrir neitt annað en
synd. Verzlunarmönnunum, sem
kaupa i því skyni að selja með
ágóða, hafi verið visað úr helgi-
dóminum. Sem sagt þess vegna er
verzlun syndsamleg!
Að sjálfsögðu breyttist þessi
skilningur með timanum og sér
staklega eftir að utanrikisverzlun-
in varð mikilvægari. Þá gátu menn
ekki lengur dregið það í efa, að
vöruflutningur væru nauðsynlegir
og mikilsverðir, en það var aftur á
móti hægt að neita þvi, að þeir
sköpuðu verðmæti. Þvi varð held-
ur ekki á móti mælt. hversu veiga-
mikið það væri, að menn fengjust
til að taka á sig áhættu. en þó
vildu menn ekki viðurkenna, að á
neinn hátt væri um skapani
starfsemi að ræða, sem væri
forsenda fyrir þvi, að þessir menn
ættu hlutdeild i verðmætasköpun-
inni.
Á blómaskeiði merkantilismans
(hagfræðistefnu, sem hafði mest
áhrif frá 16. og fram á 18. öld, en
kjarni hennar var að treysta efna-
hagsgrundvöllinn með söfnun
góðmálma með þvi að takmarka
innflutning, en auka útflutning)
breyttist afstaðan til verzlunar-
stéttarinnar til mikilla muna, og
kaupmaðurinn óx stöðugt að áliti
innan þjóðfélagsins. En skoðun
manna almennt á þvi, hvaða starf-
semi væri framleiðin og hver ekki,
breyttist ekki að marki.
Fysiokratisminn (hagf ræðikenn-
ing, sem kom fram á 18. öld)
byggðist á gamalli skoðun þess
efnis, að landbúnaðurinn væri
grundvallar atvinnugreinin, sem
skapaði verðmæti. Hún ein fram-
leiddi meira en til hennar væri
lagt. Og þegar hinir svonefndu
klassisku þjóðhagfræðingar með
Adam Smith i broddi fylkingar
settu fram kenningar sinar um
vinnuna sem hið eina, er skapaði
verðmæti, tóku þeir einmitt mið af
ritum fysiokratanna. Og þar með
tóku þeir einnig að verulegu leyti
við hinum neikvæðu skoðunum
fysiókratanna á vörudreifingunni.
Vanrækslusynd þjóðfélags-
fræðinganna
Ef á að tala um synd og
verzlunarstétt í einhverju sam-
hengi, verður að benda á þá
VANRÆKSLUSYND, sem þjóð-
félagsfræðingar hafa gert sig seka
um, er þeir hafa útskýrt gildi vöru-
dreifingarinnar fyrir þjóðarbúskap-
inn. Skýringar þeirra hafa vægast
sagt verið vesællegar, og ástæðan
getur varla verið önnur en sú, að
þeir hafi hreint og beint ekki skilið
eðli málsins. Undantekningar eru
þó til og meðal þeirra er einmitt
Adam Smith. En annars er skiln
ingurinn áberandi vegna fjarveru
sinnar og alveg sérstaklega meðal
brezkra hagfræðinga allt fram á
vora daga.
Þjóðfélagsfræðingunum til
málsbóta má telja, að vörudreif-
ingin skipti miklu minna máli fyrr
á timum en í nútima þjóðfélögum,
og að þess vegna töldu þeir sig
hafa rétt til að sleppa henni, er
hagfræðikenningar voru settar
fram. Formlega var vandinn leyst-
ur þannig, að við skilgreiningu á
„framleiðslunni" var vörudreifing-
in innifalin i henni, þannig að
endursala varð að hreinu verð-
lagsmáli.
Síðari tima þjóðfélagsfræðing-
um má telja það til tekna, að þeir
hafa ráðizt gegn hinni klassisku
verðgildiskenningu. Eins og kunn-
ugt er dró Karl Marx beinar álykt-
anir af vinau-verðgildiskenningu
klassisku hagfræðinganna og
byggði allsherjar þjóðfélagsskoðun
á hinni röngu kenningu. Það var
ekki fyrr en á áttunda tug
fyrri aldar, að takmarka-
verðgildishagf ræðingarnir Jevons,
Menger og Walras komust að
þeirri niðurstöðu, að það væri alls
ekki hægt að segja, að framleiðsl-
an ein skapaði verðmæti.
Verðgildi vöru færi eftir þeim
notum, sem neytandinn áliti sig
hafa af henni. Gæti maður ekki
selt vöru, hefði hún alls ekkert
þjóðfélagslegt verðgildi, hversu
mikil vinna, sem lögð hefði verið i
framleiðslu hennar. Þar með
opnuðust loks augu hagfræð-
inganna fyrir gildi endursölunnar.
Segja má, að takmarka-
verðgildiskenningin hafi gefið
endursölustarfinu nýja stærð.
Enda var hún stöðugt áþreifan-
legra. eftir þvi sem söluvandamál
iðnaðarþjóðfélaganna urðu meira
knýjandi.
Fjölbreytni þarfanna
Þegar menn höfðu nú loksins
komizt að raun um, að vörudreif-
ingin væri jafnmikilvæg og starf
Framhald á bls. 11
Happdrætti
Framkvæmdanefndar Félags heyrnarlausra og For-
eldra- og styrktarfélags heyrnardaufra.
1. júli 1975 voru útdregin hjá Borgarfógetaembættinu í Reykjavik
eftirtalin númerí ofangreindu happdrætti:
5518 _ 7058 — 9215 — 6672 — 3183 — 8392 — 1266 —
7236 — 7255 — 617.
Handhafar framangreindra númera hafi samband við skrifstofu félag-
anna i Hátúni 1 Oa, kl. 9 — 1 1 virka daga. Simi 30430.
GISTIHÚSIÐ
HVOLSVELLI
Sími 99-5187 — 5134
Bjóðum góð herbergi og morgunverð. Opið allt
árið.
Sælgætisgerðin Freyja
tilkynnir:
Vegna sumarleyfa verður verksmiðjan og sölu-
deildin lokuð frá 14. júlí til 11. ágúst.
Kaupmenn gerið því pantanir yðar tímanlega.
Sími 82482 — 82483.
Sumarhótelið Nesjaskóla
Hornafirði
hefur opnað.
Gisting — svefnpokapláss — morgunverður —
smurt brauð o.fl. — á kvöldin
RowenfA,
Straujárn
í mörgum gerðum
og litum.
Heildsolubirgðir
Halldór Eiriksson & Co
Simi 83422 a
Frá menntaskólanum
á ísafirði
Skrifstofa Menntaskólans á ísafirði verður lok-
uð frá 2. júlí til 1. ágúst n.k.
Umsækjendur um starf hag- eða viðskiptafræð-
ings hjá Menntaskólanum og Fjórðungssam-
bandi Vestfirðinga, er vilja leita nánari upplýs-
inga um starfsaðstöðu og kjör, snúi sér á
umræddu tímabili til Karls M. Kristjánssonar,
viðskiptafræðings hjá Fjórðungssambandi Vest-
firðinga (s. 94-31 70).
Skólameístari.