Morgunblaðið - 05.07.1975, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLI 1975
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
Vafasamur heiður
Eins og vikið var að i
forustugrein Morgun-
blaðsins í gær er ísland nú
í hópi 7 landa í heiminum,
sem býr við mesta verð-
bólgu. Auk íslands eru í
þessum flokki 4 Suður-
Ameríkuríki, Chile, Argen-
tína, Uruguay og Bolivía,
eitt Afríkuríki, Tanzanía,
og Kambodía. í þessum 7
ríkjum er verðbólgan allt
frá 53,8% í febrúarmánuði
s.l. á íslandi upp í 394% í
Chile. Þannig hefur okkur
íslendingum tekizt að kom-
ast í flokk með þeim Suður-
Ameríkuríkjum, sem
mesta eftirtekt hafa vakið
á undanförnum árum
vegna gífurlegrar óðaverð-
bólgu, sem hefur verið slík,
aö með ólikindum er, að
þessi ríki hafi yfirleitt stað-
izt sem slík. Og er í því
sambandi eftirminnilegt,
að brezka blaðið Economist
taldi fyrir nokkrum misser-
um, að lýðræði gæti ckki
staðizt, ef 50% verðbólga
ríkti lengur en um tveggja
ára skeið, enda mun þaó
vera svo, að ísland er eina
ríkið af þessum 7, sem býr
við lýðræðislegt þjóðskipu-
lag, sem mark er á takandi.
Á sama tíma og staóa
okkar í verðbólgumálum er
þessi, er heldur farið aó
draga úr verðbólgu í flest-
um löndum heims. í
febrúarmánuði s.l. var
meðaltal verðbólgu í þeim
96 löndum, sem eiga aðild
að Alþjóðargjaldeyris-
sjóönum 14%, og var það
lægsta tala frá því í
febrúar 1974. Frá því í
októbermánuói á s.l. ári
hefur verðbólga í 24
ríkustu iðnríkjum veraldar
verið minni en 1% á
mánuði hverjum, þ.e. und-
ir 12% á ári. 1 Japan var
verðbólgan á ársgrundvelli
26%, í nóvember 1974, en
hún var komin niður í 14%
I aprílmánuði s.l. Eina
landið í okkar heimshluta,
sem hefur einhverja mögu-
leika á að komast í nám-
unda við verðbólguna á
íslandi, er Bretland, en þar
er verðbólgan nú á ári milli
25—30%, og miðað við
verðbólguvöxtinn í mai-
mánuði s.l. í Bretlandi
sýnist verðbólgan þar
stefna í milli 40 og 50%
aukningu á ári.
Þessi alvarlega staða
okkar Islendinga í verð-
bólgumálum hlýtur að
verða okkur mikið um-
hugsunarefni. Það er okk-
ur til lítils sóma að vera
komin i efsta flokk verð-
bólgulanda í heiminum og
augljóst er, að hér er að
verulegu leyti um að ræða
heimatilbúinn vanda, sem
ekki verður skýróur ein-
göngu meó hækkandi verð-
lagi á innfluttum vörum,
þar sem nágrannaríki
okkar hafa einnig búið við
slíkt hækkandi verðlag á
innflutningsvarningi og
komast þú hvergi í
námunda við okkur í verð-
bólguvexti.
Lengi hefur það orð
legið á hér á Islandi, að
verðbólgan hefði ýmsa
kosti og hefði meðal annars
gert öllum almenningi
kleift aö koma sér upp
eigin húsnæði. ()g vera má,
að sitthvað sé til í þeirri
almennu og útbreiddu
skoóun, Hitt er jafnvíst, að
hvort sem verðbólgan
stöðvast í rúmlega 50%,
aukningu eða heldur áfram
að vaxa upp í 70—80%,
aukningu á ári hverju, geta
atvinnuvegir þjóöarinnar
meö engu móti staðið undir
því. Atvinnuvegirnir geta
ekki til lengdar staðið und-
ir þeim gífurlegu verð-
hækkunum, sem þeir verða
að bera, og þótt einstaka
þjónustugreinar geti það
um skeið, er alveg ljóst, að
sjávarútvegur og fisk-
vinnsla, sem býr við veró-
lag á erlendum mörkuðum,
sem við íslendingar ráðum
ekki, hlýtur að stöðvast
nema gripið sé til enda-
lausra gengisbreytinga,
sem eru í raun og veru
engin lausn á okkar vanda-
málum.
Þá má heldur ekki
gleyma því, að svo mikil
verðbólga veldur því, að
allt verðmætamat almenn-
ings brenglast og rang-
hverfist. Það er t.d. gífur-
lega þýðingarmikið fyrir
okkar efnahagslíf að
sparnaður almennings sé
sem mestur. En hvaða
bankastjóri gæti með góðri
samvizku ráðlagt viðskipta-
vinum sínum aö leggja 1
milljón króna inn í banka
sinn til varðveizlu þar, þótt
ekki væri nema í 12 mán-
uði, eins og ástandið er nú?
Ótrúlegt er, að nokkur
íslenzkur bankastjóri
mundi gefa viðskiptavini
slíkt ráó, enda augljóst, að
sú milljón verður aö litlu á
örfáum mánuóum vegna
verðbólgunnar.
í kreppuástandi undan-
farinna missera hefur okk-
ur tekizt furðanlega aö
halda fullri atvinnu í land-
inu og þrátt fyrir þá erfið-
leika sem á okkur hafa
dunið undanfarna mánuði,
sýnist enn vera ótrúlega
mikill kraftur i atvinnulífi
og framkvæmdum. Þess
vegna hlýtur það aö verða
eitt höfuðmarkmiö ríkis-
stjórnarinnar á næstu
mánuðum að halda verð-
bólgunni í skefjum. Það
hefur öðrufn þjóðum tekizt
með býsna góöum árangri,
og við íslendingar höfum
einfaldlega ekki efni á því
til lengdar að njóta þess
vafasama heiðurs að vera í
hópi 7 mestu veróbólgu-
landa veraldar.
... -...
■////'/i
mm
Ratarmælingar eru undir smásjánni í Danmörku og víðar þar eð komið hefur í Ijós að þær geta reynst
rangar.
TIL UM-
HUGSUNAR
HVERS vegna eru drullu-
sokkar á fólksbílum ekki bann-
aóir? Ýmsir halda því fram að
skaðsemi þeirra sé meiri en
gagn, þ.e. að þeir kasti grjótinu
eins og fjöður. — Hvaða vit er í
því að skylda menn til að reyra
sig niður í bila sína ef þeir
kæra sig ekki um? Er það
einungis fáfræði ökumanns
og/eða farþega að vilja ekki
nota öryggisbelti, eða eru rann-
sóknir á slysum með og án belta
svo óyggjandi að þær réttlæti
lögleiðingu? — Hvers vegna er
hámarkshraði á íslenzkum
götum og vegum ekki hækk-
aður þar eð hann virðist vart
notaður til viðmiðunar af öku-
mönnum, hvað þá að hann se
haidinn? Breiðholtsbrautin er
vafalítið mesta hraðbraut
borgarinnar og menn hafa ekið
hana á eftir Svörtu Maríu í
venjulegum akstri á 90
km/klst... Svo er verið að
liggja í leyni með ratarinn úti
um allan bæ. — Skyldi ratarinn
oft vera notaður á Vesturlands-
veginum þar sem menn eru var-
aðir við ratarmælingum? —
Eru ratarmælingarnar stund-
um rangar? Og þá hvenær?
Ratarinn var á sínum tíma
talinn óskeikull en svo er ekki
lengur. I Danmörku m.a. hafa
komið upp mörg mál að undan-
förnu, sem benda til að ratar-
inn mæli ekki alltaf réttan
hraða. Menn hafa jafnvel verið
stöðvaðir fyrir að aka hraðar en
btlar þeirra geta ekið! Grein
um þetta efni birtist í Politiken
18. júní s.l. og eru nú í gangi
miklar athuganir á ratar-
mælingum í Danmörku, Þýzka-
landi og Svíþjóð.
Hvenær skildu menn læra að
nota akreinarnar hér í umferð-
inni? Hversvegna aka kennslu-
bifreiðar svo hægt? Stafar ekki
meiri hætta frá akstri þeirra
þar sem þær aka svo hægt að
allir fara að rembast við að
komast framúr heldur en ef
þær héldU venjulegum
umferðarhraða? Erekki tími til
kominn að endurskoða öku-
kennsluna í þessu landi? Sumir
læra alls ekkert að aka í hálku
og lausamöl og aðrir ekki í mik-
illi umferð. — Tillitsleysi er
e.t.v. helsta einkenni flestra
íslenzkra ökumanna, alls ekki
allra en margra, enda er verra
að aka hér heldur en víða er-
lendis þó hraði umferðar sé þar
yfirlett miklu meiri. Hér gefa
menn í eða víkja ekki þegar
reynt er að komast framúr og
hugsa sem svo: Hvað er maður-
inn að flýta sér? Ekkert liggur
á. Þá eru margir svo frekir að
þeir byrja á að svína inn á
aðalbraut t.d. og ef sá bíll, sem
á var svínað gerist svo djarfur
að flauta á hr. frek þá má búast
við að hr. frekur stígi á brems-
una og hinn ásvínaði má
bremsa sem best hann getur til
að lenda ekki aftan á hr. frek
því við vitum öll hver er í rétti í
aftaníakstri. — Það var ekki að
ástæðulausu að komið var með
spekina „Brosið svolítið í hægri
umferðinni", því það er einmitt
það sem vantar i umferðina
hér. Þetta gleymdist bara allt
offljótt og tillitssemin rauk úti
veður og vind. —
★
MAÐUR nokkur var stöðvaður
af lögreglunni fyrir skömmu og
tjáð að komið væri fram yfir
skoðunartima á bfl hans.
Honum var gefinn kostur á að
aka á eftir lögreglubílnum
niður f Borgartún ella yrðu
númerin klippt af á staðnum.
Bfllinn, sem er tæplega tveggja
ára gamall var sfðan skoðaður.
Skoðunarmaður sagði hraða-
mælinn ekki f lagi og
bremsurnar tækju skakkt f.
Hvort tveggja reyndist þó rangt
við nánari athugun. Pappfrar
voru skoðaðir. Ökuskírteini og
kvittun fyrir trygginga-
iðgjöldum. En kvittun fyrir
bifreiðaskattinum, sem er um
2000 kr. var hann ekki með f
vasanum. Manninum var til-
kynnt að klippa yrði númerin
af. Það var ekkert að bflnum og
það virtist ekki trúlegt að hann
væri búinn að borga skattinn
þar eð hann var ekki með kvitt-
unina! Það skal tekið fram að
maðurinn hafði fyrir löngu
borgað skattinn cn hins vegar
ekki tekið eftir að bfllinn var
kominn mánuð fram yfir
skoðunartfma. En bfllinn var
sem sagt tekin af honum á
staðnum og hann varð að taka
leigubíl heim eftir kvittuninni.
Þegar hann svo birtist með
kvittunina gekk snurðulaust að
fá skoðun. En hvflfkt kerfi?
Maður skyldi halda að ekki
væru til mikil afbrot f þjóð-
félagi þar sem löggæslan hefur
ekki annað að gera en að eltast
við nýja bíla, sem eru komnir
mánuð fram yfir skoðun. Er
ekki eitthvað bogið við öll þessi
skriffinskukerfi f réttar- og lýð-
ræðisþjóðfélagi þvf, sem reynt
er að telja okkur trú um að við
búum f?
br.h.
Öryggisbflar f sviðsljósinu.
Vfða erlendis eru enn miklar tilraunir f gangi f sambandi við
notkun öryggisbelta og hér sjást lifandi maður (t.v.) og brúða f
einni slíkri tilraun þar sem sleða var rennt á um 27 km/klst. hraða
á steinvegg. Viðbrögð brúðunnar og mannsins eru greinilega svip-
uð. Manninn sakaði ekki. Eitt sem oft gleymist þegar ágæti öryggis-
beltanna er hampað er að oft eru þau svo slök þó menn séu með þau
spennt að ástæða er til að ætla að hættu stafi af.