Morgunblaðið - 05.07.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JULl 1975
23
Páll Árnason Litlu-
Reykjum — Minning
Fæddur 27. 10 1890
Dáinn 24. 6. 1975.
I dag fer fram útför Páls Árna-
sonar bónda á Litlu-Reykjum í
Flóa frá Hraungerðiskirkju.
Páll Arnason var fæddur 27.
október 1890 á Hurðarbaki 1 Flóa.
Sonur hjónanna Guðrúnar Sig-
urðardóttur og Árna Pálssonar
hreppstjóra og bónda þar.
Systkinin á Hurðarbaki voru 13
og komust 12 til manndómsára, og
urðu orðlögð fyrir dugnað og
margskonar atgervi.
Að Páli á Litlu-Reykjum standa
að mestu rangæskar ættir,
kunnar og þekktar 1 sunnlenzkri
sögu. Afi hans var Páll
Guðmundsson frá Keldum á
Rangárvöllum og kona hans. Þur-
íður Þorgilsdóttir frá Rauðnefs-
stöðum. Þau Þuríður og Páll dóu
úr taugaveiki með skömmu milli-
bili, og var börnum þeirra komið í
fóstur til ættingja og vina. Árni
komst út i Flóa til ættmanna
sinna þar, en var bráðlega tekinn
i fóstur af Magnúsi Gíslasyni hin-
um ríka á Hurðarbaki. Hann varð
honum mikil stoð á elliárum hans,
og erfði eftir hann mannaforráð
og jörðina Hurðarbak. Magnús
ríki á Hurðarbaki var með þekkt-
ari og ríkustu bændum í ofan-
verðum Flóa um sína daga, harð-
drægur og fastheldinn; glöggur
til fjárins og mikill unnandi
kaupýðgisstefnu 18. aldar.
Arni á Hurðarbaki hefur orðið
yngstur hreppstjóri i árneskum
sveitum, og hefur verið í þeirri
stöðu næst lengst, frændi hans
Böðvar Magnússon á Laugarvatni
hefur einn verið lengur hrepp-
stjóri en hann.
Árni varð snemma mikill fram-
farasinni, skipaði sér við hlið
framsýnustu forustumanna i
Flóa. Hann var félagi Eggerts I
Laugardælum, Halldórs í Hróars-
holti og Þorvarðar í Sandvik.
Hann var sjálfstæður í skoðunum
og lét ekki mótast af tízkufyrir-
bærum liðandi stundar. Glöggt
dæmi um það var það er rang-
æskir frændur hans fóru til
Reykjavíkur um hásláttinn árið
1905 til að mótmæla símanum. Þá
sendu þeir heim að Hurðarbaki til
að fá Arna I lið með sér, og töldu
hann alveg vísan til fararinnar.
En hann harðneitaði og fór
hvergi. Hann var ákveðinn fylgis-
maður heimastjórnar, eins og
flestir bændur í ofanverðum
Flóa.
Páll á Reykjum og systkini hans
mótuðust snemma af hugsjónum
og ætlunum foreldra sinna. Þau
urðu ákveðin I skoðunum, létu
aldrei berast á reka stjórnmála-
manna né annarra áróðursskúma,
tóku ákveðna stefnu í æsku, og
urðu henni trú og holl. Þetta eru
líka glögg einkenni ættmanna
þeirra annarsstaðar við aðrar
aðstæður og eins og líkt og greint
er í vísu frænda þeirra Páls
skálda:
Rýrt cinbera raupiö er,
þá raunin þver og brestur.
Eitt er að gera orð af sér,
og annað að vera mestur.
Páll á Reykjum fór ungur til
sjávar. Hann fór á skútur í
Reykjavík, og varð fljótt frægur
fyrir dugnað og mikinn feng af
+
Eiginmaður minn,
MAGNÚS E. ÁRNASON,
kennari
lézt I Landspltalanum, fimmtudaginn 3. júll
Lára Sigurðardóttir.
Útför bróður okkar,
JÓNS PÉTURS JÓNSSONAR,
fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 7. júllkl. 1.30.
Sólveig Jónsdóttir,
Sigurður Jónsson.
+
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
prentari
Háaleitisbraut 43 R.
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 7. júll kl. 1.30. Þeir
sem vildu minnast hins látna er bent á llknarsjóð Kvenfélagsins Eddu.
Guðrlður Kristjánsdóttir, Ásgeir Heiðar
Lillý Ásgeirsdóttir Árni Einarsson
Danfrfður Ásgeirsdóttir Einar Ólafsson
Páll Ásgeirsson Guðný Einarsdóttir,
og barnabörn.
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför
föður okkar, tengdaföður og afa.
SÆMUNDAR TÓMASSONAR,
trésmiðs. Spitalastfg 3.
Sigrfður Sæmundsdóttir, Þórður Guðmundsson,
Ásgeir Sæmundsson, Anna Jóhannsdóttir,
Haraldur Sæmundsson Aðalheiður Jónsdóttir,
Ása Sæmundsdóttir og barnabörn.
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns
mins, föður okkar, sonar, tengdasonar og afa,
SIGURJÓNS MELBERG SIGURJÓNSSONAR,
Norðurbraut 9, Hafnarfirði.
Heiga Kristjánsdóttir,
Ólöf Melberg, Loftur Melberg.
Gfslfna Gfsladóttir, Ólöf Loftsdóttir,
barnabörn og systkini hins látna.
drætti. Hann var sérstaklega
glöggur á sjólag og kunni manna
bezt að greina og skilja ferðir og
aðfarir múkkans á miði og yfir
báru, vekjandi athygli á sjálfum
sér og fiski, leitandi að æti. Páll
var frægur af skútuveru sinni
meðal félaga sinna, og hafa
margir gamlir félagar hans sagt
mér frá honum.
Eftir að togararnir komu til sög-
unnar, réðst Páll fljótlega á þá.
Hann var eftirsóttur til rúms á
þeim, og var sannur félagi, jafnt
háseta og annarra skipsfélaga
sinna. Hann batzt þeim taustum
böndum og var kunningi þeirra
alla tíð. Hann varð einnig mikill
vinur skipstjóra sinna, og hélt við
þá mikilli vináttu alla tíð.
Páll var afskaplega skemmtileg-
ur maður, jafnt við vinnu og á
góðri stund. Hann var ávallt
hrókur alls fagnaðar. Hann var
mikill spilamaður, svo ég hefi
engan hitt né þekkt, sem var eins
sannur í þeirri iþrótt. Hann
spilaði vel og af mikilli' kunnáttu
og leikni. Honum var sama hvað
hann spilaði og við hvern hann
spilaði. Anægjan af íþróttinni var
honum fyrir öllu.
Páll var einnig mikill skák-
maður og kunni vel að beita kunn-
áttu sinni og leikandi hugmynda-
auðgi við þá íþrótt. Hann tefldi
oft mikið, sérstaklega á yngri ár-
Framhald á bls. 22
Hannes Guðmundsson
Akranesi — Minning
I dag er gerð frá Akraneskirkju
útför Hannesar Guðmundssonar,
Vesturgötu 88, Akranesi, en hann
lést laugardaginn 28. júní sl. I
sjúkrahúsi Akraness af völdum
hjartaáfalls, tæplega 72ja ára að
aldri.
Hannes Guðmundsson var
fæddur 10. júlí 1903 að Melaleiti á
Akranesi. Foreldrar hans voru
Þórunn Sigurðardóttir og Guð-
mundur Ásgeirsson, sjómaður.
Börn þeirra hjóna voru þrjú.
Ursúla sem var elst, Asgeira sem
var árinu yngri, og svo Hannes
sem var 9—10 árum yngri. Nú við
sviplegt fráfali Hannesar er
Ursúla ein eftir á lifi af þeim
systkinum.
Sá, sem þessi minningarorð
ritar, minnist Hannesar sem leik-
bróður á hamingjudögum
bernskuáranna. Hannes sem var 4
árum eldri hafði á þessum árum
lag á því að finna verkefni er
sköpuðu sanna leikgleði ekki síst
hjá hinum yngri. Hann átti ýmis
þeirra tíma leikföng, báta, fallega
kuðunga og skeljar sem gaman
var að leika sér að á Langasandi
og heima á túnblettinum í Mela-
leiti.
A uppvaxtarárum okkar var
knattspyrnan að byrja að ryðja
sér til rúms meðal æskumanna á
Skaganum enda þó ekki færu
fram keppnir. Á unglingsárum
Hannesar eða um 1920, var þrótt-
mikið iþróttalff á Akranesi á
vegum íþróttafélagsins Harðar
Hólmverja, og fóru fþróttamót
fram viðsvegar um skagann, en
Hannes sem var 17 ára gamall tók
þátt í hlaupum og glímu og vann
þar til verðlauna.
Hann gerðist félagi í knatt-
spyrnufélaginu Kára er það var
stofnað og keppti fyrir félagið á
fyrstu árum. þess og reyndist
traustur og góður liðsmaður.
Ahugi Hannesar á íþróttastarfi
æskunnar entist til hinsta dags.
Hannes byrjaði ungur að
stunda sjóinn og hafði sjó-
mennsku að aðalstarfi til ársins
1949. Hann var I ’skiprúmum
hjá mörgum mikilhæfum og
aflasælum skipstjórum og má
þar til nefna, Eyleif Isaksson,
Guðmund Guðjónsson og Ragnar
Friðriksson. Hannes var einn
skipverja sem björguðust af Birni
II frá Keflavík, sem sökk f aftaka-
veðri norðvestur af Akranesi 12.
febr. 1944, en skipverjum á Fylki
frá Akranesi heppnaðist að
bjarga allri áhöfninni. Skipstjóri
á Fylki var Njáll Þórðarson.
Eftir að Hannes hætti sjó-
mennsku vann hann árum saman
við frystihús Haralds Böðvars-
sonar & CO á Akranesi, enda
fékk hann meðal anriarra góðra
starfsmanna þakkir og viður-
kenningu fyrirtækisins fyrir
mikil og góð störf.
Hann kvæntist árið 1926 Elínu
Ölafsdóttur frá Vindási f Kjós.
Heimili þeirra var á Suðurgötu 20
á Akranesi.
Sambúð Elínar og Hannesar
varð ekki löng, dauðinn barði að
dyrum hinna ungu hjóna. Elín dó
af barnsförum 9. okt. 1927. Lítil
stúlka hafði fæðst og var skirð við
kistu móður sinnar og hlaut
nafnið Elfn Hanna. Nokkru eftir
andlát Elfnar fluttist systir
hennar, Herdís Olafsdóttir, til
Hannesar og annaðist um litlu
stúlkuna. Þau gengu síðar í hjóna-
band og eignuðust tvo syni, Ilelga
sundkennara á Akranesi, sem
kvæntur er Valdfsi Einarsdóttur,
og Guðmund Þór, vélvirkja, sem
er kvæntur Margréti Gunn-
arsdóttur. Elín Hanna er gift
Þorsteini Þorvaldssyni, Vélstjóra.
Það átti fyrir okkur Hannesi að
liggja að tengjast nánari samveru-
böndum á lífsleiðinni heldur en í
leikjum bernskuáranna, þvf við
urðum svilar er ég kvæntist
systur Herdisar, Sigríði Ölafs-
dóttur, árið 1931.
Arið 1941 keyptum við Hannes
og konur okkar húseignina að
Vesturgötu 88, og höfum búið
saman i þessu húsi okkar í 34 ár.
Nú þegar Hannes er kvaddur í
hinsta sinn, streyma minning-
arnar frarh i hugann, minningar
um góða og heilladrjúga sam-
vinnu og sambúð sem aldrei
hefur fallið skuggi á, minningar
um ótalmargar gleðistundir sem
ylja manni um hjartarætur, Mér
finnst að ég, kona mín og
fjölskylda Hannesar og Ilerdfsar
hafi haldist í hendur öll þessi
mörgu samvistarár.
Það verður tregt tungu að
hræra þegar góður vinur fellur
með snöggum hætti fyrir sigð
dauðans. Um leið og ég og kona
mín vottum fjölskyldu Hannesar
Guðmundssonar innilega samúð
við fráfall hans, biðjum við guð
um að blessa oss minninguna um
góðan vin og samferðamann.
Guðmundur Kristinn Olafsson
Útfaraskreytingar
blómouol
Groðurhusið v/Sigtun simi 36770
ímiiiiii
ALLT MEÐ
EIMSKIP
Á næstunni ferma
skip vor til íslands,
sem hér segir:
Antwerpen:
Tungufoss 7. júlí
Urriðafoss 14. júll
Álafoss 1 6. júli
Grundarfoss 21. júli
Urriðafoss 28. júlí
Rotterdam:
Tungufoss 8. júlí
rffj Urriðafoss 1 5. julí
rpl Grundarfoss 22. júli
W| Urriðafoss 29. júlí
Qjj Felixtowe:
[S Dettifoss 8 . júli
i^i Mánafoss 1 5. júli
þijij Dettifoss 22. júli
Jíi, Mánafoss 29. júli
[S Hamborg:
LJj Dettifoss 10. júli
[fe Mánafoss 1 7. júli
rrÍJ Dettifoss 24. júlí
UjJ Mánafoss 30. júli
P Norfolk:
[fcj Selfoss 8 . júli
fírJ Goðafoss 25. júli
l£ji Fjallfoss 8. ágúst
[j7| Brúarfoss 1 2. ágúst
[m. Weston Point:
i4l!i Askja 1 7. júli
Askja 31. júli
[í| Kaupmannahöfn:
[fci Múlafoss 8. júli
Irafoss 1 5. júli
|■Fj' Múlafoss 22. júli
[>Ij (rafoss 29. júli
[fe' Helsingborg:
1—1| Úðafoss 1 0. júli
| J[j| Laxfoss 1 7. júli
Ijjl Gautaborg:
[3 Múlafoss 9. júli
U| (rafoss 1 6. júli
Múlafoss 23. júli
írafoss 30. júli
lJ!
rpj Kristiansand:
e-ij Úðafoss 1 2. júli
[S Laxfóss 1 9. júli
[Í7j Þrándheimur:
rs Tungufoss 28. júli
rp Gdynia/Gdansk:
|_|) Bakkafoss 1 6. júli
[íjjj Skógarfoss 4. ágúst
W Valkom:
[S Bakkafoss 14. júli
Ml Skógarfoss 1. ágúst
IjT
ni Ventspils:
[_J Lagarfoss 10. júli
[jT Skógarfoss 3. ágúst.
Bretland
Minni vörusendingar í
gámum frá Birming-
ham, Leeds og Lond-
on um Felixstowe.
Upplýsingar á skrif-
stofunni, sími 27100.
Reglubundnar
vikulegar
1 hraðferðir frá:
ANTWERPEN,
FELIXSTOWE,
GAUTABORG,
HAMBORG,
KAUPMANNAHÖFN
ROTTERDAM
GEYMIÐ
auglýsinguna
ALLTMEÐ
EIMSKIP