Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JULl 1975 Ingimundur áfram stjórnarformaður Á STJÓRNARFUNDI Reykjaprents hf. útgáfu- félags Vísis nú í vikunni var Ingimundur Sigfússon endurkjörinn stjórnarfor- maður félagsins. Varafor- maður stjórnar var kjör- inn Guðmundur Guð- mundsson og ritari Þórir Jónsson. Morgunblaðið hafði í gær samband við Ingimund Sig- fússon og spurði hann hvort eitthvað væri frekar að frétta af þróun mála innan stjórnarinnar í sam- bandi við fyrirhuguð rit- stjórnarskipti á Vísi. Ingi- Alþýðublaðið kemur út á ný í vikulokin „VIÐ HÖFUM notað sumarleyfið til að kanna rekstur blaðsins frá öllum hliðum og höfum gert ýmislegt til að tryggja áfram- haldandi útgáfu þess næstu mánuðina a.m.k. Við höfum gert það sem I okkar valdi stendur, og nú veltur það á almenningi að gera það sem á vantar og tryggja það að blaðið verði áfram málgagn jafnaðarstefnunnar," sagði Sighvatur Björgvinsson rit- stjóri Alþýðublaðsins, er Mbl. spurði hann I gær um áframhald- andi útgáfu blaðsins. Sighvatur sagði að blaðið kæmi út á ný nú í vikulokin, á föstudag eða laugardag. Eru starfsmenn blaðsins þegar byrjaðir að undir- búa fyrstu tölublöðin. Sighvatur sagði, að Alþýðublaðið yrði áfram í sömu stærð, 12 síður, en ein- hverjar breytingar yrðu gerðar á formi þess. „Þetta verður ekki nein bylting á formi og útliti, en við ætlum okkur að vinna að breytingunum smám saman.“ Blaðamenn verða þeir sömu og voru fyrir sumarfrí. mundur sagði að ekkert væri frekar að segja á þessu stigi, en búast mætti við því að stjórnin léti eitt- hvað frá sér fara um rnálið á næstu dögum. Sigfinnur Sig- urðsson bœjar- stjóri í Eyjum? FUNDUR hefur verið boðaður f bæjarstjórn Vestmannaeyja f dag, og verður þar tekin fyrir ráðning nýs bæjarstjóra I Eyjum. Eftir þvf sem Morgun- blaðinu tókst að afla upplýs- inga um I gær, mun meirihluti bæjarstjórnar f Eyjum hafa ákveðið að ráða Sigfinn Sigurðsson hagfræðing f starf bæjarstjóra. Sigfinnur var um tfma borgarhagfræðingur I Reykjavík, en hefur sfðustu árin verið framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðuriandi. Íbúðír enn „á gamla verðinu ’ HAMRABORG SH 222 var sjósett f Sandgerði sl. fimmtudag, og er þetta fyrsta stálskipið, sem smfð- að er á Suðurnesjum. Skipið er smfðað af Herði hf., það er 38 lestir að stærð og búið fullkomn- ustu tækjum. Bolli Magnússon skipatæknifræðingur teiknaði skipið, en eigendur eru Ásgeir Valdimarsson og Vfðir Jóhanns- son f Grundarfirði. MUN lfflegra hefur verið á fast- eignamarkaðinum á höfuðborgar- svæðinu f sumar en undanfarin sumur, að sögn Ragnars Tómas- sonar fasteignasala. Ekki kvað Ragnar gott að segja hver væri ástæðan fyrir þessu, en taldi þó ekki ólfklegt að fólki fyndist skynsamlegt að festa kaup á fasteign eða ibúð sem væri eitt af þvf fáa sem mætti enn fá „á gamla verðinu", eins og hann orð- aði það. Sagði Ragnar í þvf sam- bandi, að verð á fasteignum hefði sáralítið hækkað á sl. ári í saman- burði við flest annað sem hér væri á boðstólum, t.d. léti nærri aó allur innfluttur varningur væri nú um helmingi dýrari en á þessum tíma í fyrra. Ragnar gizk- aði aftur á móti á, að íbúðarverð frá því í fyrravor hefði á þessum sama tíma aðeins hækkað um 15—20%. Ragnar vildi ekki spá neinu um það.vort þetta ástand á fasteigna- markaðinum héldist lengi enn, en taldi ekki ósennilegt að verðið Ríkisstjórnin ákveður allt að 450 milljón kr. lántöku Fer til kaupa á nýrri Landhelgisgœzlu- flugvél og viðgerð á varðskipinu Óðni RIKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að taka lán að fjárhæð allt að 450 milljónir króna til kaupa á nýrri hollenzkri flugvél fyrir Iand- helgisgæzluna og til að láta gera endurbætur að varðskipinu Öðni. 1 þessu skyni hafa verið sett bráðabirgðalög er heimila rfkis- stjórninni slíka lántöku, og stað- festi forseti Islands þau f gær. I fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu, sem Mbl. barst í gær voru birtar forsendur og greinar bráðabirgðalaganna: „Fjármálaráðherra hefur tjáð mér, að vegna fyrirhugaðrar út- færslu fslenzku fiskveiðilandhelg- innar í 200 mílur þann 15. óktóber n.k., beri brýna nauðsyn til að efla Landhelgisgæzluna að tækja- Ragnhildur Helgadóttír flytur ávarp við setningu Jamboreemóts skáta KLUKKAN 12 á miðnætti í gær- kvöldi áttu allir þátttakendur á Jamboreemóti skáta skammt frá Lillehammer í Noregi að vera komnir til tjaldbúðanna á mót- staðnum. Mótið verður sett á há- degi f dag og stendur til 7. ágúst. Gert er ráð fyrir að skátar á mót- inu verði um 18 þúsund. íslenzku þátttakendurnir, sem eru tæplega 190, lögðu ekki upp í ferðina til Noregs fyrr en sólarhringi seinna en ráðgert hafði verið. Af þessum sökum gátu þeir ekki farið í skoð- unarferð um Lillehammer, held- ur fóru beint á mótið, og voru búnir að koma sér fyrir í tjaldbúð- um sfnum í gær. Meðal þeirra, sem flytja ávörp við setningu mótsins, eru Ragn- hildur Helgadóttir forseti Norður- landaráðs og Ólafur Noregskon- ungur. Af öðrum tignum gestum, sem viðstaddir verða setninguna, má nefna Harald rikisarfa Noregs og Sidi Mohammed prins frá Mar- okkó, en þótt hann sé aðeins 12 ára verður hann einn þeirra, sem gista í tjaldbúðum mótsins. Meðal þeirra, sem heimsækja mótið, verður Karl Gústaf Svíakonung- kosti, svo tryggja megi viðunandi eftirlit með, veiðiskipum innan hinnar nýju fiskveiðilandhelgi. Jafnframt hefur fjármálaráð- herra tjáð mér, að ríkisstjórnin hafi samþykkt að stofna til kaupa á nýrri flugvél í Hollandi til efl- ingar Landhelgisgæzlunni, svo og að láta framkvæma endurbætur að varðskipinu Óðni, og að taka þurfi lán til þessara fram- kvæmda, að hluta til erlendis. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: 1-gr. Ríkisstjórninni heimilast að taka lán allt að 450 milljónir króna vegna kaupa á gæzluflug- vél fyrir landhelgisgæzluna, og allt að 140 milijónir króna vegna endurbóta á varðskipinu Óðni og verða lánin að hluta til tekin er- lendis. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ færi að hækka með haustinu, en þá er eftirspurn á fasteignamark- aðinum alla jafna mest. Kvaðst Ragnar álfta, að öllu lengur gæti þetta lága verð á ibúðum naumast haldizt, ef það ætti að vera í ein hverju samræmi við kostnaðar- hækkanir hér innanlands. 3 ráðherr- ar erlendis ÞRlR fslenzkir ráðherrar verða á faraldsfæti á næstunni. Forsætis- ráðherra, Geir Hallgrímsson, hélt utan f gærmorgun áleiðis til Hels- inki, þar sem hann situr lokafund Öryggisráðstefnu Evrópu. Er ráð- herrann væntanlegur heim á laugardaginn kemur. I dag heldur Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, áleiðis til Kan- ada, en hann er í fylgdarliði for- seta íslands, sem heimsækir Is- lendingabyggðir f tilefni hátíðar- haldanna þar um slóðir, eins og fram kemur á öðrum stað í blað- inu. Þá mun menntamálaráð- herra, Vilhjálmur Hjálmarsson, einnig fara vestur um haf í fót- spor forsetans, en hann verður í för með leikhópi frá Þjóðleikhús- inu sem koma mun fram á afmæl- ishátíðinni vestra. Loftbrú MIKILL viðbúnaður er hjá Flug- félagi Islands vegna þjóðhátíðar- innar í Vestmannaeyjum um verzlunarmannahelgina. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafull- trúa félagsins eru ráðgerðar alls 36 ferðir frá og með deginum f dag til laugardags. Sagði Sveinn, að mikið væri búið að bóka í ferðirnar og benti flest til þess að meginlandsbúar ætluðu að fjöl- menna til Eyja. I dag eru ráðgerðar 7 ferðir til eyja. A morgun verða 9 ferðir, 13 á föstudag, 7 á laugardag, 6 á sunnudag og flestar ferðir eru ráðgerðir á mánudaginn, eða 14 ..Markmiðið er að flytja alla sem falast eftir fari,“ sagði Sveinn Sæmundsson. Og hann vildi koma því á framfæri f lokin, að far- þegar á þjóðhátiðina mæti í þær ferðir sem þeir eru bókaóir í. Hefur stundum orðið misbrestur á því og hafa skapazt óþarfa vand- ræði af því. Gisinn ís milli Vest- fjarða og Grænlands Dr. Þórður Eyjólfsson látinn DR. ÞÓRÐUR Eyjólfsson, fyrr- verandi hæstaréttardómari, lézt að heimili sínu sl. sunnudag, 78 ára að aldri. Hann var fæddur á Kirkjubóli í Hvítársíðu 4. maf 1897, sonur hjónanna Guðrúnar Brynjólfsdóttur og Eyjólfs Andréssonar. Þórður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1920 og lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1924. Þá varð hann bæjar- fógetafulltrúi f Reykjavik og jafn- framt kennari við Verzlunarskóla Islands. Á árunum 1928 og 1929 var hann við framhaldsnám í lög- fræði í Berlin og Kaupmanna- höfn. Árið 1934 varð Þórður prófssor við Háskóla Islands og ári siðar skipaður hæstaréttardómari. Því embætti gegndi hann þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann varð dr. juris. við Háskóla Islands 1934 fyrir ritgerðina Um lögveð og kjörinn heiðursdoktor við háskólann i Helsinki 1963. Dr. Þórður Eyjólfsson var einn af færustu lögfræðingum lands- ins og var oft til hans leitað, er skipa þurfti í trúnaðarstörf á því sviði. Þá ritaði hann mikið um lögfræðileg efni bæði í innlend og erlend rit. Hann var m.a. i rit- stjórn De nordiska Kriminalis- tröreningarnas Árbok og í rit- stjórn Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab. Kona Þórðar var Halldóra Magnúsdóttir og lifir hún mann sinn. ur, en hann verður ekki viðstadd- ur setninguna. Alls verða um 350 íslendingar á mótinu. Auk þeirra 190, sem taka beinan þátt I mótinu, verða um 120 starfsmenn frá Islandi og 40 eldri skátar heimsækja mótið. Að loknu mótinu fara íslenzku þátt takendurnir til Svíþjóðar og dveljast þar á heimilum sænskra skáta í viku tíma. Avísanafals- arar gripnir LÖGREGLAN handtók í fyrra- kvöld þrjá menn sem höfðu orðið uppvfsir að ávísanafalsi. Hafði einn þeirra stolið veski af drukknum manni fyrir utan Þórs- café, en i því var ávísanahefti. Fóru félagarnir þrír síðan í ferða- lag norður í land og greiddu fyrir sig með fölsuðu ávisunum. Hafa þeir játað að hafa falsað þannig fyrir tæpar 30 þúsund krónur. FARIÐ var f ískönnunarflug á TF-SÝR I gær og fsinn milli Vest- fjarða og Grænlands kannaður. 1 skýrslu Bjarna Ö. Helgasonar skipherra Flugdeildar kom m.a. fram: Fyrst var komið að ísnum á móts við Selsker á Húnaflóa og lá ísbrúnin þaðan í sveig norður undir Reykjafjarðarál. Var hún að þéttleika 6 — 8/10 austur kant- ur en vestan við miðju 1 — 3/10 og aðeins jakahrafl næst landi og á víkum. Norðan við, austur frá Horni var aðeins mjó ræma og var víða greiðfært í gegnum hana. Þetta mjóa belti var um 3—5 sió- mílur á breidd og náði frá 13 sjómílum að30sjómílum réttvís andi 360° frá Geiróifsgnúp. Þetta belti er um 1—3/10 að þéttleika og sumstaðar minna, sérstaklega þegar fjær dregur landi. Þegar komið er 30 sjómílur norður af Geirólfsgnúp sveigir ís- brúnin til austurs um suðurkant Hornbanka að austurkanti Strandagrunns og fylgir honum, en sveigir síðan til norðurs og NNV. Á 67°, N er fsbrúnin á 21° oo, V. Frá 30 sjómílum norður af Geirólfsgnúp sveigir Isbrúnin til NV utan við Hornál, Kögurgrunn, Hala og Barðagrunn og virðist fylgja dýpiskantinum. Eftir því sem lengra kom frá Vestfjörðum gisnaði ísinn og var 4—6/10 80 sjómílur norður af Horni en 1—3/10 100 mílur norð- ur af Horni og þaðan upp að Grænlandsströnd. Snúið var við 20 mílur suðaustur af Kap Bar- clay. Þorvaldur Þórarinsson. þau leiðu mistök urðu I blaðinu i gær, að röng mynd birtist með fréttinni um andlát Þorvalds Þórarinssonar, lögfræðings. — Blaðið biðst afsökunar á þeim mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.