Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JULI1975 13 Orðið við óskum Breta, Belga og V-Þjóðverja um lan dhelgisviðræður „Jú, það er rétt að brezk stjórn völd, svo og vestur-þýzkir og belg- ískir ráðamenn hafa sent okkur beiðni um viðræður um veiði- heimiidir vegna útfærslu fisk- veiðilögsögunnar f 200 mflur,“ sagði Einar Ágústsson utanrfkis- ráðherra, í samtali við Morgun- blaðið f gær. Utanríkisráðherra sagði ennfremur, að ákveðið hefði verið að ræða við fulltrúa stjórna þessara rfkja en ekki væri afráðið hvenær af þeim viðræðum yrði. Einar Ágústsson upplýsti enn- fremur, að frá fyrri tíð lægi hjá utanríkisráðuneytinu beiðni frá A-Þjóðverjum, Pólverjum og sov- ézkum stjórnvöldum um viðræður við Islendinga um aðstöðu fiski- skipa þessara ríkja við útfærslu fiskveiðilögsögunnar en hann kvað þessar óskir um viðræður ekki hafa verið ftrekaðar eftir að tilkynnt hefði verið um útfærsiu- dag fiskveiðilögsögunnar og ekk- ert frekar ákveðið um framvindu þeirra. Lauk doktorsprófi í eðlisfræði í Zurich UNGUR Akureyringur, Jó- hannes Vigfússon, lauk ný- lega doktorsprófi frá raun- vísindadeild háskólans í Zíirich i Sviss. Ritgerð hans er á sviði fræðilegrar eðlisfræði, og lýtur efni hennar að grundvallar- rannsóknum í statistískri eðlisfræði. Aðeins er rúmt ár liðið frá því að Jóhannes lauk diplómprófi í fræði- legri eðlisfræði, þannig að hann hefur öðlast doktors- gráðuna á óvenjuskömm- um tíma. Jafnframt eðlisfræðináminu hefur Jóhannes lagt stund á píanóleik við einleikaradeild tón- listarskólans i Zúrich. Kom hann m.a. fram á hljómleikum Pro Musica i Zúrich I febrúar, þar sem flutt var tónlist eftir núlifandi höfunda. Jóhannes hyggst fyrst um sinn starfa áfram við eðlis- fræðideildina i Zúrich og mun hann leggja doktorsritgerð sina fram á qjþjóðlegri ráðstefnu í Ungverjalandi i næsta mánuði. Jóhannes er sonur frú Huldu Jóhannesdóttur og Vigfúsar Þ. Jónssonar forstjóra á Akureyri. Hann er stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri, en lauk brott- fararprófi frá Tónlistarskóla Akureyrar 1964. Færeyska lögþingið sett í gær: Vtetútflutni ngsár í Færeyjum í fyrra Frá blaðamanni Mbl. f Þórshöfn Sverri Þórðarsyni, 29. júlí. Færeyska lögþingið kom saman I dag til fyrsta reglulegs fundar eftir stjórnarskiptin f byrjun þessa árs. Setningarathöfnin hófst með þvf að lögþingsmenn komu saman árdegis f hinu gamla lögþingshúsi Færeyinga f hjarta bæjarins. Veður var ekki skemmtilegt, dimmt yfir og rign- ingarsuddi. Frá lögþingshúsinu var gengið f fylkingu um göturnar að hinni gömlu Hafnarkirkju, sem byggð var 1788. Fremstir í göngunni fóru Atli Dam lögmaður og hinn danski rfkisumboðsmaður í Fær- eyjum, þá biskup Færeyinga, Ei- vind Wilhelm, prestar og sfðan lögþingsmenn, 26 talsins. 1 hópi þingmanna er ein kona, Jóna Henriksen, dóttir Henriksens fyrrum lögþingsmanns, og borg- arstjóra f Þórshöfn. Hún er fyrsta konan sem tekur sæti á lögþing- inu sem aðalfulltrúi. A fyrsta fundi lögþingsins fór fram kjör formanns og var kjör- inn hinn kunni færeyski stjórn- málamaður Jakob Frederik öre- gaard, en hann hefur átt sæti á lögþinginu frá árinu 1940. Vara- formaður var kjörinn einn hinna eldri stjórnmálamanna Færey- inga, Hakon Djurhuus, fyrrum lögmaður. Atli Dam lögmaður Færeyinga hélt ræðu á fundi þingsins og ræddi mest um ástand og horfur í færeyskum stjórnmálum og efna- hagsmálum. Hann gat þess að árið 1974 hefði verið metár i færeysk- um útflutningi, en þá nam verð- mæti útflutnings tæplega 500 milljónum færeyskra króna (sem næst 13,5 milljörðum íslenzkra), Sagði lögmaður að ástandið væri að vísu ekki eins bjart á þessu ári og í fyrra vegna lækkandi fisk- verðs, hækkandi innflutnings- verðs og aukins tilkostnaðar við framleiðslustörfin heima fyrir, en þó væri ekki ástæða til svartsýni í þessum efnum. Atli Dam kom lit- illega inn á alþjóðieg hafréttar- mál og sagði hann landsstjórnina mundu fyigjast með þróun mála á þeim vettvangi og tryggja hlut Færeyinga. Ekki ræddi hann neitt um stækkun íslenzku fisk- veiðilögsögunnar eða samninga við tslendinga um veiðar fær- eyskra skipa innan 200 mílnanna. Hann gat þess að Færeyingar reiknuðu með að veiða um 25,000 tonn bolsiski á Norðursjávarmið- um, við Rockall og Island, um 12—15.000 tonn við Nýfundna- land og Grænland, en um 80.000 tonn á heimamiðum á þessu ári. I færeysku iandsstjórninni eiga sæti 6 ráðherrar, 2 frá sósialdemó- krötum, tveir frá Þjóðveldis- flokknum, þ.á m. sjávarútvegsráð- herrann, — og tveir frá Fólka- flokknum og er annar þeirra fjár- málaráðherra. Lögþingið í Færeyjum mun að þessu sinni sitja í tvær vikur. — Reyðarfjörður Framhald af bls. 24 þjónustumiðstöð eða miðstað, seg- ir í skýrslunni, en þar er svo gerð grein fyrir útkomunni ef nyrztu eða syðstu hrepparnir eru af teknir og að lokum er Austur- landi skipt í þrjú svæði. I fyrsta lagi er miðsvæðið með Reyðar- fjörð sem greinilegan miðstað. I öðru lagi norðursvæðið með Vopnafjörð sem miðstað, og jafn- vel í nánara samhengi við Norður- land eystra fremur en Austur- land. Og i þriðja lagi er suður- svæðið með Höfn í Hornafirði. Bent er á að heildarkostnaður kerfisins er ,mun minni með þremui, miðstöðvum en einum en um leið er ljóst að því fleiri sem miðstaðirnir eru (eða þjónustu- kjarnar), þeim mun hærri verður rekstrarkostnaður þeirra. Það skal tekið fram, segir í skýrslunni, að hér eru reknir út miðstaðir á Austurlandi eða hluta af því, þar sem byggt er á ákveðn- um forsendum og horft framhjá öðrum áhrifavöldum staðarvals. Þessi könnun bendir til að þjón- ustu, sem ætluð er öllum fbúum á miðsvæði Austurlands, ætti að hafa á Reyðarfirði að því gefnu, að velja eigi aðeins einn stað og jafnframt hinu, að þjónustan sé ekki þegar fyrir hendi á einhverj- um stað á svæðinu. Þessi könnun er einnig vísbending urr, hvaða staður eða staðir séu eðlilegastir sem miðkjarnar Austurlands. Reyðarfjörður og Egilsstaðir koma helzt til greina. Milli þeirra er tiltölulega stutt og á öðrum staðnum er miðstöð flugsam- gangna, en góð hafnarskilyrði á hinum. Um höfnina segir i kaflanum um samgöngusamhengi: Reyðar- fjörður er eina höfn Austurlands, sem liggur miðsvæðis gagnvart töluverðu svæði og nokkrum íbúa- fjölda. Hún er sú höfnin, sem best liggur við Héraði. Heldur styttra er milli Egilsstaða og Seyðis- fjarðar, en vegurinn milli Reyðar- fjarðar og Egilsstaða er mun léttari í akstri auk þess sem leiðin milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða er oft lokuð vegna snjóa. Varn- ingur til þess svæðis, sem þjónað er á Egilsstöðum, hlýtur því að fara um Reyðafjörð að svo miklu leyti sem hann kemur sjóleiðis. Þá er stutt frá Reyðarfirði til Eskifjarðar, en þar búa yfir 900 manns og til Neskaupstaðar eru 40 km og firðirnir sunnan Reyðar- fjarðar gætu einnig að ýmsu leyti notið Reyðarfjarðarhafnar með bættu vegakerfi, því einungis 100 km. eru til Breiðdalsvíkur. Til Seyðisfjarðar eru 58 km. Kynþáttaóeirðir í Detroit Detroit, 29. júlí. AP. UNGUR blökkumaður, sem hvftur barþjónn skaut f gær- kvöldi f Detroit, með þeim af- leiðin'gum að kynþáttaóeirðir blossuðu upp f borginni, lézt í dag í sjúkrahúsi. Hundruð blökkumanna börðust með grjót að vopni við lögreglu- menn, sem beittu táragasi. Tug- ir særðust. Um 500 til 700 lögreglumenn, sérstaklega búnir til að berja niður óeirðir, og sumir þeirra vopnaðir skammbyssum, voru sendir til fátækrahverfis, þar sem óeirðirnar geisuðu. Um 5 km frá því hverfi hófust óeirð- inar miklu 1967, þegar 43 biðu bana. Blökkumaðurinn sem var skotinn til bana, Obie Wynn, 18 ára, er góðkunningi lögreglunn- ar, en ekki á sakaskrá. Bar- þjónninn sem skaut hann kvaðst hafa staðið hann að því að fikta við bíl sinn. Níxon vitni gegn CIA? Washington, 29. júli. AP. JOHN. G. TOWER öldunga- deildarmaður repúblikana frá Texas og varaformaður þeirrar nefndar öldungadeildarinnar, sem rannsakar starfsemi leyni- þjónustunnar, CIA, hefur talað við Richard M. Nixon í sfma og beðið hann að bera vitni f yfir- heyrslum nefndarinnar um starfsemi leyniþjónustunnar f Chile, samkvæmt góðum heim- ildum. Nefndin mun einnig yfir- heyra Robert A. Maheu fyrr- verandi aðstoðarmann auðkýf- ingsins Howard Hughes og meintan tengilið CIA og Mafí- unnar í tilraunum til að myrða Fidel Castro forsætisráðherra Kúbu, og Henry Dearborn full- trúa bandarísku stjórnarinnar í Dominíkanska lýðveldinu, þeg- ar Rafael Trujillo einræðis- herra var myrtur 1961. ABC-sjónvarpið hermir að republikanar i nefndinni segi að demókratar vilji reyna að nota starfsemi CIA í Chile til að dreifa athyglinni frá meintum tilraunum Kennedystjórnar- innar til að myrða Castro. NEITAR SAKARGIFTUM I Los Angeles lýsti fyrrver- andi skattalögfræðingur Nix- ons, Frank Demarco, sig sak- lausan af ákærum um að hafa falsað fyrir Nixon 576.000 doll- ara frádrátt frá sköttum, þegar Nixon var forseti. Demarco á yfir höfði sér allt að 23 ára fangelsi og 40.000 dollara sekt. A-Þjóðverjar fá Nato-póst Brússel, 29. júlí. NTB. TALSMAÐUR NATO í BrUssel vill ekkert láta hafa eftir sér um fréttir þess efnis, að póstur til vestur-þýzka sendiráðsins í Ósló hafi verið sendur sendi- ráði Austur-Þýzkalands síðan i nóvember í fyrra. Hann sagði að allan póst til vestur-þýzka sendiráðsins ætti að senda um Iandvarnaráðu- neytið í Ósló. Hann sagði að það hlyti að vera skýringin á mis- tökunum. A tök íLíbanon Beirút, 29. júli. AP. tSRAELSKIR hermenn réðust á þorpið Alita E1 Shaab I Suð- ur-Lfbanon f morgun, en árás- inni var hrundið af lfbönsku stórskotaliði og landamæra- sveitum, að sögn landvarna- ráðuneytisins f Beirút. Ein fsra- elsk herbifreið eyðilagðist og nokkrar skemmdir urðu á sex húsum f þorpinu, að sögn ráðu- neytisins. t Tel Aviv bar fsraelska her- stjórnin fréttina til baka. Tals- maður ráðuneytisins sagði að enginn fsraelskur hermaður hefði farið yfir Ifbönsku landa- mærin. Einn fsraelskur her- maður féll og sex særðust f árás á meinta bækistöð pales tfnskra skæruliða f Lfbanon f sfðustu viku. Málaliðar til bar- áttu gegn Smith Salisbury, 29. júlí. AP: HVÍTIR málaliðar, sem reyna aó hjálpa skæruliðum blökku- manna, fá sömu meðferð og aðrir hryðjuverkamenn, sagði talsmaður landvarnaráðuneyt- isins i Salisbury í dag. Hann sagði þetta vegna fregna um að málaliðar væru á leiðinni frá London. Samkvæmt fréttunum hefur verið komið á fót sveit 300 málaliða i London til að berjast við öryggissveitir í Rhódesíu. Tólf fyrstu málaliðarnir eru sagðir á förum til Nairobi og þaðan eiga þeir að fara til Tanzaníu og um „annað land“ til Rhódesíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.