Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JULl 1975
5
Nýtt lægra sykurverð Strásykur 1 kg. 185 kr. Molasykur 1 kg. 198 kr. Strásykur (25 kg. 4.400 þ.e. kílóverðið 1 kr. ) 176 kr.
Vörumarkaður innhf.l
I . Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-11 2 | Matvorudeild S-86-1 11, Vefnaðarv.d. S-86-1 1 3
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
skólanum Ósk, þar sem hún tekur
á móti vinum og ættingjum, og er
ábyggilegt að margir munu koma
og taka i Jiönd þessa síunga öld-
ungs.
Einnig er hún félagi í Kvenna-
deild Slysavarnafélagsins, og ótal-
in eru sporin hennar til að hlúa að
og fegra kirkjuna, okkar, sem og
hún gerir enn þann dag i dag.
Maria er enn létt á fæti og létt i
lund og trygg vinum sinum og
ættingjum og alltaf gott að koma
á heimili hennar og manns
hennar, Baldvins Þórðarsonar,
fyrrverandi bæjargjaldkera, og er
þar tiðum gestkvæmt mjög, og
veit ég að margir hugsa til þeirra i
dag.
Mæja min, ég þakka þér alla
þína tryggð við okkur hjónin og
börnin okkar og árnum við þér
allra heilla á þessum merkisdegi
og biðjum Guð að blessa ævikvöld
þitt.
G.C.
María Jónsdóttir,
Kirkjubæ, áttrœð
Hún er áttræð í dag, hún Mæja,
eins og hún er alltaf kölluð, —
það er ótrúlegt, svo ern sem hún
er.
Hún er fædd á Isafirði 30. júli
1895, dóttir hjónanna Guðbjargar
Jónsdóttir og Jóns Bjarnasonar
trésmiðs. Þau hjón eignuðust 8
dætur og er María næstelzt þeirra
systra.
Maria ólst upp í foreldrahúsum
ásamt systrum sínum, fyrst á Isa-
firði, en árið 1900 fluttust foreldr-
ar hennar að Kirkjubæ í Skutuls-
firði og bjuggu þar til ársins 1916,
er þau fluttu aftur til Isafjarðar,
og hefir María búið þar siðan.
Maria byrjaði ung að vinna
fyrir sér eins og þá tiðkaðist, enda
ekki um annað að gera á þeim
timum en bjarga sér til mann-
dóms með vinnu sinni og atorku.
Var það oft góður skóli fyrir ung-
ar stúlkur að ráða sig á góð
heimili til heimilisstarfa, en
Maria var ein af þeim lánsömu
stúlkum sem réð sig til vinnu á
góð heimili og hefir það orðið
henni góður og mikill skóli og
gefið henni gott veganesti til á-
framhaldandi göngu út í lífið.
María hefir kynnt sig vel á
þessum heimilum, þvi að niðjar
þess fólks sem hún vann hjá
Stuð á íslandi
halda enn sambandi við hana og
þakka henni störfin á löngu liðn-
um árum. Einnig stundaði hún
ýmsa aðra algenga vinnu, svo sem
fiskbreiðslu, síldarvinnu o.fl.
Maria lærði strauningu í
Reykjavík árið 1925 og stundaði
hún þau störf hér á ísafirði í
áratugi, og eru mér ógleymdar
sendiferðirnar fyrir hana Mæju
með stífuðu skyrturnar og hörðu
flibbana af fyrirmönnum og góð-
um borgurum Isafjarðar. Maria
fór á hússtjórnarnámskeið í
gamla húsmæðraskólanum hér
hjá frk. Gyðu Mariasdóttur, og
seinna kenndi hún sjálf við sömu
stofnun ungum verðandi hús-
mæðrum strauningu.
María hefir alltaf verið áhuga-
söm um félagsstörf og má með
sanni segja að hún hafi ekki verið
neinn eftirbátur í þeim félögum
sem hún hefir verið í. Má þar
fyrst og fremst nefna starf henn-
ar i Kvenfélaginu Ósk, en óhætt
er að segja að það sé hennar óska-
barn. Þar er hún nú heiðurs-
félagi, og henni til heiðurs á 80
ára afmæli halda Óskarkonur
henni veizlu í kvöld i Húsmæðra-
Loksins er svo komið að mér
finnst ástæðulaust lengur að
bindast orða og þegja yfir þvi sem
vel er gert. Tilefnið er eitt og
aðeins eitt, Stuðmannaplatan
Sumar á Sýrlandi. Og tilgangur-
inn sömuleiðis aðeins einn, að
færa þeim djúpar þakkir fyrir
mína hönd og þjóðarinnar. Það er
okkur báðum mikill léttir, að Ioks-
ins hefur einhver tekið málin í
sinar hendur og fengið það af sér
að vera skemmtilegur. Og ekki
bara skemmtilegur heldur líka
flfnkur. Með þessu tvennu er
hægt að gera margt alveg helvíti
gott, og það hafa Stuðmenn nú
gert.
I framhaldi af því verður það að
segjast eins og er, að ég veit ekki
hvað það er sem Islendinga vant-
ar, ef ekki Stuðmenn. Hér hefur
aldrei verið nóg stuð. Það fann
maður bezt þegar maður heyrði
plötuna fyrst og langaði mest til
að hreinlega dansa bara og það
hefur fleiri langað, aldraða og
alla vega.
Til marks um það hve mikið ég
dáist að Sumar á Sýrlandi, vil ég
geta þess, að ég er mest að hugsa
um að skira næstu ljóðabók mína
Vetur á írlandi, og ekki að
ástæðulausu.
Að lokum leyfi ég mér að líta
svo á, að Stuðmannaplatan sé
sönnun þess, að Islendingar eru
ekki dauðir úr öllum æðum, eins
og ýmsir voru farnir að óttast.
Steinunn Sigurðardóttir.
Í.S.Í.
Jóhannes Eðvaldsson
fyrirliði íslenzka liðsins.
LANDSLEIKURINN
l'SLAND — RÚSSLAND
fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld miðvikud. 30. júlí og hefst kl. 20.00 e.h.
Dómari: Mr. J.R.P. Gordon frá Skotlandi
Línuverðir: Mr. Burns & Toms frá Skotlandi
Verð aðgöngumiða:
Stúkusæti Kr. 800.00
Stæði Kr. 500.00
Barnamiðar Kr. 200.00
Aðgöngumiðar eru seldir við útvegsbankann til kl. 18.00
og í Laugardal frá kl. 1 3.00 e.h.
Rússnesku knattspyrnumennirnir eru meðal beztu knatt-
spyrnumanna heims.
Fjölmennið á völlinn og hvetjið íslenska landsliðið til
sigurs.
Forðist þrengsli og kaupið miða tímanlega.
Knattspyrnusamband íslands.