Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JULI 1975 23 — Vilja hraða Framhald af bls. 1 alltaf álitiö styrki bráðabirgða- ráðstöfun. Stjórnin ætti nú að hefjast handa um útfærslu fisk- veiðilandhelginnar.“ Hann sagði að ef sjá mætti fram á í árslok að landhelgin yrði færð út yrði þungu fargi létt af brezkum sjó- mönnum. f>ó taldi Dean, að brezkur sjávarútvegur næði sér ekki á strik fyrr en eftir eitt til tvö ár, þótt landhelgin yrði stækkuð og afli mundi aukast. — Apollo Framhald af bls. 1 verið í mikilli hættu sfðustu mínúturnar fyrir lendinguna. „Ef eiturefnin voru svo mikil, að Brand missti meðvitund, þá hafa þeir allir þrfr verið í mik- illi lífshættu," sagði hann. Geimfararnir fengu brjóst- sviða og verða að dveljast 2 daga í viðbót á Hawaii til að ná sér. Starfsmenn NASA hafa lítið viljað segja um það sem gerðist en hafa staðfest, að Brand átti að kveikja á rofan- um og að það hafi ekki verið gert. — Cunhal Framhald af bls. 1 Veiga de Oliveira, sem er félagi í flokki kommúnista, verður þó lík- lega samgönguráðherra. Jafnframt hefur stjórnin gefið í skyn að settar verði nýjar reglur um fréttaflutning í fjölmiðlum vegna villandi frétta portúgalskra blaða frá Azor-eyjum. Aður hafði stjórnin tilkynnt að fréttir frá Angólu yrðu ritskoðaðar, en kvað það eðlilega ráðstöfun þar sem þar rikti stríðsástand. — Ráðstefna Framhald af bls. 1 ekki ráðstefnuna i Helsinki er Albanía. Fulltrúar landsins I Helsinki gáfu i dag út yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu ráðstefnuna loddaraleik stórveldanna, sem þeir sökuðu um að fylgja árásar- stefnu, er ógnaði sjálfstæði Evrópulanda. Ráðstefnan hefur verið kölluð fjölmennasta ráðstefna heimsleið- toga síðan Vínarkongressinn var haldinn i lok Napoleonstyrjald- anna. — Gowon Framhald af bls. 1 dæmt byltinguna og kallaði hana innanrfkismál. Útgöngubann hefur verið fyrir- skipað frá sólsetri til dögunar í Lagos og þeir sem rjúfa það eiga á hættu að verða skotnir. Fjarskiptasamband við útlönd hefur verið rofið og flugvellir lok- aðir. Einkabílar hafa verið bann- aðir, en fólk fær að fara til vinnu sinnar. Gowon hafði lofað að mynda borgaralega stjórn fyrir 1976, en skipti um skoðun í október f fyrra og það olli óánægju í hernum. Það olli einnig óánægju, að hann frestaði skipun nýrra herforingja i stöður fylkisstjóra fyrr á þessu ári. Gífurlegar olíutekjur hafa vald- ið vfðtækri spillingu í hernum og stjórninni, en Gowon var hafinn yfir hana og barst litið á. Hann var talinn hófsamur stjórnmála- maður og hlynntur vestrænum ríkjum, en herskár gagnvart Portúgal og Suður-Afriku. Auk ólgu I hernum hefur rikt ólga vegna ættflokkarígs, vinnu- deilna og glundroða i opinberri þjónustu. Stjórnin hefur verið gagnrýnd á síðustu mánuðum fyr- ir að geta ekki afstýrt bensín- skorti og vinnudeilum og fyrir að gera of lítið til að bæta hag fá- tækra bænda þrátt fyrir 24 millj- ón dollara tekjur Nígeríu á dag af olíu. Herinn er skipaður 240.000 mönnum og fær í sinn hlut 500 milljón dollara á ári. I Kampala ^kom byltingin á óvart. „Hann virtist hógvær mað- ur, var vingjarnlegur, tilheyrði litlum ættflokki og reyndi að bera klæði á vopnin,“ sagði einn full- trúa þar um Gowon. KKÍ KKÍ íslandsmót í körfuknattleik 1976 Þátttökutilkynningar verða að hafa borist Körfu- knattleikssambandinu í póstbox 864, Rvk. ásamt þátttökugjaldi fyrir 10. ágúst n.k. Wfl SUMARLEYFISFERÐIR f ÁGÚST i. Miðlandsöræfi 6,—17. ágúst Ekið frá Reykjavík norður Sprengisand, Gæsavatnaleið til Herðubreiðalinda. Það- an um Norðurland og Kjalveg til Reykja- víkur. Skoðaðir margir af þekktustu og fegurstu stöðum á hálendi íslands, s.s. Veiðivötn, Eyvindarver, Nýidalur, Vonar- skarð, Gæsavötn, Askja, Herðubreiðar- lindir, Hveravellir, Kerlingarfjöll, Hvítár- vatn, o.m.fl. GIST í SKÁLUM OG TJÖLDUM. VERÐ KR. 19.000 — ii. Kverkfjöll—Snæfell 6,—17. ágúst Ekið norður Sprengisand og um Gæsa- vatnaleið til Herðubreiðalinda og þaðan til Kverkfjalla. Dvalið þar næstu daga og skoðaðir m.a. íshellarnir, Hveradalurinn og fleira. Þaðan haldið um Hvannalindir, Álftadal, Hafrahvammagljúfur, Laugar- valladal og Hrafnkelsdal að Snæfelli Gengið á Snæfell og hugað að hreindýr- um, sem oft eru á þessum slóðum. Heim verður haldið um þjóðveginn sunnan jökla. GIST f SKÁLUM OG TJÖLDUM. VERÐ KR. 19.000,— iii Hrafntinnusker — Eldgjá — Breiðbakur 12.—17. ágúst Öku- og gönguferð um svæðin vestan og austan Landmannalauga. Síðan ekið að Langasjó og um Breiðbak til Veiðivatna. GISTING í SKÁLUM. VERÐ KR. 9.900 — iv. Gæsavötn — Vatnajökull 14.—17. ágúst Ekið til Gæsavatna og gist þar í tjöldum eða skála. Farið á Vatnajökul með Snió- kettinum á föstudag eða laugardag, en ekið eða gengið um nágrennið hinn dag- inn. Jöklaferðin og skálagisting í Gæsa- vötnum ekki innifalin í verðinu. VERÐ KR. 6.700,— v. Norður fyrir Hofsjökul 21.—24. ágúst Ekið fyrsta daginn til Hveravalla. Þaðan austur yfir Blöndu og austur með Hofs- jökli, um Ásbjarnarvötn, og Laugafell til Nýjadals. Þaðan farið í Vonarskarð eða á Tungnafellsjökul. Heima á fjóðra degi um Sprengisand. GIST í SKÁLUM. VERÐ KR. 6.700,— vi. Aðalbláberjaferð í Vatnsfjörð 28.—31. ágúst GIST í fjÖLDUM VIÐ FLÓKALUND. Tímanum varið til berjatínslu eða skoðun- arferða um nágrennið. VERÐ KR. 6.700 — LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. Ferðafélag íslands, Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS BÆNDUR HEYBINDIG ARN Fyrsta flokks HAMPIÐJU-heybindigarn er framleitt í tveim sverleikum blátt (grannt) og gult (svert) Fæst hjá Kaupfélögum, Sambandinu Ármúla 3, Kristjáni Ó. Skagfjörð h.f. og Glóbus h.f. GOTT HEYBINDIGARN EYKUR REKSTRARÖRYGGI VÉLANNA. STAKKHOLTI 4 Reykjavik Hvers vegna fótlaga skó? Því að aðeins í fót- lagaskóm fá stóru- tærnar að njóta sín, nauðsynlegt rúm til að vöðvarnir fái að starfa hindrunar- laust. NYKOMID AFTUR FRÁ PILflR - ásaml mðrgum öðrum nýlum og lallegum gerðum - Teg. 2029 Ljósbrúnt skinn með ekta hrágúmmísólu’ í no. 24—3 Teg. 2066 Ljósbrúnt skinn með ekta hrágúmmísólum no 24—39. Allirskórfrá PILAR eru með ekta leðurbindisólum. Verð 24—27 kr. 1950 28 — 30 kr. 2175 31—33 kr. 2420 34—39 kr. 2845 Eigilsgötu 3, pósthólf 5050. Sími 18519. Póstsendum samdægurs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.