Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JULI 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 40,00 kr. eintakið Sú öra þróun í tæknibúnaði sjávarút- vegs, fiskiðnaðar og land- búnaðar, sem orðið hefur á undanförnum áratugum, hefur leitt til sívaxandi framleiðni í þessum at- vinnugreinum með minnk- andi vinnuafli. Engin ástæða er til að gera ráð fyrir öðru en því, að þessi tækniþróun í sjávarútvegi og landbúnaði haldi áfram á næstu árum. Það er því löngu ljóst að það viðbótar- vinnuafl, sem leitar á ís- lenzkan vinnumarkað í fyr- irsjáanlegri framtíð verður að stærstum hluta að hasla sér völl utan þessara grónu atvinnugreina, ekki sízt i ýmsum þjónustugreinum, iðnaði eða svokallaðri stór- iðju. Af framangreindum sök- um og með hliðsjón af þeim möguleikum, sem búa í nýtingu fallvatna og jarð- varma landsins, er rétt að gefa gaum að nokkrum nið- urstöðum, sem felast í nýrri iðnþróunaráætlun, sem sérstök nefnd hefur unnið á vegum íslenzku ríkisstjórnarinnar. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að hinn almenni iðnaður í landinu þurfi á næsta ára- tug að taka við 1000 nýjum starfsmönnum í útflutn- ingsgreinum og svokall- aður nýiðnaður, þ.e. orku- frekur iðnaður og önnur stóriðja, við 2000 nýjum starfsmönnum. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að nýiðnaður- inn auki þjóðarframleiðslu á mann, auki á fjölbreytni í framleiðslu og atvinnu- skipan og breikki svið at- vinnumöguleika; hann muni og stuðla að því að hægt verði að halda uppi hátekjuþjóðfélagi á Is- landi. Ljóst er að nýting inn- lendrar orku- og hráefnis- linda verður að koma til í æ vaxandi mæli, ef takast á að skapa hér það velmeg- unarþjóðfélag og þá af- komumöguleika stækkandi þjóðar, sem sambærilegt verði við lífskjör í öðrum vestrænum ríkjum. Sú stefna, sem nú er mörkuð á sviði rannsókna og fram- kvæmda í orkumálum er nauðsynlegur undanfari æskilegrar iðnþróunar í landinu. Vöxtur iðnaðar og iðju í landinu hlýtur í senn að byggjast á fullvinnslu þess hráefnis, sem sótt verður til sjávarútvegs og landbúnðar, og nýrra hrá- efna, innlendra og inn- fluttra, sem orkumögu- leikar i landinu gera kleift að vinna hér á arðbæran hátt. Iðnþróunarnefnd telur að tiltækt innlent fjár- magn sé bezt komið í orku- verunum sjálfum, sem og þeim fyrirtækjum í nýiðn- aði, þar sem auðlindirnar, öll helztu aðföng og tækni- þekking, séu innlend, enda fari þá saman hátt vinnslu- virði á mannafla og fjár- festingu. I fyrirtækjum, svo sem álverksmiðjum, þar sem áhætta sé mikil og reksturinn verulega háður utanaðkomandi þáttum, kunni fjármunir þjóð- arinnar að vera betur komnir á öðrum sviðum, svo sem í orkuframleiðsl- unni. I slíkum tilvikum sé ráðstöfun takmarkaðs hluta þekktra, innlendra auðlinda til nýtingar á af- mörkuðum tíma eölileg stefna, er veiti ýmsa mögu- leika til frekari þróunar og auðveldi atvinnulífinu og efnahagslífinu að laga sig að breyttum samkeppnis- og viðskiptaskilyrðum. ,,Má líta á slíkt tímabil upp- byggingar orkufreks iðn- aðar,“ segir í skýrslu nefndarinnar, „sem nýtt og afmarkað stig í atvinnuþró- un hér á landi, er leitt geti til meiri efnahagslegs stöðugleika innanlands, stuðlað að hóflegu jafn- vægi í nýtingu auðlinda landsins (þ. á m. sjávarauð- linda) og lagt grundvöllinn að jafnari og öruggari efnahagsþróun í framtíð- inni á fjölþættum grund- velli.“ Þá fjallar nefndin m.a. um þá á margan hátt erfiðu aðstöðu, sem iðnaðurinn eigi við að búa í landinu, og nauðsyn vaxandi opinbers byrs í segl hans. I því sam- bandi er bent á þá leið að leggja á almennt iðnþró- unargjald, 1%, í stað 0,5% iðnlánasjóðsgjalds, sem fært geti iðnaðarmálefnum verulegt aukið fjármpgn. Mergurinn málsins í skýrslu iðnþróunarnefnd- ar er sá, að hinir hefð- bundnu atvinnuvegir þjóð- arinnar, sjávarútvegur og landbúnaður, muni ekki, nema í takmörkuðum mæli, geta veitt viðtöku því viðbótarvinnuafli, sem í fyrirsjáanlegri framtíð leitar á íslenzkan vinnu- markað. Tæknivæðing þessara atvinnugreina hafi leitt til stóraukinnar fram- leiðni án vinnuaflsaukn- ingar. Það hljóti því að koma í hlut iðnaðar og iðju, auk ýmissa þjónustu- greina, að skapa þessu vinnuafli atvinnu- og af- komumöguleika. Möguleik- arnir séu fyrir hendi í ónýttum orku- og auð- lindum láðs og lagar, en hins vegar þurfi að standa þann veg að málum, að al- mennur iðnaður og ný- iðnaður verði undir það búinn að sinna þessu þýð- ingarmikla framtíðarhlut- verki sínu. Afkomuöryggi þjóðar og þegna sé undir því komin að þekkja sinn vitjunartíma f þessum efnum og horfa með fyrir- hyggju fram á þann veg, sem leiðin liggi um á næstu áratugum. FRAMTÍÐARAFKOMA ÞJÓÐAR OG ÞEGNA Á SUMARDEG! Erlendur Jónsson Lögbækur ÁHUGI á lögum fer vaxandi. Stuðlar margt að því. Sjón- varpsþættir laganema á undan- förnum árum, Réttur er settur, hafa verið í senn skemmti- og fræðsluþættir. Geri aðrar leik- smiðjur betur! Samtalsþættir í sjónvarpi hafa komið af stað umræðum um dómsmál og rétt- arfar í landinu. Þættir þessir hafa verið fjöriegir en að mfn- um dómi of einhliða og fremur til æsingar fallnir en að þeir veittu hlutlægar upplýsingar um gang þeirra mála sem at- hygli hefur verið beint að. Samt hafa þeir leitt í ljós það, sem flestir vissu fyrir, að réttarfar á tslandi er bæði seinvirkt og lík- ast til nokkuð á eftir timanum; ennfremur að yfirstjórn fs- lenzkra dómsmála er, vægast sagt, róleg í tfðinni. Lögbanns- mál hafa verið á döfinni og vakið töluverða eftirtekt. Dóm- arar hafa tekið til máls og svar- að skeytum sem þeir hafa talið beint til sín. Síðast en ekki síst ber svo að nefna útkomu nokk- urra alþýðlegra lögbóka sem séð hafa dagsins ljós upp á síð- kastið. Bókmenntafélagið hefur auglýst nýja útgáfu Laga og réttar eftir Ölaf Jóhannesson. Og bókaútgáfan örn og Örlygur hefur sent frá sér hvorki meira né minna en þrjár lögfræði- bækur með fárra ára millibili. Þær heita, nefndar í tímaröð eftir útkomu: Lögfræðihand- bókin eftir dr, Gunnar G. Schram, Lögbókin þfn eftir Björn Þ. Guðmundsson og að lokum Formálabókin þfn eftir sama höfund og er hún nýkom- in út. Af formála síðast nefndu bókarinnar (er ekki annars kynlegt að tala um formála að ,,formálabók“?) má ráða að hún sé ekki aðeins ætluð al- menningi heldur einnig lög- lærðum mönnum. Er hún allra þessara bóka nauðsynlegust; í raun og veru sjálfsagt fyrir hvern þann sem gerir samning — þó ekki sé nema að selja eða kaupa notaðan bíl — að hafa slfka bók við höndina. Eg spái að með tilkomu þessara bóka fari f vöxt að menn geri þvflfka samninga sjálfir, hver fyrir sig, í stað þess að vera upp á náð annarra komnir í þeim efnum eins og verið hefur. Lög eru að vísu sérfræði og háskólagrein. En þau varða eigi að síður alla þegna þjóðfélagsins. Maður verður að vera eiginn lögfræð- ingur jafnt og kerra, plógur, hestur ef hann á að komast klakklaust gegnum lífsbarátt- una. Islenskt réttarfar nýtur ekki þess trausts og virðingar sem vera þyrfti enda gloppótt. Mál eru svo lengi að silast gegnum dómakerfið að fólk hugsar sig tvisvar um áður en það velur annan kostinn af tveim illum: að þola órétt eða leita réttar síns á lagalegum grundvelli. Fæstir vita hvað málsókn og málsvörn kostar í raun og veru en gera sér það eitt f hugarlund að málaferli séu svo rándýr að mikið verði að vera í húfi til að þau borgi sig. Margur er lfka hræddur við lögkróka og óttast að hrein samvizka dugi ekki ein til að mál vinnist. Hugmyndir Islendinga um lög og dóma eru mismunandi eins og fram hefur komið f skrifum manna á þessu sumri. Einn telur t.d. að dómarar eigi að hafa hliðsjón af almennings- áliti þegar þeir kveða upp dóma. Annar segir að þeim beri aðeins að dæma eftir gildandi lögum. Gagnvart afbrotum unglinga stendur þjóðfélagið gersamlega ráðþrota. Sama máli gegnir um síbortamenn svokallaða eða „kunningja lögreglunnar." Enginn treystir Iengur munn- legum samningum sem fyrrum tfðkuðust í öllum minni hátt ar tilvikum; ailt verður að vera skriflegt. En fæstir gera sér skýra grein fyrir hvernig skrif legur samningur — um fast- eignakaup t.d. — á að vera svo löglegum formsatriðum sé full- nægt. Eftir á eru slíkir samn- ingar oft túlkaðir á mismun- andi vegu þó samdir séu af lög- lærðum mönnum en afleiðingin verður málaþras sem engan enda tekur. Þá gerist ekki óal- gengt að ágreiningur rfsi út af sameignum en sá tfmi nálgast nú óðum að flestir fslendingar eigi heima í fjölbýlishúsum. Og þar er margt ljón og lamb sem illa gengur að finna sína para- dís. Málefni félaga verða flókn- ari með hverju árinu sem líður. Er nærtækast að minna á kjara- samninga sem eru nú orðnir svo viðamiklir og margbrotnir að samningsaðilar ráða ekki lerigur við að koma þeim saman sjálfir heldur verður að kveða til hóp sérfræðinga sem ganga að vísu undir „sátta“ nöfnum: sáttasemjarar og sáttanefndir. I fslenskum bókmenntum úir og grúir af dæmum um laga- flækjur og málaþras. Frægasta dæmið er Njála. Fleiri Islend- ingasögur mætti nefna. I forn- sögunum læra menn lög til að fara í kringum þau. Slfkt er enn til. tslandsklukkan er frásaga af spilltu réttarfari undir ein- ræðisstjórn og á vafalaust að höfða til nútfmans enda gerast margar þess konar sögur í raun- veruleikanum nú á dögum. A sfðari árum hafa fslenskir fræðimenn gjarnan notað dómsmál fyrri alda (af því um þau ein eru til fullkomnar skriflegar heimildir) til að sjóða upp úr þeim alls konar æsispennandi skemmtisögur og hafa hlotið lof fyrir. Sér f lagi hafa þeir gert sér far um að grafa upp afbrotamál að ó- gleymdum barneignamálum sem verið hafa í orðsins fyllsta skilningi vinsæl lesning. Hins vegar hafa sömu höf- undar lftt hætt sér inn á svið dómsmála dagsins f dag og er þó af ærnu að taka. Og vissu- lega stæðu slfk mál okkur nær en margra alda gömul barn- eignamál. En þar kemur til skjalanna furðuleg hefð sem segir að maður sé friðhelgur meðan hann lifir en óhelgur eftir að hann og hans nánustu eru dauðir, þá má segja um hann hvað sem er. Ég fagna útkomu áður- nefndra lögbóka og vona að þær verði notaðar af fleirum en þeim sem grúska f lögum til þess eins að fara f kringum þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.