Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JULl 1975 17 fclk í fréttum + Jacqueline Kennedy virðist nú hafa fundið sér nýjan „vin“. Hinn 45 ára gamla piparsvein, Karl Katz. Jacqueline hitti hann fyrst fyrir nokkrum mán- uðum, þegar hún ætlaði að skrifa grein um Ijósmyndun f New Yorker Magazine. Karl Katz er einn af stofnendum International Center of Photo- graphy, og er framkvæmdar- stjóri Metropolitan Museum of Art. Þau Jacqueline og Karl Katz eiga mörg sameiginleg áhugamál þar á meðal Ijós- myndun; Jacqueline er útlærð- ur Ijósmyndari..., og það leikur enginn vafi á þvf að það eru áhrif frá Karli sem hafa fengið Jacqueline til þess að snúa sér aftur að Ijósmyndun og biaðamennsku. Hún hefur til dæmis skrifað og tekið Ijós- myndir fyrir mörg af stærstu dagblöðum og tímaritum í Bandaríkjunum. — Karl Katz er fæddur f Brooklyn, og sagt er að hann sé sérlega heillandi og skemmtilegur maður. Hann ku Ifkjast Henry Kissinger f útliti og er gyðingur eins og Kissinger. Hann hefur einnig bæði búið og starfað í Israel og var um tfma forstjóri Listasafns Jerusalem-borgar- sem hann byggði frá grunni. Seinna varð hann forstjóri gyðinga-safnsins í New York og höf svo störf hjá Metropolitan safninu árið 1971. Nýlega dvaldist hann ásamt Jacqueline og syni hennar John Kennedy f grfska eyja- hafinu. + Norðmenn eru áhugasamir knattspyrnuiðkendur og þar er leikin knattspvrna i 7 deildum og í ótalmörgum riðlum í norsku meistarakeppninni. Auk þess fara svo fram ýmis önnur héraðs-, svæða- og fylkja- möt í öllum aldursflokkum, að ógleymdum öllum fyrirtækja- mótunum, sem ekki eru fá. Sjálfsagt á landinn fulltrúa í nokkrunt þessara Iiða og fyrir skömmu rákumst við á með- fylgja'ndi mynd úr norska blað- inu Akershus Amstidende. Þar er greint frá toppliðinu í einum af riðlunum i 6. deildinni, liði Norska landbúnaðarháskólans. Þar er tveimur íslenzkum leik- mönnum mikið hrósað og þeim ekki minnst þakkað það að Land búnaðarháskólinn er nú á toppnum í riðlinum. Islenzku leikmennirnir I liðinu er kallaðir klettar i vörninni, en þeir eru Guðmundur Stefáns- son markvörður, sem heldur á knettinum og Þórarinn Egill Sveinsson sem stendur að baki honum. + Myndin af Apollo- geimförunum er tekin um borð í New Orleans skömmu eftir að þeir lentu í Kyrrahafinu 270 mílur vestur af Hondulu. Að baki geimfaranna sjáum við NASA-lækninn, Donald E. Stulken ræða f sfma við Ford forseta um heilsufar geimfar- anna. + Amin, Ugandaforseti afhjúpaði fyrir nokkrum dögum styttu af sjálfum sér í Nairobi — Þar trjónir styttan og hefur útsýni yfir Victoríu- vatnið. — Á myndinni sézt vel að allir eru afskaplega hrifnir af styttunni — og ekki sfzt sjálfur forsetinn. Litir: Svart og Brúnt/ Beige Verð: 4.955 Litur: Hvitt og Millibrúnt Verð 4.955 Litur: Rauðbrúnt Verð 4.955. Litir: Gult, hvítt og dökk brúnt Verð 4.640. Litur: Millibrúnt Verð: 4.640 Litir: Hvítt og millibrúnt Verð 4.640 Litir: Beige og millibrúnt Verð 4.640 Litir: Hvítt og rautt Verð 4.955 Allir skórnir eru úr mjúku leðri, leðurfóðraðir og leðursólaðir. Fáanlegir i stærðum 36—41. Miðbæjarmarkaði — simi 19494.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.