Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JULl 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen lækinn. Hvammurinn er svo víður, að vel mætti búa þar til tíu kúna tún eða meira. Grasið í hvamminum var eins og á öllu harðvelli, sem vantar rækt og áburð, harla lágvaxið en kringum steinana og þar, sem kindurnar hingað og þangað voru vanar að bæla sig, stóðu upp fagrir og þéttir grastoppar grænir sem smaragð. Þar af mátti sjá, hvílíkur frjóvgunarkraftur lá þar dulinn í jörðunni. Veðrið var blítt og hvammurinn ofur hýr, og því var ekki að furða, að blíða og fegurð náttúrunnar yrði að fá á hvern þann, er guð hafði gefið athugasöm augu og viðkvæmt brjóst til að skoða og dást að hans handaverkum. Indriði víkur sér þá að konu sinni og segir: Elskan mín! Ég sé að þér lízt vel á þig. Þenna hvamm hefur guð ætlað til þess, að einhver skyldi búa í honum og gjöra grundina þá arna að túni, eða heldurðu ekki það? Þetta er nú Fagrihvammur sem ég hef talað um við þig, og hvergi vil ég búa annars staðar en hér; skoðaðu, hérna á balanum sést enn fyrir tóftinni t—COSPER---------- — Fáum við kauphækkun eða ekki... ? S_______________________________________/ af húsinu mínu; nú verður að reisa það við og stækka það, svo við getum bæði verið í því, því nú skilur áin okkur ekki lengur. Ónei, hjartað mitt, sagði Sigríður og hljóp í fangið á manni sínum og lagði báðar hendur um hálsinn á honum; þökkum við guði fyrir að hann hefur látið æskuóskir okkar rætast. Þau hjónin skemmtu sér um hríð og skoðuðu landið í og umhverfis hvamminn og riðu síðan heim, og sagði nú Indriði konu sinni greinilegar frá fyrirætlun sinni, að reisa þar bæ í hvamminum, og að faðir hans hefði gefið honum land þar fram um dalinn, og hefði þó Indriðahóll ærið landrými eftir. Sigríður féllst á þessa ráðagjörð; og þegar um vorið lét Indriði efna til bæjargjörðar og hafði að þeim starfa marga menn, og sjálfur telgdi hann viðu alla; en til þess að koma sem fyrst rækt í túnstæðið og afla sér áburðar til næsta vors, fékk hann af föður sínum að hafa selstöðu í Fagra- hvammi um sumarið og hafði þar færi- kvíar á vellinum, en lét kýrnar liggja inni um nætur. Um haustið var Indriði búinn að koma Pétur prangari „Við erum búnir að segja þér það, að hún eigi að fá malarasoninn fyrir mann,“ sögðu spámennirnir. ,,Já, það er nú gott og blessað," sagði Pétur prangari, ,,en það hefir nú eitt- hvað komið fyrir hann, líklega er hann dauður, og gæti ég fengið að vita, hver á að verða maðurinn hennar dóttur minn- ar, þá skyldi ég gjarna borga ykkur tvö hundruð dali.“ Aftur fóru spámennirnir að glápa á stjörnurnar, en svo reiddust þeir og sögðu: „Hún á samt að giftast malarasyn- inum, sem þú settir út í ána, og ætlaðir að koma fyrir kattarnef, því hann lifir enn, og er í myllunni sem er þarna," og þeir tiltóku hvar hún væri. Pétur prangari lét þá hafa tvö hundruð dali fyrir spádóm- inn, og hugsaði að einhvern veginn mætti losa sig við þenna malarason. Það var fyrsta verk Péturs, eftir að hann var kominn heim, að fara til myll- unnar, þar sem drengurinn var. Þá var MORÖllN-í?'^ KAFffNO \\ í Þorir þú að veðja að þetta sé Sætsúpu-rauður I klefa 8? Sf&sSlúWD ^ -J Kvikmyndahandrit aö morði Eftir Lillian O'Donnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 8 yrði hún að fá frf á kvöldin vegna sýninga. Þetta var einhver óþekktur leikflokkur, sem kallaði sig Kirkjuleikflokkinn og leikrit- ið heitir „hið dularfulla krafta- verk“. Mér fannst þetta satt að segja hálf tilgerðarlegt, en hún var upptendruð af áhuga. Ég get ekki nejtað að ég varð undrandi. Þér verðið að taka með I reikning- inn að meðal starfsfólks míns er mikil hreyfing, fóik kemur og fer og sumir þykjast vera efnilegir leikarar á uppleíð og hafa um það mörg orð. Og eíginlega finnst þeim starfið vera fyrir neðan þeirra virðingu. Stöðugt tal um æfingar og svo framvegis og sleg- ið er um sig með nöfnum þekktra leikara sem þessi smástirni þykj- ast kannast við. Þetta er svo sem saklaust og við hin erum ekki ginnkeypt fyrir þvf. En Mary Hodgin var ekki þannig, hún hafði ekki minnst á þetta einu orði. Mér þótti afleitt að missa hana, en ég vissi að gæfi ég henni ekki frf myndi hún segja upp starfi, svo að ég lét það eftir henni. Það var frumsýning á leiknum á laugardagskvöldi og þess vegna var ekki skrífað um það daginn eftir en á mánudeginum komu leikdómarnir — og þeir voru nú ekkert slor! Þetta virtist þykja hinn mesti viðburður og gagnrýn- andi Times sagði að þetta hefði verið áhrifamikill sorgarleikur og leikur Mary heillandi og ég veit ekki hvað,Við borð lá að ég liði út af f undrun og það sama gilti um hin sem vinna hérna hjá mér. Ég flýtti mér að hringja til hennar og óska til hamingju. Ég hafði ekki búizt við að sjá hana aftur fyrr en fjórtán dögum sfðar, en strax daginn eftir kom hún þjótandi hingað ásamt umboðs- manni sfnum William Hagcn og hópi biaðamanna og Ijósmyndara. Hún kom hingað til að — eins og hún orðaði það — til að biðja afsökunar — ja, þá var mér nú öllum lokið — á þvf að hún yrði að segja upp! Hún hafði fengið tilboð frá Hollywood um að snúa þangað aftur og þegið það. Og þá loksins sagði hún mér deili á sér. Papas andvarpaði þungan, tæmdi úr bollanum sfnum og hélt áfram. — Hafið þér nokkurn tfma séð Mariettu Shaw f kvikmynd? Hún var hreint út sagt undursamleg! En það var ekkert samanborið við það hvernig hún var f viðmóti þcnnandag ... — Þekkið þéí Arthur Talmey? spurði Link. — Prófessorinn? Já, dálftið. Hann kom hingað á hverjum föstudegi og beið eftir henni þar til hún var búin f vinnunni. Ég er ekki viss um að þau hafi hitzt oft f vikunni vegna þess að hann var við kennslu f Stony Brook. — Hittust þau hér á kaffistof- unni? — I fyrsta skipti eigið þér við? Mary var ekki svoleiðis, mót- mælti Papas sármóðgaður. — Og hann reyndar ekki heldur ... — Vissi prófessorinn að Mary Hudgin og Marietta Shaw voru ein og sama manneskjan? Papas hrukkaði ennið hugs- andí. — Hann var að minnsta kosti heillaður af henni, hann kom fram við hana eins og konungs- dóttur ... en að öðru leyti er hann feiminn og hlédrægur f fram- komu. Ég hef á tilfinningunni að hefði hann fengið að vita hver hún var f rauninni hefði hann kannski siitið sambandinu. — Hann hefur sem sagt ekkert vitað um það fyrr en eftir frum- sýnínguna á leikritinu? — Tja, ég hef að minnsta kosti ekki séð hann sfðan, svo að ... En á hinn bóginn vissum við þetta öll hér og hún dró enga dul á það lengur. — Hann hefur þá ekki verið hérna daginn sem hún kom með umboðsmanninum og blaðamönn- unum? — Nei, hann hefur sjálfsagt verið upptekinn við kennsluna. Nú var farið að fækka f veit- ingastofunni og nokkrir þjónar voru að setja stóla upp á borð og búa undir hreingerningu. Það var eins og sorg og örvænting Papas hvfldi þungt yfir auðum salnum. — Við ætluðum öll hér að fara út á flugvöll á morgun og kveðja hana. Ég hafði pantað stóra biómakörfu og keypt nokkrar kampavfnsflöskur ... Við ætluð- um nú að halda upp á þetta á þann hátt... Link gekk hægum skrefum eft- ir götunni. Audvitað mundi hann eftir Mariettu Shaw — hver mundi ekki eftir henni. Hann minntist hennar sem einnar sfð- ustu stórstjörnu Hollywood. En sfðustu þrjú fjögur árin hafði hún ekki leikið í kvikmynd og hafði horfið úr sviðsljósinu. Talmey hafði kallað hana Mari- ettu f sfmanum og Link hafði haldið það vera gælunafn fyrir Mary. Talmey hafði nefnt hana það tvfvegis. Talmey hafði einnig nefnt nafn umboðsmanns hennar. David gekk inn f uppganginn og gat ekki varizt þvf að brjóta heil- ann um það, hvers vegna þessi stúlka, sem hafði verið fræg og dáð kvikmyndastjarna hafði setzt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.