Morgunblaðið - 09.08.1975, Page 1
32 SIÐUR OG LESBOK
178. tbl. 63. árg LAUGARDAGUR 9. ÁGUST 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
í N-Noregi
Bodö, 8. ágúst. NTB.
NOKKUR norsk herskip
leita að„ ókunnugum kaf-
báti sem tveir sjómenn
telja sig hafa séð á Tysfirði
í Norður-Noregi. *
Talsmaður herstjórn-
arinnar f Norður-Noregi
sagði í dag að enn hefði
ekki tekizt að sanna að f
raun og veru væri um kaf-
bát að ræða.
Fyrir þremur árum var
mikil leit gerð að ókunn-
ugum kafbát á Sognsæ.
Upplýst var að kafbáturinn
hefði verið pólskur.
Tvær Orion-flugvélar
hafa tekið þátt í leitinni, en
síðdegis í dag var ákveðið
að þær skyldu hætta henni.
Herskipin halda hins vegar
áfram * að leita þar til
öðruvísi verður ákveðið.
Sjómennirnir töldu sig
sjá kafbátinn um hádegi í
gær og tilkynntu það léns-
manninum í Tysfirði sem
gerði herstjórninni í Bodö
viðvart.
Skömmu siðar voru
Orion-flugvélarnar sendar
á vettvang og leit var hafin
úr herskipum. Tveir fall-
byssubátar tóku sér stöðu í
mynni fjarðarins.
Sjómennirnir sögðu að
þeir hefðu séð útsýnisturn
kafbáts undir haffletinum.
Seinna kom í Ijós að fleira
fólk á þessum slóðum taldi
sig hafa séð kafbátinn.
Veður var gott á þessum
slóðum og sjómennirnir
sögðu að kafbáturinn hefði
siglt inn í fjörðinn og
horfið sjónum.
Simamynd AP
MÓTMÆLI — Frá mótmælaaðgerðunum gegn kommúnistum í Norður-Portúgal.
Reiður bóndi á fundi í háskólabænum Coimbra.
Ný stjórn Goncalves
hótar hörku og kúgun
Lissabon, 8. ágúst. AP. Reuter.
VASCO Goncalves forsætisráð-
herra lýsti þvf yfir þegar hann
Stjórn Breta
missir fylgi
London, 8. ágúst. Reuter.
IHALDSFLOKKURINN í Bret-
landi hefur 14% meira fylgi en
Verkamannaflokkurinn sam-
kvæmt skoðanakönnun sem birt
var f dag.
Niðurstöður könnunarinnar
vekja mikla ánægju i Ihalds-
flokknum, en kosningar fara ekki
fram fyrr en að minnsta kosti
fjórum árum liðnum nema
stjórnin falli.
60% þeirra sem spurðir voru
töldu stjórnipa standa sig illa í
baráttunni gegn verðbólgu og
samdrætti í efnahagslífinu. 46%
töldu Harold Wilson standa sig
vel I starfi forsætisráðherra, en
44% töldu hann standa sig illa.
Aðeins 27% töldu Verkamanna-
flokkinn standa sig vel i stjórn, en
43% töldu að Ihaldsflokkurinn
mundi standa sig vel I stjórn.
Aðeins 40% töldu að frú Marga-
ret Thatcher yrði góður forsætis-
ráðherra miðað við 52% í febrúar.
31% vildi samsteypustjórn
Verkamannaflokksins, íhalds-
flokksins og Frjálslynda flokksins
miðað við 25% I október.
myndaði nýja bráðabirgðastjórn f
Portúgal f dag að þeir sem berð-
ust gegn henni yrðu beittir
„hörku og kúgun“.
Hann viðurkenndi að honum
hefði gengið erfiðlega að mynda
stjórnina og varaði þjóðina við
þvf að hún gæti átt von á nýjum
sparnaðarráðstöfunum.
Fjórir hafa beðið bana og tugir
særzt f mótmælaaðgerðum gegn
kommúnistum f Norður-Portúgal.
Átökin hafa leitt til þess að
stjórnin hefur neyðzt til að senda
landgönguliða þangað, óttazt er
að þau geti breiðzt út til höfuð-
borgarinnar og leitt til borgara-
styrjaldar og Goncalves sagði að
þjóðin væri stödd „á erfiðasta
tfma byltingarinnar“.
„I baráttunni gegn þvi nýfas-
istíska fyrirbæri, sem hefur
magnazt að undanförnu í landi
okkar, verður beitt hörku og kúg-
un,“ sagði Goncalves.
Ræðu Goncalves var sjónvarpað
og hún vakti mikla reiði i Norður-
Portúgal. Menn hræktu þegar
nöfn nýju ráðherranna voru lesin
upp. Á einum stað dró maður
nokkur upp skammbyssu og gerði
sig líklegan til að skjóta af henni
þegar hann heyrði nöfn hinna röt-
tæku ráðherra.
Fernando da Costa Gomes for-
seti hvatti landsmenn til að gæta
stillingar vegna átakanna að und-
anförnu og andstöðu gegn stjórn-
inni í hernum og sagði að nýja
’sTjornin væri „bráðabirgðalausn“.
Framhald á bls. 31
Gíslar heim
frá Tripoli
Tripoli, 8. ágúst. AP. Reuter.
FJÓRIR gfslar skæruliðanna úr
japanska Rauða hernum og nfu
manna áhöfn flugvélar, sem flutti
þá til Tripoli f Libýu frá Kuala
Lumpur f Malaysfu, fóru flugleið-
is f dag til Kafró og halda áfram
Úrsögn Grænlands
úr EBE yfirvofandi
Aðeins 200 milna útfœrsla EBE talin geta hindrað það
0 Á GRÆNLANDI, stærstu
eyju heims þar sem búa aðeins
46.000 manns, flestir Eskimóar,
verður sfðar á þessu ári gengið
til þjóðaratkvæðagreiðslu um
áframhaldandi aðild að Efna-
hagsbandalgi Evrópu. Græn-
land er, sem kunnugt er, hluti
danska rfkisins og á tvo þing-
menn á danska þinginu. En
þetta mun breytast fljótlega. I
sameiginlegri grænlenzk-
danskri skýrslu um framtfð
landsins, sem birt verður bráð-
lega er mælt með því að Græn-
land verði „sjálfstjórnarþjóð-
félag" sem hafi eigin stjórn á
efnahagsmálum sínuúi. Og fyr-
ir skömmu tjáði EBE-ráðherra
Dana, Ivar Nörgaard samráð-
herrum sfnum innan banda-
lagsins, að slfk breyting gæti
leitt til þess að Grænland segði
sig ú EBE, að þvf er fram
kemur f nýlegri grein f Inter-
national Herald Tribune.
Nörgaard benti á að þegar
Danir hefðu með miklum meiri-
hluta samþykkt aðild að EBE,
hefði Grænland verið eina hér-
aðið sem var á móti, með næst-
um 70% meirihluta. Danska
rikisstjórnin hefur reynt siðan
að gera EBE-aðild eins lokk-
andi og unnt er fyrir Grænlend-
Framhald á bls. 31
ferð sinni til Tokyo á morgun.
Gfslarnir og skæruliðarnir virðast
vera við góða heilsu.
Samkvæmt góðum heimildum
mun þjóðarleiðtogi Libýu,
Moammar Gaddafy ofursti, sjálf-
ur ákveða hvað eigi að gera við
skæruliðana og yfirleitt er álitið
að hann leyfi þeim að fara úr
landi svo lítið beri á. Starfsmaður
japanska utanrfkisráðuneytisins
sagði f dag að Japanar mundu
Framhald á bls. 31
FANGAR — Tveir af fimm
japönskum föngum sem voru
látnir lausir I skiptum fyrir 50
gfsla liðsmanna japanska Rauða
hersins f bandaríska sendiráðinu
f Kuala Lumpur. Þeir eru báðir
handjárnaðir og sjást hér stfga út
úr flugvélinni sem flutti þá til
Kuala Lumpur eftir skoðun f
Tokyo. Nú eru þeir komnir til
Libýu ásamt mannræningjunum.
„ Viðbúnir
deilum um
200 mílur”
Vancouver, 8. ágúst. AP.
EINAR Ágústsson utanrfkis-
ráðhcrra sagði f viðtali f dag að
tslendingar gerðu ráð fyrir að
útfærsla landhelginnar f 200
mílur hefði f för með sér erfið-
leika gagnvart Rússum,
Austur-Þjóðverjum og Pól-
verjum, vegna veiða þessara
þjóða við tsland.
„Við teljum að eina leiðin til
að varðveita fiskstofninn sé að
færa út landhelgina,“ sagði
hann. „Ég vil einnig leggja
Framhald á bls. 31
Kafbátsleit