Morgunblaðið - 09.08.1975, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1975
Gvlíi Ægisson í
nndárlepm búningi
Fyrir það eitt, að vera sá sem
hann er, fyrirgefst Gylfa Ægis-
syni ýmislegt, sem öðrum
músfköntum yrði að falli. Gylfi
er svo sem ekki meiriháttar
tónlistarmaður, en hann er
samt sem áður einn sá sannasti
og einlægasti, sem fram hefur
komið hérlendis frá upphafi.
Gylfi Ægisson er sjómaður og
er stoltur af því. Hann semur
lög og ljóð um líf sitt, gleði þess
og sorgir, og nær undantekn-
ingarlaust eru gleðin og sorgin
blönduð brennivíni og lausum
konum. Kryddið er sjávarselt
an.
Það er margt afar líkt með
Gylfa og ýmsum bandarfsku
trúbadúranna, sem flækjast úr
einum stað í annan, syngja um
þjóðvegi, járnbrautarlestir,
horfnar ástir, dapra æsku og
óslökkvandi þrá, sem þeir geta
ekki skilið eða skilgreint.
Stundum eru þeir svo glaðir, að
þeir eiga allan heiminn og ham-
ingjar blasir við þeim en þess á
milli (í timburmönnunum) er
ekkert framundan nema kol-
svart hyldýpið.
1 laginu „Snemma á kvöldin"
segir Gylfi:
„Snemma á kvöldín dregin er fram flaska,
og farið f huganum á rall.
Hugsað um hvort eigi nú að braska
f hinni eða þessari eftir ball.
Þegar bokkan hálfnuð er,*skapið heldur
hýrna fer,
og hugurinn stækkar eftir því.
Þá bindi hneppt er að,
sfðan haldið er af stað
á kvennafar og fyllirf.“
Þama leikur allt í lyndi; landlega, út-
borgun yfirstaðin, gott ball í samkomuhús-
inu. En ekki horfir alltaf jafn glæsilega,
eins og hann lýsir í lagvfsunni „Drykkju-
maðurinn":
„Hér sit ég nú dapur
og glápi ágler,
já, galtóma hálfflösku
glotta viðmér.
Allt saman horfið, nú
ekkert ég á
og enginn mig þekkir,
hvar á ég aðslá?
Vinirnir horfnir og konan mfn kær
kvaddi mig grátandi
á gólfinu f gær.
ó, guð minn á himnum,
miskunna mér,
meðheigulskap héðan
af jörðinni fer.“
Gylfi syngur 9 af tólf lögum plötunnar
sjálfur, eitt syngur Linda Gfsladóttir (sem
er svo lík Shady Owens, að það er hálfpart-
inn vandræðalegt) og tvöeru instrúment-
ál. Hljóðfæraleikur er allur góður og radd-
ir alltaf réttar, en hér er komið að megin-
galla plötunnar: Hljóðfæraleikurinn og
bakraddir Hljóma eiga í rauninni ekkert
skylt við það, sem Gylfi er að syngja.
Bakraddimar eru til dæmis svo afskap-
lega eintóna og fábreyttar, að eftir tvö eða
þrjú lög eru þær orðnar áberandi leiðin-
legar.
ÖIl lögin — utan eitt — eru eftir Gylfa
og eru heldur keimlík — en eins og sagði
i upphafi, þá líðst Gylfa ýmislegt, sem
öðrum liðist ekki. Ég er sjálfur mikill
aðdáandi Gylfa Ægissonar og er þess
vegna alls ekki viss um, að þessi plata sé
mjög góð hugmynd. Einhvern tfma á
Þjóðhátíð i Vestmannaeyjum, þar sem
Gylfi hefur dvalist í nokkur ár, heyrði ég
upp úr hádeginu leikin nokkur lög eftir
hann af segulbandi. Upptakan hafði ver-
ið gerð I verbúð í Eyjum og Gylfi söng
sjálfur við eigin gítarundirleik. Líklega
var hann búinn með eins og hálfa. Þá
þótti mér miklu sannara og líkara Gylfa
Ægissyni.
En Hljómar vita hvað þeir eru að gera
og platan á örugglega eftir að rjúka út.
— ó.vald.
BJÖRGVIN GlSLA-
SON, gítar- og hljóm-
borðsleikari Pelican:
k Lag hans, „Recall to
Reality" kynnt um
öll Norðurlönd.
„Lítil flnga”
Pelican í ntvarpi
í M og
Skandinávín
Hin nýja
hljómplata Peli-
can, „Lítil
fluga“, hefur að
undanförnu ver-
ið leikin töluvert
í FM-útvarps-
stöðvum á því
svæði vestan-
hafs, þar sem
hljómsveitin fór
um á þeim tíma
er unnið var að
gerð plötunnar.
Samkvæmt þeim
fregnum, sem
piltunum hafa
borist, hafa við-
tökur verið góð-
ar og fjöldi fólks
spurst fyrir um
plötuna. Minna
hefur verið leik-
ið af „Lítilli
flugu“ í AM-
útvarpsstöðvum,
sem yfirleitt
leika léttari tón-
list.
Þá gerðist það
aðeins örfáum
dögum eftir að
platan kom út
hérlendis, að
hún var kynnt í
útvarpsþættin- .
um „Radio
Sweden“, sem
útvarpað er sam-
tímis um Skandi-
navíu alla. Var
kynnt lagið
„Recall to Real-
ity“ eftir Björg-
vin Gíslason.
Ekki er þetta í
fyrsta skipti,
sem Pelican er
kynnt í útvarpi á
Norðurlöndum.
„Uppteknir“ var
kynnt í nokkrum
útvarpsþáttum í
Danmörku og
Svíþjóð, eins og
fram kom á þeim
tíma, og „Á
Sprengisandi" í
búningi Pelican
vakti töluverða
athygli í Dan-
mörku.
Er Stuttsíðan
spurðist fyrir
um hvað liði
samningagerð
Pelican í Banda-
ríkjunum feng-
ust þau svör, að
málið væri „á
lokastigi“.
Jakob seinn íyrir
JAKOB MAGNUSSON — kemur nú með tvær negrapfur og
Hvítárbakkatríóið. Myndin var tekin í Festi í Grindavík þegar
Jakob stóð í sfðasta Islandsævintýri sfnu ásamt Long John Baldry
og Riverbandinu.
Gnnnar Þorðarson
vinnnr að
sólóplöto í London
Gunnar Þórðarson,
sem nú er búsettur f
Lundúnum, vinnur
um þessar mundir að
langþráðri sðlóplötu
sinni, sem gefin
verður út á merki
Hljóma, fyrirtækis-
ins, sem hann á sjálf-
ur ásamt Rúnari
Júlfussyni og fleir-
um.
Að sögn kunningja
Gunnars og vina,
sem hafa samband
við hann, hefur hon-
um gengið vel þar
ytra og hefur hann
það ágætt ásamt f jöl-
skyldu sinni.
Mun hann vera
eitthvað farinn að
fást við stúdfóvinnu
fyrir ýmsa aðila, en
það var einn aðaltil-
gangur farar Gunn-
ars til Bretlands,
ásamt þvf að reyna
að koma sjálfum sér
og lögum sfnum á
framfæri við ýmis
útgáfufyrirtæki.
Stuttsfðan bfður
nú nánari frétta af
Gunnari Þórðarsyni,
sem fslenskt popp á
svo mikið og gott að
þakka, og verður les-
endum haldið við
efnið.
Gl’NNAR ÞORÐARSON:
Hann ætiar sjálfur aó spila
á gítar, ptanó og bassa á
nýju piötunm sinní en
tromraari er fyrrum
trommuleikari Clíff Rich-
ards.
1
ilLotus a
aröahliomsveitin
á leio suður
A ferðalagi Stuttsíðunnar um
Austfirði í síðustu viku urðu
margir til að geta hljómsveitar-
innar „Lótus“, sem starfar á
Norðfirði og víðar um lands-
fjórðunginn. Lótus, ásamt Eins-
dæmi, er aðalhljómsveitin á
Austfjörðum og hefur Ieikið
vítt og breitt í allt sumar.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
tókst Stuttsíðunni ekki að kom-
ast í samband við Lótus og því
er ekki hægt að staðfesta þá
fullyrðingu austfirskra kunn-
ingja Stuttsfðunnar, að Lótus
hyggist koma til Reykjavíkur í
haust og starfa í höfuðborginni
f vetur. Væri það kærkomin
viðbót við tónlistarlíf höfuð-
borgarinnar, jafnvel þótt ekki
væri nema um stutta heimsókn
að ræða. Hljómsveitin Lótus er
sögð á hard-rock lfnunni og
standa sig með prýði.
Hin svokallaða „Whitebach-
man Trio“ Jakobs Magnússon-
ar, sem átti að koma til landsins
fyrir helgina, hefur orðið að
fresta Islandsförinni vegna
anna Jakobs í London, að þvf er
umboðsmenn Jakobs hérlendis,
Demant h/f, hafa tjáð Stuttsíð-
unni.
Jakob átti að skemmta í Loga-
landi, Borgarfirði, og Hvamms-
tanga nú um helgina en þar
sem hann kemur ekki til lands-
ins fyrr en á þriðjudaginn verð-
ur að sjálfsögðu ekki af þeim
skemmtunum. Byrjar Jakob því
á Hofsósi á föstudaginn, síðan
verður hann ásamt meðleikur-
um sfnum í Skjólbrekku, Mý-
vatnssveit, á laugardaginn og
klykkir út helginni f Sjálfstæð-
ishúsinu á Akureyri á sunnu-
dagskvöldið.
í tríói Jakobs eru auk hans
þrír hljóðfæraleikarar (þannig
að um kvartett er að ræða þrátt
fyrir nafnið) og með þeim
syngja tvær þeldökkar stúlkur,
sem munu hafa lýst miklum
áhuga sínum á að komast f
kynni við íslenska karlmertn
meðan á dvölinni stendur. Er
þvf fyrirsjáanlegt, að heitasta
ósk einhverra landa á eftir að
rætast á næstunni.
— Það hefur náttúrlega sín
vandamál í för með sér að fá
allt í einu boð um að hingað-
komu Jakobs og trfósins seinki,
sagði Helgi Steingrímsson hjá
Demant í samtali við Stuttsið-
una fyrir helgina, — en það er
búið að gjörbreyta áætlun hans
tvisvar áður, svo maður er ha:tt-
ur að kippa sér upp við það.