Morgunblaðið - 09.08.1975, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGtJST 1975
% Norrænt kristilegt stúdentamót í Laugardals-
höll
0 Fjöldi erlendra þátttakenda sem ...
Torkennileg tunga
... réttir nokkuð úr gjaldeyriskútnum
Er liður í margumræddu norrænu samstarfi
torkennilega tungu talaða.
Kemur f ljós að þetta er al-
Bjuggumst við 500—600
Þrátt fyrir mikíð annriki gat
Gíslf Jónasson sér tíma til að
tala við tíðindamann Kross-
gatna um undirbúning og fram-
kvæmd norræna kristilega
stúdentamótsins sem haldið er
þessa dagana. Gísli er skrif-
stofustjóri mótsins.
Hvenær hófst undirbúningur
að þessu móti?
„Undirbúningur hófst fyrir
tveim árum. Var þá stofnuð
undirbúningsnefnd sem hóf
þegar að starfa. Kannaði hún
ferðir til landsins, útvegaði
húsnæði sem átti að vera M.H.
og leitað var tilboða í allan mat
á mótið.“
Hvenær byrjaði sfðan
innritun á mótið?
„Hún hófst í marz og apríl
sfðastliðnum. Við bjuggumst
við í upphafi að fjöldinn yrði
um 500—600 og var allur undir-
búningur miðaður viðþað', en
þegar tölur tóku að berast til
okkar var Ijóst að fjöldi er-
lendra þátttakenda mundi fara
yfir 1000. Endanlegur fjöldi
varð svo 1360. Þetta hafði það f
för með sér að við urðum að
færa allt mótssvæðið frá M.H. í
stærsta fáanlega húsið i
Reykjavík, Laugardalshöllina.
Þessi flutningur gerði okkur
talsvert erfitt fyrir en allt gekk
þetta vel að lokum."
Það hlýtur að hafa verið
erfitt að taka á móti svona mikl-
um fjölda og koma honum
fyrir?
„Jú, það var að mörgu leyti
erfitt. Flugið dreifðist á svo
langan tíma og fólkið kom á
öllum tímum sólarhringsins.
Fólkið var keyrt frá Keflavík-
urflugvelli inn f Laugardals-
höll. Þar fengu allir mótsgögn
og upplýsingar um svefnstað.
Sfðan voru Borgaryfirvöld svo
almennileg að lána okkur
strætisvagna til að flytja fólkið
frá Laugardalshöll á svefnstað.
Þetta gekk allt fljótt og vel fyr-
ir sié.
Vlð þökkum Gfsla greið svör.
heimsmálið enska, sem hljómar
næsta torkennileg hér í öllum
samnorræna vaðlinum. Þetta
eru þá tveir Bretar, sem komnir
eru hingað út til mótsins.
Annar þeirra, David Turner,
kveðst hafa nýlokið Iögfræði-
prófi frá Lundúnaháskóla og sé
nú að taka sitt kandídatsár á
lögfræðistofu. Hann er Norður-
íri að uppruna, en hefur dvalið
öll sín háskólaár í London.
Turner segist hafa orðið
kristinn fyrir áhrif vina sinna á
N-Irlandi fyrir u.þ.b. fjórum ár-
um. Hann er nú f svokölluðu
landsráði Inter-Varsity Fellow-
ship á Bretlandi (Universities
and Colleges Christian Fellow-
ship). Það segir hann vera sam-
band smærri félaga (Unions),
er starfa í hinum ýmsu háskól-
um og kennaraskólum. Við
.spyrjum þá, hvernig þessi félög
hagi starfsemi sinni.
Félögin hafa 8—10 manna
framkvæmdanefnd. Innan
hennar eru störf er vfkja að
almennum stjórnarstörfum, en
aðrir sjá um bóka-, bæna-,
kristniboðs- og auglýsingamál
o.s.frv. I félögunum eru margir
bæna- og biblíuleshópar, sem
hittast einu sinni f viku. I þeim
eru 6—10 stúdentar, og koma
þeir tíðum saman á stúdenta-
görðunum og einnig ef færi
gefst milli fyrirlestra. Þá eru og
haldnir nokkrir stórfundir á
misseri í skólunum, t.d. á laug-
ardögum.
Fred Hughes er starfsmaður
IVF og hefur starf í kennarahá-
skólum sem sérverkefni. Að
sögn felst starfið i að halda
tengslum við hin einstöku
skólafélög með bréfaskriftum
og heimsóknum. Á ferðalögum
sínum tekur hann þátt í starfi
félaganna, fundum og slfku.
Hughes kveðst einnig vera for-
svarsmaður svokallaðs náms-
ráðs IVF.
Þeir félagar segjast ekki hafa
verið á Islandi áður, en séu hér
boðsgestir Kristilegs stúdenta-
félags.
Norræna mótið
nær einnig
út á land
I kaffiteriunni eftir eina
kvöldsamkomuna hittum við sr.
Jón Dalbú Hróbjartsson skóla-
prest, sem er stjórnandi móts-
ins:
Verður eitthvað um að vera
eftir mótið?
„Fimm hópar stúdenta, þrfr
frá Noregi og tveir frá Svíþjóð,
munu fara út á land til sam-
komuhalda, til Akureyrar,
Akraness, Stykkishólms,
Suðurnesja og þorpanna fyrir
austan fjall. Bæði verða
haldnar samkomur á þessum
stöðum og tekið þátt í guðsþjón-
ustum, einnig heimsóttar stofn-
anir og fyrirtæki og rætt við
fólk um kristna trú.
Islendingar verða með
hverjum hópi til að stjórna og
túlka á samkomunum."
Hversu lengi eftir mótið
stendur þetta?
„Þessi herferð mun standa f
4—5 daga þ.e. frá 13,—17.
ágúst. Þetta er einstakt tæki-
færi til að kynnast ungu fólki,
sem tekur kristindóminn alvar-
lega. Herferðirnar verða aug-
lýstar á hverjum stað og er
ástæða til að hvetja fólk til að
fylgjast með auglýsingum og
sækja samkomurnar vel.“
IkrdsseOtur
0 Það er ljóst að miklir fjár-
munir eru 1 veltunni við þetta
framtak. Sigurður Birgir Arn-
þórsson viðskiptafræðinemi er
gjaldkeri mótsins:
„Heildarútgjöld eru nálægt
15 millj. kr. Stærstu liðirnir
eru maturinn, sem við fáum frá
(Jtgarði, 8—9 millj. kr.( hús-
næðiskostnaður er rúmlega 3
millj. kr., aðrir liðir eru minni
s.s. Skálholtsferð ailra móts-
gesta, tæknibúnaður, túlkunar-
kerfi, sem var sérstaklega búið
fyrir mótið og skreyting."
Hvernig er mótið fjármagn-
að?
„Það er að mestu með móts-
gjöldunum sem nema rúmlega
13 millj. kr. þar að auki fáum
við styrki og höfum notið mjög
góðrar fyrirgreiðslu borgaryfir-
valda. Auk þess koma til ýmis
framlög.“
Er þá gert ráð fyrir að endar
nái saman?
„Öllum kostnaði er stillt
mjög f hóf og honum haldið
niðri. Mótsgjaldið hrekkur
ekki fyrir öllum kostnaði eins
og fram kom áðan en öll sjálf-
boðavinna félagsmanna sem
liggur að baki, basar og kaffi-
terfa, kemur vonandi til með að
hjálpa nokkuð upp á fjárhag-
inn.“
Heim-
draga
hleypt
Eins og fram kemur hér á síðun
um verða farnar svonefndar
Lelfur Þorsteinsson er einn af þeim sem hefur séö um ferðamálin, en eins og nærri má
geta er mikið verk að sjá mörg hundruð manns fyrir skoðunarferðum.
boðunarferðir eftir mótið en
fyrir hinn almenna þátttakanda
hefur ferðanefnd mótsins
skipulagt nokkrar skoðunar-
ferðir. Þótt megin tilgangur
flestra- erlendu gestanna með
ferðinni hingað sé mótið sjálft
nota þeir að sjálfsögðu tækifær-
ið til að skoða landið. Dags-
ferðir verða farnar dagana 13.
og 14. ágúst, um Reykjanes,
Borgarfjörð og Gullfoss og
Geysi og yfir 500 manns hafa
pantað far til Vestmannaeyja.
Ein Fokkervél Flugfélagsíns
verður í þeim flutningum I einn
og hálfan dag. Þrjár langar
ferðir verða, ein norður á
Sprengisand önnur í Þórsmörk
og ein gönguferð f Hvanngil. Er
búist við mjög mikilli þátttöku f
öllum þessum ferðum, en meira
en helmingur erlendu þátt-
takendanna verður hér nokkra
daga eftir mót. Síðustu móts-
gestirnir fara héðan 19.— 20.
ágúst.
I einu horni salarins f
Höllinni hittum við Hjalta
Hugason guðfræðinema, þar
sem hann var við bóksölu.
Hjalti er í stjórn K.S.F. og
hefur umsjón með bóksölu
félagsins.
Hvaða bækur selur þú hér?
„Hér er mikill fjöldi erlendra
titla, aðallega á ensku, auk þess
nokkuð á fslenzku. Af
íslenzkum bókum leggjum við
aðaláherzluna á Biblíuna og
þær bækur, sem K.S.F. hefur
gefið út. Nýjustu bækurnar eru
Smárit K.S.F. — fjögur fyrstu
ritin f nýjum flokki. Ég ætla að
reyna að leggja aðaláherzluna á
skýringarrit, handbækur og
annað þ.h. til aðstoðar við
biblfulestur."
Er mikil bókaútgáfa hjá hin-
um stúdentafélögunum?
„Kristileg bókaútgáfa á
Norðurlöndunum virðist blóm-
leg, hafa bæði Norðmenn og
Svfar komið með rit til
kynningar og taka þeir við
pöntunum. Bækur voru einnig
sendar á mótið frá Danmörku
en þær lentu f sjópósti."
Af hverju er svona útgáfa
stunduð?
„Yfirskrift þessa móts er:
Orð Guðs til þín og bókaútgáfa
kristilegra stúdentahreyfinga
miðar að þvf sama, að veita
Guðs orði til okkar, sem lifum f
dag og í því starfi hlýtur hún að
beita öllum leiðum f fjölmiðlun,
sem kostur er þ. á m. bókaút-
gáfu.“