Morgunblaðið - 09.08.1975, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGUST 1975
+ Móðir okkar MARGRÉT ARNDÍS GUÐBRANDSDÓTTIR, Veghúsastíg 1 lést 7. ágúst. Börnin.
+ Eiginmaður minn TRYGGVI LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON Flókagötu 15. er andaðist 1. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudag- inn 1 1 ágúst kl 1 5.00 F.h barna, tengdabarna og barnabarna Una Svava Jakobsdóttir.
+ Útför sonar mlns, föður okkar og bróður BIRGIS EINARS SIGURÐSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 1 2. ágúst kl. 3 e.h. Fyrir mlna hönd, dætra og systkina Petrína Jónsdóttir, Látraströnd 11, Seltjarnarnesi.
+ Þakka innilega hlýhug og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns LEIFS ÞÓRHALLSSONAR, deildarstjóra, Karfavogi 54. Fyrir hönd aðstandenda Hildegard Þórhallsson.
+ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar sonar mins og bróður HARÐARJÓHANNSSONAR. Friðrika Eggertsdóttir og systkini hins látna.
+ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar GUÐRÚNAR PÉTURSDÓTTUR, Hólmgarði 46. Sérstakar þakkir fyrir ágæta hjúkrun, og læknisþjónustu á Vífilsstaða- hæli. Gunnar Eysteinsson og börn.
+ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför SIGFÚSAR JÓNSSONAR, fyrrv. framkvæmdastjóra. Elín Jónsdóttir og aðrir aðstandendur.
+ Systkinin frá Gauksstöðum og aðrir aðstandendur þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og útför JÓHANNESARJÓNSSONAR, Gauksstöðum, Garði.
+ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viðandlát og útför FRIORIKS STEINSSONAR, bakara. Sérstakar þakkir til séra Sigurðar Sigurðarsonat Björgunarsveitarinnar Tryggva og lögreglunnar á Selfossi, einnig Hjálparsveit skáta Hafnar- firði Soffia Simonardóttir, Sigríður Friðriksdóttir, Árni Jóhannsson, Friðrik Friðriksson og barnabörn.
Geir Vigfússon Hall-
anda, Hraungerðishreppi
F. 3. júlí 1900.
D. 29. .ÍÚH 1975.
Geir Vigfússon bóndi í Hall-
anda f Hraungerðishreppi varð
bráðkvaddur 29. júlf síðastliðinn.
Utför hans verður gerð f dag frá
Hraungerðiskirkju.
Geir Vigfússon var fæddur 3.
júlí 1900 á Eyrarbakka. Foreldrar
hans voru hjónin Vigfús Vigfús-
son, síðast bóndi f Hallanda, og
Sigurveig Hildibrandsdóttir. Þau
fluttust að Hallanda árið 1921, en
hættu búskap borið 1924, er Geir
tók við búinu og jörðinni.
Geir ólst upp hjá foreldrum sín-
um í Gaulverjabæjarhreppi, og
var snemma bráðgjör og dugmik-
ill til vinnu. En árið 1921 urðu
þáttaskil í lífi hans, þegar foreldr-
ar hans fluttust búferlum að Hall-
anda. Hann trúlofaðist heima-
sætu frá Langholti, Margréti,
dóttur Þorsteins bónda þar. Þau
giftust árið 1924 og reistu bú í
Hallanda, hjáleigu frá Langholti.
Kynni Geirs og tengdir við
Langholtsfólkið hafði mikil áhrif
á ævi hans og lífsstefnu. Bróðir
Þorsteins, tengdaföður hans, Sig-
urður alþingismaður Árnesinga
og ráðunautur hjá Búnaðarfélagi
Islands, voru miklir áhugamenn
um framfarir í íslenzkum land-
búnaði. Þeir trúðu óhikað á mátt
moldarinnar og framtíð sveitanna
með vaxandi framförum og bætt-
um ræktunaraðferðum. Geir Vig-
fússon drakk þessa stefnu í sig, og
var svo gagntekinn af henni, að
hann vék aldrei frá henni.
Þegar Geir hóf búskap í Hall-
andi, var alls ekki bjart að sjá
fram á leið í atvinnulífi landsins.
Hoiskefla verðbólgu og verðbreyt-
inga reið húsum á flestum aiþýðu-
heimilum í landinu. Óróleiki ríkti
í verðlagsmálum og margir misstu
trúna á komandi tíma, möguleika
og framvindu til bættra framfara
og ræktunar í sveitum landsins.
En ungi bóndinn í Hallanda,
sneið sér stakk með vexti og vék
aldrei frá hugsjónum æsku sinn-
ar, sótti fram til vegs og gengis,
eftir því sem hentugleikarnir
leyfðu.
Þegar veitt var fé til endur-
'bygginga gömlu og úreltu torf-
bæjanna f sveitum landsins, var
hann í tölu fyrstu bændanna, er
sótti um lán til að byggja stein-
steypuhús á jörð sinni. Með til-
komu þess urðu mikil þáttaskil í
+
Þökkum auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför
ÞORLÁKSJAKOBSSONAR,
verslunarmanns
Blönduósi
Þuríður Einarsdóttir
og synir.
t
Þökkum hjartanlega auðsýnda
samúð við andlát og jarðarför
eiginmanns mlns, föður, sonar,
bróður og tengdasonar
GUNNLAUGS
HANNESSONAR
bónda
Litla-Vatnshorni, Dölum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Sjúkrahúss Akraness og allra er
veitt hafa hjálp I veikindum
hans Guð blessi ykkur öll.
Ása Gisladottir og böm
Stefanla Guðjónsdóttir
Guðrún Jónasdóttir
Ragnheiður Hannesdóttir
Vlglundur Sigurjónsson
Ólafur Hannesson
Nanna Jónsdóttir.
lffi fjölskyldunnar f Hallanda, og
boðuðu henni meiri og fyllri
breytingar á komandi tímum.
Það hefur aldrei verið eftir-
sóknarvert hlutskipti að vera hjá-
leigubóndi á Islandi. En á lfðandi
öld hefur sumum slfkum tekizt að
lyfta grettistökum. Geir f Hall-
andi er í hópi þeirra. Þegar hann
tók við jörðinni Hallanda, var þar
lítið tún og fremur illt til nytja,
heyskapur á engjum lftill í nánd
bæjarins nema veitusláttur lítill.
Engjar voru langt frá bænum,
fremur litlar og í flestum árum
snöggar. Eftir að Flóáveitan fór
að bera ávöxt breyttist heyfengur
mjög til batnaðar, og urðu þá
möguleikar til bætts efnahags,
sem Geir notaði síðar til aukinnar
ræktunar, eftir að stórvirk tæki
komu til túnræktunar. Honum
tókst að margfalda túnin í Hall-
anda og gera þau víðlend og grös-
ug, svo að margt höfuðbólið á ekki
á líðandi stund svo stór tún.
Geir í Hallanda varð lengi vel
að sækja frá heimili sínu til
vinnu. Hann var margar vertíðir í
Vestmannaeyjum og stundaði þar
sjóvinnu. Hann var duglegur
verkamaður að hverju sem hann
gekk, og var mjög eftirsóttur til
slfkra starfa. Hann var sérstak-
lega góður félagi, skemmtilegur
og raungóður, hjálpsamur og úr-
ræðagóður.
Geir f Hallanda var mikill gleði-
maður, sannur og skemmtilegur á
góðri stund. Hann starfaði mikið
og lengi f ungmennafélagi sveitar
sinnar, var þar ávallt búinn og
boðinn til starfs. Hann kunni
manna bezt -að skila hlutverki á
Ieiksviði, sérstaklega skophlut-
verkum. Hann kunni vel að móta
persónuna sem hann tók að sér,
gera henni góð skil, heillandi og
skopleg, sérkennda af kímni hans
sjálfs og vilja. Leikurinn var hon-
um eðlilegur og þvingunarlaus,
jafnt í framkomu og framsetn-
ingu. Ég minnist þess að f æsku
minni vakti leiklist hans hjá mér
sanna kátfnu og var til mikillar
skemmtunar.
Geir var gleðimaður í hópi vina,
kunni vel að segja frá og gera
frásögn sína heillandi í látleysi og
fábreytileik hins einfalda. Hann
kunni vel að herma eftir, og gerði
það án afskæmis og án þess að
meiði um of þá sem í hlut áttu.
Þar komu leikarahæfileikar hans
líka fram í sinni fullu og hrif-
næmu fyllingu.
Ég þekkti Geir Vigfússon frá
blautu barnsbeini, og hafði oft
talsverð skipti við hann, sérstak-
lega, þegar ég var samtýmis hon-
um sumarlangt. I heimi minning-
anna ber hann hæst, sem mann
hinnar sönnu og falslausu gleði,
jafnt við dagleg störf og á góðri
stund, eða á leiksviðinu, þar sem
hann skemmti sveitungum sínum'
af sönnum hug.
Hjónin f Hallandi, Geir og
Margrét, eignuðust sex börn og
ólu þar að auki upp einn dreng.
Þau eru:
1. Helga, ógift í Reykjavík.
2. Sigurveig, gift Ingimar Ingi-
marssyni, flugumferðarstjóra í
Garðakauptúni.
3. Sigurbjörg, gift Hauki Gísla-
syni hreppstjóra á Stóru-
Reykjum.
4. Karftas, gift Jens Árna Ingi-
mundarsyni í Reykjavík.
5. Margrét, gift Eirfki Kúld Sig-
urðssyni bifreiðastjóra í Reykja-
vík.
6. Öskar kvæntur Sigríði Ölafs-
dóttur, búa á Selfossi.
7. Hörður Hansson, fóstursonur-
inn, kvæntur Svanlaugu Eiríks-
dóttur; eiga heima á Selfossi.
Einnig átti Geir son áður en
hann giftist, Reynir, sem er raf-
virki og vinnur við Vélskólann í
Reykjavík, kvæntur Guðlaugu
Elíasdóttur.
I Hallanda var oft mannmargt á
sumrin, unglingar og börn sóttust
eftir því að vera í návist Geirs
bónda. Oft dáðist ég að því, hve
þau unnu honum og báru hlýjan
hug til hans eftir sumarlöng
kynni.
A fáum bæjum í Hraungerðis-
hreppi er jafnkvöldfagurt og f
Hallanda, sérstaklega nýtur sín
þar vel sólarlag á björtu kvöldi
um hásumar. Sólin merlar hið
gróna land með margskonar lit-
brigðum, allt vestur að bökkum
ölfusa'r og Hvítár á mótum Sogs-
ins, þar sem það blandast tært og
hreint jökulvatninu af hálendinu.
Lengra er vörðurinn mikli,Ing-
ólfsfjall og austar Grímsnesið,
klætt skógi eða Hraunin eins og
það ver nefnt að utanverðum
Flóa, áður fyrr. Það var'einmitt á
slíku kvöldi, er ég hitti Geir
bónda Vigfússon í hinzta sinn á
heimili sínu. Þá var mér ekki f
huga, að það yrði í síðasta sinn.
En stundin er hröð og heimslífið
skammt, og himinn mikill...
Ég flyt Margréti Þorsteinsdótt-
ur og systkinum frá Hallanda
mínar fyllstu samúðarkveðjur við
útför Geirs Vigfússonar, og jafn-
framt öðrum aðstandendum og
vinum.
Jón Gfslason.
KVEÐJUORÐ
I dag verður til moldar borinn
Geir Vigfússon bóndi á Hallanda í
Hraungerðishreppi í Arnessýslu.
Hann lést 29. júlí síðastliðinn.
Þáttaskil hafa orðið f lífi góðs
drengs, þegar jarðvistardögum
hans lýkur og hann heldur á
nýjar brautir. Geir bjó alla tíð á
Hallanda, en þá jörð ræktaði
hann og hýsti á sinni búskapartíð,
svo að til fyrirmyndar var. Hann
hætti búskap fyrir fáum árum, en
bjó áfram á jörð sinni. Við bú-
stofni og jarðarnotum tók þá
sonur hans. Með sanni má segja
að Geir hafi alla tíð verið sá mátt-
arstólpi, sem hvert byggðarlag
sækist eftir, ötull og öruggur.
• Geir var mjög heilsteyptur
maður og skoðanafastur og rök-
viss, heillyndur og hollráður, og
mjög sannspár. Hann var mjög
vel gefinn og hugði vel að hverju
máli, áður en hann kvað upp sinn
dóm, en þó skjótráður. Leituðu
því margir álits hans á málum og
málefnum. Reyndist það ávallt
vel.
A yngri árum starfaði Geir
mikið með ungmennafélagi sveit-
ar sinnar og var þá um áraraðir
einn ötulasti maður leiklistar-
innar og lék þá af lífi og sál öllum
til ánægju. Dýravinur var hann
mikill og sannur unnandi hesta-
mennsku, enda átti hann góð
hross.
Síðasta skipti, sem fundum
okkar bar saman, 3 dögum fyrir
andlát hans,mun ávallt verða mér
minnisstætt, því að þá hitti ég
Geir hvað glaðastan og hressastan
um árabil. Hann lék á alls oddi.
Ungur á árum gekk Geir að eiga
hina mætustu konu, Margréti
Þorsteinsdóttur frá Langholti f
Hraungerðishreppi. Hún var Geir
góð kona og voru samvistir .þeirra
eins og bezt verður á kosið. Þau
eignuðust 7 börn og eru 6 á lífi.
Fjölskylda Geirs kveður hann
með þakklæti fyrir allt.
Ingimar Ingimarsson.