Morgunblaðið - 09.08.1975, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. AGUST 1975
29
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarár I sjrha 10-100.
kl. 14—15,‘frá mánudegi til föstu-
dags.
% Huglækningar
Björgvin Björgvinsson skrifar:
„Sunnudagskvöldið 3. ágúst var
mjög fróðlegur þáttur i sjónvarp-
inu, er bar yfirskriftina Sjötta
skilningarvitið og var í umsjón
Jökuls Jakobssonar. Fjallaði þessi
þáttur um huglækningar. Ég rit-
aði þetta bréf vegna þess, að ég er
í einu og öllu sammála þvi er séra
Sigurður Haukur Guðjónsson
sagði í þættinum, — að honum
þætti ekki skrýtið þótt læknar
hefðu vantrú á huglækningum,
en sér fyndist furðulegast af öllu,
að prestar væru á móti þeim og
teldu þær brjóta í bága við Biblí-
una. Vitnaði séra Sigurður i Matt-
híasarguðspjall máli sínu til
stuðnings, þ.e.a.s. að huglækning-
ar brytu á engan hátt i bága við
kenningar Krists, siður en svo.
Frá þvi að prestastefnan svo-
kallaða samþykkti að lýsa yfir
andúð á dulrænum fyrirbrigðum
hef ég misst allt álit á prestastétt-
inni og tel hana þröngsýna í
meira lagi. Fyrr á öldum voru
menn brenndir á báli fyrir villu-
trú og kirkjan kom öllum fyrir
kattarnef, er ekki voru algjörlega
inni á hennar línu. Þetta voru
brjálæðislegar öfgar, er kirkjan
notfærði sér, er hún hafði vald til,
sem og hún hafði þá.
Nú á tímum hefur kirkjan sem
betur fer ekki slíkt vald. Hvar
stæðu þá þeir menn, er hafa trú á
dulrænum fyrirbrigðum, hug-
lækningum o.s.frv.?
Á okkar dögum hefur að mestu
dregið úr öfgum kirkjunnar, en
þó lifir enn i gömlum glæðum.
Kirkjan boðar ennþá helviti og
kirkjan samþykkir að lýsa yfir
andúð sinni á dulrænum fyrir-
brigðum sem enginn maður hér á
landi skilur I hvorki heldur hann
er gamall eða ungur.
Það hefur komið greinilega í
ljós í skoðanakönnun, að allflestir
Islendingar hafa trú á dulrænum
fyrirbrigðum.
• Tel ég mig vel geta verið krist-
inn og lifað í samlyndi við guð án
þess að hin þröngsýna stofnun,
kirkjan, komi þar nærri. Skil ég
mætavel hvers vegna kirkjusókn
hefur minnkað stórlega, þegar
haft er í huga, að kirkjan er að fá
allflesta hugsandi íslendinga upp
á móti sér. Hins vegar fagna ég
þeirri staðreynd, að enn eru til
prestar, sem á engan hátt eru
þröngsýnir, eins og séra Sigurður
Haukur Guðjónsson og fleiri.
Mjög fróðlegt var að hlusta á
huglækninn Einar Jónsson,
bónda á Einarsstöðum í Reykja-
dal, flytja mál sitt í þessum þætti
um huglækningar og dulræna
reynslu sína.
Björgvin Björgvinsson."
£ Frábær
útvarpssaga
Kona nokkur kom að máli við
Velvakanda og bað hann að flytja
Jökli Jakobssyni þakkir sínar og
fleiri fyrir flutning frábærrar út-
varpsstögu um þessar mundir. Er
þar um að ræða æviminningar
Hamsuns, sem Jökull hefur þýtt.
Konan sagði: ,,I fyrsta lagi er
sagan sjálf sú bezta, sem ég hef
hlustað á í útvarpi um langan
tima. Frásögnin er með sérstök-
um, nærfærnum en jafnframt lát-
lausum glæ, og allt sem þar kem-
ur fram er virkilega i frásögur
færandi. Þar að auki er þýðingin
skinandi góð og flutningurinn
eins og bezt gerist.
Alltaf hef ég heldið upp á Jökul
Jakobsson, en ég veit ekki hvort
fleirum er farið eins og mér, að
þykja hann betri í útvarpi en
sjónvarpi.“
£ Hundagangur
við barnaleikvöll
Það virðist þykja sjálfsagt að
auðkenna skrif um hundamálin
með nafnnúmerum, hver svo sem
ástæðan er. Kannski bréfritarar
geri það í trausti þess að hundar
kunni ekki að fletta upp I íbúa-
skránni og því sé síður hætta á
ofsóknum.
Hér skrifar ríkisborgari númer
6793-9832:
„Mig langar til að koma á fram-
færi vandamáli, er okkur, sem
erum að gæta lítilla varna, finnst
alvarlegt.
Vestast við Sólvallagötu er
barnaleikvöllur. Við hann er stórt
svæði, girt steinveggjum. Þar
mega allir vera í friði, gras er í
kring og skjól undir stein-
veggjum, en þangað koma hunda-
eigendur með hunda sína og lofa
þeim að gera þar öll sín stykki.
Þar er orðið mikið af hundaskít
og hundarnir kasta af sér þvagi
upp við veggina.
Þrisvar hef ég orðið að flýja
þennan stað með þriggja ára
barn, vegna þess hve hrætt það
var við hunda, sem þarna voru.
Það er hvergi annað eins
hundafargan og I Vesturbænum
enda sést þar aldrei lögreglu-
þjónn á gangi. Geltið í hundunum
heyrist allan daginn og á nóttunni
líka.
Margir þessara hundaeigenda,
sem kalla sig hundavini, binda
hunda sina inni I kjöllurum á
daginn og svipta þá þannig frels-
inu, sem skepnur þessar þrá.
Hvers vegna bann við hunda-
haldi, þegar ekkert er farið eftir
því?
Það ætti að leggja 200.000 kr.
hundaskatt. Kannski Reykvik-
ingar yrðu þá löghlýðnari.
6793-9832<í'.
nú skulum við sjá hver það
verður sem sfðast hlær.
— Þarftu endilega að fara (il að
laka á móti henni, Jake? spurði
kona hans feimnislega og vand-
ræðalega.
— Nú, svo að þar kreppir skór-
inn að? Allt þetta umtal um
málið, fer f ffnu taugarnar á þér.
En þú getur sparað þér áreynsl-
una, því að ég ætla ekki að taka á
móti henni. Ég la*t William
Hagen um þá hlið málsins. Hins
vegar er ég að fara á skrifstofu
mina.
— Hagen! sagði dóttirin og
fnæsti fyrirlitlega.
— Er það ekki ég sem annast
peningahlið málsins! Ég verð að
f.vlgjast með þvf sem fram fer ...
enn er ekki hægt að framleiða
kvikmynd með fjarstýringu!
Öskureiður grýtti hann serviett-
unni frá sér. — Ég hef enga
matarlyst! Segið Frank að koma
með bflinn.
Með það arkaði hann úl um
dyrnar.
Ökuferðin frá heimili hans til
kvikmyndaversins tók ekki nema
örskamma stund. Kroneberg
ræddi stuttlega við einkaritara
sinn sem sagði honum að Hagen
væri kominn — einn síns liðs og
HÖGNI HREKKVÍSI
■S> 1975
MrNauKht
Syndicate, Inc.
Blóm (§)
vikunnar
SILKIBYGG
Hordeum jubatum
Fram á sumarið 1 968 var
skrautgresið silkibygg fremur
fágætt í görðum hérlendis.
En þá var það að í og við
Laugardalshöllina í Reykjavík
var haldin landbúnaðarsýn-
ing sem G.í. tók þátt í m.a.
með því að fylla 230 fer-
metra reit með hverskyns
jurtagróðri. Þar á meðal var
vænn brúskur af silkibyggi á
alláberandi stað og er
skemmst frá því að segja að
plantan vakti óskipta athygli
og aðdáun sýningargesta.
Þetta var í fyrri hluta ágúst-
mánaðar og silkibyggið á
sínu fegursta þroskaskeiði,
fislétt, fjólublátt axið með
gullinni slikju bærðist með
yndisþokka fyrir minnsta
andvara, og má telja að þetta
hafi verið upphaf þeirra vin-
sælda sem silkibyggið hefur
notið hjá ræktunarfólki hér æ
síðan. Grastegund þessi vex
villt víða um lönd m.a. í
Norður- og Suður-Ameríku
og er kölluð ýmsum gælu-
nöfnum, svo sem íkornaskott
og jafnvel mohair-blóm.
Silkibygg er fjölært og
þrífst hér ágætlega, en þó
hvað bezt í þurrum og léttum
jarðvegi. Hæð þess við eðli-
leg skilyrði er 25—30 sm.
Að jafnaði endast hnausarnir
ekki í mörg ár og vilja vaxa úr
sér með tímanum. Má skipta
þeim og fjarlægja það sem
kalið hefur og skemmzt.
Silkibyggið þroskar auðveld-
lega fræ sem spírar fljótt og
vel og er þar af leiðandi hæg-
ur vandi að halda því við.
Ekki er silkibyggið sérlega
ásjálegt þegar það er að vaxa
upp á vorin og líkist þá mest
hverjum öðrum grasbrúsk,
en slíkir gestir eru jafnan
heldur óvelkomnir í skrúð-
görðum. Að aflokinni vortil-
tekt hefur því margur rækt-
andinn vaknað upp við vond-
an draum þegar hann áttaði
sig á því að grasbrúskurinn
sem hann stakk upp og
fleygði var einmitt fallega
silkibyggið hans.
Silkibygg hentar mjög vel
til afskurðar og þurrkunar og
sé það skorið á réttum tíma
getur liturinn á stráunum
haldizt vetrarlangt. Þegar
stráin -eru þurrkuð er bezt að
vefja þeim inn I dagblaða-
pappir og hengja upp á hlýj-
um stað.
ÁB-HL.
— Happdrætti S.Í.B.S.
Framhald af bls. 25
21541 26151 30837 36071 39881 44168 48471 51857 55695 59988 64900 6856i
21679 26159 30852 36121 39892 44173 48497 51874 55697 60035 64942 6866*
21797 26164 30863 36151 39970 44245 48566 51927 55745 60175 64944 6868:
21825 26170 30871 36366 39983 44250 48572 51938 55793 60238 64980 6869(
21860 26202 30924 36386 ;o\3i 11254 18585 5194*. 55809 60424 65018 6873-
21878 26300 30939 36418 .i*r.79 4137.1 18615 52009 56037 60436 65085 6875’
21982 26301 30991 36473 13150 1*320 48624 52011 56212 60499 65089 6876
21996 26389 31294 36542 ■101.11 44370 48631 52053 56334 60559 65101 6876
22073 26403 31356 36595 40230 44450 48665 52068 56414 60585 65112 6888
22107 26434 31403 36604 40270 44653 48701 52155 56441 60618 65151 6888.
22217 26535 31446 36611 4028.6 44660 48742 52215 56457 60678 65183 6894*
22280 26637 31474 36685 40293 14673 48781 52219 56546 60686 65236 6894
22311 26684 31489 3671.3 40307 44783 48869 52243 56661 60699 65245 6898.
22358 26724 31491 36747 40342 44845 48904 52324 56695 60893 65308 6900'
22380 26766 31530 36766 40407 44915 48927 52371 56703 60898 65495 6903:
22477 26770 31630 36917 40424 44965 48962 52412 56705 60914 65538 6905«
22^86 26791 31747 36954 40464 45000 48972 52463 56745 60979 65552 6915
•22540 26806 31770 37108 40530 45026 48973 52603 56763 61001 65620- 69161
22548 26853 31950 37132 40625 45034 49019 52630 56821 61050 65744 6921;
22627 26866 32007 37141 40754 45279 49104 52636 56843 61113 65783 6921!
22734 27083 32030 37145 40759 45291 49205 52657 56902 61176 65804 6925»
22783 27092 32110 37147 40781 45314 49211 52677 56988 61189 65873 6927'
22795 27113 32189 37157 40819 45347 49214 52680 57025 61202 65948 6928
22799 27185 32216 37184 40992 45443 49352 52720 57084 61206 65956 6929
23030 27499 32285 37194 41044 45454 49401 52721 57157 61317 66072 6942
23038 27525 32394 37197 41069 45711 49426 52741 57170 61327 66102 6944
23122 27549 32501 37241 41094 45835 49475 52788 57289 61343 66127 6947'
23146 27555 32503 37244 41144 45947 49608 52802 57294 61387 66136 6949
23243 27586 32525 37257 41287 45984 49609 52828 57341 61423 66138 6950
23353 27624 32603 37272 41338 46011 49638 52866 57397 61440 66154 6958
23437 27644 32632 37296 41355 46017 49827 52905 57409 61457 66194 6973
23469 27735 32755 37348 41369 46117 50003 52958 57439 61668 66270 6975
23489 27895 32767 37382 41513 46130 50011 52959 57452 61715 66311 6976
23528 27951 32844 37399 41517 46175 50020 52960 57461 61808 66342 6978
23551 28004 32856 37463 41585 46188 50081 52986 57650 61944 66376 6980
23555 28037 32885 37519 41598 46333 50086 53015 57730 61965 66385 6987
23594 28053 32987 37524 41710 46372 50150 53039 57767 62060 66416 6989
23608 23709 28211 28287 33079 33080 37552 37586 41895 46404 50191 53059 57781 62062 66431 6994
Áritun vinninj;smiösi hefst 15 (Iökiiiii «*ftir út«lrátt.
VÖRtHAPPUKÆTTI S.Í.B.S.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
1#
AUGLYSING A-
SÍMINN ER:
22480