Morgunblaðið - 09.08.1975, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 9. ÁGUST 1975
Hand-
knatt-
leiks-
fréttir
KnattspyrnumaSurinn þjálfar
handknattleiksmenn KA . . .
Hörður Hilmarsson, knattspyrnu-
maður úr Val og landsliðsmaður í þeirri
grein, verður að öllum líkindum þjálfari
handknattleiksmanna KA næsta vetur.
Hefur Hörður undanfarna vetur verið
leikmaður með KA í handknattleiknum
og þá jafnan einn besti leikmaður liðs-
ins Halldór Rafnsson, sem þjálfaði
KA, er fluttur til Dalvíkur þar sem hann
þjálfar Dalvíkinga í flestum þeim
íþróttagreinum, sem þar eru stund-
aðar
Bliki og Völsungur
bætast í KA-hópinn
Hörður Már Kristjánsson sem
síðastliðinn vetur varð markahæsti leik-
maðurinn í 2. deild, hefur ákveðið að
ganga úr Breiðablik Tvö lið eru efst á
listanum hjá Herði, KA í 2 deild og
Grótta í 1. deild Hörður var fyrír
nokkru fyrir norðan og ræddi við for-
ráðamenn Akureyrarliðsins um
hugsanleg félagaskipti og bendir allt til
þess að Hörður Már leiki í KA-
búningnum næsta vetur
Þá hefur Húsvíkingurinn Sigurður
Sigurðsson ákveðið að flytjast til Akur-
eyrar og leika með KA Sigurður er
geysilega öflugur skotmaður og hefur
verið bezti leikmaður Völsunga undan-
farin ár. Er ekki að efa að Hörður og
Sigurður verða KA mikill liðsstyrkur og
ekki veitir liðinu af þvi þar eð Geir
Friðgeirsson leikur ekki, en hann var
einn sterkasti leikmaður liðsins i fyrra
Vilberg í bæinn
Linumaðurinn snjalli úr Ármanni Vil-
berg Sigtryggsson, hefur undanfarið ár
búið á Akranesi Nú mun Vilberg hins
vegar vera að flytjast til Reykjavikur
aftur og mun þá væntanlega leika með
sínu gamla félagi, Ármanni, i vetur og
er ekki að efa að þessi sterki varnar-
maður og lagni linumaður á eftír að
efla stöðugt vaxandi Ármannslið.
Valsmenn fá markmann
en missa Ágúst Ögmundsson
Hinn efnilegi markvörður ÍR-inga,
Hákon Arnþórsson, hefur gengið i
raðir Valsmanna og æfir af krafti með
þeim undir stjórn Hilmars Björnssonar
Hákon lék með ÍR-liðinu siðastliðinn
vetur og eínnig hefur hann leikið i
unglingalandsliði
Þá hefur heyrst að Ágúst Ögmunds-
son hafi lagt skóna á hilluna og ætli
ekki að leika með næsta vetur Aldrei
er þó að vita nema þessi leikreyndi
landsliðsmaður sjáist aftur á fjölunum
þegar líður á keppnistímabilið.
Hermann sankar að
sér knattspyrnumönnum
Hermann Gunnarsson verður þjálfari
Leiknismanna í handknattleik næsta
vetur, en liðið vann sig upp úr 3 deild
siðasta keppnistímabil með miklum
glæsibrag. Hafa Leiknismenn misst
Guðgeir Leifsson úr sínum röðum, en
aðrir knattspyrnumenn munu koma í
hans stað Þannig munu Framararnir
Jón Pétursson og Marteinn Geirsson
ætla að æfa með Leikni i vetur, en þeir
voru báðir hér á árum áður liðtækir
handknattleiksmenn
Handknattleiksskóli
á Laugarvatni
í dag hefst á Laugarvatni skóli fyrir
ungt handknattleiksfólk undir leiðsögn
Hilmars Björnssonar Eru það 45 piltar
og 30 stúlkur á aldrinum 1 5— 1 9 ára
sem verða nemendur skólans, en hann
starfar næsta hálfa mánuðinn
LIÐ VALS: Sigurður Haraldsson 2, Vilhjálmur Kjartansson 1, Grímur
Sæmundssen 2, Magnús Bergs 2, Dýri Guðmundsson 2, Bergsveinn
Alfonsson 1, Atli Eðvaldsson 1, Hörður Hilmarsson 2, Guðmundur
Þorbjörnsson 2, Albert Guðmundsson 3, Hermann Gunnarsson 2, Ingi
Bjöm Albertsson (varam ) 1.
LIO FH: Ómar Karlsson 3, Jón Hinriksson 2, Magnús Brynjólfsson 1,
Gunnar Bjarnason 3, Pálmi Sveinbjörnsson 1, Viðar Halldórsson 1, Ólafur
Danlvalsson 2, Þórir Jónsson 3, Leifur Helgason 1, Logi Ólafsson 1, Helgi
Ragnarsson 1, Jóhann Rikharðsson (varam.) 1.
Viðar Halldórsson skoraði sigurmark
FH-inga I leiknum í gærkvöldi
FH-ingar gerðu sér lltið fyrir í gær-
kvöldi og unnu Val með tveimur
mörkum gegn einu f 1. deild íslands-
mótsins i knattspyrnu. Þessi úrslit
eru þó algjör andstæða við gang
leiksins þar sem Valsliðið var sterk-
ara frá fyrstu mfnútu til þeirrar
síðustu. Áttu Valsmenn meðal
annars fjögur hörkuskot f stengur
eða þverslá FH-marksins og tækifæri
þeirra önnur voru mýmörg í leiknum.
Oft hefur maður orðið vitni að órétt-
látum úrslitum, en sjaldan þó eins og
i gærkvöldi en meðan lið getur ekki
skorað er rétt að spara hrósyrðin.
FH-liðið gerði einn hlut vel f leikn-
um i gær. Leikmenn liðsins, — allir
sem einn, — börðust eins og Ijón og
gáfust ekki upp þó að á móti
blési. Baráttunni geta þeir þakkað
þennan sigur, en ekki eingöngu. þvi
að án heppninnar hefði liðið ekki
riðið feitum hesti frá þessari viður
eign. Eru FH-ingar nú komnir með
11 stig i deildinni og eru öruggir
með að verða ekki i neðsta sæti. Þeir
eru reyndar mun nær toppnum og
gætu þess vegna blandað sér í topp-
baráttuna.
Draumar Valsmanna um verð-
launasæti i mótinu eru nú orðnir litlir
sem engir. Liðið er með 10 stig og á
þrjá leiki eftir. Með þvi að vinna þá
alla gætu stigin að vísu orðið 1 7, en
hæpið er að það nægi til að ná sæti
sem tryggir Evrópukeppni.
FH tekur forystu
Hafnfirðíngarnir mættu til leiksins
í gærkvöldi án sins bezta manns,
Janusar Guðlaugssonar, sem brá sér
á skfði upp i Kerlingarfjöll. Áttu því
flestir von á þvi að mótspyrna FH-
inganna yrði lítil og undrunin varð
mikil þegar Leifur Helgason skoraði
fyrsta mark leiksins fyrir FH þegar á
12. minútu. Logi Ólafsson sendi
knöttinn inn i teig Valsmanna og
skoppaði knötturinn á milli sofandi
Valsmanna, þar til Leifur kom að og
sendi hann með lausu snúningsskoti
i mark Valsmanna uppi undir slá.
Hermann kvittar
Eftir laglegan undirbúning Alberts
Guðmundssonar tókst Hermanni
Gunnarssyni að skalla knöttinn i
mark FH-inga á laglegan hátt á 38.
mfnútu leiksins. Minútu áður hafði
Hermann átt gott skot að marki FH-
inga af stuttu færi, sem Ómar varði
meistaralega með þvi að slá knöttinn
F þverslá og þaðan hrökk knötturinn
út á völlinn. Á sfðustu mínútu fyrri
hálfleiksins kom annað stangarskot
Valsmanna. er Atli Eðvaldsson átti
þrumuskot utan í stöng FH-
marksins.
Sigurmark fyrirliðans
Seinni hálfleikurinn var svo enn
meiri einstefna að marki FH-inga en
sá fyrri og var knötturinn langtímum
saman við vitateig FH-liðsins. Ekki
tókst Valsliðinu þó að skora, en úr
einu hættulegu sókn FH-liðsins i
seinni hálfleik fór knötturinn í net
Valsmanna. Það var Viðar Halldórs-
son sem skallaði knöttinn i mark
Vals eftir að Ólafur Danivalsson
hafði gefið fyrir markið.
Eftir markið varð enn meiri þungi í
sókn Valsmanna og á 80. minútu
leiksins skallaði Guðmundur Þor-
björnsson fyrst i slá FH-marksins.
knötturinn barst út i teiginn til Inga
Bjöms Albertssonar, sem sendi
knöttinn á nákvæmlega sama stað á
þverslánni og aftur hrökk knötturinn
út i teiginn, en næsta skot Vals-
manna fór hátt yfir.
Framhald á bls. 31
Valur skaut í stengurnar
meðan FH skoraði 2 mörk
UBK undir
nafni UMSK
í Bikar-
keppni FRÍ
BIKARKEPPNI FRÍ hefst á Laugardals-
vellinum i dag klukkan 14 og verður
haldið áfram á sama tlma á morgun.
Frá þvi var skýrt í gær að UBK tæki
þátt i keppninni ! stað UMSK, en UBK
er eitt af 10 sambandsfélögum UMSK.
Þessu hefur nú verið breytt og það
verður UMSK sem sendir lið til keppn-
innar. Það er hins vegar önnur saga að
í liði UMSK verða sennilega eingöngu
félagar úr Breiðabliki — UBK Ragn-
hildur Pálsdóttir úr Stjörnunní gæti þó
orðið í liðinu, — ekki vantar hana
getuna Spurningin er sú hvort hún
hefur áhuga á að keppa með Breiða-
bliksfólkinu og hvort Breiðabliksmenn
telja hana löglega, en Ragnhildur hefur
keppt fyrir norska félagið BUL í sumar.
Meiðsli hrjá leik-
menn íA og ÍBV
Bæði dýrt og erfitt að detta
úr bikarnum
ÞEIR lögðu á sig mikið erfiði
Þróttararnir frá Neskaupstað í
bikarkeppninni í ár. Þeir drógust
á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í
16-liða úrslitunum. Leikurinn átti
að fara fram á þriðjudaginn en
það reyndist ekki unnt vegna þess
að ekki var flugveður. Biðin þann
daginn var því til ónýtis hjá
Þrótturunum og sömuleiðis dag-
inn eftir. Á fimmtudag var loks
flugveður og var lagt af stað með
Vængjavél klukkan fimm.
Leikurinn hófst klukkan átta og
frá Vestmannaeyjum var farið
klukkan hálftólf. Nokkru eftir
miðnætti var vélin yfir Norðfirði,
en þar reyndist ólendandi vegna
þoku. Varð vélin að lenda á Egils-
stöðum og þar urðu leikmennirnir
að útvega sér bflferð niður á Nes-
kaupstað. Þangað var ekki komið
fyrr en klukkan sex í gærmorgun.
Og of an á allt var minnst hundrað
þúsund króna tap fyrir félagið af
ferðinni og þátttöku í leiknum!
MEIÐSLI hrjá nokkra af sterkustu leik-
rtiönnum Akurnesinga og Eyjamanna,
en þessi lið leiða saman hesta sína á
Skipaskaga í dag Er t d. talið ólíklegt
að Jón Gunnlaugsson og Teitur
Þórðarson leiki með Skagamönnum I
dag og þeir Jóhannes Guðjónsson og
Davlð Kristjánsson markvörður eru
einnig meiddir. Af Vestmanneyingum
er Ársæll Sveinsson meiddur og
Sveinn bróðir hans hefur tekið sér
hvíld frá knattspyrnunni. Þá er einnig
óvist, að Tómas Pálsson verði með
vegna meiðsla. Þrátt fyrir þessi áföll
ætti leikur ÍA og ÍBV i dag að geta
orðið skemmtilegur og Skagamenn
hafa harma að hefna, því að þeir töp-
Dregiðí 8-liða úrslitum bikarkeppninnarí gær:
uðu fyrri leik þessara liða í Vestmanna-
eyjum.
i Keflavlk leika heimamenn við Vik-
inga i dag og verður þar örugglega um
hörkuleik að ræða, eins og ævinlega er
þessi lið mætast. Hafa Vikingar ekki
tapað leik i Keflavík undanfarið, en
úrslitin oftast orðið jafntefli.
Báðir leikirnir i 1. deild i dag hefjast
klukkan 16 og þess má geta að leikn-
um á Skaganum verður lýst.
í 2 deild fara fram fjórir leikir um
helgina. Breiðablik og Völsungur leika
i Kópavogi klukkan 15, Ármann og
Reynir leika á Melavelli klukkan 1 6 og
á sama tima hefst leikur Vikíngs og
Hauka á Ólafsvík Á morgun leika svo
Selfoss og Þróttur á Selfossi og hefst
leikur þeirra klukkan 20.
KR-ingar
heppnina
KR-INGAR höfðu heppnina með
sér í gær er dregið var um það
hvaða lið Ieika saman í 8-liða
úrslitum bikarkeppninnar. Eiga
KR-ingar að leika gegn Þór á
Akureyri í næsta leik sínum i
keppninni. Eftirtalin lið leika
annars saman í 8-liða úrslitunum:
Víkingur — Keflavfk
FH — Akranes
Valur — Vestmannaeyjar
Þór — KR
Sjálfsagt hafa forráðamenn
allra liðanna sem eftir eru í
keppninni óskað þess að lið þeirra
höfðu
með sér
KR vann í fyrrakvöld
-hvemig fer á morgun?
EFTIR að hafa verið sterkari aðilinn á
móti golunni í fyrri hálfleiknum á móti
Fram I bikarkeppninni I fyrrakvöld,
snerist dæmið við og það voru KR-
ingar sem sóttu öllu meira í seinni
hálfleiknum Þeim tókst þá að skora
tvö mörk og tryggja sér þar með sigur I
leiknum Atli Þór Héðinsson og Hálf-
dán Örlygsson skoruðu mörkin, en
Árni Stefánsson landsliðsmarkvörður
hefðí auðveldlega átt að geta ráðið við
bæði skotin. En Árni átti ekki góðan
dag á fimmtudaginn frekar en aðrir
félagar hans í Framliðinu, KR-ingar
sýndu hins vegar oft laglega spretti I
leiknum, einkum þó I siðari hálf-
leiknum Þeir Haukur Ottesen, Stefán
Örn Sigurðsson og Atli Þór Héðinsson
voru sterkustu menn KR-liðsins að
þessu sinni.
Á morgun mætast KR og Fram aftur,
en að þessu sinni I 1, deildarkeppn-
inni. Fer leikurinn fram á Laugardals-
vellinum og hefst klukkan 20 Verður
fróðlegt að sjá hvor aðilinn hefur betur
þá
lenti gegn Þórsliðinu, sem leikur í
þriðju deild, en hin liðin sem eftir
eru leika öll í 1. deild. KR-
ingarnir fengu „stóra vinning-
inn“ og ættu að vera nokkuð
öruggir með að komast í undan-
úrslit, þó að liðið berjist fyrir lífi
sínu í 1. deild. KR-ingar eru þó
ekki búnir að sigra Akureyring-
ana, sem hafa leikið mjög góða
knattspyrnu f sumar miðað við
það sem almennt gerist í 3. deild.
Að sjálfsögðu eru allir leikirnir
I bikarkeppninni úrslitaleikir og
mikið er í húfi fyrir liðin að
standa sig vel því bæði er um fé
að tefla og rétt til að leika f
Evrópukeppni. Það er þó hvim-
leitt að leikir sörnu liða skuli vera
tvisvar í viku. Þannig lék KR við
Fram í bikarnum í fyrradag og
þessi lið mætast aftur í deildinni
á morgun. Vfkingur leikur gegn
ÍBK á morgun og aftur á miðviku-
daginn í bikarnum. Valur og IBV
eiga sömuleiðis að leika í bikarn-
um á miðvikudaginn og um næstu
helgi eiga Valsmenn að leika gegn
IBV í Eyjum. Við þessu verður þó
ekkert gert, f bikarkeppninni er
það tilviljun sem ræður.
Leikirnir eiga allir að fara fram
á miðvikudaginn í næstu viku, en
þar sem tveir leikjanna eiga að
fara fram í Reykjavík, verður
öðrum leiknum væntanlega flýtt
eða seinkað.
ATLI ÞÓR fagnar marki slnu I leiknum
í fyrrakvöld