Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 179. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 10. AGUST 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Loosmynd Mbl. Friðþjófur Helgason. Hún er rennileg þessi glæsilega skeið við Klapparstíginn og ekki ber hún sig síður unga konan í forgrunni myndarinnar með óreyndan borgara í ökuferð. Frekari þ jóðnýting í Portúgal Mótmœlaaðgerðir flóttamanna frá Angóla gegn stjórn inni - Fjötmiðlar gerast djarfari í gagnrgni á sijórnvöld Lissabon, 9. ágúst. Reuter. Afmæli Fords í embætti forseta Washington, 9. ágúst. AP, Reuter. FORD Bandarfkjaforseti sagði f dag f viðtali f tiiefni þess að eitt ár er iiðið frá þvf hann tók við embætti að Watergate hneykslið hefði verið svo óþarft að hann ætti enn erfitt með að skilja hvernig Nixon og starfsmenn gátu látið það koma fyrir. Ford sagðist ekki hafa neitt samvizkubit af að hafa náðað Nixon mánuði eftir að hann sagði af sér og sagðist enn vera fuilviss um að sú ákvörðun hefði verið rétt og hreinsað andrúmsloftið f kringum þetta mál. 30 ár liðin frá því Nagasaki var sprengd Nagasaki, Japan, 9. ágúst. Reuter. I DAG var þess minnzt í Nagas- aki í Japan að 30 ár eru liðin frá því Bandaríkjamenn vörp- ina í lok sfðari heimsstyrj- aldar. Borgarstjórinn í Nagasaki, Yoshitake Moro- tani, flutti ræðu við minn- ingarathöfnina þar sem hann hét á stórveldin að hætta kjarnorkuvopnaframleiðslu og vinna í þess stað að varan- legum friði í heiminum. Alls er talið að um 73900 manns hafi beðið bana þegar sprengj- unni var kastað á Nagasaki. Við minningarathöfnina i dag voru um 12000 manns, þar á meðal nokkrir sem komust af og ættingjar þeirra sem fórust. Daði Jónsson annar á skákmóti í U.S.A San Diego, Kaliforníu, 9. ágúst. Einkaskeyti til Mbl. frá AP. tSLENDINGURINN Daði Jónsson varð annar á ungl- ingameistaramóti Bandarfkj- anna f skák, sem haldið hefur verið f San Diego að undan- förnu. Daði er tvftugur Reyk- vfkingur. Sigurvegari á mót- inu varð Donald Reents, en hann hefur áður unnið skák- titla í Bandarfkjunum. Fanfani giftur AMINTORE Fanfani fyrrum forsætisráðherra ítalíu og leiðtogi Kristilega demókrata- flokkslins gekk nýlega í hjóna- band í Róm. Fanfani er 67 ára og hefur verið ekkjumaður s.l. 8 ár, en hin nýja kona hans, Mariapia Tavazzani, er fimmtug og hefur verið ekkja í fjögur ár. Hún á einn son úr hjónabandi sínu, en Fanfani á sjö. Sem kunnugt er var Fan- fani vikið úr leiðtogasæti flokks sins nýlega en hann hefur nú tekið að sér stjórn heimilis Mariapiu Tavazzani. NÝ rfkisstjórn f Portúgal lét það verða sitt fyrsta verk í dag að þjóðnýta næststærstu skipasmfða- stöð landsins, bjórfram- leiðslufyrirtæki og nokkur flutningafyrirtæki og fast- eignamiðlun. Sömuleiðis gaf rfkisstjórnin út yfirlýs- ingu þar sem heitið er aðstoð við flóttamenn frá Angola, bæði í formi at- vinnuleysisstyrkja og fjöl- skyldubóta. 1 gærkvöldi söfnuðust um eitt þúsund flóttamenn frá Angola saman við stjórnarsetrið f Lissabon og hrakyrtu nýju ríkis- stjórnina. Fólkið hrópaði „lygarar og svikarar", „við viljum réttlæti, við viljum vinnu“ og „við erum svöng“. Mjög öflugur her- vörður var við bygginguna, en til átaka kom ekki. Þá söfnuðust um fimmtiu portúgalskir blaðamenn saman úti fyrir upplýsingamálaráðu- neytinu I Lissabon I gærkvöldi og lýstu andstöðu við ný ritskoðunar- lög sem lögð hafa verið fram. Samkvæmt þeim verður eftirlit með blaðaútgáfu, bókaútgáfu, starfsemi sjónvarps- og útvarps- stöðva hert mjög og þeir aðilar sem sýna „andbyltingarlegar til- hneigingar“ má dæma I sektir allt að 50 þús. eskútum, eða á fjórða hundrað þúsund krónur. Þá verður ef út af er brugðið bann lagt á útgáfu viðkomandi blaðs I allt að sex mánuði. Raul Regö, fyrrv. ritstjóri Republica sagði I dag að hin nýju lög um fjölmiðla og ritskoðun væru miklu ósvlfn- ari og hörkulegri en lög sem hefðu gilt undir stjórn Caetanos og Salazars og væri ekki unnt að líta á þau á annan veg en sem undanfara fullkomins einræðis. Þá vakti það athygli I morgun að blaðið Republica sem er undir stjórn kommúnista birti I dag á forsíðu forystugrein þar sem lögin nýju eru fordæmd. Segir I fréttum frá Lissabon að fjölmiðl- ar hafi síðustu daga gerzt mun djarfari en áður og haft I frammi verulega gagnrýni á þrístirni það sem stýrt hefur Portúgal að undanförnu, svo og á stjórn MFA. FORSÆTISRAÐHERRA Nova Scotia í Kanada, Gerald Regan,. sagði i gær að einhliða útfærslu kanadfsku fiskveiðilögsögunnar i 200 milur væri engin „töfra- Iausn“ á vanda kanadfska sjávar- útvegsins. Hann sagði að hafa yrði f huga að einhliða út- færsla mundi ekki sjálfkrafa Blaðamenn voru boðaðir til fundar með talsmönnum upplýs- ingamálaráðuneytisins til að ræða lög þessi I gærkvöldi og kom þar fram mjög hispurslaus gagnrýni á þau. Enginn blaðamaður hefur svo vitað sé til verið handtekinn I Pörtúgal vegna neikvæðrar afstöðu til stjórnvalda og er ekki vitað til að blaðamenn hafi orðið fyrir umtalsverðum óþægindum. Anker Jörgensen, forsætisráð- herra Dana, fór I dag flugleiðis til Lissabon I einkaheimsókn og mun hann ætla að kynna sér stjórn- málaástandið I landinu. Hann fer til Portúgal að boði Mario Soares, formanns Sóslalistaflokksins. Þegar Soares sat fund jafnaðar- mannaflokka I Stokkhólmi fyrir skömmu hvatti hann forystumenn þeirra til að koma til Portúgal og kynnast ástandinu af eigih raun. stöðva veiðar erlendra skipa á miðunum undan strönd landsins ef aðrar þjóðir neit- uðu að viðurkenna útfærsl- una. Regan sagði að raun- veruleg, virt 200 snllna lögsaga sem hægt væri að gæta yrði mjög hjálpleg, en jafnframt að það væri ekki Kanadamönnum í hag að efnt yrði til strfðs út af þessu máli. Anker Jörgensen er fyrstur til að þiggja boð þetta. Danska stjórnin hefur verið nokkuð reikul I af- stöðu sinni til Portúgal og Jörgen- sen var gætinn I orðum þegar hann ræddi við fréttamenn. Sagði hann að þess yrði að gæta að snúa ekki baki við Portúgal i fljót- færni; það gæti orðið til að stöðva lýðræðisþróunina I landinu. Sovét: Myndlistar- maður dæmdur Moskvu, 9. ágúst. REUTER. SOVÉSKUR myndlistar- maður, Boris Mukhametshin, hefur verið dæmdur f fimm ára vist f þrælkunarbúðum fyrir að selja nokkrar mynda sinna fyrir 45 bandarfska doll- ara, og skipta þeim f rúblur, svo og fyrir að hafa á ólög- mætan hátt sýnt andsovézkar tilhneigingar, þar sem hann áttí eintak af Gulageyjahafinu og ræddi efni hennar við vini sfna, svo og fyrir að sumar myndir hans eru póiitfskar í eðli sfnu. Var skýrt frá þessu f Moskvu f dag og gerðu það vinir myndlistarmannsins. Þeir sögðu að eftir að hann hefði afplánað fimm ár f nauð- ungarbúðunum yrði hann að fara f tveggja ára útlegð. Mukhametshin er 32 ára. Hann hafði háft hug á þvl að ganga að eiga bandariska stúlku, Charlotte Daigle, sem býr I Kalifornlu, en þau kynnt- ust fyrir sex árum, þegar hún var I heimsókn I Leningrad. 200mílur leysa ekki allan vanda okkar - segir forsœtisráðherra Nova Scotia Halifax, Nova Scotia, 9. ágúst. I Einkaskeyti til Mbl. frá AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.