Morgunblaðið - 10.08.1975, Page 7

Morgunblaðið - 10.08.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1975 7 Sr.BOLLI GÚSTAFSSON í Laufási: Gosinu er lokið, eldarnir slokknaðir, gnýr og drunur þögnuð og allt er orðið hljótt. Brátt sjáum við mosató í ill- færu hrauninu og næstu kyn- slóðir munu ganga þar á mjúkum þembum. — Trú- máladeilum má Ifkja við eld- gos, þegar gígaröð, goskatlar og sprengigígir spúa ösku og eimyrju skamma og ásakana eða úr þeim vellur hraun- straumur sjálfsánægju og sigurvissu. Fjölmiðlar reyna að sjcjlfsögðu að gera sér nokkurn mat úr þessum and- legu hamförum eins og þegar náttúran hamast. Blaðamenn fara á stúfana og spyrja þjóna kirkjunnar m.a.: Hvoru megin standið þið? Eruð þið í grautnum eða mið- aldamyrkrinu? Því öllum er skipað í flokka, eins og eld- stöðvum í dyngjur, keilur, eldborgir o.s.frv. Gosið stendur um hríð og vekur ýmsar kenndir: ugg, reiði, hneykslun, kátínu, en lognast síðan út af og einn og einn gígur sendir lág- fleyga gusu unz allt er hljótt. Þá verður ýmsum á að spyrja: Hvað leiddi af þessari orrahríð? Varð hún til ein- hvers gagns? Er ekki betra að hvassir vindar blási, en molluloft og stöðnun setji svip sinn á trúarlífið? Ef þess- ir vindar eða andlegu gos hafa náð að feykja burt þeirri þoku, er hefur byrgt mönnum sýn, svo þeir hafa ekki greint nógu vel, hvað er kristindómur og hvað er heiðni, þá hefurdeilan orðið til nokkurs gagns. Ýmsir hafa einnig fengið útrás fyrir inni- byrgðan funa, getað létt á hjarta sínu. Var þetta kannski ein af slökunarleiðum vel- ferðarþjóðfélagsins, eins og þegar streitusjúklingur fer til sálfræðings, leggst endi- langur á bekk og leysir frá skjóðunni, til þess að létta af séráhyggjum og koma reglu á hugsunina og öðlast andlega ró fyrir næsta sprett? Alvarlegri spurning er þó á næsta leiti: Var þetta leikur með trúarskoðanir, en ekki barátta fyrir trúarhug- sjónum? Þjóðin er í þörf fyrir Leikur eða barátta kristindóm, sem gerir kröfur til hennar. Orð Jesú Krists gerir kröfur til okkar um sanna auðmýkt. Hroki og sjálfumgleði hinnarvél- væddu kynslóðar, hin geig- vænlega orka efnisvísind- anna, renna stoðum undir þá trú mannsins að Guði sé of- aukið í heiminum. Andlegur þroski mannsins er ekki lengra kominn á þróunar- brautinni. Hannvogarsvo freklega á holdsins styrk við hraðfleygt gengi raunvís- indanna og vegna oftrúar á andlegum hæfileikum sínum, að sambandið við Guð rofnar og á sama hátt og í lífi Faríseans (í guðspjalli dagsins Lúk. 18, 9—14.) verður hrokinn sem ókleifur veggur milli Guðs og manns. í stað trúar vilja margir áþreifanlegar sannanir, viðurkenna alls ekki þá stað- reynd, að lifandi trú eyðir dauðabeyg, og í skiptum fyr- ir vernd og náðargjafir Drott- ins, vilja þeirsetja manninn í öndvegi og dekra við það, sem þeir nefna ótrúlega þroskamöguleika hans báðum megin grafará ótal tilverustigum. Kristin kirkja byggir tilveru sína á trú, á trú á eilíft samfélag við Guð föður fyrir dauða og upprisu Jesú Krists og trú á návist heilags anda í samfélagi kristinna manna. í samfélagi kirkjunnar hefur tilbeiðslan verið rækt í auðmýkt og verður iðkuð í auðmýkt, þar verður maðurinn að beygja kné sín, því: ,,Sú von er bæði völt og myrk að voga freklega á holdsins styrk. Án Guðs náðar er allt vort traust óstöðugt, veikt og hjálparlaust." í trúmáladeilunum bað enginn: ,,Guð, vertu mér syndugum líknsamur," heldur þökkuðu flestir Guði fyrir það, að þeir skyldu ekki vera eins og aðrir menn, ef- uðust ekkert um andlegt at- gerfi sitt og rétt mat á mönnum og málefnum; þeir léku sér fremur með trúar- skoðanir eins og fimustu skylmingameistarar, en háðu ekki baráttu fyrirtrúarhug- sjónum. Það veldur von- brigðum. — Útvegsbændafélag Vestmannaeyja: Fagnar útfærslunni— en vill enga samninga „FUNDUR f stjórn og trúnadar- mannaráði Utvegsbændafélags Vestmannaeyja, haldinn 28. júlf 1975, lýsir ánægju sinni og fyllsta stuðningi við þá ákvörðun rfkis- stjúrnar Islands að færa fiskveiði- lögsögu Islendinga f 200 mílur. Jafnframt telur fundurinn að ekki komi til greina, að samið verði við aðrar þjóðir um veiði- heimildir innan fyrrgreindrar fiskveiðilögsögu.“ A þessa leið hefst ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs Utvegsbændafélags Vest- manneyinga. Ennfremur segir f ályktuninni: „Þá telur fundurinn að fyllsta þörf sé á að skipuleggja fisk- veiðar Islendinga innan væntan- legrar fiskveiðilögsögu, með það fyrir augum að nýta á sem skyn- samlegastan hátt fiskimiðin, friða uppeldisstöðvar nytjafiska og banna með öllu smáfiskadráp þeirra fisktegunda, sem fisk- veiðar Islendinga byggjast á. Vill fundurinn í þessu sambandi benda á, hvort ekki sé nauðsyn- legt að haft verði nánara eftirlit með fiskveiðum og að ekki verði látið líðast að bera að landi það smáan fisk, að fiskstofnum stafi hætta af, og að á þann hátt verði kippt stoðunum undan framtiðar- fiskveiðum Islendinga og þannig dregið verulega úr þeim stóra ávinningi, sem útfærslu landhelg- innar er ætlað að gefa. Fundurinn vill í framhaldi af þessu benda á, að mikil aðgát er nauðsynleg við nýtingu náttúru- auðæfa sjávarins, og að miðin hér við suðurströnd landsins eru of- setin, með þeim afleiðingum að afli fer hraðminnkandi frá ári til árs, og útgerð báta, sérstaklega þeirra minni, er stefnt í voða.“ Útsala — Útsala Útsalan hefst á mánudag. Bella Laugavegi 99 sími 260 7 5. Verktakar athugið: Getum útvegað strax liðstýrðar notaðar vélskóflur 3ja rúmmetra I mjög góðu ástandi á sérstaklega hagstæðum verð- um. Einnig BROYT X-3 mjög góð vél. Höfum á söluskrá notaðar graf- og mokstursvélar. Leitið nánari upplýsinga. Ragnar Bernburg — Vélasala Laugaveg 22 — sími 27020 heimas. 82933. Að sjálf sögóu vegna einstakra gæða Reyplasteinangrunar. 1. Hitaleióni er mjög takmörkuó (iamdagM0,028 - 0,030) 2. Tekur nölega engan raka eóa vatn í sig 3. Sérlega létt og meófœrileg Yfirburdir REYPLASTeinangrunar eru augljósir og ^jjp! enn sem fyrr er REYPLAST í fararbroddi. S.-30978 Armúla 44 Saumavélaborðin eru komin aftur verðið er enn hagstætt. Borðin eru fáanleg úr álmi, tekk, eik og furu (nýtt). Skápanir fyrir töskuvélarnar eru með þriggja þrepa lyftibúnaði. 1. Neðsta staða: Vélin geymd. 2. Miðstaða: Fríarmurinn á vélinni er nú jafn borðplötunni. 3. Efsta staða: Fríarmurinn fyrir ofan Með smávægilegum breytingum er einnig hægt að nota þessi borð fyrir flestar aðrar saumavélar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.