Morgunblaðið - 10.08.1975, Side 14

Morgunblaðið - 10.08.1975, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. AGUST 1975 BLOW! WAM! SPAF! CRUMP! WWHOOOOSHH ... Þör dúndrar her- mönnum Loka f allar áttir með hamrinum Mjölni! THUDD! CRASSH! IIIYAAP! IIIIYAAP! CRAKK! ... Sun Yang hinn ungi gengur algerlega frá glfmukappanum Suto með spörkum og kýlingum! ARRRHH! ROW WOOOO! KRRRUMMMP CHONK CRRACKK ... Súperman virðist ekki hafa roð við Týbaltan- um frá fjarlægri stjörnu ... SLAM ... Batman kýlir flðttafangann f magann, fimmfaldan morðingja, sem hafði m.a. drepið atvinnuboxara með berum höndum !!! ÞEGAR Slagsiðan var lítil, fór hún „lundum í þrjúbíó á sunnu- dögum! Og þá var bráðnauðsyn- legt að mæta ekki seinna til leiks en klukkan tvö, svo að nægur tími gæfist til að eiga viðskipti við Palla og Pésa og Nonna og Gauja og alla hina, sem roguðust með stóra bunka af hasarblöðum, býttuðu og seldu og böðuðu sig í þeim ljóma, sem slíkur firnaauður stafaði á þá. Þá var Andrés Önd ekki hátt skrifaður, a.m.k. ekki á stéttinni fyrir utan þau bíó sem sýndu myndir með Tarzan, Frumskóga-Jim, Bomba, Lone Ranger, Roy Rogers og öllum hinum. Nei, þar voru DELL- blöðin gulls ígildi og skipti engu máli þótt börnin á þeim tíma skildu vart eitt einasta orð í ensku. Og sá var maðurinn mestur, sem átti hæstan stafl- ann af DELL-blöðum (enda þótt ýmsir reyndu að vinna sér frægðarorð á fölskum forsend- um með því að lauma Andrés- blöðum inn í bunkann til að hækka hann!) Svo sátu menn niðursokknir í DELL-blöðin allt þar til ljósin voru slökkt í bíó- salnum og hetjur blaðanna fengu nýtt líf á hvíta tjaldinu. Og svo þegar allt var búið, fóru menn heim með bunkana sxna og skoðuðu nýju blöðin langt fram á nótt. En allt í einu var Slagsíðan orðin alltof stór og merkileg fyrir þrjúbíóin og DELL-blöðin. Bítlahár og bítlaskór og bítla- jakkar og bítlagreiður og bítla- plötur og .. . — allt bítlastandið heltók Slagsíðuna, vini hennar og kunningja, og ekkert annað komst að! Ekkert! Víkur nú sögunni fram til ársins 1975. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og margar hetjur fallið í gleymsku frá þvf að þrjúbíó og DELL-blöð voru það, sem gaf sunnudögunum gildi. A búðarápi rekst Slagsíðan á amerískt hasarblað og einhvers staðar í samfélagi gráu heila- sellanna kviknar á peru. DELL- blað!!! Nei, svo gott var það nú ekki, en athyglisvert engu að síður: Hér var komið tölublað nr. 233 um ásinn Þór og afreks- verk hans í mannheimum. Á forsfðunni var hádramatísk mynd af Þór með hamarinn Mjölni á lofti, þar sem hann snerist gegn hálfbróður sfnum Loka og herfylkingu hans. Og með stóru letri var lesendum blaðsins tilkynnt á forsíðunni, að þarna væri um að ræða bar- dagann, sem þeir hefðu beðið eftir! Heimsstyrjöldina milli Ásgarðs og jarðar, þar sem þrumuguðinn lenti í miðjunni! Er skemmst fra því að segja, að blaðið var keypt og síðan hófst könnun á innihaldi þess og jafnframt könnun á öðrum slíkum blöðum, sem á boð- stólum eru í bókabúðum borg- arinnar. Langmesta úrvalið var að finna i Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar i Bankastræti og fjöldi tegunda með ólíkind- um. Þar var að finna tugi mis- munandi hasarblaða með frá- sögnum af stórhetjum eins og Súpermanni, Batmanni, Súper- strák, ættingjum þeirra og vin- um, fyrir utan alls konar hryll- ingsfyrirbæri, drauga, múmíur og annað slíkt, sem við ekki kunnum deili á, að ógleymdum hermönnum, bófum, vísinda- mönnum á villigötum, geim- förum og verum frá öðrum hnöttum. Afgreiðslustúlka í búðinni tjáði Slagsíðunni að þessi blöð seldust mjög vel og það væri fólk á öllum aldri, sem keypti, ungir sem gamlir. Hins vegar seldist mun minna af Andrési önd og það væru fyrst og fremst börn, sem hann keyptu. I öðrum bókaverzlunum sá Slagsíðan einnig sitthvað af þessari séramerísku gerð hasar- blaða, en þó f minna mæli en f Bókabúð Sigurðar. DELL-blöðin virðast hafa lotið í lægra haldi fyrir fram- leiðslu annarra útgáfufyrir- tækja upp á sfðkastið og virðast MARVEL og D.C.-blöð einna sterkust á markaðnum, en ýms- ar aðrar tegundir eru líka at- kvæðamiklar. D.C.-fyrirtækið býður m.a. upp á Batman, Superman, Shazam, alls kyns drauga, leynilögreglumenn, undrakonuna, Rúdólf-hrein- dýrið með rauða nefið, Tarzan hinn ódrepandi og meira að segja krassandi hasarsögur úr Biblíunni. MARVEL-fyrirtækið er hrifnara af furðulegum fyrirbærum, eins og köngulóar- manninum, svarta pardusnum, járnmanninum, silfurbrim- kappanum, og fleiri slfkum, að ógleymdum Þór, Óðni, Loka og öðrum hetjum úr Ásatrú! Þá má nefna CHARLTON- fyrirtækið, sem býður m.a. upp á kfnversku kappana Yang og frænda hans Sun Yang, Skugga kúrekahetjuna Billy the Kid, ýmiss konar ástarsögur, draugasögur, stríðssögur og kunnar teiknimyndahetjur eins og Steinaldarmennina, Stjána bláa, Stínu og Stjána og fleiri. Og alltaf eru þessi fyrirtæki að finna upp nýja afreksmenn, enda eru neytendur þeirra sjálfsagt eins og fíkniefnaneyt- endur, þurfa stöðugt sterkari skammta til að ná réttum áhrifum. í grein um þessi hasarblöð í bandarísku tímariti kom fram, að talsverð breyting hefur orðið á efnismeðferð blaðanna frá því i gamla daga. Þá stóð Superman stöðugt í stór- ræðum, barði á óvin- um Bandaríkjanna og blak- aði frá sér ástsjúku konunni Lois Lane, sem mátti vart mæla, þegar hún sá hann. Þorp- ararnir voru gersamlega gegn- sýrðir af illsku og óþverraskap og Superman var f fullu starfi sjö daga í viku við að bjarga heiminum úr klóm þeirra — og að halda Lois Lane á mottunni. Þá var lífið ekki flókið. En allt breytist með tfmanum og nú er líf stórhetjanna næsta ólfkt því sem áður var. Meira að segja Superman situr stundum á hús- þökum nú til dags og heldur um höfuð sér í angist sinni, farinn á taugum vegna þess að hann er furðuskrípi, ólíkur venjulegu fólki, og meira að segja Lois vill ekki sjá hann lengur af því að hann er alltaf svo vondur við ljótu kailana! Sá maður, sem á sök á þessu er Stan nokkur Lee, sem stýrir Marvel-fyrirtækinu. Fyrir 12—13 árum fékk hann hug- mynd, sem reyndist ákaflega sigursæl. Hann var orðinn hundleiður á að semja sögur um ófreskjur og drauga og datt þá í hug að skapa nýjar hetjur, sem væru af holdi og blóði, eins og venjulegir menn, með hnúta og gloppur í sálarlffinu, rétt eins og venjulégt fólk, gætu átt það til að klúðra öllu og mistak- ast, svona eins og við hinir, og — það sem mestu máli skipti — væru undir niðri, bak við alla fallegu búningana, skíthræddir vesalingar, þegar eitthvað bját- aði á! Stan fór að skapa nýjar hetj- ur í þessari mynd. Einn sá fyrsti var Hulk, grænn risi, ó- trúlega sterkur, hoppar eins og froskur og er álíka gáfaður og froskur. Hann var áður vísinda- maðurinn Bruce Banner, en varð fyrir gammageislun og breyttist. Hann hefur ekki hug- mynd um af hverju allir menn- irnir í einkennisbúningunum eru að herja á hann með kjarn- orkusprengjum. En stundum, þegar hann er í góðu skapi, breytist hann aftur f Bruce Banner, en verður aftur að Hulk strax og hann reiðist eða æsist. Annar f hópi nýju hetj- anna og jafnframt einn sá vin- sælasti er Köngulóarmaðurinn. Hann var venjulegur gagn- fræðaskólastrákur áður fyrr, en vegna mistaka í efnafræðistof- unni breyttist hann og berst nú ZONK! - Kýld’ann, Batman! SLAM! - Áfram, Þór! THUDDí-Superman slgrar! við Kolkrabbamanninn og aðr- ar ófreskjur. I seinni tfð hefur allt gengið á afturfótunum f einkalífi hans. Kærastan hans dó, herbergisfélagi hans bilaði á taugum og geðsjúklingur rændi Maju gömlu frænku hans! Þá má nefna Krafta- manninn. Hann var bara ósköp indæll náungi, þangað til hann var dæmdur í fangelsi fyrir fíkniefnabrot — saklaus að sjálfsögðu — en við það breytt- ist hann, varð reiður og súper- sterkur og vinnur nú fyrir sér með alls kyns björgunarstörf- um, jafnframt því sem hann reynir að hreinsa sjálfan sig af sökinni. Hins vegar er löggan alltaf á eftir honum, af því að hann brauzt út úr fangelsinu! Captain America er enn einn. Hann var hermaður í sfðari heimsstyrjöldinni, en dó ekki eins og svo margir aðrir, heldur lagðist hann til svefns á fsjaka og fraus því fastur á tvítugs- aldrinum! Hann er líka hálf- taugaveiklaður vegna þess, að honum finnst hann alls ekki eiga heima í samfélaginu. Þótt hann líti út eins og tvftugur, þá barðist hann gegn herjum Hitl- ers fyrir 30 árum!! Allir þessir kappar og fjöl- margir fleiri vinna stöðugt að því að bjarga Bandaríkjunum. Þeir þekkjast mæta vel, heim- sækja stundum hver annan f hasarblöðunum og eru stund- um að berja hver annan að auki! Til að þekkja þá alla þurfa lesendur allþykka leik- skrá og dygði vart til, þvf að stöðugt nýir afreksmenn eru að bætast f hópinn, jafnframt því sem sumir hinna eldri heltast úr lestinni vegna þverrandi vinsælda eða uppþornaðra hug- inyndabrunna hjá höfundun- um. Þeir hafa lent í miklu brasi, sumir skildu við eigin- konur, sem kunnu ekki að meta Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.