Morgunblaðið - 10.08.1975, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.08.1975, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. AGUST 1975 — Leiðin til glötunar Framhald af bls. 31 skrifar Carl-Gustaf Lilius flfl- djarfa grein, sem nefnist „Sjálfs- ritskoðun I Finnlandi“ Hún fjallar einmitt um hið hættulega eitur, sem lami lýðræðið að innan, og henni lýkur með þessum orðum: „Þegar til iengdar lætur, mun sjálfsritskoðun grafa undan sjálfsvirðingunni. Og þegar eitt- hvert land fer að missa sjálfs- virðingu sína, grefur það um leið undan tilverurétti sinum.“ Hinir finnsku raunsæismenn trúa ekki á slikt orðagjálfur eða á gildi tjáningarfrelsis. Þeir sjá hvarvetna merki þess, að þau dýru verðmæti, sem Vesturlönd hafa þróað með sér um aldir — málfrelsi og ritfrelsi — eru varla þess virði, að þau séu varin. Þvi að hve margir hafa not af slikum réttindum? Hinn gamli, finnski herforingi, Halsti, segir frá því, er hann hitti að máli liðsforingja I norska flug- hernum i Norður-Noregi, en hann hafði meiri áhyggjur af ungum, norskum skemmdaverkamönn- um, sem hótuðu að eyðileggja varnarstöðvar okkar, en hugsan- legri innrás óvina i landið. Sem herforingi leggur Halsti vafalaust þann dóm á þetta, að það sýni, hve varnarvilji ungdómsins hafi spillzt. En varnir Finnlands sjálfs eru mjög takmarkaðar bæði af friðarsáttmálanum og sovézk- finnska varnarsamningnum. En þó hefur hann sjónarmið tvenn: Finnland verður að viðurkenna 26200 ■ 26200 VORUM AÐ FÁ í EINKASÖLU VIÐ LANGHOLTSVEG 3ja herb. sérhæð á 1. hæð. íbúðin sem er i sænsku húsi er með sér hita sér inngangi. Mikill fjárgróður. Laus strax. VIÐ TORFUFELL 127 ferm. raðhús rúml. fokhelt endaraðhús til sölu. Verð 5.6 millj. LAUGARTEIGUR 4ra herb. 117 ferm. ibúð á 1. hæð. Sér inngangur sér hiti. íbúðin öll i góðu standi, nýleg teppi fylgja íbúðinni fylgir 47 ferm. bilskúr. Sala eða skifti á 3ja herb. ibúð. TILBÚIN UNDIR TRÉVERK Við erum með einstaklings- ibúð i Miðbæjarframkvæmd- um i Kópavogi. Hagstætt verð. VESTURBÆR Höfum til sölu 4ra herb. ibúð i gömlu steinhúsi. VIÐ NÝLENDUGÖTU mjög snyrtileg 3ja herb. íbúð i járnvörðu timburhúsi. Sér hiti. Einbýlishús við Þingholtsstræti Stórt steinhús með rúmlega 200 ferm. eignar- lóð', í kjallara 2ja herb. íbúð, 2 forstofuherb. geymslur og þvottaherb. úti köld geymsla, á neðri hæð 3 samliggjandi stofur, eldhús, búr, forstofa og gestasnyrting á efri hæð 5 svefn- herb. og stórt baðherb. Stórt ris með hárri lofthæð. VIÐ LAUGAVEG 120 ferm. íbúð á 2. hæð i steinhúsi. ibúðin sem er vel útlitandi skiptist í 3 svefn- herb. 2 stofur, eldhús og bað. VIÐ HRAUNBÆ Mjög góð úrvals íbúð á 3. hæð með miklu útsýni til sölu. íbúðin er um 110 ferm. 3 svefnherb. og ein stór stofa. Laus eftir 3 mánuði. VIÐ LINDARGÖTU 3ja herb. miðhæð í timbur- húsi 1 stofa 2 svefnherb. baðherb., eldhús og búr. Nýtt tvöfalt gler i gluggum. Ný teppi á gólfum. Nýtt þak. Sér hiti, sér inngangur. ÆSUFELL Mjög vönduð 104 ferm. ibúð á 4. hæð i háhýsi. íbúðin er 3 svefnherb. VIÐ SÖRLASKJÓL vönduð og falleg 80 ferm. risibúð í parhúsi íbúðin er ein stór stofa eitt svefnherb. með barnasvefnherbergis- krók, eldhús og bað. Sér hiti, útb. 3,1 millj. LAUGARNESVEGUR Til sölu góð 3ja herb. ibúð á 4 hæð i blokk 1 herb. i kjallara fylgir. Einbýlishús \ Kópavogi Húsið er 5 svefn- herb. og tvær góðar stofur, skápar í svefn- herbergjum. Góð teppi í húsinu. Bíl- skúr. 1. flokks eign. Húsið er 225 ferm. Útb. 8 millj. Tilboð sendist Mbl. merkt: 1 flokks eign 4427. Seljendur þar sem við erum í stöðugu sambandi við fjölda kaupenda ættuð þér að láta eígn yðar á söluskrá hjá okkur. Mjög oft fer sala fram án þess að eignin sé auglýst í fjölmiðlum. Sérstaklega vantar okkur um 140 ferm. ibúðir. FASTEIGNASALM M ORG UKBLAHSH LÍSI!V II Öskar Kristjánsson kvöldsfmi 27925 MALFLlT\IMRIFSTOFA Guðmundur Pétursson Axel Einarsson hæstaréttarlögmenn og taka pólitiskt tillit til vilja Sovétríkjanna. En jafnframt mundu Finnar verjast til siðasta manns, ef Sovétrikin reyndu að koma á hinu kommúnistíska kerfi með valdi í Finnlandi. Það merki- lega er,.að saga Finnlands leyfir ekki, að þessari kynlegu tvi- hyggju sé hiklaust visað á bug sem fjarstæðu. Það er meira en uggvænlegt, hvernig bæði finnskir og aðrir „raunsæir og skynsamir“ stjórn- málamenn virða það einskis eða gera lítið úr því, að tjáningar- frelsið sé minnkað. Auðvitað sannar veraldarsagan mál þeirra: I hve mörgum löndum, hversu lengi og undir hvaða stjórnar- háttum hefur skilyrðislaust tján- ingarfrelsi verið við lýði? En þrátt fyrir allt: siðan Hann var, sem var krossfestur fyrir sina afbrigðilegu trú fyrir 2000 árum — Giordano Bruno, fórnarlömb trúvillingadómstólana, Ossietsky, milljónir fórnarlamba Hitlers og Stalins — hefur siðmenningin skapað óhagganlegar erfðir, sem lifa I hugum flestra og í nær öllu lifrænu menningarstarfi, i skáld- skap og heimspeki: Við viljum hafa rétt til að hafa okkar eigin skoðanir. Að því er virðist eru þetta for- réttindi fárra. En aðeins að þvi er virðist. Við útbreiðslu prentlistar- innar dreifðist þessi réttur til hópa, samtaka og flokka og mynd- aði grundvöllinn að því, sem við köllum lýðræði. En það, sem við köllum „finnlandiseringu", er ekki neitt annað en það, að við tökum úr sámbandi þá við- vörunarbjöllu, sem átti að vara okkur við því, að sérhverjar höml- ur á skoðanafrelsi okkar geti leitt til þess, að öll frelsishugsjónin hverfi í hyldýpismyrkur. Og það er hér, sem við hittum fyrir hina hættulegu óvini frelsis- ins, hina hagsýnu gáfumenn, sem telja að frjáls hugsun eigi að vera til innvortis brúks og þurfi ekki að styðjast við örugga heimild í stjórnkerfinu. Og það er þess vegna, sem hin finnska fyrirmynd er lífshættuleg — sérstaklega sem útflutnings- vara. George Kennan — einn af þeim, sem nánast þekkir afstöðu Sovétmanna til hins vestræna | heims, hefur (í bókinni „Foreign Policy" 1974) skrifað um hug- takið „finnlandiseringu". Einnig honum finnst óttinn við „finnlandiseringu“ vera Imynd- unarveiki. Sem einlægur fylgis- maður „slökunar" lofar hann hina hyggilegu hógværð Finnlands og dregur dár að vax- andi ótta i Evrópu við að verða „hálfhernumin" og „finnlandiser- uð“ af Sovétrikjunum. Án þess að hugsa um þær milljónir manna, sem hafa verið krossfestar, pyntaðar og drepnar fyrir réttinn til að láta i ljósi skoðanir sinar, ræðir hann um „raunsætt" mat á herstyrk og nauðsynina á því að ögra ekki hinum sterka, og hann reynir að endurvekja trú okkar og traust á loforðum Bandaríkjanna um hernaðarlega vernd. Kennan er sennilega helzti fylgismaður þeirrar heimspeki nú á tímum, sem fólgin er i þvi „að erta ekki dýrin". En hann efast sjálfur um staðfestu Evrópu. „Allt þetta tal um „finnlandiseringu“,“ skrifar hann, „lýsir aðeins ótta, en ótta, sem byggist ekki á ofurefli og ásókn annarra, heldur á innri veikleika, skorti á lífsvilja í eigin menningarsamfélagi, á upplausn eigin vilja.... Enginn getur komið i veg fyrir, að Vestur- Evrópubúar, ef þeir endilega vilja, fremji sjálfsmorð." En Kennan hugsar alltaf um hið hernaðarlega jafnvægi og nauðsynina á siðferðilegum styrk einmitt á tíma „slökunar". En sá hægfara sjúkdómur, sem hefst með „tilliti" til voldugri nágranna og endar með kyrkingardauða frelsisins, veldur Kennan ekki áhyggjum. Carl-Gustaf Lilius (í Index nr. 1. 1975) gefur aðra og áhrifameiri lýsingu á þeirri andlegu kúgun, sem nú þrúgar allt opinbert lif í Finnlandi, blöð, útvarp, útgáfrn starfsemi og stjórnmál. I fyrsta sinn les ég satt orð, skrifað af Finna: „Ur hálfrökkri sjálfsritskoðun- arinnar heyrast hvislandi raaliir, en engin óp, og umheimurinn verður að láta sér nægja þær upplýsingar, að svokallaðar pólitískar staðreyndir komi í veg fyrir útgáfu 'stórmerkra bóka frá bókmenntalegu sjónarmiði." Hér á hann við Solzhenitsyn, en annars allar bókmenntir, öll skrif- uð orð, sem kunna að geyma gagn- rýni á Sovétrikin eða hið kommúnistíska kerfi. Sérhver „ábyrgur", finnskur rithöfundur eða ritstjóri vegur orð sín á gull- vog, sem truflast við hina minnstu gagnrýni á Sovétríkin. Þetta er ritskoðunaraðferð, sem í rauninni er siðferðilega skaðlegri en lögbundin, opinber ritskoðun fyrir birtingu. Og að lokum dvelur hann við hina ömurlegu mynd af finnskum sálfræðingum, sem bundust vin- áttuböndum við starfsbræður sína frá Sovétríkjunum á rússnesk-finnskri ráðstefnu og létu taka myndir af sér með þeim — þar á meðal G.V. Morozov, án þess að einu orði væri á það minnzt, að þessi félagi í læknaráði Sovétríkjanna hafi verið sjálfur yfirsérfræðingurinn í ofsóknun- um gegn menntamönnum i Sovét- RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN: STUNDAKENNARI óskast á skóladag- heimili fyrir börn starfsfólks frá 1. september n.k. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona spítalans. FÓSTRA óskast á dagheimili fyrir börn starfsfólks nú þegar eða eftir sam- komulagi. Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan. HJÚKRUNARKONUR óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Nánari upplýsingar veitir forstöðukon- an, sími 38960. Reykjavík 8. ágúst 1 975. SKRIFSTOFA RÍKISSPfTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765 rikjunum vegna „andófs". Það er hann, sem hefur látið loka Victor Fainberg, Natalya Gor- banevskaya og Grigorenka hers- höfðingja inni á geðveikrahælum. Það hefur verið sagt og skrifað, að frelsið sé ekki varanlegur eða stöðugur þáttur i sögu og samfélagi. Það verður alltaf að vinna það að nýju. Nú erum við að glata þvi. Það er ráðizt á það samtimis að utan og innan. Eftir nokkurn tima verða kannski þeir, sem rekast á draum- inn I gömlum bókum og reyna að endurheimta frelsið, álitnir sjúklegir nöldrarar. Það er erfitt að varðveita trúna á lýðræðið. I litþráðum þess virðist falinn banvænn þáttur: Þegar það hefur náð fullum þroska, deyr kerfið, drepið af sin- um eigin, eitruðu afurðum. Ég er í engum vafa um, að skil- yrði lifræns lýðræðis er dulin, sterk valdstjórn og opinber heim- speki, sem afneitar tilveru þessarar stjórnar. Án ábyrgrar yfirstéttar, sem skapar góð for- dæmi, án úrvals menntamanna, án menntakerfis, sem hyglir hin- um gáfuðu, og án atvinnulífs, sem verðlaunar dugnað og framsýni — er lýðræðið ekki starfhæft. En hinar rótgrónu jafnaðarkröfur lýðræðisins þola ekki, að athygl- inni sé beint að þessu. Æskan og hin sívaxandi, siðspillta millistétt veiklast í sinni einfeldnislegu trú á frelsinu, eftir þvi sem hin duldu valdstjórnaröfl kerfisins koma betur i ljós. Þá verður um tvo möguleika að ræða, annaðhvort stjórnleysi eða einhvér stjórn- kerfi, þar sem hið sterka vald verður sýnilegt með berum augum, en í höndum annarra. Þessi fjarstæðukennda þróun hefur komið glöggt í ljós í hörmungum okkar vesölu aldar. En ef það verður æskan í dag, sem á eftir að ganga endanlega frá hruni lýðræðisins og tor- tímingu andlegs frelsis, fellur þung ábyrgð á foreldra og yfir- völd, sem á örlagatímum sýndu hinum kommúnistísku afkvæm- um sínum umburðarlyndi, möt- uðu þau og veittu þeim húsaskjól. Það var þessi kynslóó, sem brást við skiptin i boðhlaupinu í siðari heimsstyrjöldinni. Æskan, sem aðeins er hálfunnin vara, á ekki sökina sjálf, þvi að húp veit ekki, hvað hún gerir. Sovétrikin hyggja ekki á hernaðarárás. Herforingja- hirðgæðingar Vesturlanda hafa reynt að sannfæra okkur um þetta til að hafa hemil á varnar- vilja okkar. En Sovétríkin eru haldin óseðjandi hungri í öryggi — þegar á allt er litið, er það Rússland, sem um aldir hefur orðið að þola ágengni og árásir. Öryggisþörf Rússlands, sem er arfur frá keisaradæminu, er blandin óskiljanlegri fáfræði um gildi og skilyrði frelsisins. Það er þetta, sem getur komið fram í kúgunar- og ógnarstefnu, sém mun kæfa frelsið í hverju landinu á fætur öðru, hægt, en örugglega, unz svo er komið að lokum, að okkur finnst móðgandi gagnrýni á hina kommúnistísku trú ekki aðeins guðlast, heldur og heimskuleg landráð. Það er þessi „finnlandisering", sem við eigum að óttast um fram allt: hið tviskipta hjarta, hinn klofni hugur, hið hagnýta, hag- kvæma gáfnafar. Við sjáum nú þegar, hvernig samtök og valda- hópar brjóta dýrmætar grund- vallarreglur. Það er sama, hvaðan þrýstingurinn kemur — að utan eða að innan, heima fyrir: Við höfum hvorki samstöðu né samábyrgð. En hvað gangur sögunnar getur verið illkvitnislegur. Einmitt þegar stéttamismunurinn var nær horfinn, voru tekin upp hryðju- verk í stéttabaráttunni. Einmitt þegar hin alræmda nýlendustefna beindist að því að sjá um hinar vandasömustu endurbætur I van- þróuðu löndunum, voru nýlendu- mennirnir reknir burt úr landi. Einmitt þegar jafnréttinu hafði verið komið á nær til fullnustu, eyðilögðu menn aila stefnuna til að leyna því, að sumir væru þrátt fyrir allt betri en aðrir. Er það nú heimur, sem við lifum i! — svá —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.