Morgunblaðið - 10.08.1975, Side 39

Morgunblaðið - 10.08.1975, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. AGUST 1975 39 Elínborg Jónsdótt ir—Minning Þegar ég hugsa til frú Elín- borgar Jónsdóttur kemur sjálf- krafa upp i huga mér hið dýrlega kvæði sem Bjarni Thorarensen orti í minningu Rannveigar Filippusdóttur úr Hafnarfirði. Þar kveður hann svo, að meyjar Islands skuli ekki óttast háan aldur, þvi að í stað þeirra „rósa- vanga“ sem þær skörtuðu ungar muni ellin, þegar hið innra lff er fagurt, grafa á andlit þeirra nýjar „skrúð-rósir“ sem eru „ungdóms sléttleik æðri“, þ.e. göfugt hugar- þel mótast I svipdráttunum æ þvi betur sem árin líða, hinn innri blómi þroskast þótt hinn yftri fölni. Fram I háa elli var frú Elinborg fríð kona og fríðleik hennar göfguðu „skrúð-rósir" sem stóðu rótum I hreinu og góðu hjartalagi. Þvi er það, að kvæði Bjarna nær til hennar. Elínborg Jónsdóttir fæddist 23. júlí 1886 og lézt í Landsspitalan- um í Reykjavík á 89. afmælisdegi sinum. Þriðjudaginn 5. ágúst sl. var hún borin til moldar f Sauðár- krókskirkjugarði, við hlið eigin- manns sins Tómasar Gislasonar. Fjölmenni kom að útför hennar, og margir sem áttu þess ekki kost að fylgja henni síðasta spölinn signdu yfir gröf hennar í anda. Foreldrar Elínborgar voru Jón (f. 1843, d. 1938) bóndi i Brenni- gerði I Borgarsveit, sonur Guðmundar bónda þar Jónas- sonar, og seinni kona hans, Guðný Eggertsdóttir (f. 1842, d. 1930) bónda á Skefilsstöðum Þorvalds- sonar. Ættir þeirra beggja eru vel kunnar í Skagafirði. Hér má geta þess, að Jón í Brennigerði og dr. Helgi Péturss voru að öðrum og þriðja að frændsemi, og I föður- kyn var Guðný af hinum stóra ættgarði sem kenndur er við Skiðastaði á Ytri-Laxárdal. Systir hennar var Sigríður sem átti Arna járnsmið Arnason, þau voru frumbyggjar á Sauðárkróki, reistu þar fyrsta íveruhúsið árið 1871. Jón Guðmundsson var mikilhæfur maður, frjálslegur í viðbrögðum og tilsvörum og mjög minnisstæður þeim sem kynntust honum. 1 elli hans var margt skráð eftir honum um byggðar- sögu Sauðárkróks og ugglaust kunni hann frá ýmsu öðru að segja ef eftir því hefði verið leitað. Ég man Jón blindan og silfurhvftan á hár og skegg, þar sem hann bjó í skjóli Elínborgar dóttur sinnar, og síðan er hann mér imynd hins fróða öldungs. Jón I Brennigerði og Guðný kona hans fluttinst til Sauðár- króks árið 1897. Þar gegndi Jón hreppstjórastöðu 1907—20, en var lengi áður bæði hrepps- nefndarmaður og sýslunefndar- + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi VICTOR STRANGE fyrrverandi verkstjóri Granaskjóli 28 verður jarðsunginn frá Frfkirkjunni í Reykjavtk mánudaginn 1 1. ágúst kl. 3. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir Hansfna Þ. Strange börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir ANNA S. SCHEVING Brekkustig 6, verður jarðsungin mánudaginn 1 1. ágúst kl. 1 3.30 frá Fossvogskirkju. Sigurjón Hansson, Hans Sigurjónsson, Ingibjörg Guðbjörnsdóttir, Anna Sigurjónsdóttir, Samúel GuSnason, Þráinn S. Sigurjónsson, Ruth Fjelsted, Sveinn Scheving Sigurjónsson, Kristin Björk Pálsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa VALDIMARS AXELS GUNNARSSONAR Hringbraut 52 Ingibjörg Axelsdóttir, Árni B. Jóhannsson, Gunnar Axelsson, Hjördis Þorgeirsdóttir, Unnur Axelsdóttir, Hjörtur Hjartarsson, Axel St. Axelsson. Maria Jónsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýbug viðandlát og útför ÞÓRÐAR EYJÓLFSSONAR, hæstaréttardómara. Halldóra Magnúsdóttir, Magnús Þórðarson, Solveig Magnúsdóttir, Áslaug Ragnars, Lára Magnúsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Þórður Magnússon, Andrés Magnússon, Guðrún Þórðardóttir, Kjartan Magnússon, Einar Þorláksson, Ragnheiður Þórðardóttir, Guðný Þórarinsdóttir, Magnús Hjálmarsson, Halldóra Þórarinsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Þórður Þórarinsson. maður í Sauðárhreppi hinum forna. Með fyrri konu sinni, Val- gerði Guðmundsdóttur frá Naustum á Höfðaströnd, átti Jón tvö börn, en fullorðinsárum náði annað þeirra, Guðmundur búfræðingur og kennari, bóndi á Sandeyri við Isafjarðardjúp. I seinna hjónabandi eignaðist Jón einnig tvö börn, auk Elinborgar Eggert sjómann á Siglufirði. Hann gat ennfremur dóttur utan hjónabands, Ingibjörgu (með Guðbjörgu Söldótt- ur frá Skarði i Göngu- skörðum. Hún giftist Birni Magnússyni simstjóra á Borðeyri og Isafirði og er nú á lífi eitt barna Jóns Guðmundssonar. Elinborg fluttist til Sauðár- króks með foreldrum sinum ellefu ára gömul og átti siðan heima þar I bænum nokkuð á sjötta áratug. Hún giftist 26. októ- ber 1907 Tómasi Gislasyni (f. 1876) bókhaldara við Popps- verzlun á Sauðárkróki. Hann var þá nýkominn frá eins árs verzlunarnámi I Kaupmannahöfn. Tómas vann við Poppsverzlun til ársins 1912, að eignir þess fyrir- tækis voru seldar Höepfners- verzlun og varð Tómas verzlunar- stjóri hjávHöpfner. Hann hafði það starf með höndum til 1928, þegar hætt var rekstri Höpfners- verzlunar á staðnum. Arið eftir aflaði Tómas sér verzlunarleyfis og rak úr því smásöluverzlun i húsi sem hann keypti um sömu mundir við Aðalgötu er nú heitir svo, en þar í húsi var jafnframt heimili þeirra hjóna ætið siðan. Verzlunarrekstur Tómasar varð aldrei umfangsmikill og þvi var hann samhliða kaupmennsku fastur starfsmaður (ritari) I Sparisjóði Sauðárkróks frá þvi skömmu eftir 1930 og allt til æviloka. Hann lézt árið 1950. Litlu síðar seldi frú Elinborg hús- eign sína og fluttist alfarin til Reykjavikur. Tómas Gíslason var borinn og barnfæddur Reykvikingur, en fluttist norður til starfa hjá Poppsverzlun árið 1904. Áður hafði hann verið verzlunarmaður syðra, bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hann var bræðrungur að frændsemi við Ólaf Þorsteins- son lækni og Tómas Jónsson borgarritara. Tómas Gislason var stakur öðlingsmaður, hæglátur og hlýr I umgengni, mjög óhlutdeil- inn, gætinn og traustur i öllum efnum. Nutu þau hjón allar stundir hinnar mestu virðingar samborgara sinna og vinsælda. Tómasi og Elínborgu varð fimm barna auðið. Elztur var Gisli, f. -4908, d. 1927, þá við nám I Menntaskólanum á Akureyri, jaikill efnismaður. Hin börnin eru öll á lifi og búsett I Reykja- vík: Guðný, f. 1912, ógift, gjald- keri hjá Agli Vilhjálmssyni h/f; á heimili hennar að Álftamýri 10 dvaldist Elínborg slðustu ævi- árin; Sigurðúr, f. 1914, stýri- maður, nú starfsmaður hjá Sindra, kvæntur Herborgu Guðmundsdóttur og eiga þau tvær dætur; Jón, f. 1924, fram- kvæmdastjóri, kvæntur önnu Árnadóttur og eiga þau fimm börn; Gísli, f. 1927, framkvæmda- stjóri, kvæntur Kristbjörgu Sigurjónsdóttur og eru börn þeirra þrjú. Tómas Gislason var maður svo hlédrægur að hann kom aldrei fram opinberlega, eins og það er kallað, hvorki á mannamótum né I félagslífi sem mikið bar á, svo sem leikstarfsemi. Elfnborgu var að þessu leyti annan veg farið. Hún var félagslynd og beitti sér lengi ötullega I ýmsum samtökum bæjarbúa. Árið 1948 varð hún til að myndafyrstiheiðursfélagiLeik- félags Sauðárkróks og hafði þá komið við leiksögu bæjarins um hálfrar aldar bil eða allt frá æsku- um. Hún var einnig heiðurs- félagi Kvenfélags Sauðárkróks, og eru þessar viðurkenningar báðar til marks um hlut hennar I félagslífi staðarins og hversu hann var metinn. En sízt skal þó gleyma forgöngu hennar um handíðir I bænum, þvi hún sat einna lengst allra I stjórn heimilis- iðnarfélags sem stofnað var 1919 og ekki lagt niður að fullu fyrr en fjórum áratugum síðar, hið mesta nytjafélag. Það gekkst fyrir iðn- sýningu árið 1921, glæddi með mörgum námsskeiðum kunnáttu fólks I handiðnum, og á atvinnu- leysisárunum fyrir stríð og raunar lengur var ýmsum búbót I þvl að félagið keypti heimaunnar ullarvörur. Allir báru þann varning sinn I hús til Elínborgar, hún sendi hann áfram suður og galt verkalaunin. Ég er þeirrar trúar, að engum hafi þótt leitt að drepa á dyr hjá Elínborgu með pinkil sinn undir hendi, því hún var jafnan hress i viðmóti, heimili hennar hlýlegt og fallegt og bar þvl vitni hvílík hún var I hús- móðursæti. Nú er þessi góða kona horfin til lands lifenda, sem hún trúði fast- lega að biði handan grafar. Mér er ljúft að minnast hennar. Traust vináttubönd tengdu hana fjöl- skyldu minni þegar ég vissi til mín fyrst og þau slitnuðu aldrei. Fyrir þvl kynntist ég henni betur en annars hefði verið. Hún var hreinlynd og fastlynd, glöð á góðu dægri, skýr I hugsun og búin listgáfu sem birtist I leikhæfi- leikum. Það er ávinningur að hafa notið samvista við hana svo lengi. Hannes Pétursson M 3 MS & sw SW II M3 SVf MY Aðals /ÍjO£\ augl V^J/TEIK NDAM ræti 6 simi M2 ÝSINGA- MISTOFA ÓTA 25810 B

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.