Morgunblaðið - 15.08.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGUST 1975
5
Frá sovézku Olympíukeppninni
Þegar þetta er ritaó er sov-
ézku Ölympíukeppninni það
langt komið, að úrslit eru ljós. I
A-úrsIitum sigraði sveit RSFSR
með 19,5 v. Sveit Leningrad
varð í 2. sæti, hafði 15,5 v. og 1
biðskák þegar síðast fréttist. Þá
var staða annarra sveita sem
hér segir: 3. Ukraína Í1 v. og 2
biðsk., 4. Grúsía 11 v. 5. Lett-
Iand 10,5 v. og 3 biðsk., 6.
Moskva 10,5. I B.-úrslitum sigr-
aði Úzbekistan, en I C-
úrslitum var staðan of óljós
vegna fjölda biðskáka, til þess
að hægt væri að fullyrða nokk-
uð um, hverjum sigurinn félli i
skaut.
Sigur RSFSR þarf engum að
koma á óvart. Sveitin var skip-
uð mjög öflugum stórmeistur-
um, eins og skýrt var frá í þætti
hér um daginn. Sveit Lenin-
grad var einnig skipuð mjög
öflugum mönnum, en þar
tefldu þeir Karpov, Kortsnoj og
Taimanov á þrem efstu borðun-
um. Hin slaka frammistaða
stórmeistaranna frá Moskvu í
úrslitakeppninni hlýtur hins
vegar að vekja nokkra athygli. I
2. umferð úrslitakeppninnar
mættust sveitir RSFSR og
Moskvu og sigruðu hinir fyrr-
nefndu með 8,5 v. gegn 0,5. Á
tveim efstu borðunum voru eft-
irfarandi skákir tefldar.
1. borð
Hvftt: B. Spassky
Svart: T. Petrosjan
Nimzoindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3
— Bb4, 4. e3 — c5, 5. Rf3 — d5,
6. Rf3 -0-0, 7.0-0 — dxc4, 8.
Bxc4 — a6, 9. a4 — cxd4, 10.
exd4 — Da5, 11. Bg5 — Rd5, 12.
Re4 — Rd7, 13. De2 — He8, 14.
Hfcl — Rf8, 15. Rc5 — Re7, 16.
De4 — Rf5. 17. Bd3 — Db6, 18.
Hc2 — a5, 19. Dg4 — Dd6, 20.
Bb5 — Bd7, 21. Bf4 — De7, 22.
Rxd7 — Rxd7, 23. Hc7 — Hed8,
24. d5 — Bd6, 25. Bg5 — Rf6,
26. Hxe7 — Rxg4, 27. Hxb7 —
f6, 28. Bd2 — exd5, 29. Bd7 —
Rgh6, 30. Be6+ — Kh8, 31. Hcl
— Re7, 32. Rd4 — Ha6, 33. Bd7
— Rhg8, 34. Bb5 — Haa8, 35.
Kfl — Be5, 36. Re6 — Hdb8,
37. Hxb8 — Hxb8, 38. b3 —
Ha8, 39. f4 — Bd6, 40. Rc7 —
Ha7, 41. Re6 og svartur gafst
upp.
2. borð
Hvftt: V. Smyslov '
Svart: L. Polugajevsky
eftir JÓN Þ. ÞÓR
Kóngsindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. d5 —
d6, 4. Rc3 — g6, 5. e4 — Bg7, 6.
Be2 — 0-0, 7. Rf3 — e6, 8. 0-0 —
He8, 9. Rd2 — Ra6, 10. Hel —
Rc7, 11. a4 — b6, 12. Hbl —
Hb8, 13. b3 — a6, 14. Bb2 —
exd5, 15. cxd5 — b5, 16. axb5 —
axb5, 17. Bfl — Rg4, 18. Rf3 —
f5, 19. h3 — Re5, 20. Rxe5 —
Bxe5, 21. exf5 — Bxf5, 22. Bd3
Framhald á bls. 26
ORÐ I
EYRA
Bönn
Að sjálfsögðu erum við Sverr-
ir Hólmarsson og Kristensen á
móti öllum bönnum. Þó það nú
væri. Bönn eru nefnilega alltaf
til ills. Eða haldiði kannski að
fógetanum f Eyjum hefði ekki
verið nær að hafa barinn opinn
allan sólarhrínginn, meðan á
þjóðhátíð stóð, og sömuleiðis
vínbúðina? Þá hefði sko ekki
verið eins mikið drukkið á
Breiðabakka og ólýginn sagði
mér að verið hefði. Bönn hafa
alltaf þveröfug áhrif einsog all-
ir vita.
Það er tilaðmynda hrein vit-
leysa að banna hass og herófn.
Það mundi sko einginn líta við
slfku ef ekki væri bannað að
selja það. Eða þá Ellessdé.
Hvur haldiði að kærði sig um
það ef það feingist í hvurri
sjoppu ásamt með sleiki-
brjóssik og sigarettum?
Það er líka alveg klárt mál að
hundum fækkaði stórum ef
afnumið væri bann við hunda-
haldi.
Og eitursnjallir sögumenn
eins og við Sverrir og Kristen-
sen erum ekki í minnsta vafa
um að bann það við mannvig-
um, sem gilt hefur á Islandi um
aldir, hefur valdið miklu fleiri
morðum en orðið hefðu ef
menn hafðu haft sjálfdæmi um
hvernig þeir kæmu leiðinlegum
karaktérum fyrir kattarnef.
Eða þetta heimskulega bann
við að svíkja undan skatti. Ef
einhvurjir landsfeður hefðu
mannrænu f sér til að afnema
það hyrfu öll skattsvik einsog
dögg fyrir sólu. Að mér heilum
og lifandi og Sverri og Kristen-
sen líka.
Það eru nefnilega ekki allir
jafnklárir I kollinum og ég og
hann Sverrir og hann Kristen-
sen ritsnillíngur, að ógleymd-
um þeim sem heingja tóbaks-
auglýsingar upp í búðirnar. Ef
yrði bannað að dreifa þeim um
borg og bý, einsog Alþingi ku
hafa ætlast til að gert yrði fyrir
margt laungu, þá færðust sko
reykíngar barna fyrst alvarlega
i aukana.
Og nú er ég bara að biða eftir
því að aka með þeim kumpán-
um, Sverri og Kristensen, yfir
Miklubrautina á rauðu ljósi
einhvurn eftirmiðdaginn þegar
umferðin er hvað mest. Það
hæfir nefnilega ekki víðsýnum
og stórgáfuðum nútimamönn-
um að Iáta banna sér eitt eða
neitt.
IÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
KARNABÆR
AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a
SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155
LÆKJARGÖTU 2
SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155