Morgunblaðið - 15.08.1975, Síða 13

Morgunblaðið - 15.08.1975, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1975 13 Norræn tónlistarhátíð í Reykjavík í júní nk. Fundi norrænna tónskálda lokið í Reykjavík AÐ undanförnu hefur staðið yfir f Reykjavfk fundur stjórnar Norræna tónskáldaráðsins, fund- ur dómnefndar sem velur tónverk til flutnings á Norrænu tónlistar- hátfðinni og jafnframt fundur höfundaréttarfélaga Norður- landa. Fundir f stjórn norræna tónlistarráðsins eru haldnir tvisv- ar á ári en norræn tónlistarhátfð er haldin annað hvert ár og verð- ur næsta hátfð f Reykjavfk f júní 1976. I sjórn Norræna tónlistarráðs- ins eiga sæti fyrir hönd Tón- skáldafélags Islands Atli Heimir Sveinsson, formaður félagsins og Jónas Tómasson tónskáld á Isa- firði. I dómnefnd Norrænu tón- listarhátíðarinnar hefur átt sæti fyrir hönd íslenzkra tón- skálda Þorkell Sigurbjörnsson. A fundi höfundaréttarfélaganna sátu fyrir hönd STEF Skúli Hall- dórsson formaður félagsins og Sigurður Reynir Pétursson fram- kvæmdastjóri. I Tónskáldafélagi Islands eru um 20 félagsmenn, en í öðrum norrænum tónskálda- félögum frá 50 til 90. Félagsmenn geta þeir orðið sem leggja fram tónverk sem dómnefndir félag- anna meta hæf. I nokkrum land- anna munu starfandi sérstök fé- lög tónlistarmanna sem eingöngu semja dægurlög, en slíkt félag er sem kunnugt er ekki til hérlendis. Atli Heimir Sveinsson tónskáld sagði í samtali við Mbl. í gær að stjórn Norræna tónskáldaráðsins miðlaði upplýsingum innbyrðis á fundum stjórnarinnar tivsvar á ári og reyndu menn að fylgjast vel með þvf sem gerðist í hinum löndunum á sviði tónsmíða. Væri mjög gagnlegt fyrir félagsmenn að hittast með þessum hætti og Iæra hverjir af öðrum bæði i tón- list og beinum hagsmunamálum. Atli sagði að tónskáldafélögin reyndu að kynna sem mest starf- semi og tónsmíðar félagsmanna hinna norrænu félaganna á hljómleikum og f fjölmiðlum. Eins og áður sagði verður haldin Norræn tónlistarhátfð í Reykjavík dagana 19.—26. júní á næsta ári. I fyrra var hátfðin haldin í Kaupmannahöfn og voru þá frumflutt verk tveggja íslenzkra tónskálda, þeirra Hafliða Hallgrímssonar og Jónas- ar Tómassonar. Hvorugt verkið hefur enn verið flutt hérlendis. Dómnefndin sem velur verk á næstu hátíð hefur að mestu lokið störfum og meðal þess sem hún mælir með að flutt verði eru verk eftir Herbert H. Ágústsson, Leif Þórarinsson og Hjálmar H. Ragnarsson, tónlistarkennara á Isafirði. Hann er aðeins 23 ára gamall, sonur Ragnars H. Ragn- ars, skólastjóra þar. Þorkell Sigurbjörnsson tón- skáld tjáði Mbl. í gær, að nefndin hefði valið 35 verk til flutnings, en ekki væri fullvist að aðstaða yrði til að flytja þau öll á hátíð- Framhald á bls. 26 Dómnefnd Norrænu tónlistarhátfðarinnar sem haldin verður f Reykja- vfk á næsta ári: Aulis Sailinen, Finnlandi, Svend Nielsen, Danmörku, Þorkeli Sigurbjörnsson, Isiandi, Miklos Maros, Svfþjóð og Egil Hov- land. Noregi. Stjórnarmenn f Norræna Tónlistarráðinu: Arne Nordheim, Noregi, Jónas Tómasson, lslandi, Per Nörgaard, Danmörku, Eskil Hemberg, Svfþjóð, Daniel Börtz, Svfþjóð, Atli Heimir Sveinsson, Isiandi, Paavo Heininen, Finnlandi og Kjell Mörk Karlsen, Noregi. Norræna hagfræðinga- mótið sett í gær 22. mót norrænna hagfræð- inga var sett að Hótel Loft- leiðum f gærmorgun. Matthfas Á Mathiesen fjármáiaráðherra setti mótið og sagði hann m.a. f ræðu sinni, að það væri merkis- atburður, að nú væri þetta mót, sem ætti að baki sér nfeira en aldarhefð, haldið f fyrsta sinn á Islandi. Þá vék ráðherrann að efni þvf, sem hagfræðingarnir fjalla um, þ.e. nýtingu auð- linda, sem hann kvað ekki sfzt hafa þýðingu fyrir Islendinga. 1 ræðunni minntist Matthfas Á. Mathiesen einnig á hrakspár ýmissa vfsindamanna og áhuga- manna um umhverfismál, og sagði hann, að ef það gagnstæða álit, sem margir hagfræðingar hafa látið i ljós á þessu máli, reyndist á rökum reist, væri mikils um vert, að stjórnmála- menn og aðrir áttuðu sig á þvf. Meðal fimm erinda, sem fiutt voru á mótinu f dag, var erindi Bjarna Braga Jónssonar? en það nefndist „Auðlindanýting og auðlindaskattur'*. Að sögn Jónasar Haralz vakti erindið mikla athygli. Tveir erlendir hagfræðingar fjölluðu um efni erindisins að flutningi ioknum, og fóru þeir um það miklum viðurkenn ingarorðum. 1 næstu viku fjailar Þráinn Eggertsson um einstök erindi og umræður á norræna hag- fræðingamótinu hér f Morgun- biaðinu. Sadat Egyptalandsforseti. (Teikning Halldór Pétursson). Israel. Á fundi Einingarsam- taka Afriku í Kampala fyrir nokkru andmælti Egýptaland áformum um brottrekstur Israels úr SÞ og lenti af þeim sökum i harðri andstöðu við Lýbíu og Frelsishreyfingu Palestínu (PLO) Frá Gunnari Rytgaard f Kaupmannahöfn: K.B. Andersen utanríkisráð- herra Dana telur að nokkuð góðar líkur séu á því að ekki verði reynt að reka Israel úr SÞ á næsta alsherjarþingi samtak- anna eins og nokkrar Araba- þjóðir hafa lagt til. Andersen hefur áður lýst þvi yfir að Dan- ir séu algerlega mótfallnir öll- um ráðagerðum i þá átt. Ander- Sadat er andvígur brott- rekstri ísraels úr SÞ Beirut, Líbanon, 14. ágúst. Reuter. ANWAR Sadat forseti Egypta- lands lýsti þvi yfir í dag í viðtali við timarit i Beirut að hann væri andvigur áformum um að reka ísrael úr Sameinuðu þjóð- unum, þvi sú aðgerð mundi ein- ungis verða til þess að auka stuðning Bandarikjanna við Israel. Sadat sagði að Israels- riki væri nú þegar nær einangr- að I alþjóðamálum og brott- rekstur þess úr SÞ yrði til þess að Bandaríkin mundu taka al- gera og einhliða afstöðu með sen byggir spá sína á samtölum við stjórnmálamenn frá öðrum löndum og skýrslum frá dönsk- um sendiráðum og telur víst að jafnvel þótt tillaga um brott- rekstur komi fram muni hún ekki ná fram að ganga. Ander- sen segist halda að verði Israel rekið úr samtökunum muni mörg lönd draga úr framlögum sinum til samtakanna sem geti leitt til þess að samtökin verði óstarfhæf. Hann sagði að Danir gætu hugsað sér að draga úr framlögum verði Israel vikið úr SÞ. Papadopolous segist bera fulla ábyrgð Aþenu, 14. ágúst. Reuter. George Papadopoulos fyrrum forsætisráðherra i grísku her- foringjastjórninni sagði í dag við réttarhöldin yfir honum og 19 öðrum herforingjum, að hann bæri fulla ábyrgð á aðild sinni að byltingunni á árinu 1967. Papadopoulos neitaði ákærum, sem bornar voru fram gegn honum um landráð og vildi ekki segja neitt frekar við réttarhöldin. Aðrir sakborn- ingar sem kallaðir hafa verið til vitnis hafa einnig neitað að tala, og lögfræðingar þeirra hafa kallað réttarhöldin skripa- leik. Búizt er við að dómar verði felldir á miðvikudag eða fimmtudag í næstu viku. Þrír menn bíða bana í óeirðum á Tímor Darwin, Astralíu. 14. ágúst. Reuter. A.m.k. þrir menn biðu bana I óeirðum í höfuðborg portúgölsku nýlendunnar Tímor á Kyrrahafi, skv. frá- sögnum flóttamanna sem komu frá eynni til Ástraliu. Sagt var að unglingar vopnaðir rifflum færu um götur höfuðborgarinn- ar Dili. Skv. frásögnum flótta- manna sló saman tveim póli- tískum fylkingum, lýðræðis- hreyfingu Tímor og hreyfingu sem berst fyrir sjálfstæði Aust- ur-Timor. Indira Gandhi sakar BBC um hlutdrœgni London, 14. ágúst. AP. Brezka fréttastofan BBC tók i dag óstinna upp ásökun Indiru Gandhi um að fréttaflutningur stofnunarinnar væri einhliða og i andstöðu við stjórn Indiru. Talsmaður fréttastofunnar sagði að henni bærust daglega fréttir frá Indlandi frá ýmsum heimildum sem síðan væru metnar og skrifaðar af þeirri hlutlægni sem alltaf hefði ein- kennt fréttir BBC. frá Indlandi. BBC kallaði fréttamann sinn heim frá Nýju-Delhi fyrir nokkru f mótmælaskyni við rit- skoðun þá sem Indira Gandhi hefur komið á í landinu. Indira Gandhi lýsti því yfir í viðtali við málgagn flokks síns að BBC væri óheiðarleg fréttastofa sem alltaf hefði haft slagsíðu í fréttaflutningi sínum frá Ind- landi. 41 þingmaður úr Kongressflokki Indiru Gandhi kröfðust þess í dag að BBC yrði aldrei framar heimilað að senda fréttir frá indverskri grund. Mustang og Cougar með gölluð sœti Washington, 14. ágúst. Reuter. Samgöngumálaráðuneytið i Washington gerði Ford bila- verksmiðjunum i dag að skyldu að innkalla um 600000 bila af gerðunum Mustang og Cougar árgerð 1968 og 1969 og gera á þeim vissar lagfæringar. Ráðu- neytið segir að sætaumbúnaður í bilunum sé gallaður og geti framsæti í bílunum fallið aftur og leitt til þess að ökumaður missi stjórn á bílnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.