Morgunblaðið - 15.08.1975, Side 18

Morgunblaðið - 15.08.1975, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1975 Minning: Guðlaugur Þórar- insson, Hafnarfirði Fæddur 20. júlf 1915. Dáinn 8. ágúst 1975. Laugardaginn var barst okkur sú harmafregn, að Guðlaugur Þórarinsson starfsmaður Raf- veitu Hafnarfjarðar hefði látist kvöldið áður. Guðlaugur var fæddur í Hafnarfirði 20. júlí 1915 og dvald- ist þar öll sín manndómsár. Framan af var Guðlaugur sjó- maður, en árið 1947 réðst hann línumaður til Rafveitu Hafnar- fjaróar, eftir að hafa um skeið starfað hjá Landsfmanum. Síðustu árin vann hann á skrif- stofu Rafveitu Hafnarfjarðar. Guðlaugur Þórarinsson var harðduglegur maður og hlffði sér hvergi við þau störf, sem hann tók að sér. Fór það heldur ekki fram hjá þeim sem til þekktu, að hann hafði um dagana slitið sér út með vinnu, án þess að spyrja um heislufarslegar afleiðingar fyrir sjálfan sig. Þannig var kapp hans og.atorka. Hin síðari ár hlóðust á Guðlaug trúnaðarstörf á félagsmálasviði. Á árinu 1955 var hann kjörinn formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, og hafði hann gegnt því trúnaðarstarfi sfðan, að undanskildu einu ári, er hann vegna veikinda gaf ekki kost á því að vera í kjöri. Þegar Guðlaugur tók við formennsku, hafði félagið inni gott starf af hendi f kjaramál- unum um 15 ára skeið. En barátt- unni fyrir hagsmunum félags- manna var haldið áfram, og þar hefur í ríkum mæli notið við kapps og samningslægni Guð- laugs Þórarinssonar. Á þeim tíma, sem Guðlaugur hefur verið for- maður félagsins, hefur árangur af starfi þess orðið mjög mikill. Hér skal það nefnt, að á fyrsta formannsári Guðlaugs náðist fram viðurkenning bæjarstjórnar á félaginu sem samningsaðila, og á næsta ári var stofnaður eftir- launasjóður starfsmanna bæjar- ins. Framhaldið hefur verið í góðu samræmi við fyrsta árangur Guðlaugs í starfi formanns félags- ins. Guðlaugur átti sæti í stjórn B.S.R.B. á árunum 1968 til 1970 og 1973 til dánardægurs. Hléið var vegna veikinda hans um tíma. Sfðasta verk hans fyrir samtökin var að sitja stjórnarfund B.S.R.B. daginn áður en hann féll frá. Guðlaugur átti sæti í aðal- samninganefnd B.S.R.B. og hafði setið mörg þing bandalagsins og fjölmargar ráðstefnur. Samtök opinberra starfsmanna eiga Guð- laugi Þórarinssyni mikla þökk að gjalda fyrir störf hans að forustu samtakanna um langt skeið. Ég mun ávalt minnast Guðlaugs Þórarinssonar sem heiðarlegs og einlægs baráttumanns fyrir hug- sjónum sfnum og þeim verk- efnum, sem honum var trúað fyr- ir af samferðamönnum sínum. Guðlaugur var jafnan hress í bragði, og við, sem með honum störfuðum, munum minnast góðs félaga, þar sem hann var, og drengilegs og ánægjulegs sam- starfs af hans hendi. Guðlaugur Þórarinsson kvæntist 1946 Dagbjörtu Sigur- jónsdóttur, ágætri konu, og lifir hún mann sinn. Börn Guðlaugs eru fjórir synir, dóttir og fóstur- dóttir. Ég færi Dagbjörtu, börnunum og barnabörnunum innilegar samúðarkveðjur. Kristján Torlacius t Eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir ÓLAFUR R. GUÐMUNDSSON Faxabraut 26, Keflavlk andaðist I Sjúkrahúsi Keflavíkur 13. þ m. Dagmar Pálsdóttir böm, foreldrar og systkini. t Systir okkar, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsett frá Fossvogskirkju, laugardaginn 16 ágúst kl. 10 30 f.h Ólafur Guðmundsson, Soffla Guðmundsdóttir, Ögn Q Guðmundsdóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar ÓLAFUR BJARNASON skipstjóri, Túngötu 21, Keflavík verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 16 ágúst kl. 2. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Slysavarnafélagið Severlna Högnadóttir Eltn Ólafsdóttir Marteinn Árnason. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi BJARNIR ÁRNASON Byggðarenda 13, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, laugardaginn 16. ágúst kl. 10 30 Jóhann E. Bjarnason Una Aradóttir Árni Bjarnason Björg Jakohsdóttir GunnarM. Bjarnason Anna Guðmundsdóttir Sverrir Bjarnason og barnabörn. Þuríður Eggertsdóttir. Helga Guðrún Helga■ dóttir — Minning Kveðja frá Starfsmannafél. Hafnarfjarðar. I dag er til moldar borinn Guð- laugur Þórarinsson starfsmaður Rafveitu Hafnarfjarðar, en hann lést 8. þ.m. eftir örstutta viðvörun hins mikla vágests, hjartabilunar. Guðlaugur var fæddur 20. júlí 1915 og hafði þvi fyrir nokkrum dögum fagnað með vinum á sextugs afmæli sinu. Þeim er þekktu Guðlaug Þórarinsson verður hann lengi minnisstæður vegna afburða dugnaðar og áhuga á öllu því er hann tók sér fyrir hendur. Rafveita Hafnafjarðar naut starfa hans i nær 30 ár, og gegndi hann þar margvíslegum störfum eftir því sem leið á ævina, og munað hefur um störf hans þar, þvf að eitt var það sem Guðlaugur aldrei lærði í lifi sínu, en þar var að hlífa sjálfum sér. Það var því ekki fyrir neina til- viljun að Guðlaugur var valinn til forystu í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrir um það bil 20 árum og gegndi þar formannsstörfum nær óslitið til dauðadags. Seint verður fullþökkuð elja hans og góður vilji til að leysa hvers manns vanda á þeim vett- vangi, en það vita allir þeir, sem til þekkja í samningsmálum um kaup og kjör, að sýna verður sanngirni og sáttfýsi, samfara allri kröfugeð, en það er álit þeirra er best þekktu til starfa hans f félagi okkar bæjarstarfs- manna i Hafnarfirði að ötulli mann eða áhugasamari um málefni okkar hefði ekki verið hægt að finna. Er við nú kvcðjum hinstu kveðju vin okkar og forystumann, Guðlaug Þórarinsson, vottum við honum virðingu okkar og einlæga þökk. Eftirlifandi eiginkonu hins látna, svo og börnum hans og öðrum aðstandendum, sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fædd 20.7. 1892 Dáin 28.7. 1975. Að kvöldi mánudagsins 28. júlí s.l. lézt I Borgarspítalanum f Reykjavfk Helga Guðrún Helga- dóttir, 83 ára að aldri. Helga var Reykvíkingur að upþ- runa, fædd 20. júlí 1892 hér í bæ, og voru foreldrar hennar þau Helgi Helgason, trésmíðameistari og tónskáld, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Helgi faðir hennar var kunnur borgari og at- hafnamaður f Reykjavík á sínum tíma. Fékkst hann einkum við húsasmíðar og standa enn nokkur þeirra húsa sem hann reisti. Helgi hafði mikinn áhuga á tónlist enda gæddur góðum gáfum i þá veru og var hann stofnandi og fyrsti stjórnandi fyrstu lúðrasveitar- innar sem tslendingar eignuðust, Lúðraþeytarafélags Reykjavíkur, sem síðar nefndist Lúðrasveit Reykjavfkur. Setti Helgi og flokkur hans svip á bæinn er þeir skemmtu Reykvíkingum með hornaleik sfnum á Lækjartorgi á góðviðrisdögum. Helgi var einnig gott tónskáld og lifa lög hans enn á vörum þjóðarinnar; nægir þar að nefna Öxar við ána sem hvert mannsbarn þekkir. — Bróðir Helga var Jónas Helgason, orgel- leikari og tónskáld. Þau hjónin, Helgi og Guðrún, eignuðust sjö börn og var Helga yngst þeirra. Eru þau systkini nú öll látin. Helga ólst upp i foreldrahúsum og vándist þar við öll þau marg- víslegu störf sem fylgja stóru heimili. Árið 1902 ákvað faðir hennar að flytjast vest- ur um haf og þreifa fyrir sér á nýjum slóðum. Seldi hann allar eignir sínar í Reykjavík og fór utan það sama ár. Guðrún, kona hans, fór hins vegar ekki utan fyrr en árið eftir og fylgdu henni tvær yngstu dæturnar, þær Helga og Soffía (síðar Jacobsen). Þær mæðgur festu þó ekki yndi þar vestra og dvöldu þar aðeins f tvö ár. Sneru þær aftur heim til Is- lands árið 1905 en Helgi varð eftir ytra oog starfaði þar enn um nokkurra ára skeið. Eftir heimkomuna bjó Helga með móður sinni og hóf brátt að vinna utan heimilisins. Vann hún m.a. við verzlunarstörf og einnig starfaði hún um skeið í prent- smiðjunni Gutenberg. Helga giftist þ. 25. október 1913 Einari Hermannssyni prentara, en Einar var einn af stofnendum og fyrstu eigendum prentsmiðj- unnar Gutenbergs. Foreldrar t Þakka hjartanlega alla vlnáttu og samúð, sem mér var sýnd við andlát og útför systur minnar KRISTJÖNU BLONDAL Hringbraut 69 Sérstakar kveðjur sendi ég læknum og hjúkrunarfólki Borgarspltalans fyrir góða hjúkrun og umhyggju I langvarandi veikindum hennar. Sigríður Blöndal. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför móður okkar og tengdamóður, SIGÞRÚÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR JESSEN, frá fsafirði. Helga C. Jessen Viggó R. Jessen Hulda R. Jessen Sigurjón G. Þórðarson Kristln Sigurðardóttir Þór Birgir Þórðarson Erna Jóhannsdóttir Jens Þórðarson HansFna GFsladóttir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTlNAR JACOBSEN, Laugaveg 67. Guðni Sveinsson, Guðrlður Jónsdóttir, Wictor Jacobsen, Hildur Steingrímsdóttir, Jóel B. Jacobsen, Málfrfður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. hans voru þau hjónin f Brekku, Hermann Einarsson og Sigríður Jónsdóttir. Helga og Einar hófu búskap sinn f hluta af húsi for- eldra Einars að Brekkustig 3 og þar bjuggu þau alla tíð sfðan. Einar lézt 8. desember 1959. Helga og Einar eignuðust fimm börn: Dr. Hermann fiskifræðing sem dó af slysförum 25. desember 1966. Hann var þrígiftur. Fyrsta kona hans var Ivy Dilling og áttu þau einn son, Einar Axel, sem búsettur er í Danmörku; þau skildu. Önnur kona Hermanns var Hulda Jónasdóttir, en hún lézt eftir stutta sambúð. Þriðja kona Hermanns var Alda Snæhólm. Baldvin prentara í rfkisprent- smiðjunni Gutenberg. Fyrri kona hans.var Ása Frímanns og áttu þau einn son, Harald; þau skildu. Seinni kona Baldvins er Gyða Steinsdóttir og eiga þau þrjú börn: Stein Agúst, Hönnu Maríu og Katrínu. Sigrfði ritara á Ferðaskrifstofu ríkisins. Hún var gift Gunnari Steindórssyni framkvæmdastjóra sem lézt 23. nóvember 1966. Þau eignuðust tvær dætur, Helgu og Birnu Eybjörgu. Kjartan skipasmið. Hann var giftur Danhildi Enoksdóttur og eignuðust þau tvo syni, Harald og Sveinbjörn Jörgen, þau skildu. Harald sem dó tíu mánaða gamall, en hann var tvíburabróðir Kjartans. Hlutskipti Helgu í lffinu var, eins og nær allra kvenna af hennar kynslóð, að gæta bús og barna og rækti hún þann starfa af mikilli prýði. Hún var ákaflega gestrisin kona og stóð heimili hennar og Einars ávallt opið öllum þeim sem þangað komu, enda voru gestakonur tfðar til þeirra hjóna. Var svo áfram eftir að Einar féll frá að enginn hvarf á braut frá Helgu í Brekku án þess að hafa þegið þar einhvern beina. Helga var snillingur f hannyrð- um og eru þeir ótaldir dýrgripirn- ir sem hún samdi með nál og þræði og prýddi með heimili sitt. Fékkst hún við fíngerðan útsaum allt fram á síðustu ár. Auk sinna mörgu skyldustarfa tók Helga þátt í ýmiss konar félagsstarfsemi utan heimilisins, m.a. var hún einn af stofnendum kvenfélagsins Eddu, félags prentarakvenna, og sat um árabil f stjórn þess; einnig var hún ötull liðsmaður í starfi Hvítabandsins. Yfir Helgu hvíldi ró og friður t SIGURÐUR MARTEINN EYJÓLFSSON frá Húsatóttum, Skeiðum, Gautlandi 1 5 verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju 1 8 ágúst kl. 1 30. Þirý Jónsdóttir og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.