Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 1
 48 SÍÐUR Egyptar fullir bjartsýni á að samkomulag takist Alexandría 30. ágúst — Reuter. STJÓRN Egyptalands skýrði frá því í dag að hún áliti að bráðabirgða friðar- samkomulag við tsrael verði undirritað í næstu viku. Skýrði talsmaður An- wars Sadat Egyptalands- Sveigjanlegri stefna í Perú Lima Perú 30. ágúst AP — Reuter. LtFIÐ gekk sinn vanagang f Perú f morgun f kjölfar byltingar hers- ins f gær, er Juan Veiasco forseta var steypt af stóli eftir 7 ára valdaferil. Byltingin var gerð án blóðsúthellinga og tók forsætis- ráðherrann Morales Bermudez forseta, Tashin Bashir, frá þessu eftir fund Sadats með dr. Henry Kissinger utanríkisráðherra Banda- ríkjanna í morgun. Tilkynning Bashirs er langt frá því að vera sú bjartsýnasta, sem egypzkir embættismenn hafa hershöfðingi við forsetaembætti. Velasco hefur verið tilkynnt, að hann þurfi ekkert að óttast um öryggi sitt, hann megi dveljast áfram f Perú eða fara úr landi ef hann kjósi það fremur. Velasco var sakaður um að hafa stofnað til persónudýrkunar á sjálfum sér og að hafa misst samband við byltingartilfinningu fólksins f landinu. Talið er að hinn nýi forseti muni fylgja meira sveigj- anlegri vinstri stefnu. látið frá sér fara um að samkomu- lag sé á næsta leiti. Egyptar gáfu þó i skyn f gær- kvöld að þeir gætu hafnað sam- komulagsdrögunum, en það er enn óleyst hvernig sjá eigi um að samkomulagið verði virt. Dr. Kissinger sem miðlað hefur málum f deilu Egypta og tsraels- manna átti einnar og hálfrar klukkustundar langan fund með Sadat í morgun, strax eftir komu sína frá Israel, með drög að sam- komulaginu í vasanum. Eitt helzta vandamálið er hvort bandaríska þingið samþykkir að senda 200 bandarfska borgara til 'Sinai til að manna ratsjárstöðvar. Segir bandarískur aðstoðarmaður Kissingers að utanríkisráðherr- ann sé bjartsýnn á að þingið fall- ist á þetta. Talsmaður Egyptalandsforseta Framhald á bls. 47. Herdeildir í Portúgal gera uppsteyt gegn kommúnista Lissabon 30. ágúst — Reuter, AP. ÖLL leyfi portúgalskra hermanna hafa verið dregin til baka og hernum hefur verið fyrirskipað að vera við öllu búinn, eftir að flestar herdeildir f norðurhluta landsins neituðu að hlýða fyrir- skipunum frá Corvacho, sem er yfirmaður herjanna f Norður- Portúgal, en hann er eindreginn stuðningsmaður kommúnista. AUar meiriháttar herdeildir í norður-héruðunum hafa tilkynnt herstjórninni að þær lfti á Francisco Charais sem er yfir- maður herjanna f miðhluta Portúgals og hófsamur f stjórn- málum, sem sinn yfirmann. Talsmaður hersins f Oporto staðfesti það að öll helgarieyfi hermanna hefðu verið afturköll- uð og að hernum hefði verið skip- að að vera við öllu búinn, en vildi ekki segja af hverju. Er það haft eftir áreiðanlegum heimildum að allar herdeildir í norðurportú- Corvacho tók við stöðu sinni á föstudág og var litið á skipun hans sem sigur fyrir Goncalves fyrrverandi forsætisráðherra og Framhald á bls. 47. Jose Pinhero de Azevedo sem tók við emb- ætti forsætisráðherra Portúgals af Vasco Goncalves. Azevedo var áður yfirmaður sjó- hersins. gölsku borgunum Oporto, Braga, Viana do Castelo, Lamego og Vila Real hafi krafizt þess að Eurich Corvacho láti þegar af störfum. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. HAUST. — Þó að þessi mynd sé tekin á haustdegi í Reykjavík, gæti hún alveg eins verið tákn fyrir það sumar, sem Reykvíkingar hafa orðið að sætta sig við að þessu sinni. Rúmenskum njósnahring í Norður-Evrópu splundrað ósló 30. ágúst. AP — Reuter — NTB. NORSKA blaðið Aftenposten skýrði frá þvf á forsfðu f morgun, að komizt hefði upp um stóran rúmenskan njósnahring f N- Evrópu eða alls um 40 manna hóp á Norðurlöndum, V-Þýzkalandi og Bretlandi. Aftenposten segir PREVIN LATINN HÆTTA HJÁ LONDON SYMPHONY HLJÓÐFÆRALEIKURUM London Symphony Orchestra hefur verið tilkynnt að samningurinn við Andre Previn, aðalstjórnanda hljóm- sveitarinnar, renni út eftir tvö ár. Prcvin, sem er tónskáld, allra handa hljómlistarmaður og vinsæN sjónvarpsmaður, hefur opin samning við hijóm- sveitina, sem flestir álitu að myndi endast f mörg ár. En vaxandi andstöðu gegn honum hefur gætt innan stjórnar hljómsveitarinnar, sem nú hefur lcitt til þess að hann verður látinn hætta. Óánægjan komst upp á yfir- borðið þegar hinn 73 ára gamli þýzki stjórnandi, Eugen Jochum, var fyrr í þessum mánuði ráðinn „heiðursstjórn- André Previn. andi“ London Symphony. Previn, sem er 26 árum yngri, verður kallaður ..aðal- gestastjórnandi", eftir að iáðningartima hans sem aðal- stjórnanda lýkur. Previn var ráðinn til hljóm- sveitarinnar 1968, og var ráðn- ing hans umdeild, þar sem beztu verk hans voru á sviði jazz og kvikmyndatónlistar. Þá hefur . lífsstíll Previns sem eiginmaður kvikmyndaleikkon- unnar Miu Farrow verið af ýmsum talinn óviðeigandi. Previn þótti þó hafa tekizt vel upp með London Symphony, en þó hefur verið haft eftir einum stjórnarmanna hljómsveitar- innar að hann standist ekki samanburð við Jochum eða Karl Bohm. „Stjórnin álitur hann ekki vera merkilegan stjórnanda“ sagði stjórnarmað- urinn. að upphafið að þessu máli hafi verið er þriðji sendiráðsritarinn við rúmenska sendiráðið i Ósló snéri sér til lögreglunnar f Osló 16. júnf sl. og baðst hælis sem pólitfskur flóttamaður ásamt konu sinni og tveimur litlum börnum. Hefur hann upp frá þeim tíma aðstoðað yfirvöld á Vesturlöndum að brjóta upp þennan hring. Norsk yfirvöld hafa i morgun ekkert viljað segja um þetta mál. Þegar blaðamenn hringdu í norska dómsmálaráðherrann, Ing- er Louise Valle, svaraði hún: „Hafið samband við L.J. Doren- feldt rfkissaksóknara, hann hefur verið með málið.“ Þegar hringt var í saksóknarann, fengu blaða- menn þau svör, að þeir skyldu hafa samband við yfirmann norsku leyniþjónustunnar, en þær tilraunir urðu árangurs- lausar. Skv. frásögn Aftenpostens sagði sendiráðsritarinn, Virgil Tipanut, norsku lögreglunni, að ástæðan fyrir því, að hann flúði Iand hafi verið spilling í heima- landi hans og hin mikla persónu- dýrkun í kringum Caucescu for- seta landsins og flokksleiðtoga. Upplýsingar Tipanuts hafa m.a. leitt til þess að 32 ára gamall rúmenskur stúdent við norska tækniháskólann var handtekinn 22. júní og hefur hann játað á sig njósnir. Þá segir blaðið einnig, að Framhald á bls. 47. Sprengjurnar valda skelfingu í Bretlandi London 30. ágúst. Reuter. MIKIL skelfing hefur nú gripið um sig að nýju I Bretlandi eftir þrjár sprengingar á jafnmörgum dögum. 1 gærkvöldi lézt sprengju- sérfræðingur Lundúnalögregl- unnar, er hann var að reyna að gera sprengju óvirka I mikilli umferðargötu f London. Er hann fyrsti maðurinn sem týnir lífinu f þessum sprengingum, en 40 hafa slasazt, sumir mjög alvarlcga, og I fyrstu sprengingunni sl. miðviku- dag missti ungur hermaður báða fætur og annan handlegginn, tveir aðrir misstu annan fótinn og aðrir tveir handlcgg. Þetta eru fyrstu sprengjutil- ræðin á 6 mánuðum, eða frá því að irski lýðveldisherinn IRA gerði vopnahlé sitt í febrúar. Hins vegar hafa leiðtogar hersins neit- að því að standa að baki tilræðun- um og er talið að hér sé um að ræða hóp skæruliða, sem hafi klofið sig frá IRA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.