Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1975
Hitabylgjan, sem gengið hef-
ur yfir Evrópu í sumar, hefur
eðlilega vakið miklar umræður
um veðurfarið í heiminum al-
mennt og evrópsk blöð keppzt
við að birta greinar og viðtöl
við sérfræðinga á veðurfræði-
sviðinu. Greinilegt er að mjög
skiptar skoðanir eru meðal veð-
urfræðinga um það sem fram-
undan er og má í grófum drátt-
um segja að um þrjá hópa sé að
ræða, og skal þá fyrst nefna
þann hóp sem háværastur hef-
ur verið undanfarið og heldur
því fram að við séum á leið inn í
nýtt kuldaskeið eða minnihátt-
ar ísöld, þá er hópurinn, sem
heldur fram því gagnstæða, að
við séum á leið inn í nýtt hita-
beltisloftslag og svo í þriðja lagi
þeir sem fara bil beggja og vilja
meiri og skýrari rök fyrir kenn-
ingum um ísöld eða hitabeltis-
loftslag.
1 grein, sem Kaupmanna-
hafnarblaðið Aktuelt birti í síð-
ustu viku um veðurfar, segir,
... eða hitabeltisloftslag?
Er ísöld eða hitabeltis-
loftslag á næsta leiti?
að hitinn í Danmörku hafi í
sumar á stundum orðið meiri
en hann hefur verið í 115 ár og
þegar heitast varð, 36,3 stig á
celcíus, var það mesti hiti 11000
ár að sögn blaðsins. Þá er á það
bent, að janúarmánuður í ár
hafi verið sá heitasti um árabil
og þurrkurinn í landinu hinn
lengsti í 200 ár. Hins vegar
bendir blaðið á það, að hitastig
N—Atlantshafsins hafi á sl. 20
árum lækkað um H gráðu á
celsíus og ísjakar hafi 1972—73
sézt á sömu lengdargráðu og
Lissabon. Auk þess hafi á þeim
tíma mælzt mestu kuldar á pól-
arsvæðunum í 200 ár. Þá segir
blaðið einnig að á undanförn-
um árum hafi náttúruhamfarir
gerzt æ algengara og ægilegri .
Gífurlegir þurrkar hafa geisað í
V-Afríku og á Indlandi og svo á
móti hrein syndaflóð í Bangla-
desh. Saharaeyðimörkin teygi
sig til suðurs og Humbolt-
straumurinn hafi breytt sér svo
við strendur Perú að ansjósu-
veiðum landsmanna hafa stafað
stórhætta af. Samfara þessu
megi svo taka með í reikning-
inn mengunina í heiminum,
miklar kjarnorkutilraunir og
tilraunir sérfræðinga til að
hafa áhrif á veðrið með ýmsum
ráðum. Það sé því ekki undan
þótt ýmsir veðurfræðingar hafi
áhyggjur.
Nýiega var haldin f Norwich í
Bretlandi ráðstefna veður-
fræðinga frá 23 löndum, þar
sem þeir fjölluðu um þær lofts-
lagssveiflur, sem þeir telja að
hafi gerzt og eigi eftir að gerast
á þessum áratug.
Sá hópur, sem heldur fram
kenningunni um skeiðið segir
að sú hitabylgja, sem gengið
hefur yfir í ár sé aðeins ein-
angruð hliðarverkum kuldaþró-
unarinnar í heiminum. Þeir
segja, að á sl. 10 árum hafi
hitastigið nálgazt um 1/6 það
Mjög skiptar
skoðanir
meðal veður-
fræðinga
úti í heimi
hitastig, sem fyrir 18 þúsund
árum hafi gert það að verkum,
að norðurhvel jarðar hafi verið
hulið íshjúp. Eins og fyrr segir
hefur hitastig N-Atlantshafsins
lækkað um 1/2 gráðu, en á
svæði fyrir vestan Nýfundna-
land hafi hitastigið hrapað um
2,12 stig í febrúar og 2,10 stig i
ágúst. Segja þeir, að aðeins
nokkurra stiga lækkun hafi I
för með sér stóraukna hættu á
ísöld.
Þessir menn segja að mengun
andrúmsloftsins skapi mesta
hættu. Þegar séu um 15 millj-
ónir lesta af rykögnum úti í
geimnum, útblástur frá iðnað-
arverksmiðjum heimsins, olíu-
kyndingum og bifreiðum. Þetta
sé ástæðan fyrir hinu lækkaða
hitastigi. Verði ekki komið í
veg fyrir þessa mengun og hún
t.d. þre- eða fjórfaldist, muni
það hafa í för með sér 3—4
stiga lækkun hitastigs til við-
bótar sem myndi nægja til að
koma af stað nýrri ísöld. Þeir
segja að rykagnirnar virki sem
hlíf í andrúmsloftinu, sem end-
ursendi sólargeislana áður en
þeir nái til jarðar.
Á öndverðum meiði eru þeir,
sem halda því fram að við séum
á leið inn í nýtt hlýindaskeið.
Þeir segja að kolsýringurinn,
sem verksmiðjur og bílar spýta
úr sér án afláts myndi himnu
umhverfs jörðina, sem hindri
útfjólubláu sólargeislana i að
komast aftur út úr andrúms-
loftinu. Þannig myndist eins-
konar hjúpur umhverfis jörð-
ina, sem hafi í för með sér
stöðugt hækkandi hitastig.
Ástandið líkist því einna helzt
gróðurhúsi. Þetta geti m.a haft
í för með sér að allur heim-
skautaísinn bráðni og meiri-
hluti flatlendis i heiminum fari
undir vatn. Hér höfum við
hevrt sjónarmið hinna tveggja
andstæðu hópa meðal veður-
fræðinga, en meirihluti veður-
fræðinga eru þó á milli þessara
hópa og vilja fá að sjá haldföst
rök fyrir þessum kenningum
áður en þeir trúa þeim og telja
að þessi rök skorti. Engu að
síður verður fróðlegt að fylgj-
ast með umræðum um þessi
mál og vafalaust eiga margar
kenningar eftir að koma fram á
næstu árum, en hvað sem öllu
líður, eru litlar likur á því að sú
kynslóð, sem nú lifir, þurfi að
óttast fsöld eða hitabeltislofts-
lag.
99
Það skortir haldföst
rök fyrir þessum spám
um hitabreytingar”
segir Hlynur
Sigtryggsson
veðurstofustjóri
Með greinina hér á síðunni
upp á arminn örkuðum við á
fund Hlyns Sigtryggssonar
veðurstofustjóra og spurðum
hann hvort við ættum að kaupa
okkur þykkari lopapeysur eða
reyna að selja lopapeysurnar
og ullarbrækurnar og fá okkur
í staðinn stuttbuxur.
„Það eru svo margar kenn-
ingar um veðurfarið og þróun-
ina, að það er alveg furðulegt.
Ég held að þær skipti þúsund-
um frá aldamótum. Áhugi
manna á veðrinu gengur eins
og það sjálft f nokkrum bylgj-
um og ein slfk áhugabylgja
virðist nú vera að ganga yfir.
En það sem ég hef heyrt og
lesið um kenningar veðurfræð-
inga um hitabreytingar hefur
einkennzt að mfnum dómi af
þvf, að það skortir haldföst rök
fyrir þeim breytingum, sem
þeir eru að spá. Til þess að geta
gert spár þurfa menn að kunna
glögg skil á þvf sem fer fram og
það finnst mér vanta. Mér
finnst að menn dragi ályktanir
af tilhneigingum f veðri, sem
verið hafa nokkru áður, án þess
að skýra út af hverju þær stafa.
T.d. hafa danskir og fslenskir
vfsindamenn framkvæmt bor-
anir f Grænlandsjökul og fund-
ið merki um hitabreytingar,
bæði um síðustu fsöld og svo
ýmsar sveiflur, sem orðið hafa
síðan. Þeir hafa gert Fourier-
greiningu á þessum merkjum
(Fourier var frægur franskur
stærðfræðingur) og svo fram-
lengt þá greiningu fram f tím-
ann og notað sem spá. Að mín-
um dómi er ekki hægt að nota
slíka aðferð til að spá nema því
aðeins að menn hafi á reiðum
höndum eðlisfræðilega skýr-
ingar á hverjum einstökum
þætti greiningarinnar og ég hef
ekki enn séð slíkar skýringar.
— Þú leggur þá ekki mikið
upp úr fullyrðingum hinna
andstæðu hópa?
— Nei, það geri ég ekki, það
vantar rök og til þess að fá
þessi rök þarf að gera miklar
rannsóknir. Hins vegar skal ég
viðurkenna að þessum mönn-
um er nokkur vorkunn að nota
þessar aðferðir, því að fá rökin
fram þarf gffurlega vinnu.
— En hvað segir þú um um-
mæli brezka prófessorsins
Lamb fyrr í vikunni á blaða-
mannafundi f Norwich við setn-
ingu veðurfræðiráðstefnunnar,
er hann sagði að hitastigið
hefði á sl. 25 árum lækkað um
fjórðung gráðu á celcíus og
þetta sæist m.a. á þvf að vaxtar-
=3=
Lfnuritið sýnir þróun frá 1915
til 1970 um þann tfma sem Mý-
vatn er fsi lagt. Þróun sfðustu
ára bendir til kuldatilhneiging-
Hlynur Sigtryggsson veður-
stofustjóri
tfmi korns hefði stytzt um 9
daga f Bretlandi?
— Ég legg ekki sérstaklega
mikið upp úr þeim. Ég býst við
að þetta kunni að vera rétt hvað
meðaltal snertir, en ég held að
gróðurinn f Bretlandi sé breyti-
legur ár frá ári eins og f öðrum
Iöndum. Hins vegar er það rétt,
að meðalhiti er alltaf að hreyf-
ast. Hér á landi getum við t.d.
tekið hið fræga hlýjindaskeið
sem varð á árunum milli
1920—30. Á þeim tfma hækkaði
meðalhitinn mjög. Hins vegar
er það greinilegt að meðalhit-
inn hefur lækkað aftur og þá
einkum á árunum upp úr 1960,
en ég held að lækkunin á sfð-
ustu árum hafi ekki verið eins
hröð og fyrst eftir 1960. En
hvort kólnun heldur áfram eða
aftur bregður til hlýinda
treysti ég mér ekki að spá um.
— Hvernig hefur sumarið f
sumar verið miðað við sfðustu
ár?
— Sumarið sem nú er að Ifða
Ifkist ákaflega mikiö óþurrka-
sumrinu mikla sem kallað var
1955. Það hefur verið stöðug
hæð yfir Norðurlöndum, sem
veldur suðlægri átt hér á landi
og það hefur yfirleitt í för með
sér, að það er s.kýjað og rigning
sunnanlands, en bjart norðan-
lands. Hins vegar er munurinn
á þessum tveimur sumrum sá,
að 1955 var miklu hlýrra veður,
eða fyrir ofan meðallag, en
sumarið það sem af er nú hefur
verið undir meðallagi, hvað
sem því veldur, þótt að vfsu
hafi verið hlýrra norðanlands.
Veðurbreytingar ár frá ári eru
eðlilegar og við skulum hafa
það f huga, að þótt við tölum
um meðalár, eru þau miklu
fleiri árin, ofan eða neðan við
meðalár.
— Er þetta kuldaskeiðstal þá
bara hjal?
— Ef við skoðum okkar gögn
nákvæmlega má sjá, að frá 1960
hefur verið kólnunartilhneig-
ing f veðrinu, en ég hef ekkert í
höndunum til að byggja á spá
um hver þróunin verður, hvort
það heldur áfram að kólna eða
hvort nýtt hlýjindaskeið tekur
við.
— Ef við nú höldum okkur
Framhald á bls. 16