Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGUST 1975
25
Bragl Asgeírsson:
Helmur Alfreðs Flóka
Hluti af pennateikningu eftir Alfred Flóka.
„Hið horfna er draumur", er
nafn á bók eftir norsk-danska
rithöfundinn Aksel Sandemose,
og þessi setning kom mér í hug,
er ég renndi augunum yfir
teikningar Alfreðs Flóka í
Bogasalnum á dögunum. Flóki
hrærist mikið í fortíðinni og
hann hefur numið ýmis tækni-
brögð af meisturum teiknilist-
arinnar eins og Kubin og
Beardley. Og hann hefur einnig
numið þá speki og tileinkað sér
að fara sér að engu óðslega, þvi
að það er einmitt kosturinn við
feril hans, hve hann hefur ein-
beitt sér við afmarkaðan mynd-
heim. Þetta hafa margir mynd-
listarmenn gert áður og gera
enn, og hefur t.d. hinn frægi
myndhöggvari Henry Moore
látið hafa eftir sér í blaðavið-
tali, „að það kemur fyrir, að
myndlistarmaður einbeiti sér
að ákveðnu myndefni, og að
slikt gefur honum frelsi til að
nálgast það frá öllum möguleg-
um hliðum og sjónarhornum og
komast stöðugt að óvæntum
niðurstöðum, sem hann vissi
ekki um, eða öllu heldur hafði
ekki gert sér grein fyrir áður.
Myndefnið er þannig skýrt af-
markað og maður þekkir það og
hefur mætur á þvi og hefur þvi
frelsi til að athafna sig í átt til
nýrra formhugmynda innan
takmarka þess formhugmynda,
sem geta verið gjörólik öllu því,
sem maður hafði áður hugsað
sér.“
Henry Moore vissi sannar-
lega, hvað hann var að tala um,
og stöðug leit að einhverju nýju
og fersku ber oft frekar vott
um eirðarleysi en markviss
vinnubrögð. Ég hefi séð þetta
áður, segja menn, en ef þeir eru
spurðir um, hvað þetta sé, kem-
ur í ljós, að þeir hafa ekki gert
sér neina grein fyrir því, aðeins
séð það, og slikt er að sjálf-
sögðu ekki nóg, því að menn
þurfa að geta upplifað hlutina á
nýjan og nýjan hátt og slíkt er
einmitt galdur listarinnar.
Einn frægasti realisti Dan-
merkur, Kurt Trampendach,
sem einmitt er með sýningu á
teikningum o.fl. i Galerie Jen-
sen, 'Klarboderne, (K.höfn)
um þessar mundir, hefur síð-
ustu 10—12 ár unnið á mjög
afmörkuðu sviði, t.d. gert ótölu-
legan fjölda sjálfsmynda, en
hann kemst jafnan að nýjum og
nýjum niðurstöðum. Þessi
myndlistarmaður, sem mun
vera milli 30—40 ára, er svo
frægur í heimalandi sínu, að
markaðsverð mynda hans er frá
30—70.000 danskar krónur eða
frá 800—1800.000 ísl. krónur.
Ég tel þessar hugleiðingar
varða sýningu Flóka, þar sem
mörgum finnst hann alltaf eins,
sem er rangt, það er myndheim-
urinn, sem er sá sami, en út-
færslan er breytileg, jafnvel
þótt tæknin sé hin sama. Og
miðað við starfsbróður sinn
danska er í rauninni ekkert
verð á myndum hans, þótt fólki
finnist myndirnar skrambi dýr-
ar. Fólk þekkir ekki nægilega
vel til hlutanna, gerir sér ekki
grein fyrir, að myndir hækka
ekki síður en hunang eða kló-
settpappír, en pappír sá hefur
hækkað Ur 16 krónum upp í 62
á nokkrum mánuðum og hingað
til hafa listaverk þótt verðmeiri
pappírar með allri virðingu fyr-
ir notagildinu. Fólk myndi reka
upp stór augu, ef myndlistar-
verk hækkuðu i hlutfalli við
ýmsar vörur, og er þessu slegið
hér fram vegna þess að ljóst má
vera, að myndlistarverk hafa
ekki haldið í við verðlagið á
undanförnum árum og eru i
raun og veru lygilega ódýr hér-
lendis.
Ég hef skrifað svo oft um
myndheim Alfreðs Flóka, að
hér er ekki miklu við að bæta,
en ég tel mig verða varan við
ánægjulegar breytingar hjá
honum innan hins markaða
sviðs, þess sér bæði stað á sýn-
ingunni svo og í myndskreyt-
ingum hans í Lesbók undanfar-
ið.
Sýningin er heilleg og skipt-
ist I kol- og rauðkrítar- og
pennateikningar. Að minu mati
eru hinar stóru rauðkrítar-
teikningar mýkri og mystískari
en kolteikningarnar i svart-
hvítu, sem virka þó sterkari við
fyrstu sýn, en eru harðari og
fljótmeltari. Flóki er ágætlega
erótískur, en gerir erótikina
hvorki grófa né ófagra. Þetta
eru draumar þeir, sem hann
álitur að hin kynþroska kona
eða karlmaður dreymi I svefni
sem vöku og er því þáttur í gerð
mannsins og veruleik og felur í
sér magnaðan þokka. Ég vísa til
þess sem rithöfundurinn D.H.
Lawrence reit, er hann skil-
greindi hugtakið „klám“.
„Klám er það að gera fagran
hlut ljótan og gróma fagra
hugsun."
Gott þætti mér ef Flóki gæti
samræmt mýktina í rauðkrítar-
myndunum hörkunni í kol-
myndunum.
Helzt er það til gagnrýni, að
einstök form eru stundum full
Framhald á bls. 47.
fórnin holdi klædd, sú sem vísar
veginn til góðs, reynir að rækta
upp eyðimörkina i brjósti þess,
sem næst henni stendur, varpar
frá sér hlýju og birtu og reynir að
keppa við stjörnurnar, sem „vörp-
uðu köldum geislaspjótum í sál
hans“.
En hún þurfti ekki á neinu
musteri að halda, „Hún .átti sinn
tiðarsöng innra með sér og gat
hlustað eftir honum, hvenær sem
var. Hún var sem tré, sem vindur-
inn fyllir leyndardómsfullum þyt.
Henni var þannig farið. Til þess
þurfti hún ekkert musteri.
En Heródes þarfnaðist muster-
is. Því að hann var eyðimerku .*-
maður. Og í auðninni reisti hann
musteri yfir sjálfan sig ...“
Maríamna er ekki æýisagá,
heldur skáldverk, dæmisaga;
stutt, kristaltært listaverk.
Nokkrar línur úr helgri bók not-
aðar til að lýsa upp okkar tíma;
leiftur eldingar I fárviðri
ógnaraldar.
Frá fornu fari eru Islendingar
ekki vanir slikum bókmenntum.
Dæmisögur, eða táknræn verk,
heyra einungis til síðasta skeiði
íslenzkra bókmennta, þó að
kaþólskt táknmál hafi stundum
sett svip á forna ljððlist íslenzka,
sbr. Lilja, Geisli, Harmsól
o.sv.frv. En sagnalistin, eins og
hún birtist í gullaldarritum þrett-
ándu aldar, er Islendingum nær-
tækari.
í skáldsögum Guðrúnar frá
Lundi eru engar táknrænar lýs-
ingar, heldur er horft á mannlífið
raunsæjum, en hlutlausum
augum, því einu lýst, sem fyrir
ber. Skáldsögur hennar falla í f ar-
vegi islenzkrar sagnahefðar og
e.t.v. skrifaðar á sömu forsendum
og riddarasögur, eða fornaldar-
sögur Norðurlanda fremur en ís-
lendinga sögur eða sagnfræði
þrettándu aldar þ.e. fólki til
skemmtunar og upplyftingar.
Eins konar ævintýri úr lífinu.
Af sömu rót
Sjálfsævisaga Sigurbjörns Þor-
kelssonar, eða Sigurbjörns í Vísi,
er einnig sprottin af þessari sömu
rót. Hún er í senn skrifuð til
skemmtunar og fróðleiks. Sjálfs-
ævisaga Sigurbjörns í Vísi hefur
komið út í þremur bindum og
orðið vinsælt lesefni. Pennanum
stýrir enginn heimskunnur rit-
höfundur, heldur venjulegur ís-
lenzkur alþýðumaður, kaupmaður
og einn mesti félagshyggjumaður
íslenzkur á þessari öld, enda ófor-
betranlegur einstaklingshyggju-
maður(l), Hann hefur frá mörgu
að segja og nú mun fjórða bindi
ævisögu hans væntanlegt. Það
verður verðug kveðja þessa aldna
heiðurs- og merkismanns til Ies-
enda sinna og fjölmargra vina.
Sigurbjörn Þorkelsson varð ní-
ræður síðastliðinn mánudag. Það
er þá ekki sízt með eindæmum að
hann, sem alla ævi hefur verið
önnum kafinn vió kaupsýslu og
félags- og nefndastörf, skuli einn
góðan veðurdag setjast niður og
skrifa ævisögu sína, og þá með
þeim hætti að honum sjálfum og
stétt hans er mikill sómi að. Þeir,
sem til þekkja, fullyrða, að svo
rétt sé farið með staðreyndir i
ævisögu Sigurbjörns í Vísi að fá-
títt muni vera, og menn geti full-
komlega reitt sig á bækur hans
sem heimild um það timabil, sem
þær fjalla um. Sigurbjörn hefur
ávallt verið ungur í anda — og
raunar ætti að minnast afmælis
hans fremur á Slagsiðunni en hér
í Reykjavikurbréfi(!) Áhugi hans
og hlýtt viðmót minnir stundum á
Guðbrand í Afenginu, þegar hon-
um var mikið niðri fyrir, en þá
kreppti hann hnefana og tyllti sér
á tá, eins og hann væri að lyfta sér
til flugs.
André Maurois, sá stór-
snjalli ævisagnaritari segir á
einum stað um listgrein sína:
„Haugur af minnisblöðum er ekki
fremur ævisaga en haugur af
eggjum er omeletta." Islendingar
gera sér að sjálfsögðu grein fyrir
þessu, svo sterk sem ævisagna-
hefðin er hér á landi. Minni
Sigurbjörns í Vísi er einstakt og á
því byggir hann ævisögu sina.
Hún er samfelld frásögn, en ekki
„haugur af eggjum“. Erfitt
verður að ganga framhjá henni,
þegar saga þessarar aldar verður
skoðuð ofan í kjölinn, svo merk og
traust heimild sem hún er.
Með áhuga sínum og störfum
hefur Sigurbjörn í Vísi átt hlut að
þjóðarsögunni, ekki sízt vegna
vináttu hans við þá, sem dýpst
spor hafa skilið eftir í stjórnmála-
sögu landsins það, sem af er öld-
inni, enda koma þeir mjög við
sögu hans.
' Sigurbjörn í Vísi er ættjarðar-
vinur. Framlag hans til islenzkrar
þjóðmenningar er merkt, kristin
trú hans óhagganleg — og
stendur hann í þeim efnum a.m.k.
Tómasi postula skör framar. Af
Sigurbirni getur ungt fólk margt
lært: kristna trú, félagslega
hneigð, ástundun einstaklings-
þroskans og íslenzka ættjarðar-
hugsjón — þessi leiðarljós, sem
menn eins og Sigurbjörn í Visi
hafa siglt skipi sínu eftir, ættu
enn að duga ungum íslendingum
í lífsbaráttunni.
Fullveldi
Annar merkur boðberi íslenzks
fullveldis og sjálfstæðis, Þor-
steinn M. Jónsson, getur nú
einnig séð af sjónarhóli níutíu
ára. Það hlýtur að vera ýmsum
Ihugunarefni, að enn er meðal
okkar maður, sem átti sæti í full-
veldisnefndinni, sem færði okkur
sjálfstæði Islands 1918. Svo
skammt er liðið frá þessum
merku timamótum. Samt njótum
við þeirra mannréttinda til fulls,
sem þykja sjálfsögð í frjálsum rót-
grónum ríkjum. Islenzkri æsku
þykir ekkert sjálfsagðara en
landið sé sjálfstætt, en við skulum
hyggja að því, að á árunum frá
1918 hafa mörg fjölmennari ríki
en Island glatað fullveldi sinu i
hendur einræðismanna, og því
ber okkur skylda til að vera árvök
og sofna ekki á verðinum.
Fordæmi þeirra, sem hér hefur
verið minnzt á, og annarra sam-
tiðarmanna þeirra, ætti að verða
ungu íslenzku fólki hvöt til að
standa vel á verðinum, hafna
öfga- og einræðisstefnum, en slá
skjaldborg um lýðræðið islenzka,
sem á rætur í ellefu hundruð ára
sögu þjóðarinnar.
„Tviefldur að viljastyrk og af-
köstum,“ segir Gísli Jónsson um
Þorstein M. Jónsson í bók sinni,
1918. Þorsteinn hefur eins og aðr-
ir íslendingar, sem staðið hafa í
baráttu, skilað margra manna
starfi. Hann var skólastjóri, al-
þingismaður og einn merkasti- út-
gefandi með þjóðinni um langt
árabil, svo að nokkuð sé nefnt.
Sjálfur segir hann um samning-
ana 1918, að hann hafi fyrirfram
verið mjög svartsýnn á, að þeir
tækjust, enda hafi fæstir þing-
menn búizt við því. Af þessum
orðum hans má marka, hvílíkt af-
-reksverk það var, að ísland skyldi
vera fullvalda ríki, þegar upp var
staðið frá þessari sögulegu samn-
ingagerð við Dani 1918. Það, sem
forfeður okkar náðu með blóði og
tárum, verður ekki af hendi látið
— nema með blóði og tárum. Það
skulu þeir vita, sem sinkt og
heilagt höggva að rótum þess
frelsis, sem er erfðahlutur og
fjöregg þeirrar æsku, sem nú er í
óða önn að taka við merki íslenzks
þjóðfélags. Hér ríkir, sem betur
fer, Iögbundin stjórn, en engin
geðþóttastjórn einhvers Heró-
desar. Þorsteinn M. Jónsson átti á
sínum tíma þátt i þvi, og verður-
það seint fullþakkað.
Bergmálslausir
múrar
I síðasta Reykjavíkurbréfi var
rætt um tvö mikilmenni, helztu
boðbera kristinhar siðmenningar,
frjálsrar hugsunar og ræktunar
einstaklingsins á þessari öld, Leo
Tolstoj og Alexander Solzhenit-
Framhald á bls. 39