Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1975 — Veðrið Framhald af bls. 12 við kuldaskeiðskenninguna og gefum okkur svona bara f gamni, að það það muni halda áfram að kólna, t.d. fram að aldamótum, hvernig myndu ts- lendingar helzt koma til með að verða varir við þá þróun? — Það fer auðvitað eftir því, hvernig þróunin verður, það er erfitt að gefa sér svona dæmi. Aðalbreytingin yrði væntan- lega sú, að gróðurtfmi jurtanna styttist og afrakstur jarðar- innar og annað, myndi verða stopulli. Það mætti búast við þvf, að seinnihluti vetrar og vorin yrðu köld, og þá einkum norðanlands. Þar mætti einnig búast við kuldalegu votviðri. Almenningur myndi nokkuð fljótt finna fyrir leiðinlegra veðurfari, og þá eins og áður sérstaklega norðanlands , og þeim árum, sem við kölium slæm ár, myndi fjölga mjög á kostnað góðu áranna. Nú, ef svo hins vegar veður færi hlýnandi myndi þróunin snúast við. — tslendingar þurfa þá varla að hafa áhyggjur af neinum stökkbreytingum veðurfars- lega? — Nei, veðurfarshreytingr eru hægar, en aftur á móti geta orðið stökkbreytingar milli ára. —ihj — Listin að Framhald af bls. 46 og ,,Le Notti di Cabiria", en báðar þessar myndir hlutu Óskarsverð- launin, sem beztu erlendu myndir ársins 1958 samdi þeim Fellini ekki um hvernig „La Dolce Vita" ætti að lita út, og var þá samvinna þeirra úr sögunni Næstu árin einbeitti de Laurentiis sér eingöngu að rándýr- um stórmyndum, eins og „Barra- bas", „The Bible. . . in the Beginning" og „Waterloo". Til að geta unnið að þvilíkum myndum & italiu lét hann byggja 30 millj. dala stúdió, Dinocittá, i útjaðri Rómar. En á stórmyndunum græddust engar stórupphæðir, svo að í lok sjötta áratugarins varð de Laurentiis að loka risavöxnu studióinu og selja það skömmu siðar I hendur hins opinbera Sumir hafa verið að gera því skóna að de Laurentiis hafi verið á heljarþröminni þegar hann snéri til Bandarikjanna, en allt tal um slikt, nú sumarið 1975, þegar hann er orðinn konungurinn á tindinum, hljómar hálf ankannalega Og nú heldur de Laurentiis áfram við að afhjúpa leyndarmál velgengn- innar: „Það verður að taka myndirn- ar á þeim slóðum sem þær eiga að gerast Charlie Bronson elskar Kali- forntu og hann þrábað mig, „góði Dino, taktu „Death Wish" i L A ", en ég svaraði: ertu vitlaus, það verð- ur að taka hana i New York, eins og söguþráðurinn heimtar. Annar hlut- ur: Kvikmynd kostar það sem hún kostar Ef áætlun myndar hljóðar t.d. upp á 6 millj dollara. en þú verður að eyða sjö til þess að koma henni i lag, þá er það allt i lagi, ef útkoman verður góð kvikmynd Og ég geri eitt sem enginn ahnar fram- leiðandi gerir, ég tek atriði upp á nýtt fyrir jafnvel 50—100 000 dollara, ef atrið'ð gengur ekki i prufusýningargesti Enginn annar fer eftir þvi sem hann lærir af við- brögðum prufusýningargesta En ég álít að þvi meira sem þú eyðrr. því minna eyðirðu Framleiðandi getur gert góða mynd úr lélegri, tekið upp á nýtt, breytt atburðarásinni, klippt og aftur klippt, blandað Ég hef oftar en einu sinni búið til aðsóknar,mynd úr efni sem virtist algjörlega mis- lukkað eftir fyrstu prufusýningar " Og de Laurentiis heldur áfram að gefa ráð: „Þú mátt aldrei ætla þér þá dul að skapa meistaraverk, listaverk. Kannski þú gerir eitt af tilviljun, eins og „La Stranda", en við Fellini gerðum „La Stranda" aðeins áf tveim ástæðum, til að skemmta fólki og græða peninga Aðeins einu sinni á ævinni gerði ég alvarlega tilraun til að skapa sannkallað meistaraverk Ég fékk upp i hendurnar stórkostlega sögu og réð Vittorio de Sica til að leikstýra, Ces- are Zavattini til að skrifa handritið Allir vorum við sammála um að þetta yrði okkar snilldarverk, okkar ódauðlega framtak i þágu kvikmynd- anna Við unnum fyrstu verðlaunin i Feneyjum og Cannes, jafnvel Oscar Svo þarna var bannsett myndin komin „The Uníversal Judgement." Hún hefur aldrei ver- ið sýnd utan ítaliu, veiztu hvers vegna ? Þetta var haugamatur." Sæbjörn Valdimarsson. Stórhækkað kaffiverð — er afleiðing 65-70% uppskeru- brests í Brasilíu N(J FYRST liggur ljóst fyrir hve miklar skemmdir frostin 18. júlí sl. ollu í helztu kaffirækt- arhéruðum Brasilíu. Sér- fræðingar, sem kannað hafa svæðin gaumgæfi- lega, eru allir á sama máli, þetta er alvarleg- asta áfall sem kaffirækt- unin þar í landi hefur orðið fyrir. Uppskeru- bresturinn er 65—70% og vegna þess hve kaffi- plantan er lengi að taka við sér eftir svona áföll er augljóst að uppskeran 1976/77 bregzt einnig og uppskeran 1977/78 verð- ur léleg. Og kaffiunnend- ur fá að borga brúsann. Kaffi á heimsmarkaði hefur þegar hækkað f verði þótt birgðir séu nægar eins og stendur og það á eftir að hækka enn meira á næstu misserum. Hér heima verðum við varla vör við hækkunina fyrr en nær dregur ára- mótunum, því í landinu munu vera til ríflegar birgðir. Ösköpin byrjuðu þriðjudag- inn 15. júlí sl. Þann dag voru Brasilfukaffið malað I verzlun f Reykjavfk. Hve mikið hækkar kaffipakkinn? miklar rigningar í kaffiræktar- héraðinu Parana og hluta af Sao Paulo. Sama veðrátta var daginn eftir. Þessu regnveðri fylgdi kaldur vindur, hagl og slydda. Fimmtudaginn 17. júlf hætti rigningin, himininn varð heiðskir um stund en hinn kaldi vindur hélt áfram að blása. Afleiðingin varð sú að hitastig féll skyndilega I Par- ana, Sao Paulo, Rio Grande do Sul og Santa Catarina, og brátt tók að snjóa. í Parana, þar sem ekki hafði fallið snjór í 47 ár, varð snjóþykktin 10 sentimetr- ar. Hitinn var 2—5 gráður. Skemmdir voru strax byrjaðar að sjást á viðkvæmustu hlutum kaffiplantnanna svo og ungum og nýgróðursettum plöntum. En þetta var aðeins byrjunin og enn átti ástandið eftir að versna. Föstudaginn 18. júlí var áttin norð-austlæg og ískaldir suðurskautsvindar blésu af Andesfjöllum og inn yfir kaffi- ekrurnar í Parana og hluta af Sao Paulo. Að morgni föstu- dagsins var hitastigið mínus 1—5 gráður og hafði ekki farið svo lágt á þessu svæði í 50 ár. Síðdegis á föstudag blasti við ófögur sjón í hinu frjósama kaffiræktarhéraði Parana. Þar sem áður höfðu verið grænir akrar blasti við eyðilegging frostsins, brúnar og svartar breiður af dauðum plöntum. Eyðileggingin var langmest í Parana, 90—100%, að mati sér- fræðinga. Flestar plöntur hafði Frá kaffiekru f Brasilfu. Milljónir verkamanna missa atvinnuna vegna uppskerubrestsins. frostið deytt niður f rót. Laugardaginn 19. júlí var einnig mjög kalt á þessu svæði en það breytti litlu, frostið hafði þá þegar unnið mestu skemmdirnar. Kaffiunnendur í heiminum fá á næstu misserum að finna fyrir þessum stórkostlega upp- skerubresti með því að greiða hærra verð fyrir kaffið. Brasilía hefur flutt út þriðjung þess kaffis sem komið hefur á heimsmarkaðinn svo framboð á kaffi næstu þrjú ár a.m.k. verð- ur mun minna en verið hefur undanfarin ár. Á kaffimarkaðn- um ríkir sama lögmál og á öðr- um mörkuðum, verðið mótast af framboði og eftirspurn. Eng- inn vafi er á þvi að eftirspurn eftir kaffi verður ekki minni og því liggur í augum uppi að kaffiverðið mun hækka. 1 Brasilíu eru til nægar birgðir af kaffi bæði fyrir útflutning og innanlandsneyzlu en samt hafa yfirvöld í Brasilíu ákveðið stór- hækkanir á þessum birgðum til að mæta þeim vanda sem upp- skerubresturinn hefur í för með sér. Nemur hækkunin allt að 60% á útfluttu kaffi. Þá hef- ur verð á kaffi innanlands i Brasilíu einnig verið hækkað. Önnur helztu kaffiræktunar- lönd heimsins, Kolombía, Angola og Fflabeinsströndin fylgjast náið með framvindu mála í Brasilíu og hafa sent þangað fulltrúa sfna. Má búast við hækkunum hjá þeim Iíka og almennt spá sérfræðingar þvf, að uppskerubresturinn verði til þess að meiri samvinna verði eftirleiðis með helztu kaffi- ræktunarlöndum heimsins og meiri samræming f verðlagn- ingu og þá frekar tif hækkunar en hitt. Fram til þessa hefur verð mikið til ráðizt af inn- kaupum helztu kaffidreifingar- fyrirtækjanna i heiminum. Ástæðan fyrir því að Brasilía hækkar svona stórlega þær birgðir sem til eru nú er fyrst og fremst sú, að geysilegt fjár- magn þarf til að byggja upp kaffiræktun á ný. Það segir sig sjálft þegar 60—70% af 1,2 milljón kaffiplöntum I landinu eyðileggjast á einu bretti. Hækkunin mun þó hvergi nærri hrökkva til. Það sem á vantar þarf rikið að leggja fram og það ríflega þvi eftir þetta mikla áfall eru miklar tilhneig- ingar hjá kaffiræktunar- bændum í Brasilíu að snúa sér að ræktun annarra tegunda, svo sem soyabauna og ýmissa korntegunda. Þá er það óleyst vandamál hvað gert verður til hjálpar þeim milljónum verka- manna sem hafa haft atvinnu við kaffiræktunina. Fyrir uppskerubrestinn var áætlað að Brasilíumenn myndu á næstu þremur árum setja á heimsmarkaðinn 68 milljón sekki (hver sekkur er 60 kg) af kaffi. Nú er ljóst, að magnið verður f mesta lagi 28 milljón sekkir. Hér er því alvara á ferðum og við Islendingar verðum væntanlega varir við alvöruna seinni hluta ársins þegar við förum að fá híngað dýrara kaffi. Islenzkir kaffiinn- flytjendur geta ekki sagt til um það með vissu hvenær það verður en það kaffi sem nú býðst að utan er allt á nýja verðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.