Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. AGUST 1975 37 barna sinna. Á þann hátt renndi hún um leið traustari stoðum und- ir vináttusamband barnanna og þeirra vina, skóp úr æskusam- bandi skólavina heilsteypta fram- tíðarvináttu. Lok skóladaganna og aðrir lífs- ins atburðir urðu til þess að sið- ustu árin bar fundum okkar Inu sjaldnar saman en áður. En ætið stafaði frá henni sama hlýjan og elskulega viðmótið sem fyrr, hvort sem fundum bar suman fyrir tilviljun eða af sérstöku til- efni. Börnum hennar, tengdabörn- um, eiginmanni og öðrum ættingj- um votta ég innilega samúð vegna hins óvænta og sorglega fráfalls ómetanlegs ástvinar þeirra. Hörður Einarsson. Þegar ég minnist vinkonu minnar, Inu Edvald, koma um leið fram í hugann menntaskóla- árin og sú gleði og áhyggjuleysi sem þeim fylgdi. Ég á því láni að fagna að eiga börn Inu að vinum og mér sem öllum hinum störa vina- og kunningjahópi stóðu allt- af dyrnar á Frakkastíg opnar upp á gátt og þar fór saman stórt hús og stór hjörtu húsráðenda, sem tóku óspart þátt f gleði og gáska unga fólksins. Svo liðu mennta- skólaárin og allir menntafuglarn- ir flugu út og suður, en unga- mamman sat eftir. Þegar ég nú sé á eftir Inu vinkonu minni trega ég að hafa ekki sýnt henni þá ræktarsemi sem hún átti skilið af mér og sjálfsagt mörgum öðrum en bið henni og aðstandendunum allrar blessunar. -ihj. Það mun hafa verið fyrir rösk- um tólf árum, að nýr starfskraft- ur var kominn á vinnustaðinn, þegar ég mætti til vinnu einn morguninn. Þetta var fremur lág- vaxin kona en samsvaraði sér vel, klædd í ijós-drapplitaða dragt, veí snyrt og í senn hýrleg og virðuleg. Ég kom þegjandi að borðinu, en hún spratt upp kvik og ung í hreyfingum, þótt hún væri á miðj- um aldri, rétti mér höndina og sagði: „Komdu sæll, ég heiti Ina Edwald.“ Ekki grunaði mig þá, að þetta stutta handtak þarna um gráan morguninn væri upphaf að vin- áttu sem entist unz yfir lauk, vin- áttu, sem á margan hátt var betri en gerist. En þannig var Ina. Hún gerði aldrei neitt til hálfs. Ef hún var vinur þinn, þá var hún vinur þinn. Sú vinátta spannaði yfir alla þfna fjölskyldu og frá hennar bæjardyrum séð hlaut hennar fjölskylda líka að vera innifalin. Örlögin og Ina höguðu því svo til, að seinna þetta sama ár flutt- um við hjónin með son okkar, sem þá var eina barnið, i húsið til hennar, íbúðina beint yfir hennar. Þar með urðu kynnin ennþá nánari og á þau og sambýl- ið bar ekki skugga. Það var ekki hægt annað en láta sér þykja vænt um þessa konu. Hún var öllum góð, vildi hvers manns vanda leysa og gerði það með þessum snöggu, kviku hreyfing- um, hvort heldur það var stór vandi eða aðeins að sækja manni kaffibolla, sem manni hefði verið f lófa lagið að gera sjálfur. Upphaflega mun hafa verið gert ráð fyrir því, að hún leysti aðeins af í sumarleyfi á vinnustað okkar Hilmi h.f.. Hún las prófark- ir og aðstoðaði við auglýsingaöfl- un, en var svo fjölhæf og velvirk að það kom af sjálfu sér að hún ílentist. Áður en varði var hún farin að vinna á ritstjórn, og var jafnliðtæk við það og annað. Stundum sagði hún við okkur vinnufélagana, að hún væri varð- hundurinn okkar, og það er vist og satt, að hún hugsaði svo um alla okkar velferð, að ekkí varð betur á kosið. Innan fárra ára var hún farin að stunda hvers kyns blaðamannsstörf og hélt því áfram til hins sfðasta. Ég ætla ekki að rekja ævisögu hennar. Það gera mér færari menn. En þegar kynni okkar hóf- ust, hafði hún nýlega misst fyrri mann sinn, og átti við ýmsa erfið- leika að strfða. Hún Iét þá ekki buga sig eða koma niður á okkur, sem umgengumst hana daglega. Við fengum aðeins að njóta glað- lyndis hennar og örlætis, og börn- in litu takmarkalaust upp til hennar. Það hljóta að hafa verið mikil viðbrigði að verða snögglega tekjulítil ekkja, eftir að hafa verið húsmóðir í góðum efnum um langa hríð. Fljótlega seldi hún þær eignir, sem hún og fjölskylda hennar höfðu haft að lifibrauði, meðan maður hennar var á lífi, og keypti sér notalega íbúð í blokk. Eftir nokkur ár kynntist hún svo siðari manni sínum, og fyrir ekki löngu seldu þau íbúðina og keyptu sér snoturt einbýlishús úti í Garðahreppi. Síðan unnu þau að þvf að koma húsinu í það horf, sem þau kusu, og sáu fram á að ljúka því undir veturinn. En þess fær hún ekki notið. Á ferðalagi í sumarfríi barði sá að dyrum, sem völdin hefur, og fór ekkí erindis- leysu fremur venju. Nú meðan ég skrifa þetta, finnst mér sem Ina standi við hlið mér og biðji mig að fara nú ekki að sjóða neina sætsúpu. Slík grautargerð var ekki henni að skapi. En ég hef margs að minn- ast frá kynnum okkar. Ég man, meðan hún átti ennþá sumarbú- stað með skóglendi, og hún setti mig upp í vörubfl því nú skyldum við fara til og höggva okkur jóla- tré til hátíðanna. Það er f hið eina sinn, sem ég hef sjálfur valið og höggvið mitt eigið jólatré. Ég man, þegar hún vildi losna við innbyggðan svefnherbergisskáp úr íbúðinni sinni. Stórar, fallegar mahóníhurðirnar af honum loka nú einum veggnum í svefnher- berginu heima hjá mér og minna okkur á gefandann. Ég man, þegar við héldum upp á áramótin í gömlu íbúðinni hennar, og bið- um þess að gamla afaklukkan hljómaði nýtt ár, eins og hún hafði ævinlega gert af stakri skyldurækni undanfarna áratugi. Að þessu sinni þagði klukkan — það voru siðustu áramótin hennar Inu í þessu gamla húsi, sem hún hafði svo lengi átt heima f. Börnin mín muna þessa höfðinglunduðu konu, sem hélt áfram að senda þeim glaðning við og við, þótt leiðir hefðu skilið að sinni og við flutt í annan landshluta. Og hver ætli það hafi verið önnur en hún Ina min, sem tók að sér óbeðin að gæta að póstinum mínum og öðru þvflíku, þegar ég var aftur kom- inn að hluta inn í fyrirtækið, sem ég hafði yfirgefið um hríð en hún aldrei? Já, samgangurinn varð strjálli síðustu árin. Við bjuggum uppi f Borgarfirði og það varð heldur lengra á milli. En nú stóð til að breyta þessu öllu, og i september ætluðum að skoða hvors annars heimkynni á ný. I september. Einhvern tíma kemur sá sept- ember, að við hittumst að ný. Þá veit ég, að Ina tekur á móti mér eins og hún gerði svo oft hérna megin, tyllir sér á tá, tekur um hálsinn á mér og kyssir mig á kinnina. Hún gerði það með þeim hlýleik, að manni hlýnar um hjartaræturnar. Á morgun verður hún lögð til hinztu hvílu. Henni fylgja kærar kveðjur og þökk fyrir samfylgd- ina frá okkur hjónunum og börn- um okkar, líka henni systur minni, sem einnig fékk að njóta kunningsskaparins og vinátt- unnar við Inu. Ástvinum hennar sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Sigurður Hreiðar Minning Sigurður Egleifs- son, skipstjóri Sigurður Eyleifsson skipstjóri var jarðsettur frá Dómkirkjunni í Reykjavík s.l. miðvikudag. Fjöl- mennt var við útförina, enda Sig- urður vinmargur og vel látinn af öllum, sem til hans þekktu. Hann var fæddur 6. júlí 1891 í Gesthúsum á Seltjarnarnesi og voru foreldrar hans þau hjónin Eyleifur Guðmundsson skipa- smiður og Kristjana Margrét Sig- urðardóttir. Hann andaðist á heimili sínu Sólvallagötu 5A, 17. ágúst s.l., en þar bjó hann síðustu árin í skjóli dóttur sinnar Helgu. Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri konu sina Einhildi Þóru Jóns- dóttur, missti hann eftir 8 ára hjónaband frá fjórum ungum börnum. Síðari kona hans var Óla- vía Steinunn Ingimundardóttir, en þau slitu hjónabandi sínu eftir langa sambúð. Þá stóð Marta Ár- mannsdóttir fyrir heimili Sigurð- ar í um tvo áratugi og var dóttir hennar Elín með henni i vistinni. Nú, þegar Sigurður er lagður frá landi í sina hinstu ferð, rifjast upp gömul kynni við þennan trausta mann, Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég var 12 ára gamall, en þá fluttist ég á Sólvell- ina í næsta nágrenni við Sigurð og fjölskyldu hans. Það voru kátir og ærslafullir krakkar, sem settu gjarnan,svip sinn á Vesturbæinn í þá daga og voru börn Sigurðar gjarnan framarlega í þeim glað- væra hópi. Það var jafnan allmikil tilhlökk- un hjá krökkunum í hverfinu, þegar von var á Sigurði frá út- löndum, þvi oftast var þá á ein- hverju góðgæti von, sem hann lét börnin sín gefa leikfélögunum. Þetta var kærkominn munaður sem fáir gátu veitt sér á þessum árum. Svo sem títt var um tápmikla unglinga upp úr aldamótunum sfðustu fór hann ungur á sjóinn. Hann mun hafa kynnst allnáið skútuöldinni svo nefndu, en var þó lengstum starfandi á togurum. Hann mun hafa verið skipstjóri í um tvo áratugi og þótti farsæll í því starfi. Þeir sem völdu sér sjómennsku að atvinnu á þeim árum, báru það með sér jafnan siðan, að ekki hafði alltaf verið farið um þá silkihönskum, eða starfið verið dans á rósum. Þetta voru þrek- miklir menn og válynd veður norðurhafa höfðu rist andlit þeirra djúpum rúnum karl- mennsku og skapfestu. Æðru- lausir sóttur þeir sjóinn á hverju sem gekk. Þeir voru mótaðir af tíðarandanum, vissu ekki hvað það var að gefast upp og kjarkur- inn var ódrepandi. Þeir hugsuðu um það eitt að vinna hörðum höndum til að geta séð sæmilega fyrir fjölskyldum sínum og fært þjóðfélaginu í heild björg í bú. Á þrotlausu starfi þessara manna byggðist hagur þjóðarinnar og uppbygging atvinnuveganna að verulegu leyti. Upp úr þessum jarðvegi var Sigurður vaxinn. Hann gat verið harður f horn að taka ef svo bar undir og er mér minnisstæður at- burður, sem ef til vill gefur all- góða hugmynd um það kapp og bá hörku sem bjó hið innra með hon- um. Sumarið 1929 var ég „hjá!parkokkur“ á Þórólfi og var þá Kolbeinn Sigurðsson skip- stjóri. Við vorum á síldveiðum og var lagt upp á Hesteyri. Veiðarnar voru stundaóar af kappi og er skipin höfðu verið fyllt, var þegar haldið til hafnar með farminn. Oft var barizt af hörku um bryggjuplássin og vel kynt undir kötlunum á leiðinni til lands. Ein- hverju sinni þegar Þórólfur var á innleið, vildi svo til að við lentum Framhald á bls. 32 Okkur setti hljóðar, er við frétt- um lát Inu, sem lést á Borgar- spftalanum 22. ágúst, eftir skamma legu. Við, sem þessar línur ritum, áttum því láni að fagna að kynn- ast henni, þegar við sátum í sama bekk og dóttir hennar, Ragna Lára, í menntaskóla. Þau kynni urðu okkur dýrmætari en orð fá lýst, svo sérstök kona var Ina. Heimili hennar og Ragnars heitins Kristinssonar, fyrri eigin- manns hennar, að Frakkastíg 12, stóð okkur ætfð opið og voru þau hjón mjög samhent í því að láta okkur líða vel. Þar var ávallt margt um manninn og þá nutu hæfileikar þessarar góðu konu sín vel, því mikil var gestrisnin og höfðingsskapurinn. Ina var mjög gáfuð og fjölhæf kona og hafði hlýja hennar og einlægni djúpstæð áhrif á okkur. Hún skildi okkur og tók ríkan þátt i gleði okkar og sorg, hverrar fyrir sig. Vinátta hennar var okk- ur ómetanleg á þessum árum og hélst fram á þennan dag. Við þökkum henni af alhug þær fögru endurminningar, sem við eigum frá samverustundum okkar. Fyrri mann sinn, Ragnar Kristinsson, missti Ina árið 1962, en samheldni barna hennar og dugnaður hennar sjálfrar hjálp- uðu þeim öllum yfir erfiðasta hjallann. Siðar hóf Ina starf sitt við viku- blaðið Vikuna og starfaði þar fram á siðasta dag, við þýðingar, prófarkalestur og fl. Árið 1972 giftist Ina eftirlifandi manni sínum, Ragnari Þorsteins- syni, rithöfundi og starfsmanni Seðlabankans. Var hann henni mikil gleði og styrkur síðustu árin. Mestur er harmur ástvina hennar, en við biðjum guð að styrkja Ragnar, börn hennar, tengdabörn og barnabörn í sorg þeirra. Blessuð sé minning hennar. Vinkonur. Opiö í Kvöld Opiö í kvöld Opið í kvöid AÐEINS ÞETTA EINA SKIPTI í REYKJAVIK. Allir yfir 20 ára með nafnskírteini og smekklega klæddir, velkomnir. Húsinu lokað klukkan ellefu þrjátíu. Borðapantanir í sima 20021. Skemmtum okkur á stórkostiegum stað með frábærum skemmtikröftum. Miðaverð kr. 600.— eman CGISQATA KX SÍMI 15922. RVt HÖT«L /A«A SÚLNASALUR STÓRHÁTlÐ AÐ HÓTELSÖGU sunnudagskvöld 3. ágúst Stuðmenn White Backmann Tríó Steinunn Bjarnadóttir, Baldur Brjánsson Opið í kvöld Opið í kvöld Opið 1 kvöld^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.